Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Skipstjórinn stundar hata-jóga og vinnur að þýðingu kennslubókar um jóga: „Stundum, áöur en ég veit af, er ég kominn með lappir upp á vegg í ákveöna stellingu. Bara af því að ég finn að ég þarf þess með að láta blóðið renna til baka. Ég er kannski búinn að sitja eða standa allan dag- inn uppi í brú og þá set ég fæturna upp á vegg. Mér finnst þetta eðlilegt þótt það sé engan veginn eðlilegt að vera með fæturna upp um alla veggi en ég iæt það vera að standa á haus úti á sjó,“ segir Þorleifur Guð- mundsson, skipstjóri á Jóni Trausta ÍS 78, 53 tonna eikarbát sem gerður er út frá Þorlákshöfn. ars jóga. Mottóið er heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta er ekki bara vöðvauppbygging heldur er líka lögð áhersla á að rækta innri líffæri: hjarta, nýru, lifur, æðakerfið, sjón, heyrn og heila, á skipulegan hátt. Um leið og ég geri æfingar er ég að byggja mig upp og hvíla mig. Ég var með visst prógramm sem ég hef fylgt en þegar ég er á sjó fer allt slíkt út í veður og vind. Þá nota ég þær stundir sem gefast til að stunda þetta. Ef maður hefur einhvern tíma byrjað á þessu býr maður að því alla ævi.“ 35 ára kynni Margir Vesturlandabúar hafa til- einkað sér jóga í seinni tíð en lík- lega eru þeir fáir, skipstjórarnir, sem stunda jóga að staðaldri. Þeir eru þó líklega enn færri, skipstjór- arnir, sem vinna að þýðingu bókar um jóga á íslensku eins og Þorleifur hefur einmitt verið að gera undan- farin ár. Hann segir að margir samverk- andi þættir hafi kveikt áhuga hans á jóga. Hann hafl fyrst kynnst þessu í leikfimi í gagnfræðaskóla skömmu fyrir 1960. Leikfimikennari hans var Vignir Andrésson og segir Þorleifur hann hafa laumað þessu inn í leik- fimikennsluna á skemmtilegan hátt. „Mörgum árum seinna fór ég að spá í þetta og ætli það hafi ekki ver- ið árið 1978 sem ég fór að stunda þetta fyrir alvöru.“ Líkamsæfingar og hugrækt en ekki trú Jóga er upprunnið í Indlandi og hefur verið túlkað sem heimspeki- stefna og ein útbreiddasta trúspeki- stefna í hindúasið. Þorleifur leggur þó áherslu á að jógað sem hann stundar, hata-jóga, sé meira líkams- æfingar og hugrækt en trú. „Það er allt tekið í gegn í þessu og þetta er í raun undirstaða alls ann- Staðið á haus uppi á hól Fyrir nokkrum árum þurfti Þor- leifur að aka á milli Hornafjarðar og Þorlákshafnar. Skipið sem hann var á landaði á Hornafirði og var ákveð- ið að aka til Þorlákshafnar með áhöfnina. Menn voru þreyttir og þegar Þorleifur var búinn að aka hálfa leið stöðvaði hann bifreiðina, snaraði sér út, hljóp upp á nærliggj- andi hæð og stóð á haus. Smápen- ingar og annað lauslegt hrundi úr vösum hans en eftir fimm mínútur kom hann aftur niður í bíl þar sem áhöfnin beið í forundran og hélt ferðinni áfram úthvíldur. „Ég fæ hvíld út úr þessu. Þetta eykur blóðstreymi til höfuðsins og maður vaknar vel við það. Þetta kemur æðakerfinu líka í lag. Ég varð til dæmis var við það sem sjó- maður og stýrimaður fyrr á árum. Þá stóð maður mikið og af þessu hlaust gyllinæð, líkt og hrjáir marga sjómenn. Ég fór að velta því fyrir mér hvað hægt væri að gera því ég var orðinn þreyttur á að láta skera í þetta og fór að stunda jógaæfingar. Eftir það hefur gyllinæð ekki angr- að mig enda er sjúkdómurinn ekk- ert annað en æðahnútur og jógaæf- ingarnar halda æðakerfinu heil- brigðu,“ segir Þorleifur. Bókin sem Þorleifur er að þýða er ensk kennslubók um jóga. Verkið hefur verið langan tíma í smíðum, enda segir Þorleifur það verðugt ævistarf, en hann hóf það árið 1982. „Ég byrjaði að þýða bókina af því að ég fann að áhrifin voru góð af „tg sveima ekki a milli tilvistarstiga eða annað slíkt en ég er mun meðvit- aðri um eigin likama og það er heimur út af fyrir sig,“ segir Þorleifur Guð- mundsson. þessum æfingum. Ég vildi að aðrir nytu þess með mér. Ég hef haldið þessu að fjölskyldunni, vinum og þeim sem standa mér nærri. Verkið hefur tekið langan tíma en bókin er á mjög erfiðu máli fyrir ekki mennt- aðri mann en mig. Það er mikið um læknisfræðileg og heimspekileg hugtök í henni og ég hef verið klukkustundum saman að þýða bara eina blaðsíðu. Það þarf bæði að finna réttu orðin og láta þetta hljóma vel þannig að lesandinn geti rennt í gegnum textann. Eins og heyra má er þetta erfltt verk og ég á langt í land með að ljúka því þótt ég hafi byrjað á þessu fyrir 13 árum. Þýðingar liggja oft niðri hjá mér í nokkra mán- uði eða ár enda erfitt að vinna að þeim á sjó í þeim veiðiskap sem ég stunda. En ' ég reyni að nýta dauðar stundir til þess að vinna að þessu og svo vantar mig útgef- anda að bókinni," segir Þor- leifur. Hann segir fjölskyldu og vini taka því misjafnlega þegar hann reynir að fá þá til að stunda jóga. Sumir séu þó reiðubúnir að prófa. Einstaka menn jákvæðir „Sumir halda að þetta séu trúarbrögð sem það er alls ekki frekar en kvótakerfið. Ég geri þetta yfirleitt einn og í ein- rúmi. Ég hef þó orðið var við að einstaka maður *sem ég þekki prófi þetta og þeir eru jákvæðir gagnvart þessu. Þeir segjast finna mun á sér á eftir en þaö er tómur misskilning- ur að þetta séu trúarbrögð, þetta er miklu frekar lífsspeki, enda hef ég orðið var við vakn- ingu meðal fólks gagnvart þessu. Það eina sem hata-jóga kann að gera er að færa mann nær trúnni, þeirri trú sem maður hefur _ hvort sem það er íslams-, búddatrú eða kristni. Ég sveima ekki á milli tilvistarstiga eða annað slíkt en ég er mun meðvitaðri um eigin líkama og það er heimur út af fyrir sig. Hinn almenni maður sér ekki nema yfirborð eigin líkama og maður fer betur með hluti þegar maður veit að þeir eru viðkvæmir.“ -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.