Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Page 37
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 ~k is glingaspjall Tryggvi Farestveit, 16 ára, hefur haft áhuga á tölvum frá níu ára aldri. Hann notfærir sér Internetiö til margvíslegrar skemmtunar og fróðleiks. DV-mynd Brynjar Gauti Internet fyrir unglinga: Spjallað við Jackson Á Internetinu (eða Alnetinu) geta börn, ung- lingar og full- orðnir fundið margt skemmti- legt við sitt hæfi. Maður þarf hins vegar að eiga tölvu, modem og kaupa sér áskrift að netinu. Það er mjög margt hægt að gera fyrir sextán ára ung- linga á Internet- inu. Sjálfur hef ég haft áhuga á tölvum frá því ég var níu ára og hef ákaflega gam- an af að fikra mig áfram með hina ýmsu mögu- leika sem tölvan býður upp á. Internetið var því frábær nýj- ung fyrir mig. Á netinu er margt áhugavert og ég held að fólki, sérstaklega unglingum, finnist mest spennandi að vera á Yrkinu eða Intemet Relay Chat. Þar er hægt að spjalla við fólk út um allan heim, um stjómmál, tónlist, kvikmyndir, tölvur eða nán- ast hvað sem er. Margir íslendingar, hvort sem þeir búa hér á landi eða í útlöndum, hópast saman í grúppu sem nefnist Iceland. Oft kikja í heimsókn útlendingar sem vilja fræðast um ísland eða kynnast ís- lendingum. Á mörgum svæðum á Yrkinu eru grúppur sem eingöngu em fyrir unglinga. Ég hef skoðað eitt þeirra svæða sem nefnist Teenagers, en aldrei fundið annan íslending þar. Yrkið er einungis smáhluti af Intemetinu en eitt af þeim stóru er The World Wide Web eða Veraldar- vefurinn. Á Veraldarvefnum er hægt að gera margt, eins og t.d. að skoða sýnishom úr nýjustu kvik- myndunum. Þar er hægt að fá alls kyns upplýsingar, skoða blöð og tímarit, fara í heimsókn til útlanda, jafnvel Hvíta húsið, svo einungis brot af öllu því sem í boði er sé nefnt. Þama er hægt að ná í handrit úr kvikmyndum eins og Pulp Fiction og Batman Forever. Maður getur skrifað bréf til Söndru Bullock eða jafnvel, eins og var í sumar, talað við Michael Jackson. Hvort það eru í raun Michael Jackson eða Sandra Bullock sem svara veit maður þó ekki. Það er auðvelt að þykjast vera einhver annar en maður er á net- inu. Maður gæti t.d. verið John Lennon, risinn upp frá dauðum, ef mann langar til að gantast eitthvað. Intemetið er fyrir alla. Ef fólk hefur áhuga á að kynn- ast nýju fólki, öðr- um þjóðum eða löndum, jafnvel stöðum sem það heftrn aldrei kom- ið til, þá er það vel hægt á netinu. Fyrir þá sem vilja kynnast íslandi betur er það leik- ur einn í tölv- unni. Ég á varla orð til að lýsa öllum þeim möguleikum sem Internetiö býður upp á. Fyr- ir mér er þetta sem heill skóli, tölvan er fræð- andi fyrir ung- linga. Tölvan er lika sem tungu- málaskóli því maður þjálfast í ensku, þýsku og dönsku. Það em nokkrir staðir hér á landi sem bjóða upp á áskrift að netinu. Má þar nefna Mið- heima og Nýherja. Ég keypti mína áskrift hjá Miðheimum, fékk mitt eigið pósthólf og aðgang að netinu. Með þvi gat ég sett upp eigin heima- síðu. Fyrir þá sem aldrei hafa kynnst Intemetinu en langar að prófa er upplagt að fara í kaffihúsið Síberíu þar sem hægt er að skoða möguleikana. Mánaðargjald fyrir Internet er ekki hátt. Hjá Miðheimum er það um 2000 krónur á mánuði. Mér finnst að unglingar ættu að nýta sér Internetið - fyrir mér er það heildar- lausn sem ætti að henta öllum. Tryggvi Farestveit Heimasíða: http://www.centrum.is/- tryggvi/index.htm Nemandi í Fjöl- braut í Garðabæ hin hliðin segir Logi Bergmann Eiðsson, nýr ....._ Nýr liðsmaður Dagsljóss sýnir á sér hina hliðina í DV í dag. Þótt Logi Bergmann Eiðsson sé að hefia störf á nýjum vettvangi hjá Sjónvarpinu er hann búinn að vera starfsmaðui- Rikisútvarpsins um árabil sem fréttamaður, íþróttafréttamaður og dagskrár- gerðarmaður. Logi hefur veriö viðloðandi fiölmiðlun í allmörg ár. Má nefna að hann hefur verið íþróttafréttamaður á nokkrum Þjóðviljanum og Morgunblaðinu. Við sjáum Loga á ný á skjánum í byrjun október. Fullt nafn: Logi Bergmann Eiðsson. Fæðingardagur og ár: 2. des- ember 1966. Maki: Ólöf Dagný Óskarsdóttir. Böm: Elín Tinna, 7 ára, og Fanndis Birna, 7 mánaða. Bifreiðar: Ford Fiesta, árgerð 1986, og Toyota Corolla, árgerð 1992. Starf: SjónvarpsmaðtU'. Laun: Lág. Áhugamál: Golf, fiölmiðlar og körfubolti. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Fengið þrjár réttar i Lottóinu. Hvaö finnst þér skemmtileg- ast að gera? Slaka á með fiölskyld- unní, skemmta mér, spila golf og vinna þegar eitthvaö er um að f vera. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vakna snemma og vinna í gúrkutíð. Uppáhaldsmatur: Koníaks- flamber aöur humar í karríi. Uppáhaldsdrykkur: Fyrsti kaffibollinn á morgnana. Hvaða íþróttamaður stendur fremstiu- í dag? Gefr Sveinsson. Uppáhaldstímarit: Sports Dlu- stratet. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Michelle Pfeiffer. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Pass. Hvaða persónu langar mest að hitta? Jón Sigurðssoi forseta. Uppáhaldsleikari: John Cleese. Uppáhaldsleikkona: Helen Mirren. Uppáhaldssöngvari: Árni Johnsen! Uppáhalds stjórnmála- maður: Össur Skarphéðins- son. Uppá- haldsteikni- myndaper- sóna: Karakter- inn í The Far Side Uppáhaldssjón varpsefni: Fréttir, íþróttir og innlent dagskrárefni. Uppáhaldsveitinga- hú: Grilliö. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Skömmina eftir Taslimu Nasrin. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Górilludrengfrnir. Hvort horfir þú meira á Sjón varpið eða Stöö 2? Sjónvarpið að sjálfsögöu. Uppáhaldssjónvarps- skemmtistaðm-: Við Pollinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KMF (Knattspymufélagið Magnús 'finnsson). Stefnir þú að einhverju sér- itöku í framtiðinni? Komast í jang með Dagsljósinu í vetur og lækka forgjöfina mína í golfi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Varð mér til skammar í Kerlingar- og á ýmsum golf völlum.Einnig slappaöi ég af í sum- arbú- staðn- um. maður: Páll Bene- diktsson. Hann er lang- flottastur. Uppá- halds- <1 €§*!? ■ ..■ Aðalfundur Rauða kross íslands 1995 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn á Hótel ^oftleiðum í Reykjavík 27.-29. október nk. Fundurinn verður settur föstudaginn 27. október kl. 17.00. Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ. Stjórn Rauða kross íslands NISSANINFINITY J-30 SÁEINI SINNARTEGUNDARÁLANDINU. Bíllinn er af árgerð 1993, búinn 3,0 litra vél, með 24 ventlum sem skilar 210 hestöflum. Sjálfskiptur, með ABS-hemlavörn, tregðulæsingu í drifi, hraðastillingu (cruise-control), sjálfvirkri loftkælingu (air-condition), loftpúðum fyrir ökumann og far- þega, þjófavarnarkerfi með fjarstýrðum samlæsingum, BOSE-hljómflutningstæki með útvarpi, segulbandi og geisla- spilara, rafmagnsstillingu á framsætum og leðurklæðningu, ásamt fjöldanum af öðrum veglegum aukabúnaði sem of langt mál yrði að telja upp. Bíllinn er aðeins ekinn 20.000 km og sérstaklega vel með farinn. Tilboð óskast send til Ingvars Helgasonar hf., Sævarhöfða 2, 132 Rvík. Ýmis skipti koma til greina. Allar frekari upplýs- ingar veita sölumenn nýrra bíla í síma 525-8000. ‘ ' ‘ i SOKKABUXUR SEM ÞU GETUR TREYST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.