Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 13
Hverra manna
ert þú?
Fríða Á. Sigurðardóttir:
Meðan nóttin líður
Forlagið 1990.
Sá sem ætlar að gefa skýrslu
um efni þessarar sögu hefur úr
nógu að moða: þetta er ckki sagan
um það sem ekki gerðist eftir að
upp stytti á fimmtudaginn var.
Nína heitir konan sem hefur orð-
ið, hún þarf að vaka yfir móður
sinni dauðvona nokkrar nætur og
við dauðans dyr vakna eilífar og
áleitnar spumingar: Þekkjum við
aðrar manneskjur? Eins þótt þær
standi okkur nærri? Þekkir Nína
systkini sín eða þá formæður?
Nei, hún þekkir ekki einu sinni
móður sína, hún er að uppgötva
margt um hana þessar síðustu
nætur meðan hún vakir yfir henni
rænulausri, hún kemst að því að
hún hefur þekkt ótrúlegasta fólk
sem hugsar hlýtt til hennar og á
henni margt að þakka, hún kemst
líka að því hve margt hefur blund-
að í henni sjálffi sem tengist móð-
ur hennar og ekki hefur verið
hugsað um í alvöru.
Fimm kynslóðir
kvenna
Sagan verður svo svar við
spumingu sem af tilviljun er beint
til Ninu eina vökunóttina: Hverra
manna ert þú? Gmnur og vissa
togast á um líf fimm kynslóða
kvenna, sem rætur eiga i af-
skekktri vík úti við ysta haf, þar
sem dauðinn vokir í bjargi og sjó
og hungrið teygir krumlu sína inn
um gættir á hverju vori. Nína leit-
ar i huga sér eða þá að yfir hana
steypist lif móður hennar og ann-
arra formæðra úr víkinni og
blandast saman við hennar eigið
líf. Allar fengu þær konur yfrið
nóg af lífsreynslu, allar vom þær
að því spurðar hvort þær vildu
fara út í óvissuna eða vera,
þrauka. Fara ffá endalausu basli
og karli sínum. Kannski vegna
þess að smuga var fær út í hinn
stóra heim, kannski vegna þess að
ástin benti þeim annað, kannski
vegna þess að þeim var stórlega
misboðið. Eins og ömmu Nínu,
Katrínu, sem tók á móti tveim
bömum frillu bónda síns og
hefndi sín svo á þeim með því að
taka hana bjargarlausa inn á
heimilið síðar. Allt hefur komið
tyrir þessar konur, og þótt Friða
A. Sigurðardóttir sveipi sumt í
hálfkveðnar vísur ffaman af, þá
verða sagan og persónur hennar
opinská síðar meir og láta uppi
flest það sem gmna má og er þó
aldrei öllum spumingum svarað,
þó ekki væri.
Opinskátt já: áður en lengra er
haldið skal fram tekið að hér er
stílað á sterk meðöl og fer það
oftast nær vel að efhinu, en kann-
ski finnst lesara fullmikið af því
gert að láta frásögnina höggva í
lestrarvitundina með styttingum,
með því að sleppa fomöfnum og
sögnum, undanskilja þau.
Nauðung
og frelsi
Það er margs að gæta í þessari
skáldsögu. En þar er ekki sist ver-
ið að stilla saman kynslóðum.
Nína er oft að rifja það upp hve
óffjálsar formæður hennar vom
og hún ávítar þær: Sunnevu
Um
nýja skáldsögu
Fríðu Á.
Sigurðardóttur
langalangömmu sem var hrakin
burt vegna ásta í meinum fýrir að
hún kom aftur. Katrínu ömmu
sina fyrir að láta frillustand bónda
síns yfir sig ganga. Móður sína
Þórdísi fyrir að hún greip ekki
það tækifæri sem hún átti til að
losna úr basli. Þórdís hafði reynd-
ar tekið upp hanskann fyrir þær
allar: þær áttu ekki um margt að
velja. Nína dóttir hennar er sú
fýrsta sem getur tekið ákvarðanir
um sitt líf og gerir það.
En þýðir það að nútímakonan
er sigursæl og getur litið niður á
formæður sínar margkúgaðar?
Óekki. Nína hefur reynt að vera
bóhem og skáld við hlið kærast-
ans Amars sem var efnilegur mál-
ari og hún hefur sagt skilið við
hann og gift sig á hagkvæman
hátt Guðjóni lögfræðingi. Hún
hefur skilið við hann og haslað
sér völl sem sjálfstæð kona í aug-
lýsingaheimi og bmnar um hann
á nýjum jagúar. En hún er ekki
sigursæl. Ekki aðeins vegna þess
að hún hafi svikið skáldskapinn
fýrir auglýsingahönnun, heldur
ekki vegna þess að heimurinn er
sundurtættur. Hugsjónir allar
orðnar að merkingarleysu og
klámi:
„Enginn þráður i hendi, ekk-
ert hnoða að fylgja, ekkert - orð
tímans. Einmaninn svífur um
tómið. Firrtur, þjáður...“
Ég er ekki með
Því eins og móðir hennar Þór-
dís_hafði sagt: „Við ráðum vist
litlu um það sem gerist, en hinu
ráðum við hvemig við bregðumst
við.“ Og hér er komið að ósigri
Nínu, hún hefur látið undan
merkingarleysi heimsins. Með
því að hafna honum. Hún hafnar
lífi mæðra sinna og þessu helvítis
landi sem slasar þann eða drepur
sem á þvi gengur. Síðan hafnar
hún ástinni og minningunni um
hana (Amar fórst í slysi, já, en
það kemur henni ekki við) og í
nútímanum vill hún aðeins við-
hald, ástmanni sínum leyfir hún
ekki að taka þátt í lífi sínu, hnuss-
ar yfir því að honum finnst það
koma sér við að móðir hennar er
að deyja. Hún hefur ekki aðeins
ffamið þann rómantíska glæp að
selja ritgáfuna á markaði, heldur
hefur hún slegið hagsýnum kulda
um ástina og vísar frá sér samúð-
inni með hrolli: hún mun aldrei
aftur fara með vinkonu sinni að
heimsækja heilaskaddaðan dreng
sem er hennar einkabam.
Eftirsjáin
Nostalgían, eftirsjáin er ekki
það sem hún var, segir Simone
Signoret í endurminningum sín-
um. I skáldsögunni er einatt gerð-
ur samanburður á Nínu og móður
hennar, á Þórdísi, sem gerði allt
gott í kring um sig, sem átti stolt
andspænis stórbokkum, sem faldi
sig aldrei á bak við það að enginn
vissi hvað væri rétt og hvað rangt,
sem liföi í heiðarleika og þeim
kærleika sem ekki spyr um þókn-
un. Við komumst að því með
Nínu, að það er eftirsjá í slíkri
konu og því hugarfari og
hjartalagi sem gerðu henni
mögulegt að lifa. En það er
líka augljóst að líf Þórdísar og
hennar móður og langömmu er
Fríða Á.
Sigurðardóttir
ekki fegrað, það er ekki sýnt í
rómantískum hillingum, það er
grimmt, miskunnarlaust reyndar.
Gamlar sögur
Nína hafnar sjali langalang-
ömmu sinnar, Sunnevu, arfinum,
tákninu um samhengið í lífi kyn-
slóðanna, vill ekki eiga þann grip.
En samt leitar þetta samhengi á
hana, sagan sem vill festa sig í
orðum og er kannski alltaf folsk
að einhverju leyti, það er eitthvað
sem vantar, eitthvað sem enginn
veit. En er samt áleitin vegna þess
að sagan er „tilraun til að hemja
hann (veruleikann), koma reglu á
óskapnaðinn“. Þótt ekki væri
nema með því að koma höndum
yfir þau augnablik sem lífið er
gert úr og eru líkast til öngvir
stóratburðir, heldur geyma þessa
„kyrrð í storminum" þegar „allt
verður svo skýrt“. Hvað sem um
Nínu má segja þá er hún enn ekki
reiðubúin til að láta gamlar sögur
liggja kyrrar eins og systir hennar
vill, Marta. Hve brotakenndar
sem þær kunna að vera þá verðum
við að gera það upp við okkur
hvað við ætlum að gera við þær
(svo við vitum betur hver við er-
um) - þeim spumingum heldur
Fríða Á. Sigurðardóttir að lesend-
um sinum með heitri ástriðu og
listrænni útsjónarsemi.
Handan við veröldina
Gyrðir Elíasson
Svefnhjólið
Mál og menning 1990
Sá sem segist skilja þessa bók
er líkast til að staðhæfa meira en
hann getur staðið við.
Þarf samt ekki að vera
klumsa.
Sá sem hefur orðið í þessari
sögu er ungur maður sem er að
skrifa eitthvað og lesa Oddyseifs-
kviðu og stundum að mála, hann
fær sér líka í staupinu og sefur hjá
konum sem eru því miður horfnar
fyrr en varði eða ummyndaðar.
Undir lokin er hann lagður upp í
undarlega siglingu.
Hér má við bæta að sögmað-
urinn nafnlausi fer á milli þriggja
plássa (sofandi í baðkari)
og er síðast í höfuðstaðnum.
Þessi romsa segir svosem ekki
neitt. Snemma í sögunni er sögu-
maður andvaka eftir undarlega
heimsókn og „finnst í svip ég sé
staddur handan við veröldina og
þung og dökk tjöld á milli". Sag-
an er ekki síst um þessa kennd og
ffamvinda hennar sú að tjöldin
þyngjast og þykkna. Með þvi að
sögumaður hverfur æ lengra inn á
innlönd þar sem samhengi veru-
leikans er ekki tekið gilt og hvað
sem er getur gerst. Þar hnerra af-
skomir hesthausar og fallegir
koníkaspelar koma undan kart-
öflugrösum og þar era lika ævin-
týraminni eins og að lyfta hlemm
og stíga niður í brann þar sem
annnar heimur er og kona sem býr
með gesti eina sæng. Persónan
drekkur með fýlliröftum og á næt-
urvökur með draugum og það
kemur út á eitt: hann tengist þeim
ekki. Kannski er hann draugur
sjálfur: afturgangan er veraleiki
eins og aðrar hugsanir okkar, hún
er hugarfar þess sem er staddur
handan við heiminn í óbugandi
einsemd. Og tekur því (í þessari
sögu) með undarlegu æðraleysi í
bland við æðri gamansemi. Því
hvað er skelfilegt nema að heim-
an hafi? Einhverju sinni hefur
sögumaður séð dauðan sel í fjöra
og sundurétinn af marfló og
imyndar sér að hann sé risinn upp
frá dauðum og hleypur undan:
„Það er einhver nautn samofin
skelfingunni að flýja svona upp-
hugsuð óféti myrkranna.“
Margir lyklar kunna að ganga
að slíkri sögu. Verður þeirra ekki
leitað frekar í bili. En hitt verður
að koma fram, að Gyrðir Elíasson
stílar manna best. Lesandinn er
kannski í vandræðum með sam-
hengi hlut-
Ami anna, en hann
_ er illa lyntur
Bergmann efhannfmnur
Gyrðir Elíasson
ekki merkilegan seið sem dregur
hann að textanum. Nefhum til
dæmis þessa heimsókn hér:
„Frá sjónum berast dranur, ég
svipti til gardínum og þá mætir
mér ógleymanleg sjón. Fyrir utan
stendur kynlega hreistrað
skrýmsli skeljalagt og hnerrar eða
fiýsar inn um gluggann. Þetta er
skepna á stærð við vannærðan
nashyming og ég tek sérstaklega
eftir augunum, þau era svo furðu-
lega biðjandi. Andartak dettur
mér helst í hug að sækja kexköku,
en svo verð ég allt í einu hálf-
smeykur og gríp í fáti eitt af ígul-
kerjunum sem standa á sængur-
fatahillunni og pabbi hefur safnað
undanfarin sumur, og þessu ígul-
keri læði ég út um opinn gluggann
og milli skolta skrýmslisins. Það
byijar að bryðja en hnerrar svo
skyndilega aftur, ég er of seinn að
kippa að mér hendinni og brodd-
ótt leiðindaslepja kemur á handar-
bakið. Svo hnubbar skepnan skúr-
inn með afturendanum svo stafhar
ganga til, hverfur síðan niður fýr-
ir sjávarbakkann í þokunni ein-
manaleg tilsýndar og mér fínnst
ég heyra lág gráthljóð.“
Hér er furðan komin til okkar,
dapurleg og lýrisk og launkímin
og eitthvað svo merkilega sjálf-
sögð þrátt fýrir allt. Og þegar
presturinn í næsta húsi vísar þess-
ari heimsókn frá með þeirri til-
gátu að skrýmslið hafi verið belj-
an hans Ásgríms sem er skrýti-
lega hrúðrað á lendinni, þá er það
lesandinn sem hlær að slíkri skyn-
semi og finnst hún óþörf með
öllu.
Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13
,l