Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 19
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 sviðsljós í ónáð hjá pressunni Emma Thompson var stórt númer í Bretlandi á meðan hún lét sér nægja að láta hæflleika sína skína í bresk- um leikhúsum og kvikmyndum og bresku sjónvarpi. En þegar hún hlaut óskarsverðlaunin 1993 fyrir leik sinn i Howard’s End fór breska pressan í baklás. Ekki batnaöi það þegar hún ári seinna var útnefnd til tveggja óskarsverðlauna, fyrir leik í Remains of the Day og In the Name of the Father. Greinarhöfundur í The Times skrifaði að Emma Thompson væri að verða jafn þreytandi og Meryl Streep og aö hegðun hennar væri hneyksli. Aðrar breskar stjörnur hafa fengið svipaða meðferð hjá breskum fjölm- iðlum, eins og til dæmis Michael Caine, Dudley Moore, Jeremy Irons og Daniel Day-Lewis. Meira að segja Sir Lawrence Olivier var sakaður um það fyrir hálfri öld að eltast við ófin- an frama í Hollywood í stað þess að fást við alvarleg störf á leiksviðum í London. Enginn þeirra hefur þó fengiö jafn slæma útreið og Emma. Hún hefur jafnvel fengið á baukinn hjá fjölmiölum fyrir að vera gift Ken- neth Branagh sem á unga aldri var kallaður nýr Olivier. Emma og Ken- neth hafa verið skömmuð fyrir að vera vinstri sinnuð og fyrir að baða sig í ljósinu frá konungshöllinni. Emmu var nóg boðið þegar gefið var í skyn í fjölmiðlum að hún fengi vinnu í gegnum manninn sinn. Nú talar hún ekki við bresku síðdegis- blöðin og svo virðist sem hún forðist samstarf við eiginmann sinn þrátt fyrir að þau hafi slegið í gegn í mynd- um sem þau hafa leikið saman í. Emmu þykir óskemmtilegt að láta taka við sig viðtöl þegar auglýsa þarf kvikmyndir en hún lætur sig þó hafa það. Emma og Kenneth búa í norður- hluta London í sömu götu og Emma ólst upp í. Móðir hennar býr á hæð- inni fyrir ofan þau og systir hennar handan við horniö. Hún ólst upp viö leikhúslíf því margir leikarar eru í fjölskyldunni. Aðdáendur hennar segja hana geta brugðið sér í hvaða hlutverk sem er. Kenneth Branagh og Emma Thompson hafa fengið á baukinn hjá bresku pressunni. Pierce Brosnan og Keely Shaye- Smith áttu ánægjulegar stundir í sumar á Kyrrahafseyjunni Bora James Bond: Ástarfrí í Kyrrahafinu Pierce Brosnan, hinn nýi James Bond, er nú hættur að leyna sam- bandi sínu og blaðakonunnar Keely Shaye-Smith. Keely hefur skrifað um umhverfismál og hún kynntist Pi-' erce í sambandi víð herferð í nátt- úruverndarmálum sem hann studdi. Keely hefur fylgt Pierce á ferðum hans milli staða þar sem hann hefur þurft að dvelja vegna vinnu sinnar. En Pierce var í fyrstu tregur til að opinbera samband þeirra og sagði í mörgum viðtölum að hann væri enn einn síns liðs og ætlaði aldrei að kvænast aftur. Keely er sögð hafa hótað aö yfirgefa Pierce ef hann lýsti slíku yfir aftur. Pierce missti eiginkonu sína, Cass- öndru Harris, úr krabbameini fyrir nokkrum árum. Þau höfðu lifað í hamingjusömu hjónabandi í 16 ár og áttu saman einn son. Börn Cass- öndru af fyrra hjónabandi höfðu einnig ahst upp hjá þeim. Cassandra kvað hafa sagt við Pi- erce aö hann yrði að kvænast aftur en hann yrði að lofa að ganga ekki að eiga neina heilalausa. Hjónaband Pierce og Cassöndru Harris var eitt af þeim hamingju- sömustu i Hollywood. LjEGT, ®/> > ? Co 0 $ 'afa b' É u‘'rv/k-- c & óí i6 ;>- x- Ol & *«» j -vertu viðbúiruw vinningi Vertu með fyrir kl. 20?-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.