Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 2
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 •k , 2 ★ fréttir Skoöanakönnun DV um kjör þingmanna: Kjósendur haf na alfarið skattfrjálsum greiðslum - ákvörðun þingmanna á skjön við vilja 96 prósent landsmanna Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda um allt land er andvígur þeirri ákvöröun þingmanna að skammta sér 40 þúsund krónur á mánuöi í skattfrjálsar kostnaðargreiðslur. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem DV framkvæmdi í fyrrakvöld. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- uninni reyndust 96,2 prósent vera andvíg því að þirigmenn nytu skatt- frelsis umfram aöra landsmenn. Fylgjandi voru einungis 3,8 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun DV var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvigur þvi að þingmenn fái 40 þúsund krónur á mánuði í skattfrjálsa kostnaðar- greiðslu?" Ef tekið er mið af svörum allra þátttakenda í könnuninni reyndust 3,7 prósent vera fylgjandi þessum skattfijálsu greiðslum til þingmanna en andvíg voru 91,7 prósent. Oákveð- in voru 2,2 prósent en 2,5 prósent aöspurðra neituðu að gefa upp af- stöðu sína. Andstaöa kjósenda gegn 40 þúsund króna skattfijálsu greiðslunum er jafn mikil á landsbyggðinni og á höf- uðborgarsvæöinu. Á landsbyggðinni reyndust 96,2 prósent þeirra sem af- stöðu tóku vera andvíg greiðslunum en á höfuðborgarsvæðinu var hlut- falliö 96,1 prósent. Örlítill munur greindist hins vegar á afstöðu karla og kvenna í könnun DV. Meðal kvenna reyndust 97,9 pró- sent þeirra sem afstöðu tóku vera á móti skattfrjálsu kostnaðargreiðsl- unum en meðal karla var hlutfalliö 94,4 prósent. -kaa Skattfríðindi þingmanna: Lögunum breytt „Niðurstaða skoðanakönnunar DV kemur mér hreint ekki á óvart. For- sætisnefnd hefur þegar afgreitt máhð frá sér og leggur til að flutt verði frumvarp til breytinga á lögunum frá því í vor þess efnis að þessar al- mennu starfskostnaðargreiðslur lúti almennum reglum skattalaga. Sér- reglan í lögimum verður sem sagt afnumin og þetta höfum við gert í samráði við þingflokksformenn," segir Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. „Viðbrögð almennings voru vissu- lega harðari en ég átti von á en með þessari ákvörðun höfum við tekið tillit til þessarar gagnrýni. Hún hefur átt rétt á sér,“ segir Ólafur. -kaa Eitt merkasta kuml sem fundist hef ur „Þetta var mjög spennandi dagur að víkingasiö. Þá voru með honum og nú getum við fullyrt aö þetta er í jöröinni hundur og hestur. í eitt ríkmannlegasta kuml sem fyrstu var óttast að beinagrind fundist hefur á fslandi,“ sagði mannsins hefði verið raskað en í Steinunn J. Kristjánsdóttir i sam- gær kom 1 Ijós aö hún lá dýpra en tah viö DV í gær eftir aö verkum haldiö var í fyrstu. dagsins við uppgröftinn í Skriðdal „Það er enginn vafl á að þetta er var lokið. meiri háttar fundur og mikið verk I gær fannst heiileg beinagrind framundan við að rannsaka það af manni sem lagður hefur verið í sem komiö ixefur upp. Viö eigum kumhð í öhum skrúöa. Við hhð enn eftir að taka L'rinagrindina úr hans fundust m.a. þrír mynd- gröfinni en vonum au þaö takist skreyttir bronshlutir meö greini- sem allra fyrst," sagði Steinurn. legum listbrögðum víkinga. Þá Mikill gestagangur en nú viö fannst heil klébergsgrýta. Það er kumhð í Skriðdal og margir for- önnur slík sem finnst hér á landi. vitnir vegfarendur leggja lykkju á Upp úr kumlinu í gær kom einnig leið sína til að kikja á þennan öxi, sverð og skjöldur. ónefnda forfóður okkar allra, sem Maðurinn hefur verið lagður á valinvarhinstahvílaíaustfirskum hhðina í kumhð með kreppt hné dal. -GK Skoðanakönnun DV: Skattfrelsi þingmanna? - 40 þús. kr. skattfrjálsar kostnaðargreiöslur á mánuöi - Niðurstöður: 100%--------—----------9l;7 Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svara ekki § Fylgjandi Afstaða eftir búsetu: SiKurlax kom- inn í gjaldþrot „Jú, það er rétt, við báðum um gjaldþrotaskipti í dag,“ segir Júlíus Birgir Kristinsson, framkvæmda- stjóri fiskéldisfyrirtækisins Silfurlax hf. Fyrirtækið hefur undanfarin ár rekið hafbeitarstöð í Hraunsfirði á norðanverðu Snæfellsnesi, auk seiðaeldisstööva að Núpum í Ölfusi, Læk, Hahkelshólum og fleiri stöðum á Suðurlandi. Fyrirtækið hefur átt í verulegum erfiðleikum undanfarið og hafa heimtur á hafbeitarlaxi brugðist aö mestu í sumar. Er því kennt um aö fyrirtækið leggur nú upp laupana eftir ellefu ára starfsemi. -GK Fékk þungt höf uð- höggíbrotsjó Skipverji á togaranum Höfðavík brúarvegginn. AKfékkþungthöfuðhöggþegarbrot- Þyrla Landhelgisgæslunnar var sjór reið yfir skipið á miðunum suð- send efhr manninum og kom hún vestur af Eldey í gær. Maðurinn stóö með hann á Borgarspítalann síðdeg- fyrir framan brúna þegar sjórinn is. Meiðsh mannsins reyndust minni gekk yfir hann og slóst höfuð hans í en tahð var í fyrstu. -GK Féll af þaki og rotaðist - falliö var nærri fimm metrar Maður féll ofan af þaki húss við Sævarhöfða eftir hádegið í gær og rotaðist. Falhð var nærri fimm metr- ar en mjúkur jarðvegur undir þannig að maðurinn slapp betur frá falhnu en á horfðist. Hann var fluttur á slysadeild og kvartaði undan eymsl- umíandhtiogöxl. -GK Ummæli fólks í könnuninni „Þótt ég noti stígvél í tjósinu telst það ekki tíl kostnaðar hjá mér," sagði bóndi á Suöurlandi. „Ég er gjörsamlega á móti þess- um greiðslum. Ákvörðun þings- ins ber vott um fuhkomið sið- leysi," sagði kona á Suðurlandi. „Þaö væri nær aö efla löggæsl- una,“ sagði kona á Austurlandi. „Þingmenn mega gjarnan hafa hærri laun en þeir verða að borga sinn skatt eins og aðrir,“ sagði kona á Vestfjörðum. „Ég er al- gjörlega á móti því að þingmenn njóti sérréttinda. Þá fjarlægjast þeir þjóðina meira en orðið er,“ sagði karl í Reykjavík. „Ég er á því að öryrkjar eigi að njóta sérs- takra skattfríðinda. Að undan- skilja þingmenn er fásinna,“ sagði kona á Norðurlandi. „Úr því þingmenn viija bera sig sam- an við starfsbræður í útlöndum er best að við gerum það lika,“ sagði verkamaður í JReykjavík. „Er þeirra kostnaður eitthvað æðri okkai- kostnaði?" sagði kona á Vesturlandi. „Þaö er feiknaleg- ur ruddaskapur gagnvart al- menningi að þingmenn skuh skammta sér laun eftir hentug- leikum,“ sagði karl í Reykjavík. -kaa Stuttar fréttir Þingmennúrfrii Forseti íslands hefur að tillögu forsætisráðherra ákveðið að Al- þingi skuli koraa saman mánu- daginn 2. október næstkomandi. Kosiðumformann Atkvæðagreiðsla vegna alls- herjarkjörs til formanns í Al- þýðubandalaginu hefst á fóstu- áaginn í næstu viku. Atkvæða- greiðslunni lýkur á hádegi hinn 13. október næstkomandi. Bhndrafélagiö er að hefja fjár- öflun þar sem leitað verður til fyrirtækja og almennings. Gegn fiárframlagi fær almenningur kort sem veitir 10 til 50% afslátt hjá 130 fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu. Stöð 3 er heitið Nafnið Stöö 3 varð fyrir valinu í samkeppni um heiti nýrrar sjónvarpsstöðvar sem áætlar að hefla útsendingar hér á landi. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur harðlega mótmælt nýlegri úthlutun toiikvóta á unnum kjöt- vörum. Aö mati stórkaupmanna felur úthlutunin í sér óheimila , gjaldtöku. Farþegum í miililandafiugi á vegum Flugleiða fjölgaði um 7,8% fyrstu 8 mánuöi ársins. Ahs flugu 102.803 farþegar á vegum félags- ins milli landa á timabihnu. ‘ Kvartað yf ir rikisábyrgð Eftirlitsstofnun EFTA hefur kvartað við íslensk stjómvöld yfir þeirri ríkisábyrgð sem ríkis- bankarnir njóta. RÚV greindi frá þessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.