Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Side 22
Doris Freund bjó í Miinster, smá- bæ í Týról í austurrísku Ölpunum. Hún var haldin innkaupafikn. Lítið er um tískuverslanir í smábæjum eins og Múnster, og því beindi hún viðskiptunum til póstvöruverslana. Það leið vart sú vika að henni bær- ust ekki stórir pakkar með dýrum varningi, ekki síst kjólum og öðrum kvenfatnaði, frá einhverri póstversl- un. Doris Freund var tuttugu og átta ára, vann við kassa í einni af mat- vöruverslunum bæjarins, en sat einnig í sóknarnefndinni. Heimilið var vel búið húsgögnum og eldhúsá- höldum, sem höfðu, eins og öll fal- legu fötin sem hún átti, komið úr póstvöruverslunum. Hún hafði sett sér að markmiði að vera best klædda konan í Múnster, og þótti ýmsum sem henni hefði tekist að ná því. En Doris varð að greiða dýru verði fyrir. Þegar að skuldadögun- um kom vakti mál hennar mikla at- hygli um allt Austurríki. Ólæknandi Miklar skuldir, lág laun Innkaupaæði er dýrt gaman og því átti Doris í miklum vandræðum með að borga reikningana. Þegar kom fram á árið 1992 skuldaði hún jafnvirði um hálfrar annarrar millj- Doris Freund. ónar króna. Henni var þá orðið ljóst að henni tækist aldrei að greiða skuldina af eigin tekjum, því hún hafði aðeins jafnvirði um tuttugu og fimm þúsund króna í mánaðarlaun í matvöruversluninni. Doris sneri sér til manns síns með vandræði sín. Hann sá að illa myndi fara tækist honum ekki að leysa vandann, og það gerði hann. Hann útvegaði henni peningana. Honum var mikið i mun að ekki kæmi fram hvernig kona hans hafði hagað sér, því hann var rannsóknar- lögreglumaður. „En komi þetta fyrir aftur,“ sagði hann við konu sína þegar hann gerði upp skuldir henn- ar, „þá segi ég skilið við þig.“ Patrick Schatz. Um hríð hafði Doris hægt um sig. En svo fékk hún ekki lengur ráðið við innkaupalöngunina, og brátt fóru henni að berast pakkar frá ýmsum póstverslunum, að meðaltali einn á viku. Þegar komið var fram í mars á þessu ári var hún orðin skuldugri en nokkru sinni áður. Lágu þá hjá henni ógreiddir reikn- ingar upp á jafnvirði um tveggja milljóna króna. Og dag einn var svo komið að lánardrottnarnir kröföust greiðslu eða gengið yrði að Doris. Hún fylltist örvæntingu. Ekki gæti hún leitað til manns síns, og því yrði hún að leysa málið sjálf. Og þá ákvað eiginkona rannsóknarlög- reglumannsins að leggja út á glæpa- brautina. Eftir nokkra íhugun sá hún að- eins eina leið til þess að leysa vanda sinn. Hún myndi ræna barni og krefjast lausnargjalds fyrir það. Flestir hefðu vafalaust litið svo á að vonlaust væri að fremja slíkan glæp í jafn litlum bæ og M”nster er, en Doris var komin í slíkan vanda að hún gat ekki lengur hugsað skýrt. Doris átti að sjálfsögðu allnokkuð af vinafólki, og kom henni nú í hug að ræna Rafael, syni bestu vinkonu sinnar. Hún hringdi heim til hennar og bað drenginn um að koma nokkru fyrr en gert hafði verið ráð fyrir til aðstoðar við undirbúning fermingar. Undirbúningurinn var í höndum hennar sjálfrar vegna setu hennar í sóknarnefndinni. En ránið á drengnum rann út í sandinn á síð- ustu stundu, því þegar á reyndi brast Doris kjark. Á leiðinni til sóknarnefndarheim- ilisins tók Rafael eftir dularfullri konu á hjóli. Hún var með stóran hatt og sólgleraugu, og óþekkjanleg. Drengurinn fékk beyg, Doris skynj- aði það og þorði ekki að nálgast hann. Nú vita allir í bænum að kon- an á hjólinu var Doris Freund. Næst fékk Doris augastað á átta ára gamalli stúlku, Sabine Fender. Rafael, til vinstri, með vini sínum. Hún var dóttir yfirmatsveinsins á dýrasta veitingahúsinu í bænum. Doris leit svo á að hann hlyti að hafa há laun og aðgang að lánsfé, þyrfti hann á því að halda. Önnur tilraunin... og sú þriðja Doris fór eins að og í fyrra sinnið. Hún hringdi heim til Sabine og bað hana um að koma í safnaðarheimil- ið. Móðir stúlkunnar ákvað hins vegar að fylgja dóttur sinni þangað. Þetta setti strik í reikninginn, og varð Doris að hætta við að ræna stúlkunni. Tókst henni að komast óséð frá heimilinu og héldu mæðgurnar heim. En þriðja tilraunin til barnsráns til að afla lausnarfjár tókst . . . það er að segja að hluta til. Hinn átta ára gamli Patrick Schatz var ekki eins heppinn og Rafael og Sabine. Fjórum dögum eftir tilraunina til að ræna Sabine hringdi Doris Freund til Haralds og Waltraut Schatz og sagði gömlu söguna um undirbúning fermingar. Hún sagði ekki til nafns, en Patrick var sendur af stað til safnaðarheimilisins, enda grunaði foreldra hans ekkert mis- jafnt. Hálftíma eftir að Patrick fór að heiman hringdi síminn hjá foreldr- um hans og kona sagði á brenglaðri þýsku: „Ég ræna dreng. Þið borga 500.000 sjillinga (jafnvirði rúmlega þriggja mUljóna króna) í lausnar- gjald. Ég hringja seinna.“ Klukkutíma síðar var aftur hringt til Schatz-hjónanna. Nú sagði kon- an: „Ég Júgóslavi. Ég hafa Patrick. Engin lögregla ef drengurinn ekki deyja.“ Undir kvöld haföi foreldrum Pat- ricks tekist að cifla umbeðins lausn- argjalds. Efnaður frændi drengsins lagði féð fram. Þá hafði lögreglunni verið gert aðvart. Um nóttina kom foreldrum drengsins ekki dúr á auga, og voru því vakandi þegar síminn hringdi klukkan hálfsjö um morguninn. „Er peningar tilbúnir?" spurði konan. Þegar henni var svarað ját- andi sagði hún: „Gott. Klukkan hálf- eitt ég hringja og gefa leiðbeining- ar.“ Klukkan fimm minútur fyrir klukkan hálfeitt fór Doris Freund frá kassanum í matvöruversluninni sem hún vann í. Þá hafði hún rætt við allmarga viðskiptavini um þann hræðilega atburð sem gerst hafði í bænum, ránið á Patrick litla, en það hafði þá þegar spurst út. Hún flýtti sér heim, og þegar klukkan var tvær mínútur yfir hálfeitt hringdi hún heim til Schatz-hjónanna. Henni lá á að skipuleggja mótttöku lausnarfjár- ins, því matartími hennar var ekki langur og hún vildi ekki vekja grun- semdir með óeðlilegum fjarvistum. Frá Múnster. Lögreglan viðbúin Doris Freund var hins vegar kom- . in í vonlausa aðstöðu. Lögreglan hafði búið sig undir að finna sím- ann sem hringt yrði úr til Schatz- hjónanna. Rétt eftir að Doris Freund hringdi til að skýra frá því hvernig lausnarféð skyldi afhent var ljóst orðið úr hvaða síma barnsræning- inn hafði hringt. Meðan símtalið stóð enn og Doris lék júgóslavnesku flóttakonuna lagði lögreglubíU af stað að húsi Freund-hjónanna. Fjórir menn börðu síðan að dyrum. Doris opnaði fyrir þeim, en hló undarlega þegar hún sá hverjir þeir voru. Lögreglumennirnir komu beint af efninu. „Hvar felurðu Patrick Schatz?" spurðu þeir. I fyrstu varð Doris Freund sem steinrunnin, en svo rétti hún fram lyklakippu sína: „Hérna. Takið þá,“ sagði hún. „Leit- ið í húsinu.“ Leitin hófst þegar í stað. Var öllu nú snúið við innandyra, og loks fannst líkið af Patrick í stórri íþróttatösku í fataskáp. Hann hafði verið kæfður og síðan kyrktur. Rétt- arlæknar upplýstu síðar að hann hefði þá verið látinn í um átján klukkustundir. Doris Freund féll saman þegar líkið fannst og játaði allt. Sagðist hún hafa þrýst púða yfir andlit drengsins og síðan tekið um háls hans. Hún heföi verið ein í húsinu, því maður henar hefði verið að störfum í Innsbruck og sonur henn- ar, Martin, í gæslu hjá afa sínum og ömmu. í játningu sinni sagði Doris að Patrick hefði ekkert misjafnt grun- að, að minnsta kosti ekki í byrjun. Hún hefði farið með hann heim, gef- ið honum límonaði og kveikt á sjón- varpinu. Um níuleytið um kvöldið sagðist Patrick vera búinn að vera nógu lengi hjá henni og vilja fara heim. Það gat Doris auðvitað ekki leyft honum. Þá fór drengurinn að æpa og heimtaði að fá að fara. Doris varð gripin örvæntingu og nú upphófust átök. Þeim lyktaði svo með því að hún reyndi að þagga niður í honum, fyrst með púða en svo með höndun- um, og þá fór sem fór. Hún kom svo líkinu fyrir í íþróttatöskunni og setti hana í fataskápinn. Patrick var þvi látinn þegar hún hringdi í for- eldra hans klukkan hálftíu kvöldið áður. Rannsókn málsins gekk að öðru leyti hratt fyrir sig. Það kom fljót- lega í ljós að ástæðan til ránsins og morðsins var skuld Doris Freund við ýmsar póstvöruverslanir. Þar var nafn hennar að finna á lista yfir viðskiptavini og skuldunauta. Það varð því ölum ljóst að innkaupafíkn hennar, sem varð henni að faíli, olli dauða drengsins sem átti að bjarga henni út skuldafeninu. Sérstæð sakamál Í? ' — LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 Hun keypti og keypti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.