Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1990, Blaðsíða 5
TT’/SCT'TTT* A C<TTT>17 TTTI> JD JL vJ JLJ^jr%.vjrö JD JlVJlL JL JL JlJv Óskað Stefán Valgeirsson: Z mánudag hyggst Stefán Val- A geirsson leggja fram þings- alyktunartillögu þess efnis að umboðsmanni Alþingis verði faiið að kanna hvort bráð- brigðalög ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna við BHMR brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrár íslands. Bæði Hjörleiíur Guttormsson og Geir Gunnarsson, þingmenn Alþýðubandalagsins, hafa lýst þvi yfir að þeir styðja ekki bráð- birgðalögin en þau hafa verið lögð fram og rædd einu sinni i neðri deild Alþingis. Þar sem stjómin hefur 23 menn í neðri deild á móti 18 stjómarandstöðu- þingmönnum auk Stefáns, sem hefur stundum stutt ríkisstjómina, gætu lögin oltið á atkvæði Stefáns að því tilskildu að bæði Geir og Hjörleifur greiði atkvæði á móti. Greiði Stefán einnig atkvæði á móti lögunum falla þau á jöfnu: 21-21. „Ég vil ekki láta það henda mig - ef sú ólíklega staða skyldi koma upp að málið ylti á mínu at- kvæði - að ég hafi ekki gert mitt til að láta kanna það til hlítar hvort þama sé um stjómarskrár- brot að ræða,“ sagði Stefán og bætti við að málið í heild sinni væri klúður og það hefði átt að taka á því áður en það fór fyrir fé- Auglvsingar Hvíta húsið kynnir SÞ Auglýsingastofan Hvíta húsið tekur þátt í hönnun alþjóðlegra kynninga Sameinuðu þjóðanna Auglýsingastofan Hvíta húsið í Reykjavík hefur verið valin sem ein af 90 auglýsingastofum í 5 heimsálfum til að hanna fyrstu alþjóðlegu auglýsinga- herferðina til kynningar á starfi Sameinuðu þjóðanna. Heildarkostnaður við her- ferðina er áætlaður því sem næst þrír miljarðar íslenskra króna. Markmiðið er að auka skiln- ing almennings um allan heim á starfí SÞ. Gert er ráð fyrir því að herferðin geti hafist innan 6-9 mánaða. Hvíta húsið er aðili að al- þjóðasamtökum sjálfstæðra aug- lýsingastofa, 3AI, og vinnurþetta verkefni ásamt systurlýrirtækjum sínum og embættismönnum SÞ. ÓHT Þióðviliinn Aulýsinga- verð hækkar Frá og með 1. nóvember verður gmnnverð auglýsinga kr. 725 fýrir hvem dálksentimetra. Auglýsingaverð Þjóðviljans hefur verið óbreytt ffá 1. ágúst 1989 þar til nú. Hækkun þessi nemur 10%. -Sáf Bráðabirgðalögin álits umboðsmanns Nú stendur yfir [ Kringlunni svo kallað matarteiti. Þar taka sig saman kokkar, bakarar, kjötiðnaðarmenn og framreiðslumenn og kynna matargerð og framreiðslu. Þessi „brúðhjón" gæddu sér á krásunum ( gær, eftirað þau höfðu verið „gefin sarnan" af „presti“ sem öll þjóðin kannast eflaust við andlitið á. Mynd: Jim Smart. Fiskiþing Tækin fyrir framan tólin Skipstjórnarmenn á Austfjörð- um óttast að geislavirkni frá tölvum í brúm fiskiskipa geti haft skaðleg áhrif á frjósemi þeirra, þar sem þeir sitja gegnt tækjunum í mittishæð og þvi varnarlausir undir skothríð úr öllum áttum. A Fiskiþingi í gær var sam- þykkt að vísa til stjómar Fiskifé- lagsins tillögu ffá Fiskideildarfé- lögum í Austfirðingafjórðungi þess efnis að Fiskiþing skori á heilbrigðisyfirvöld að láta fara ffam rannsókn á geislavirkum og heilsuspillandi áhrifúm, sem kunna að stafa ífá tækjum þeim, sem algeng eru í brúm fiskiskipa. í greinargerð með tillögunni kemur ffam að nýverið hafi komið ffam í fféttum að læknar teldu sig vera búna að sanna að mikil hætta stafaði ffá tölvum og öðmm al- gengum og sakleysislegum raf- eindatækjum. Þeir sem vinna við tölvur í lengri tíma verða fýrir geislun, sem getur haft vemleg skaðleg áhrif á heilsu manna og orsakað ótímabæra ófijósemi hjá karlmönnum. Þetta vilja skipstjómarmenn á Austfjörðum að verði tafarlaust kannað. Á sama hátt, hvort völ sé á hlífðarklæðum, sem ekki hái skipstjómarmönnum við vinnu, en veiti geislavemd. Þama er ekki átt við geimferðabúninga, heldur eins konar blýsvuntur sem hlífi viðkvæmum líkamspörtum fýrir skaðlegum geislum. . Rækjukvóti Loðnuskip seldu grimmt Vil láta reyna á hvort um stjómarskrárbrot sé að ræða. Steingrímur Hermannsson: Stjómin ekki í hættu lagsdóm. Stefán sagðist ekki vilja að þingmenn fæm blindandi að greiða atkvæði um lög sem deilt væri um hvort stæðust stjómar- skrána, en prófmál gengur nú í bæjarþingi vegna meintra stjóm- arskrárbrota bráðabirgðalaganna, sem einnig hafa verið kærð til Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar. „Ég hef ekki nokkrar áhyggj- ur af þessu,“ saagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra aðspurður um þingsályktunartil- löguna, en hann sagði í umræðum um lögin á Alþingi að tryggur meirihluti væri fýrir samþykkt laganna. „Ekki vitum við annað, þetta var allt lagt fýrir í sumar, og ég held að það standi allt enn,“ sagði Steingrímur um hvort meirihluti væri fýrir lögunum í neðri deild. Þegar honum var bent á það að Geir Gunnarsson styddi ekki bráðbirgðalögin svaraði for- sætisráðherra því til að það gæti verið rétt en að Geir styddi meiri- hluta þingflokks Alþýðubanda- lagsins. Því væri stjómin ekki í neinni hættu. Geir sagði hinsveg- ar í samtali við Þjóðviljann að hann myndi greiða atkvæði gegn bráðbirgðalögunum. -gpm Tæplega helmingur kvótans gekk kaupum og sölum Sé einungis miðað við sölu rækjukvóta milli útgerðar- aðila hafa 44% rækjukvótans gengið kaupum og sölum á síð- asta ári, en samsvarandi tala er 17,4% af þorskkvóta. Að mati Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda er ástæða þessarar miklu kvótasölu sú að of lítill kvóti kom i hlut hvers skips og því óhagkvæmt að gera út á rækjuna. Því hefur félagið lagt það til við Fiskiþing að það skori á sjávarútvegsráðherra að úthluta vemlega auknum úthafsrækju- kvóta á næsta ári. Með því er talið að draga megi úr kvótasölu. Af einstökum skipaflokkum sem fengu úthlutað rækjukvóta í fyrra, seldu útgerðir loðnuskipa sýnu mest, eða tæplega 60% af sínum kvóta. Loðnuskip fengu þá úthlutað alls 6.056 tonnum og af því voru seld 3.628 tonn. Utgerð- ir annarra veiðiskipa voru litlir eftirbátar útgerða loðnuskipa í sölu rækjukvóta, því þær seldu alls 57,7% af sínum kvóta eða 6.429 tonn af 11.144 tonnum sem þeim var úthlutað. Útgerðir sér- veiðiskipa seldu sýnu minnst eða 26,5% af kvóta sínum. Þeim var úthlutað í fýrra alls 4.756 tonnum og af þeim voru seld 1.262 tonn. —grh Austurland Einar Már gegn Hjörleifi Einar Már Sigurðarson, bæjarfulltrúi í Neskaupstað, gagnrýnir Hjörleif Guttormsson og telur þörf á endumýjun. Hjörleifur: Þessi staða endur- speglar djúpstæðan ágreining í flokknum Einar Már Sigurðarson hefur ákveðið að freista þess að velta Hjörlcifi Guttormssyni al- þingismanni úr efsta sæti G- listans á Austurlandi fyrir næstu þingkosningar. Einar Már gagnrýnir störf Hjörleifs sem þingmanns, en Hjörleifur segist ekki ætla að munnhöggv- ast við væntanlega þátttakend- ur í forvali á þessu stigi. Einar Már er bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Neskaupstað og formaður Samtaka sveitarfé- laga á Austurlandi. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður hefur lýst yfir að hann stefni að fýrsta sæti á listan- um, en það hefúr ekki áður gerst hjá flokknum í þessu kjördæmi að menn beijist um ákveðin sæti á listanum. Einar Már gagnrýnir meðal annars afstöðu Hjörleifs til stór- iðju og segir skorta á tengsl hans við stuðningsmenn flokksins í kjördæminu. Hann segir kröfúr um endumýjun vera háværar í kjördæminu. Hjörleifúr segir í samtali við Þjóðviljann að hann vilji ekki munnhöggvast við væntanlega þáttakendur í fýrirhuguðu forvali. - Mín störf em það vel þekkt að menn gera sér grein fýrir í hveiju þau eru fólgin. Ég geri mér grein fýrir að ég hef haft aðrar áherslur en hluti af forystu flokksins og stuðningsmenn flokksins á Aust- urlandi munu meta þessar ólíku, málefnalegu áherslur. Þessi staða sem komin er upp á Austurlandi endurspeglar kann- ski þann djúpstæða, málefnalega ágreining sem ríkir um mikilsverð málefni i flokknum, segir Hjör- leifur við Þjóðviljann. Skúli Alexandersson: Hef ekkert ákveðið um framboð Skúli Alexandersson alþingis- maður hafði samband við Þjóðvilj- ann í gær vegna fréttar í blaðinu, þar sem segir að ffam hafi komið í vikunni að hann ætlaði að gefa kost á sér til ffamboðs á Vestur- landi við næstu kosningar, en þetta var hafl eftir Skúla í DV á mið- vikudaginn. Hann segir: „Það sem hafl er eftir mér i Dagblaðinu í gær um að ég hafi ákveðið að gefa kost á mér i ffam- boð fýrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi er ekki rétt. Eg hef ekkert ákveðið í þeim efnum enn. Þegar ég hef tekið ákvörðun, hver sem hún verður, mun ég fýrst gera grein fýrir henni í kjördæmisráð- inu á Vesturlandi, en ekki á siðum dagblaðanna.“ háeé -gg Föstudagur 2. nóvember 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.