Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Síða 36
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 i* 44* wmm Hvaoa lykt er þetta? - epli og bananar draga úr matarlyst en heimabakstur vekur losta Tengslin milli lyktarskyns og minnis eru afar sterk. Allir kannast viö þaö þegar löngu gleymdar minn- ingar losna úr læðingi og ólíklegustu smáatriði standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum bara við að finna réttu lyktina. Mörg dæmi eru ‘«m að lykt sé notuð í ýmsum til- gangi, bæði til þess að laða að og hrinda frá, og hlutverk lyktarinnar í snyrtivörum er gífurlega mikið. Nýjar bandarískar rannsóknir benda til þess að hægt sé að nota lykt sem hjálpartæki á mörgum svið- um. Lítum á nokkur dæmi sem sagt er frá í bandaríska tímaritinu Health: Lærdómslykt Við tilraunir kom í ljós að blóma- ilmur au'ðveldaði þátttakendum að læra flóknar þrautir og reyndust þeir sýna mun meiri fæmi en þeir sem enga blómaangan fundu. Margar aðrar ilmtegundir voru prófaðar og virtust hvetja heilann eins til dáða og angan af blómum. Epli gegn inni lokunarkennd Sjálíboðaliðar voru lokaöir inni í þröngum hylkjum svo þeim lá við innilokunaræði. Síöan var mismun- andi ilmi blásið inn í þrengslin til þeirra. í ljós kom að ilmur af grænum eplum dró úr innilokunarkenndinni meðan lyktin af grillkolum jók á hana. Rannsóknir sýna að ilmurinn af grænum eplum og banönum virðist draga úr matarlyst. Heimabakstur góður fyrir kynlífið? Vilji konur laða að sér mann virðist árangursríkara að skella saman í eina hnallþóru eða vænan brauðhleif en úða á sig rándýrum ilmvötnum. í tilraun til þess að finna hinn eina sanna frygðarvaka var fylgst með blóðflæði í lim 31 karlmanns meðan ýmiss konar ilmur lék um vit þeirra. í ljós kom að ilmurinn af heima- bakstri var mun áhrifaríkari en ilm- vötn tískufrömuða. .öflugasta blandan reyndist vera höfugur ilmur af nýbakaðri gras- kersböku í bland við angan lofnar- blóms. Lyktin af kleinuhringjum og lakkrís fylgdi fast á eftir en ilmvatns- lykt lét karlmenn nær ósnortna. Poppkorn, jarðarber ogtrimm Niðurstöður tilrauna benda til þess að lyktin af jarðarbeijum og popp- eininga viö álag. Tilraunin var gerð á fólki á þrekhjóli og skýringin er sögð felast í því að þessar tvær lykt- artegundir hressi fólk við og geri það jákvæðara í lund og þar af leiðandi taki það meira á við æfingarnar og brenni fleiri hitaeiningum. Bananarog epli gegn matarlyst 3000 of feitir þátttakendur, einkum kvenkyns, tóku þátt í tilraun sem virðist leiða í ljós að lyktin af pipar- myntu, grænum eplum og banönum dragi úr matarlyst og geti þannig auðveldað fólki megrunarkúra sem reynast mörgum þungir í skauti. Til- raunin stóð í hálft ár og fólst í því að í hvert sinn sem matarlöngun sótti á þátttakendur drógu þeir upp sérstök hylki og lyktuðu snöggt af innihald- inu. Sumar þeftegundir reyndust virkari en aörar. Ennfremur sýna rannsóknir að Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson ýmsar þefgerðir hafa róandi áhrif meðan aðrar virka örvandi. Meðal róandi lykta teljast lofnarblóm, kam- illa, patchouli, vanilla og fleiri en örvandi og hressandi eru jasmín, mirra, piparmynta, rósmarín og margar fleiri. Hafa ber í huga að þessar rann- sóknir eru gerðar í Ameríku og mið- ast því óhjákvæmilega við menning- arbakgrunn þátttakenda því það sem einum þykir góð lykt þykir öðrum vond. Þetta ættu konur sérstaklega aö hafa í huga þegar þær hugsa um karlmenn og heimabakstur eftir þennan lestur. Graskersbaka sem vekur losta með amerískum karli er nær óþekkt bakkelsi á íslandi og því ekki fráleitt að ilmur graskersins myndi lítt hreyfa við mörlandanum en angan einhvers hliðstæðs íslensks heimabaksturs myndi gera hann óð- an. Hvað t.d. um pönnukökur, klein- ur, jólakökur eða angan af soðnu slátri? Byggist á vísindalegum grunni „Lyktarheilinn í mönnum er gríð- arlega stór og lykt hefur mikil áhrif á heilastarfsemi," sagði Ernir Snor- rason, geðlæknir og táugasálfræð- ingur, í samtali við trimmsíðuna, en hann kvaðst vita til þess að í Banda- ríkjunum væri lykt notuð við endur- hæfingu mikið heilaskaddaðra. Henni er beitt þannig að sterk lykt er notuð til þess að vekja sjúklinga úr hálfgerðu dái. Hann benti og á það hvemig lyftingamenn þefa af salm- íakspíritus fyrir mikil átök til þess að hvetja sig til dáða. „Þetta byggist á vísindalegum grunni. Lykt er svo nátengd minninu og virðist þar öflugri en margt ann- Öskjuhlíðarhlaup ÍR fer fram laugardaginn 30. september og hefst kl. 14. Öskjuhlíðarhlaup Öskjuhlíðin er einn fegursti stað- urinn í Reykjavík, vinsæll útivistar- staöur, samiofinn sögu borgarinnar um aldir. Þar reyndi Guðmundur kíkir að hasla sér völl sem útilegu- maður um miðja síðustu öld og lifa af ránum en varð að leggja upp laup- ana. Þar var haldin þjóðhátíð árið 1874 sem fór hálfpartinn út um þúfur vegna moldroks og þar voru miklar herbækistöðvar á tímum seinni heimsstyijaldarinnar og sér enn stað mannvirkja þess tíma. Þar eru Perl- an, Keiluhöllin og Fossvogskirkja. En þetta er ekki saga Reykjavíkur heldur trimmsíða og þetta er tíl þess að minna fótfráa lesendur á Öskju- hlíðarhlaup ÍR sem fer fram laugar- daginn 30. september og hefst kl. 14 við Perluna. Skráning fer fram sam- dægurs á sama stað frá kl. 12.30 tíl 13.30. Þeir sem eru yngri en 16 ára hlaupa 4 kílómetra en aðrir geta val- ið um 4 eða 7,6 kílómetra. Ekki veit trimmsíðan nákvæmlega hvernig hlaupaleiðin liggur um Öskjuhlíðina en hitt er vitað að erfitt er að hlaupa um þessar slóðir nema hlaupa upp og niður brekkur. Þess vegna er Öskjuhlíðarhlaupið jafnan fremur erfitt og margir gamlir skokkrefir og hlaupastelpur fá blóð- bragð í munninn bara við að lesa þessar línur. En einmitt vegna þess hve erfitt hlaupiö er nýtur það mik- illa vinsælda meðal hlaupara og þyk- ir nokkurt hraustleikamerki og manns(kven)bragur yfir því að taka þátt. Nánari upplýsingar fást í símum 565-6228 Og 567-6122. DV-mynd ÞÖK að. Þetta eru þekktar staðreyndir og margt í þessum efnum því alls ekki eins heimskulegt og það kann að hljóma í fyrstu. Hitt er svo annað mál að áhrifin eru einstaklingsbund- in því minnið er einstakt." Áttatíu og þijú prósent karl- manna sem komnir eru yfir fimmtugt vita hvernig eggja- stokkar konunnar starfa en að- eins fjörutíu og tvö prósent sama hóps þekkja starfsemi eigin blöðruhálskirtíls. Gangi maður á móti umferðinni í stað þess aö snúa baki í hana minnka um helming tölfræðileg- ar líkur á því að ekiö verði á mann. Sjö komma fimm prósent kvenna í Ameríku hafa einhvern tímann á lífsleiðinni samþykkt stefnumót við karlmann ein- göngu vegna þess að þeim fannst bíllinn hans flottur. Rannsóknir sýna að langflestir karlmenn laðast aö konum sem hafa svokallað 0,7 vaxtarlag. Þaö einkennist af því að ummál mitt- is, deilt með ummáli mjaðma, gefur hlutfallið 0,7. Þetta vaxtar- lag á ekkert skylt viö holdafar, þyngd eða ímynduð og/eða raun- veruleg umframkíló. Saman- burðarrannsóknir á opnumynd- um af Iéttklæddum konum í karlatímaritínu Playboy i marga áratugi leiöa í ljós að fyrirsætur verða stöðugt léttari og grennri en hið gullna hlutfall milli mittis og mjaöma (0,7) hefur ekkert breyst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.