Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 41 Ekkert sjónvarp, tölvur eða sími: Jórunn Pettersen, 51 árs, frá Þrándheimi þurfti að hætta í vinn- unni sem læknaritari á heilsu- gæslustöð eftir að uppgötvaðist að hún var með ofnæmi fyrir raf- magni. Hún þolir ekki tölvuskjá, sjónvarp, sima, rafmagnsofna og ekkert sem stungið er í samband við rafmagn. Ég vaknaði einn morgun fyrir fimm árum með stokkbólgið andlit. Það var eins og ég hefði lent í bruna. Ég vissi ekkert hvað þetta gæti verið. Seinna datt mér í hug að þetta hefði eitthvað með tölvu- skerminn í vinnunni að gera,“ út- skýrir Jórunn í samtali við norska Dagbladet. Daginn áður en Jórunn vaknaði með ofnæmið hafði hún skipt úr svart/hvítum tölvuskjá yfir í lit i vinnunni. Einkennin hurfu á nokkrum dögum en komu aftur með jöfnu millibili. „Þegar ég nefndi grun minn við lækna trúðu þeir mér ekki. En kortisonkremið sem ég fékk dugði ekki á þetta. Ofnæmið hélt áfram að plaga mig og ég reyndi að foröast flúrljós, rafmagnsofna, sjónvarp og jafnvel venjulega síma. Læknarnir sem ég vann með tóku mark á mér og ég fékk bæði að prófa lággeislaskerm og LCD-skerm en þá var ég þegar orðin svo ofnæm- isgjörn að ekkert dugði.“ Hjálpartækjabankinn í Þránd- heimi tók hana líka trúanlega og út- vegaði henni sérútbúinn síma frá Svíþjóð. r Oþægindi og sviði En hið venjulega líf varð Jórunni brátt mjög erfitt. Þegar hún kom í heimsókn á heimili þar sem öll ný- tísku heimilistæki voru tO fékk hún óþægindi og sviða i andlit og augu. Daginn eftir varð hún enn verri. Hún notaði sjálf aðeins kerti ef hún gat mögulega komist af án raf- magnsljós. Hún hætti að horfa á sjónvarp, hlustar á útvarp en verð- ur að passa að vera ekki of nálægt því. „Ég vildi óska að ég gæti unnið úti eins og aðrir en alls staðar eru vinnustaðir búnir tölvum og raf- magnskerfum. Þegar ég get haldið sjúkdómnum niðri líður mér vel svo mig langar ekki að vera á örorku- bótum," segir Jórunn. Hún er nú stjórnarmaður í samtökum fyrir þá sem haldnir eru rafmagns-ofnæmi. „Það er ekki útilokað að einhverj- ar manneskjur eigi við þetta vanda- mál að stríða en það eru engar rann- sóknir til sem staðfesta þetta,“ segir prófessor í ónæmisfræðum, Morten Harboe, við Háskólann í Ósló. Hann segir að það þurfi að fara fram miklu meiri rannsóknir á því fólki sem telur sig hafa ofnæmi fyrir raf- magni. Rannsókn Var gerð í Svíþjóð en ekkert kom út úr henni. Harboe vill meina að sálarástand geti orsak- að ofnæmið eða aðrir líkamlegir þættir. Af andlegum ástæðum Hin sænska Christin Wennberg varð eldrauð í andliti en læknar vildu ekki meina að hún væri veik. Hún barðist á móti. Sagt er að Christin gæti hugsanlega þjáðst af nýjum sjúkdómi sem læknar vilja þó ekki enn viðurkenna. Hún er með ofnæmi fyrir rafmagni og hefur þjáðst vegna þess í nokkur ár. „Þeir sögðu að þetta væri sjúkdómur af andlegum ástæðum," sagði Christin í samtali við Aftonbladet. Vandamálið byrjaði fyrir fimm árum þegar Christin hóf störf hjá nýju fyrirtæki. Þar voru margar tölvur og mikið um rafmagnsleiðsl- ur. Eftir stuttan tíma varð húð hennar bæði heit og rauð. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver við- brigði og myndi hverfa á stuttum tíma,“ segir Christin. Vandamálið hvarf þó ekki og Christin pantaði Christin Wennberg varð eldrauð og þrútin í andliti eins og önnur myndin sýnir. Læknar trúðu ekki að það gæti staf- að af rafmagni. Jorunn Pettersen vaknaði einn dag fyrir fimm árum með bólgið andlit, heitt og rautt. Það var eins og að hún hefði orðið fyrir sólbruna. Hún hefur fundið út að hún þolir ekki að vera í návistum við rafmagnstæki. tíma hjá húðsjúkdómalækni hjá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Hún var rannsökuð hátt og lágt en endirinn varð sá að hún fékk húðkrem. Enginn af þeim læknum sem rannsökuðu hana nefndu of- næmi fyrir rafinagni. Eftir nokkra mánuði fékk Christ- in annað starf og aðra skrifstofu. Þá ( hófst vandamálið fyrir alvöru. Rannsóknir sýndu að skrifstofan var við tvær spennustöðvar. Fyrir Christin urðu dagarnir verri og verri. Hún gat ekki horft á sjónvarp né talað í síma. Þegar læknar gátu ekki hjálpað henni reyndi hún óhefð- bundnar lækningar. Vanlíðan við vinnu Eftir að Christin veiktist gerði stéttarfélag hennar könnun meðal 1700 félaga. 463 svöruðu því til að þeir hefðu einhvers konar ofnæmi. Félagið vill meina að einn af hverj- um fjórum sem hafi ofnæmisein- kenni séu haldnir ofnæmi fyrir raf- magni. ___ Það eru stöðugt fleiri sem telja sig fá einhvers konar vanlíðan við vinnu fyrir framan tölvur. Margir benda einnig á sjónvarp, farsíma og aðra rafmagnaða hluti. Hins vegai hefur fólk, sem telur sig vera mef slíkt ofnæmi, átt í vandræðum mec að fá lækna til að trúa sér. Engir slík sjúkdómsgreining hefur átt séi stað. Heilbrigðisyfirvöld í Noreg hafa þó áhuga á að rannsaka þetta nánar og hafa sett á laggirnar nefnd sem á að skoða alla þætti þessa máls. Nefndin hefur farið til Sví- þjóðar og reynt að afla sér upplýs- inga um það sem gjarnan er kallað rafmagnsofnæmi. Ekki þekkt á íslandi „Ég kannast ekki við ofnæmi að þessu tagi. Reyndar hef ég ekki les- ið þessa grein en myndi segja að það væru hundrað líklegri skýringar en að þetta væri af völdum rafmagns," sagði Jón Hjaltalín Ólafsson húð- sjúkdómasérfræðingur þegar hann var spurður hvort hann vissi til þess að fólk fengi ofnæmi vegna raf- magns. „Það þarf að rannsaka mjög vel útbrot í andliti áður en eitthvað slíkt er fullyrt. Oft koma útbrot vegna hárúða, snyrtivara eða ilm- efna. Ætli maður myndi ekki skoða allar aðrar skýringar áður en orsök- in væri talin vegna rafmagns. Hins vegar getur rafsegulsvið orsakað þurra húð en það eru eðlilegar skýr- ingar á því. Ég hef ekki heyrt talað um svona rafmagnsofnæmi meðal húðsjúkdómasérfræðinga og tek því ekki mikið mark á þessu enda þarf að rannsaka þetta miklu betur.“ ÆTLAR ÞU AÐ LEGGJA SNJÓBRÆÐSLU FYRIR VETURINN? Nú er tækifærið - Verð frákr.39,- metrinn með vsk. S/VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 533-2020 og 533-2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.