Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is- Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Við erum lögmenn Lögmenn hafa stjórnað íslandi frá upphafi. Goðar þjóð- veldisaldar gegndu svipuðum hlutverkum og lögmenn nútímans. Þeir sóttu og vörðu mál og dæmdu í þeim. Þeir unnu að sáttum og stjórnuðu helztu samkundum ríkis- ins. Goðaveldið var eins konar lögmannaveldi. Sáttmálar þjóðar og konungs voru skráðir og óspart vitnað til þeirra. Lagaflækjur voru líf og yndi manna á fátæktaröldum þjóðarinnar. Menn sýndu oft mikla þrautseigju í rekstri mála, fylgdu þeim á leiðarenda til Kaupmannahafnar og fengu þau stundum opnuð að nýju. Lögmennska þjóðveldisaldar og þrautseigja fátæktar- alda sameinuðust í langvinnri sjálfstæðisbaráttu íslend- inga, sem var ekki háð með blóði og tárum eins og ann- arra þjóða, heldur með endalausum hártogunum og orð- hengilshætti að hætti lögmanna allra tíma. Þannig var sjálfstæðisbaráttan frá upphafi og allt til þess er deilt var um, hvort orðið vanefndir táknaði ná- kvæmlega það sama og á dönsku var kallað „ikke-opfyld- else“. Síðan færðu menn sig út á hafið og unnu jafnvel þorskastríð gegn umheiminum með lögfræðilegu þjarki. Frá upphafi sjálfstæðis hefur íslandi verið stjórnað af lögmönnum. Þeir sækja ekki aðeins, verja og dæma í dómsvaldinu. Þeir bera í fyrirferð af öðrum stéttum i yf- irstjórn og millistjórn ráðuneyta. Og þeir eru langsam- lega íjölmennastir í hópi ráðandi stjórnmálamanna. Þannig fara lögmenn fyrir þjóðinni í framkvæmda- og löggjafarvaldi ekki siður en í dómsvaldi. Þeir skipa rík- isstjórnir og móta gengi þjóðarinnar að nokkru eftir hugsunarhætti lögmanna, sem er annar en hugsun hag- fræðinga og einkum þeirra, er menntazt hafa erlendis. í seinni tíð hefur einn þáttur orðið'áberandi í lög- mannaveldinu, sem ekki var þar fyrr á öldum. Hann er, að þessir ráðamenn landsins eru heimaaldir. Þeir hafa stundað allt sitt nám innanlands, en ekki verið árum saman við nám í útlöndum eins og margir aðrir. Það er áberandi meðal hinnar lögfræðimenntuðu valdastéttar, hve vel hún kann við sig i hópi íslendinga, en illa í hópi útlendinga. Þessir valdamenn eiga erfitt með að tjá sig á erlendum tungum og líta út eins og illa gerðir hlutir á myndum með erlendum starfsbræðrum. Þessir áhrifamenn úr hópi lögmanna eru þjóðlegir í sér, en hallast stundum of mikið af einangrunarhyggju. Þeir líta allt öðrum augum á evrópska og alþjóðlega sam- vinnu en hinir gera, sem fljóta jafn auðveldlega um úti í heimi og þeir gera i fásinninu hér heima. Raunar einskorðast þetta ekki við lögmenn, heldur er eins konar meðaltalseinkenni, sem meira ber á hjá þeim, sem dvalizt hafa allan sinn mótunaraldur í heimaland- inu, heldur en hjá hinum, sem hleypt hafa heimdragan- um. Lífssýn þessara tveggja hópa er ekki hin sama. Heimalningar hneigjast til að telja allt vera bezt á ís- landi, jafnvel þótt séríslenzk vandamál skeri í augu ann- arra, svo sem misræmið milli hárra þjóðartekna og lé- legra lífskjara og misræmið milli dálætis á hefðbundn- um atvinnuvegum og hræðslu við greinar framtíðarinn- ar. Þessum hugsunarhætti fylgir, að menn telja, að erlend efnahagslögmál gildi ekki á íslandi og að bezt sé, að þjóð- in búi sem mest að sínu. Þannig var haft tvöfalt krónu- gengi fyrir íjórum áratugum og þannig neita þeir nú að skella sér af stað í atrennu að Evrópusambandinu. Þetta fer saman við, að íslenzk yfirstéttarhugsun hef- ur öldum saman ekki verið raunvisinda-, hagfræði-, markaðs- eða peningaleg, heldur einkum lögfræðileg. Jónas Kristjánsson Skortur á samkeppni háir Svíum mest Úrslit uröu söguleg þegar Svíar völdu í fyrsta skipti fulltrúa á þing Evrópusambandsins um síð- ustu helgi. Þátttaka í kosningun- um komst rétt yfir fjörutíu af hundraði og var því nær helmingi rýrari en gerigur og gerist í Sví- þjóð. Þar að auki fengu flokkarnir sem eru eindregið andvígir aðild að Evrópusambandinu, Umhverf- isflokkurinn og Vinstriflokkur- inn, hartnær þriðjung atkvæða og sjö af 22 fulltrúum Svíþjóðar á Evrópusambandsþinginu. Dræma kjörsókn má að nokkru skýra með kosningaþreytu þar sem Svíar áttu kost á að ganga að kjörborði í þriðja skipti á einu ári. En úrslitin bera þó fyrst og fremst vott um vonbrigði með aðildina að Evrópusambandinu enda benda skoðanakannanir til að hún yrði felld ef nú færi fram þjóðarat- kvæðagreiðsla. Sænskir kjósend- ur skella skolleyrum við upplýs- ingum um að sænska krónan sé nú aftur að styrkjast og erlend ijárfesting í sænsku atvinnulífi hefur tekið kipp upp á við. Það sem á þeim brennur er niður- skurður ríkisútgjalda á ýmsum sviðum, sér í lagi í velferðarkerf- inu, jafnframt aukinni skatt- heimtu. Þetta eru í rauninni neyðarráð- stafanir til að rétta við ríkissjóðs- halla og halla á utanríkisviðskipt- um en þær stærðir voru komnar á slíkt stig að óstæðilegt var til lang- frama. Nú þegar stefnir í jákvæð- an greiðslujöfnuð við önnur lönd og fundur fjármálaráðherra ES er nýbúinn að lýsa yfir að niður- skurður ríkisútgjalda um nær 150 milljarða ísl. kr. sé fullnægjandi skref til að gera Svíþjóð fært að uppfylla skilyrði til aðildar að sameiginlegum gjaldmiðli sam- bandsins þegar þar að kemur. En fólk flest í Svíþjóð horfir fyrst og fremst á að kjörin hafa versnað, einkum borið saman við þær þjóðir sem Svíar mæla sig helst við. Það ástand er svo afleið- ing af hagþróun síðasta áratugar sem nú kemur óþægilega harka- lega í ljós vegna þess að um skeið var leitast við að halda kjörum uppi með fölskum kaupmætti sem fjármagnaður var með stórfelldri söfnun skulda á alþjóðlegum pen- ingamarkaði. Árið 1980 var Svíþjóð enn efst á blaði Evrópuríkja í þjóðarfram- leiðslu á mann. Tíu árum síðar voru Þýskaland og Frakkland komin fram úr henni. Nú er svo komið að Sviþjóð hefur sigið nið- ur fyrir Bretland og Ítalíu. Ófarir Svía hafa kætt ýmsa þá víða um heim sem á liðnum árum bæði öfunduðu þá af velgengninni Eiiend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson og sárnaði þó kannski enn meira að þurfa að horfa upp á að frum- kvöðlum nútíma velferðarríkis vegnaði svona vel. Nú telja þeir sig hafa fengið sönnun fyrir hversu þeim farnist sem gangi í berhögg við járnhörð lögmál strangrar hagfræði. Þá kemur til sögunnar rekstrar- ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Co. í New York sem tók að sér að gera úttekt á sænsku hagkerfi. Höfuðveilan felst að þess dómi hvorki í dýru velferðarkerfi, stirð- um vinnumarkaði né háum skött- um á fyrirtæki. Rót vandans er að finna í atvinnulífinu sjálfu. Það sem sér í lagi amar að í Sví- þjóð, segja sérfræðingar McKins- ey & Co., er skortur á samkeppni milli fyrirtækja, einkum þeirra sem vinna fyrst og fremst fyrir sænskan heimamarkað. Þar hefur fengið að þrífast samráð og jafnvel samblástur um verðlagningu og markaðshlutdeild í stað sam- keppni um hylli neytendanna. Af þessu hefur svo aftur hlotist að nýsköpun hefur koðnað niður, en það er nýsköpun sem er undir- rót framleiðnivaxtar og þar með raunverulegs hagvaxtar. En sam- keppni er það afl sem knýr áfram viðleitnina til nýsköpunar. Það rennir stoðum undir niður- stöður McKinsey & Co. að sænsk fyrirtæki, sem hafa haslað sér völl á alþjóðamarkaði og búa því við harða samkeppni, eru mörg hver í fremstu röð. Nægir þar að nefna Volvo, Saab-Scania, ASEA og L. M. Ericsson. Rekstrarráðgjafarfyrirtækið gefur þau ráð helst til úrbóta að haldið verði áfram að aflétta óþörfum reglugerðarákvæðum af atvinnulifi en þó fyrst og fremst að samkeppnislögum sé framfylgt af langtum meiri árvekni og hörku en hingað til. Að sögn Eriks Ipsens, í International Herald Tri- bune, tekur Ulf Jakobsson, aðal- hagfræðingur Sambands sænskra iðnrekenda, að verulegu leyti und- ir niðurstöður bandarísku rekstr- arráðgjafanna. Göran Persson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, ræðir við fréttamenn í Bruss- el eftir fund fjármálaráðherra Eg. Símamynd Reuter stjórnvalda í Peking varðandi framtíð nýlendunnar. Taki Kínverjar við stjórninni með látum og gera að engu þær pólitísku stofnanir sem íbúamir vilja eiga þeir á hættu að grafa undan því viðskiptatrausti sem gerir nýlenduna jafn verðmæta og hún er.“ Úr forustugrein The New York Times 20. septeinber. Linir stjórnmálamenn „Sannanir um að lofttegundir, framleiddar af mannavöldum, eru að rýra andrúmsloft jarðarbúa hrannast upp. Því er það sérstakt áhyggjuefni að þingnefndir fulltrúadeildar og öldungadeildar þings- ins skuli skera niður íjárveitingar til verkefna sem ætlað er að vernda umhverfið. Það er öfugsnúið að meðan sannanir um rýrnun andrúmsloftsins styrkj- ast skuli stjórnmálamenn linast í afstöðu sinni.“ Úr forustugrein The New York Times 19. september Skoðanir annarra Súrir stjórnmálamenn „Það er súrt í broti að vera stjómmálamaður þeg- ar kjósendur snúa upp á sig og sérstaklega er það erfitt nú þegar einstaka frambjóðendur ná ekki kjöri J í sveitarstjómarkosningunum. En fram hjá því verð- ur ekki horft að það eru kjósendur sem eru mikil- Hvægastir á kjördag. Það ættu flokksleiðtogar að 1 skilja. Valdahroka skýtur upp þegar Erik Solheim, leiðtogi sósíaliska vinstriflokksins, vill breyta regl- : unum af því að kjósendur haga sér ekki eins og hann óskar. Margir geta verið ósáttir með val kjós- ■ enda en við eigum ekki annarra kosta völ en fara I eftir því.“ Úr forustugrein Vaart land 19. september. ' Kjósendur vilja lýðræði „Kjósendur í Hong Kong sýndu á afgerandi hátt að þeir vilja lýðræði og hafa efasemdir um áætlanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.