Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 31
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 39 Verðlaunahafinn í Cadfael-leiknum: Með áhugaverðustu bókum sinnar tegundar Við lok helgarferðar vinnings- hafa í leik Cadfael-bókanna og Rík- issjónvarpsins var vinningshafínn, Ævar H. Kolbeinsson, spurður álits á bókaröðinni um bróður Cadfael. í ljós kom að hann hafði lesið allar þær Cadfael-bækur sem út hafa komið á íslensku og nokkrar að auki á ensku. „Ég .get ekki sagt annað en að þær eru með áhuga- verðustu bókum sinnar tegundar. í þeim er vand- aður mórall, efni þeirra er sögulega áhugavert og þær fara vel með staðreyndir, blanda skemmtilega sam- an ýmsu sem heimildir eru fyrir og öðru sem gæti fall- ið að þeim heimildum. >etta gerir flétturnar enn áhugaverðari en ella. íslensku þýðingarnar kann ég ekki út á að setja, man ekki eftir "því að ég setti þar spurningarmerki við neitt, eins og oft vill þó verða þegar lesnar eru ís- lenskar þýðingar.“ svona erna og hressa og uppgötva hve hún hefur skrifað mikið. Lík- lega slær hún sjálfa Agöthu Christie út.“ „Nú leit um tíma ekkert efnilega út með að við kæmumst á leiðar- Svipað og sögu- slóðir r Islendingasagna „Finnst þér ankannalegt að efnt skuli með þessum hætti til ferðar á slóðir til- búinnar persónu?" „Nei, ekkert frekar en á sögusafn Hróa hattar, til dæmis. Allt sögulegt umhverfi er til staðar, umhverfi sem sögurnar eru látnar gerast í, og að sjá staðina gerir þetta lifandi fyr- ir manni. Ég tel þetta ósköp svipað og ferðir á söguslóðir íslendinga- sagna, til dæmis; það er nú ekki al- veg víst að allt sé satt og rétt sem þar er frá sagt.“ „Ertu ánægður með þessa ferð?“ „Já, svo sannarlega. Þessi ferð hefur verið einstaklega vel heppnuð í alla staði. Borgin sjálf, Shrews- bury, hefur komið ákaflega mikið á óvart fyrir það hve áhugaverð hún er. Hér er svo margt að sjá og skoða. Sögusafn Cadfaels, Shrewsbury Quest, er að sumu leyti betra en til dæmis safn Hróa hattar. Það er þannig uppbyggt að það hvetur til að stansa og gera eitthvað sjálfur. Þarna hittir maður lifandi persónur og verður þátttakandi. Þetta safn á örugglega eftir að verða eftirsótt, ekki síður en víkingásafnið í York. Svo var ekki síst skemmtilegt að fá að hitta skáldkonuna og sjá hana enda.“ „Nei, en þær tafir plöguðu okkur í sjálfu sér ekki. Og eins og spilaðist úr þessu atvikaðist það þannig að við vorum komin í gistingu á kristi- legum tíma og gátum notið æski- legrar hvíldar. Ég tel að það hafi farið á besta veg.“ „En þú, Guðmunda, hvernig hef- ur ferðin farið í þig?“ Naut ferðarinnar fram í fingurgóma „Ferðin hefur verið ákaflega góð og ég hef notið hennar fram í fing- urgóma. Það var afskaplega gaman að skoða Shrewsbury Quest og fara svo út í bæ og ganga: sjá götuskip- anina sem er eins og hún hefur ver- ið öldum saman og fara fram hjá þessum húsum þar sem persónurn- ar höfðu búið - eða má ímynda sér að þær hafi búið. í heild hefur ferð- in verið ótrúlega lítið þreytandi, eins og ég er orðin fljót að þreytast. Þetta var allt svo vel skipulagt og vel gert, leyst á augabragði úr þeim litlu hnökrum sem upp komu. Eg tel að þessi ferð hafi í hvívetna verið þeim sem að henni stóðu til sér- staks sóma.“ I ritsal Shrewsbury Quest fá fiestir að spreyta sig sjáifir á því að skrifa og lýsa handrit. Til þess að stemningin verði rétt skrýðast þeir gjarna munkakufli á meðan. Hér klæðir bróðir Gareth vinningshafann, Ævar H. Kolbeinsson, í kuflinn en Guðmunda Halldórdóttir, móðir Ævars, en hann bauð henni með sér í ferðina, og Dorothy leiðsögumaður fylgjast með. Oðruvísi PYLSUTILBOÐ: --- » íébí: Hamborgararnir okkar eru úr 100% hreinu íslensku nautakjöti. í þeim eru engin aukaefni, bindiefni eða fyllingarefni. McHamborgari kr. 99,-* McOstborgari kr. 128/ Venjulegt verð *: kr. 169,- **: kr. 198,-. Tilboðið gildir til og með 30. september, 1995. /V\ |Mcgonaid Veitingastofa og næturlúga, Austurstræti 20 Veitingastofa og Beint-í-Bílinn, Suðurlandsbraut 56 Hurley í eld- heitum nektar- atriðum Sviðsljós Elizabeth Hurley, unnusta breska f hjartaknúsarans og hrakfallabálksins V Hughs Grants fækkaði fötum fyrir framan kvikmyndavélina fyrir nokkr- um árum þegar hún steig fyrstu skref- in á frama- og frægðarbrautinni. Viðburðaríkt blað fyrir þig • Tónlist • Kvikmyndir • Myndbönd • Dagskrá • Sviðsljós - og margt fleira DV er skemmtilegt blað með allar nýjustu fréttirnar. Frjálst, óháð dagblað fyrir þig Munið nýtt símanúmer 550-5000 klausturgarði Shrewsbury Quest er meðal annars boðið upp á létta leiki af ýmsu tagi, meðal annars stóra myllu. Hér teflir bróðir Gareth myllu við Ævar en aðrir úr samfylgdinni fylgjast með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.