Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
23
Jóakim og Alexöndru er ekki i kot vísað því slotið er hálft annað þúsund
fermetrar og er ætlun þeirra að 500 fermetrar af höllinni verði þeirra ástar-
hreiður.
Láttu þér líða
vel í vetur!
ÞYKKAR SOKKABUXUfí OG SOKKAR
Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co. hf. sími 552 4333
Skötuhjúin, Jóakim Danaprins og
tilvonandi brúður hans, Alexandra
Manley, hafa undanfarnar vikur
unnið að endurhönnun og innrétt-
ingu nýs heimilis síns, Schacken-
borgarhallar á Jótlandi. Þeim er ekki
í kot vísað því slotið er hálft annað
þúsund fermetrar og er ætlun þeirra
að 500 fermetrar af höllinni verði
þeirra ástarhreiður.
Móðir Jóakims, Margrét Dana-
drottning, lagði blessun sína yfir að
parið byggi í óvígðri sambúð áður en
þau sameinuðust fyr'ir augliti drott-
ins en það þykir fátíða meðal eðal-
borinna. Lánaði hún þeim meðal
annars herragarð sinn í Frakklandi
í sumar þann tíma sem hann stóð
auður en eftir að parið kom heim til
Danmerkur hafa endurbætur á
Schackenborgarhöll staðið yfir.
í sameiningu hefur parið farið í
húsgagnainnkaup og endurhannað
bað og eldhús. Segir blaðamaður
Norska vikublaðsins að Jóakim hafi
ekki viljað byrja á því verkefni fyrr
en eftir að hann hefði fundið kvon-
fang sitt. Alexandra tók hlutverk sitt
svo alvarlega að hún gaf sér ekki
tíma til að nýta garðinn umhverfis
höllina og láta sól skína á sitt perlu-
hvíta hörund - mikilvægara var að
rífa innréttingar úr svefnherbergjum
og stofum. Sjálf munu þau búa í suð-
urálmu stórhýsisins en norðurálman
verður innréttuð í fornum stíl.
Stór landareign fylgir hölhnni sem
Jóakim erfði eftir Schack greifa og
greifynju. Það kemur sér vel því Jóa-
kim, sem er lærður búfræðingur,
hyggst lifa af jörðinni. Alexandra,
sem er komin af kínverskum ættum,
er hins vegar með hagfræðigráðu og
má því gera því skóna að búskapur
hjónaleysanna muni bera sig.
Ætlunin var að Alex, eins og Jóa-
kim kaUar ungfrú Manley, byggi í
Hong Kong fram að brúðkaupinu, en
þaðan er hún. Ástin reyndist fjar-
lægöinni meiri og innan fárra vikna
pakkaði Alex eigum sínum niður í
175 kassa og flaug til Jóakims síns
en kassarnir voru fluttir sjóleiðis.
Nýlega þurfti prinsinn á námskeið
í akstri brynvagna. Alex hélt þá tU
Hong Kong og fjárfesti í brúðarkjól
ásamt tilheyrandi útbúnaði. Kjólinn
og tUheyrandi hefur ekki enn mætt
ásjónu Jóakims prins, „því Alex-
Ástin reyndist fjarlægðinni meiri og
innan fárra vikna pakkaði Alex eig-
um sinum niður í 175 kassa og flaug
til Jóakims sins en kassarnir voru
fiuttar sjóleiðis frá Hong Kong.
andra er svo gamaldags að unnusti
hennar fær ekki að sjá kjólinn fyrr
en 18. nóvember þegar hún gengur
upp að altarinu" segir í Norsk Uke-
blad. Þótt þau hafi deilt sæng og borði
til þess tíma ætla þau að halda fast
í gamlar hefðir og eyða síðustu nótt-
inni hvort undir sínu þaki.
sk1FS4
AFSLATTUR
AF SKERMUM
TIL 1. 0KT0BER.
MIKIÐ URVAL
ARMULA 24 S: 568 1518
Konungbornum
ekki í kot vísað
- Jóakim Danaprins og kvonfang hans móta nýtt heimili sitt
Ilú er hafin ttórúttala á antik: hú<?ö?n, málverk. fílikið tkal tcljatt. muiiir O? minjar
Önnur lendin? á leiðinni. Þe?ar við höfum úttölu er verðið imátt. Grensásvegi 3 (Skeifumegin), sími 588-4011