Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1995, Qupperneq 50
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
Þórður Oddsson
Þórður Vilberg Oddsson, Bólstaðar-
hlíð 45, Reykjavík, er áttatíu og
fimmáraídag.
Starfsferill
Þóröur fæddist í Ráðagerði á Sel-
tjamamesi og ólst þar upp til níu
ára aldurs er hann flutti með föður
sínum á Stýrimannastíginn í
Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1932, prófi í læknisfræði frá
HÍ1940 og stundaði framhaldsnám
við St. James Hospital í London
1949.
Þórður var settur staðgengill
læknis á Hólmavík 1935, var settur
héraðslæknir í Ögurhéraði 1938, í
Þistilfjarðarhérði 1942-50, í Klepp-
jámsreykjahéraði 1950-64, í Borgar-
neshéraði 1964-69, á Akranesi
1969-75 og var starfandi læknir í
Reykjavík 1975-89.
Þórður sat í stjórn Kf. Langnes-
inga, Sparisjóðs Þórshafnar, var
formaður hafnarnefndar Þórshafn-
ar, sat í skólanefnd Þórshafnar-
skólahverfis og í skólanefnd Reyk-
holtsdalsskólahverfis 1952-58 og
haföi á hendi póstafgreiðslu og
símavörslu á Kleppjárnsreykjum í
nokkurár.
Fjölskylda
Dóttir Þórðar og Guðnýjar Jónínu
Sigurbjömsdóttur er Erla Jóhanna,
f. 19.2.1938,félagsmálafulltrúií
Reykjavik, gift Vali Páli Þóröarsyni
og eiga þau fjögur börn.
Sonur Þórðar og Olgu Bergmann
Bjamadóttur er Þórður Bjarni, f.
23.2.1941, brunavörður á Keflavík-
urflugvelli, kvæntur Helgu Magn-
úsdóttur og eiga þau þau þrjú börn.
Þórður kvæntist 7.2.1942 Sigrúnu
Aðalheiði Kæmested, f. 2.11.1910,
d. 1.9.1991, húsmóður. Foreldrar
hennar vom Óli Ólason Kærnested,
járnsmiður í Reykjavík, og k.h.,
Gróa Jónsdóttir húsmóðir.
Synir Þórðar og Sigrúnar em Óli
Hörður, f. 5.2.1943, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, kvæntur Þur-
íði Steingrímsdóttur og eiga þau
fjögur börn; Oddur, f. 27.10.1944,
rannsóknarmaður hjá Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins,
kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og á
hann fimm böm; Jón, f. 2.12.1946,
húsasmíðameistari í Akarp í Sví-
þjóð, kvæntur Guðríði Theodórs-
dóttur og á hann fjögur börn. Stjúp-
sonur Þórðar er Ámundi Ámunda-
son, f. 9.6.1937, blikksmiðjueigandi
í Reykjavík, kvæntur Herdísi Jóns-
dótturög eiga þau fimm börn.
Systkini Þórðar: Ásta, f. 14.11.
1905, ekkjaá Jótlandi; Jón, f. 23.12.
1908, d.21.5.1988,vélsmiðurhjá
Héðni.
Systur Þórðar, samfeðra: Fanney,
f. 7.12.1917, d. 2.8.1989, húsmóðir í
Reykjavík; Gyða, f. 20.12.1917, hús-
móðir í Reykjavík.
Foreldrar Þórðar voru Oddur
Jónsson, f. 12.10.1878, d. 26.2.1934,
hafnsögumaður í Reykjavík, og k.h.,
Guðríður Þórðardóttir, f. 23.5.1876,
d. 30.1.1916, húsmóðir.
Ætt
Oddur var sonur Jóns, b. í Dúks-
koti í Reykjavík, bróður Jónasar
prests á Grýtubakka, föður Þórðar
dómstjóra. Jón var sonur Jóns, b. á
Höföa á Höfðaströnd, Jónssonar.
Guðríður var dóttir Þóröar, útvb.
og hafnsögumanns í Reykjavík
Jónssonar, útvb. í Hlíðarhúsum,
Þórðarsonar, hafnsögumanns í
Borgarabæ í Reykjavík, Guðmunds-
sonar, borgara í Borgarabæ, Bjarna-
sonar, b. á Langárfossi í Mýrasýslu
Eiríkssonar. Móðir Þórðar Jónsson-
ar var Jódís Sigurðardóttir, b. á
Efra-Skarði í Leirársveit, Péturs-
sonar. Móðir Péturs var Sigríður
yigfúsdóttir, lögréttumanns á Leirá,
Árnasonar.
Móðir Guðríðar var Þórunn Jóns-
dóttir, b. í Mýrarhúsum, Sigurðs-
Þórður Oddsson.
sonar, b. á Seli í Grímsnesi, Jóns-
sonar. Móðir Siguröar var Elín Sig-
urðardóttir, b. í Vestra-Geldinga-
holti, Jónssonar, lögréttumanns í
Bræðratungu, Magnússonar, b. í
Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir
Jóns var Þórdís (Snæfríður íslands-
sól) Jónsdóttir, biskups á Hólum,
Vigfússonar.
Þórður tekur á móti gestum í sal
hjúkrunarfræðinga, Suöurlands-
braut 22, (gengið inn að sunnan-
veröu) í dag, milli kl. 16.00 og 19.00.
Til hamingju með af-
mælið 23. september
85 ára 60ára
Margrét Ingimundardóttir,
Dalbraut 18, Reykjavík.
Unnur Ólafsdóttir,
Bókhlöðustíg 8, Stykkishólmi.
80 ára
Þórurnn Benediktsdóttir,
Hraunbæ 154, Reykjavík.
Páli Þórðarson,
Egilsbraut 9, Þorlákshöfn.
75ára
Hinrik Þórarinn Jónsson,
Stelkshólum 2, Reykjavík.
Eygló Guðmundsdóttir,
Stakkhömrum 17, Reykjavík.
Guðmundur
ius Gissursson,
iönverkamaður,
Hraunbæ 156,
Reykjavík.
Hann eraðheim-
an.
Kjartan Stefánsson,
Norðurvegi 31, Hrísey.
Garðar Loftsson,
Hverfisgötu 91, Reykjavík.
Herbert Ólafsson,
Sigtúni 59, Reykjavík.
70 ára
Sigríður Ketilsdóttir,
Glerárgötu 18, Akureyri.
Guðrún Lilja Friðjónsdóttir,
Gautlandi 5, Reykjavfk.
Guðrún verður að heiman.
Höskuldur Þorsteinsson,
Mikladalsvegi 7, Vesturbyggð.
Höskuldur verður að Eiðismýri 18,
Seltjarnarnesi á afmælisdaginn.
Sigurður Ágústsson,
Laufásvegi 14, Stykkishólmi.
50ára
Maria Eygló Normann,
Fellsmúla9,Reykjavík. -
Ágústa Ágústsdóttir,
Jakaseli 5, Reykjavík.
Friðbjörn Jónsson,
Hrafnagilsstræti 33, Akureyri.
Áslaug Arthúrsdóttir,
Ljósheimum 6, Reykjavík.
Ester Gísladóttir,
Vatnsendabletti 181, Kópavogi.
40ára
Oddbjörg Inga Jónsdóttir,
Gauksrima23, Selfossi.
Ingunn Magnúsdóttir,
Kögurseli 6, Reykjavík.
Einar Ingvar Jóhannsson,
Suöurmýri48, SeltjarnamesL
Ólafur Áki Ragnarsson,
Kambi 8, Djúpavogshreppí.
Hákon F. Jóhannsson
Hákon Franklín Jóhannsson, Mið-
leiti 7, Reykjavík, er áttræður í dag.
Starfsferill
Hákon fæddist að Langárfossi.
Hann lauk námi við VÍ1934.
Að námi loknu stundaði Hákon
ýmis verslunar- og skrifstofustörf
næstu tíu árin. Hann starfrækti síð-
an innflutnings- og heildverslun í
eigin nafni en með öörum sem
hlutafélag og síðar sem einkafyrir-
tæki þar til fyrir fáum árum er hann
hætti atvinnurekstri.
Þá var Hákon meðeigandi að fast-
eignasölu með Þorsteini Sveinssyni
hdl. í tæpan áratug frá 1946. Hann
var framkvæmdastjóri Innkaupa-
sambands bakarameistara á íslandi
1945-53 og stofnaði verslunina Sport
1958 sem hann starfrækti til 1980.
Hákon kvikmyndaði sund Eyjólfs
Jónssonar sundkappa, þ. á m. sund-
ið úr Selsvörinni í Reykjavík til
Akraness 1958 og sundið frá Vest-
mannaeyjum og á Krosssand í Lan-
deyjum 1959.
Hákon sat í stjórn Landssambands
stangaveiðifélaga 1958-76 og var
formaður þess 1973-76, sat í fram-
kvæmdastjórn Nordisk Sportfisker
Union 1966-80 og var formaður þess
1977-80 en hann beitti sér fyrir
þeirri ályktun sambandsins að lax-
veiðar á alþjóðahafsvæöi í Norður-
Atlandshafi yrðu bannaöar. Hákon
hefur verið fulltrúi á aðalfundum
Landssambands stangveiðimanna
frá 1956, var formaður kastnefndar
sambandsins og mótstjóri á lands-
mótum í kastkeppnum sem sam-
bandið hélt 1964-72, sat í stjórn Sjó-
stangaveiðifélags Reykjavíkur í
nokkur ár, var formaður bikar-
nefndar félagsins um skeið, stjórn-
aði firmakeppni Fáks í nokkur ár,
var formaður undirbúningsnefnd-
ar, stofnandi íþróttadeildar Fáks
1976ogstofnfélaginr. 1„ ogvar
formaður fræðslunefndar Fáks
1984-86.
Hákon tók saman bók um störf og
stefnu Landssambands stangaveiöi-
félaga frá stofnun 1950-76 sem út
kom 1994. Hann hefur haldið fjölda
erinda á fundum og ráðstefnum um
laxveiðimál og ritað greinar í blöð
ogtímarit.
Fjölskylda
Hákonkvæntist21.5.1938Svölu
Eyjólfsdóttur, f. 21.6.1918, húsmóð-
ur og hárgreiðsludömu. Hún er dótt-
ir Eyjólfs Gíslasonar sem lést 1955,
starfsmanns Reykjavíkurborgar, og
Guðríðar Magnúsdóttur sem lést
1930, en hún var lærð mjólkurbús-
stýra. Eftir lát móður sinnar ólst
Svala upp hjá Árna Péturssyni
lækni sem lést 1953, og k.h„ Katrínu
Ólafsdóttur húsmóður, sem lést
1988.
Börn Hákonar og Svölu eru Katr-
ín, f. 4.1.1941, húsmóðir í Englandi,
gift Donald Echelberger, fyrrv.
ílugkafteini hjá Bandaríkjaher og
Nato og eiga þau eina dóttur; Jó-
hann, f. 26.6.1948, starfsmaður í
Víðinesi, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Dagnýju Jóhannsdóttur
húsmóður og á hann einn son; Erna,
f. 20.3.1954, húsmóðir í Virginíu í
Bandaríkjunum, gift Gernot S.
Pomrenke, dr. í eðlisfræði og starfs-
manni Bandaríkjastjórnar í Was-
hington og eiga þau þrjú börn;
Hákon F. Jóhannsson.
Tryggvi, f. 13.7.1955, menntaskóla-
kennari, nú í Englandi.
Systkini Hákonar: Liv, f. 29.9.1912,
ekkja í Reykjavík; Vilhjálmur, f.
4.11.1913, fyrrv. héraðslæknir í
Jönköping; Kristján Tryggvi, f.
11.10.1917, fórst í flugslysinu í Héð-
insfirði 29.5.1947, ásamt Ernu, eigin-
konu sinni, og tveimur ungum son-
umþeirra, vélaverkfræðingur; Sva-
var, f. 13.10.1919, fyrrv. bankafull-
trúi í Reykjavík; Herdís Maria, f.
26.10.1925, húsmóðir í Reykjavík;
Guðrún Margrét, f. 23.3.1930, hús-
móðiríReykjavík.
Foreldrar Hákonar voru Jóhann
Franklín Kristjánsson, f. 7.5.1885,
d. 16.7.1952, byggingameistari og
húsateiknari, og Mathilde V. Kristj-
ánsson, f. Gröndal 15.12.1892, d. 27.9.
1962, húsmóðir.
Hákon og Svala taka á móti gest-
um í dag, laugardaginn 23.9., í sam-
komusal að Miðleiti 7, kl. 16.00-
18.00.
Irma Herman Geirsson
Irma Herman Geirsson, fyrrv.
starfsmaður við mötuneyti virkjan-
anna við írafoss og Steingrímsstöð,
Ljósafossi 4, Grímsneshreppi, er sjö-
tíu ogfimm áraídag.
Starfsferill
Irma fæddist í Kolberg í Pommern
Sem þá var í Þýskalandi en nú í
Póliandi. Hún missti móður sína
1927 og ólst upp, ásamt systur sinni,
hjá ömmu sinni í Kolberg. Hörm-
ungar stíðsins settu mjög mark sitt
á lífið í Kolberg, ekki síst eftir að
Rússar hernámu staðinn. Fjöldi
fólks lést á þeim árum og annarra
var saknað. Eina systir Irmu, Doro-
thea, f. 1926, dó úr barnaveiki 1944.
Irmu tókst að flýja með pólskum
mjólkurbíl til Stettin þar sem Rauði
krossinn kom henni um borð í lest
til Lúbeck. Þar bjó hún um skeið í
flóttamannabúðum en tókst síðan
aðfáatvinnu.
Irma frétti af atvinnutilboðum ís-
lenskra bænda 1948 og réð sig því
að Syðri-Brú í Grímsnesi 1949. Þar
starfaði hún til 1954 en hóf þá störf
við mötuneyti virkjananna við íra-
foss og Steingrímsstöð. Þar starfaði
hún samfellt í þijátíu og sex ár eða
þar til hún hætti störfum sjötug.
Fjölskylda
Iwna giftist 1950 Alexander Rein-
holt Geirssyni, f. 21.8.1911, sem þá
vann við Ljósafoss. Hann var sonur
Geirs Jónssonar, verkamanns á
Akranesi, og Gróu Halldórsdóttur
húsmóður.
Böm Alexanders frá fyrra hjóna-
bandi em Heiöar, f. 1944, rafvirki
við Mjólkurbú Flóamanna á Sel-
fossi, kvæntur Sigrúnu Jóhannes-
dóttur og eiga þau þrjár dætur en
Heiðar ólst að verulegu leyti upp
hjá Alexander og Irmu; Kristinn
Reinholt, Árni og Sigrún.
Sambýlismaður Irmu 1983-94 er
Karl, f. 15.7.1919, sonur Sæmundar
Dúasonar, kennara í Fljótum og víð-
ar, og k.h„ Guðrúnar Þorláksdóttur
húsmóður. Karl dvelst nú á öldrun-
ardeild Sjúkrahússins á Siglufiröi.
Foreldrar Irmu voru Frida og
GustafHerman.
Irma heldur upp á afmælið hjá
Rögnu Freyju og Gísla að Greni-
grund 2B, í Kópavogi laugardaginn
23.9. frá kl. 17.00.
r