Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 Fréttir Islendingar keyptu fyrir milljónir út á „heimatilbúinn pappír“ 1 Dyflinni: Notuðu afsláttarmiða eins og f ullgild pund - leiðinlegt að þetta skyldi gerast, segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða/Landsýnar „Það er leiðinlegt að þetta skyldi gerast. Vinir okkar írar eiga það ekki skilið að íslendingar skuli nýta sér misskilning afgreiðslu- fólks Ijl að hagnast á því,“ segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða/Landsýnar, í samtali við DV. í Dyflinnarferð um síðustu helgi uppgötvuðu íslenskir ferðalangar að í nokkrum verslunum og veit- ingastöðum hafði komið upp sá misskilningur að afsláttarmiðar, sem Samvinnuferðir/Landsýn hafa gefiö út í haust, væru fullgild írsk pund. Heimildir DV herma aö í einni verslun hafi íslendingar keypt vaming fyrir andvirði einnar milíjónar íslenskra króna út á mið- ana. Afsláttarmiðarnir eru kallaðir „ferðamannapund" og eiga að gefa rétt til 10 til 15% afsláttar í vissum verslunum og veitingastöðum. Fær hver farþegi í helgarferðum til Dyflinnar „pund“ sem nema um 16 þúsundum íslenskra króna. Fyrir misskilning afgreiðslufólks voru afsláttarmiðamir teknir sem fullgildir írskir peningar og í tvo daga var í nokkram verslunum og veitingastöðum hægt að greiða með þeim einum. Ekki liggur fyrir hve mikið var keypt í heild út á pundin góðu og verður að mati Helga Jóhannsson- ar aldrei upplýst. Fólk fékk samviskubit „Fólkið fékk á endanum sam- viskubit og taldi sig hafa svindlað á saklausum írskum verslunar- mönnum og eftir tvo daga höfðu kaupmennirnir uppgötvað aö á þá var leikið og hættu að taka viö af- sláttarmiðunum sem peningum,“ segir íslenskur ferðalangur, sem þátt tók í leiknum, í samtali við DV. Maðurinn vildi ekki láta nafns síns getið enda taldi hann sig hafa hagnast nokkuð á mistökunum. Kvaðst hann ekki fullkomlega sátt- ur við sjálfan sig eftir heimkom- una. „Það vom alltaf fleiri og fleiri í ferðinni sem uppgötvuðu þennan möguleika og nýttu sér að hafa fengið gefins peninga," segir við- mælandi blaðsins. —Helgi Jóhannsson sagði að ekki hefði verið kvartað við hann beint vegna þessa máls. Þó vissi hann til að afgreiðslufólkið írska hefði feng- ið skömm i hattinn fyrir mistökin og ekki væri að vænta að þau end- urtækju sig. „Það er of seint að gera nokkuð til að leiðrétta þetta núna. Mál af þessu tagi spilla þó fyrir góðu sam- komulagi okkar við Ira og mér þyk- ir mjög miður að fólk skyldi taka þátt í þessum leik,“ sagði Helgi. -GK Stofna félag fólks í félagslegum íbúðum: Þetta er löngu orð- ið tímabært - segja Jónas Engilbertsson og Lárus Þórhallsson „Ef við miðum við að í Reykjavík einni séu um 4 þúsund félagslegar íbúðir þá getum við gert ráð fyrir að flöldi íbúa í kerfinu sé um 16 þús- und. Allir mögulegir og ómögulegir hópar eru með einhver samtök eða þrýstihóp og við teljum löngu orðiö tímabært að slíkt félag verði stofnað meðal íbúa í félagslega kerflnu," seg- ir Jðnas Engilbertsson en hann og Lárus Þórhallsson eru í fararbroddi fylkingar sem vill að félagið verði stofnað. Stefnt er að stofnfundi á Grand Hótel 19. október næstkom- andi. „Þörfin hefur verið til staðar í lang- an tíma en nú þegar ráðherra hefur skipað nefnd um að endurskoða þetta kerfi finnst okkur viö þurfa að láta í okkur heyra. Kerfið er að komast í þrot og það er ljóst að mikið mis- ræmi er í því hverjir njóta bóta og hverjir ekki, t.d. húsaleigubóta. Við sjáum að fólk í Búseta fær húsaleigu- bætur en fólk í félagslega kaupleigu- kerfinu, sem eignast ekkert í íbúðum sínum og er því í raun bara að borga húsaleigu, fær engar bætur. Þá mun- um við þurfa að láta skoða vaxtamál og afskriftamál íbúðanna," sagði Lárus. Hann sagöi félagsmálaráð- herra hafa tekið jákvætt í umkvart- anir þeirra og lofað að líta á málið. „Félagið kemur til með að gæta heildarhagsmuna íbúa í þessu kerfi, af nógu er að taka og aðalfundur fé- lagsins mun taka á þeim þegar þar að kernur," sagði Jónas Engilberts- son. -sv Jónas Engilbertsson og Lárus Þórhallsson segja mikla þörf á þvi að stofna félag fólks I félagslegum íbúðum. Stefnt er að stofnfundi félagsins 19. októb- er nk. á Grand Hótel t Reykjavík. DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Dagfari var að skoða fjárlagafrum- varpið um daginn, enda hefur fiár- málaráðherra farið um það fögrum orðum og þetta framvarp markar tímamót að því leyti að fiármála- ráðherra segir að það sé upphafið að því að hann geti lagt fram halla- laust frumvarp eftir tvö til þrjú ár. Fjármálaráðherra hefur látið þess getið að hallinn á frumvarpinu núna sé minni en hallinn átti að vera í fyrra. Þar að auki eru út- gjöldin skorin niður. Þegar Dagfari fletti frumvarpinu sá hann hins vegar að heildarút- gjöld samkvæmt því hækka úr 115 milljörðum króna í 123 milljarða króna og auk þess minnti Dagfara að hallinn á síðasta ári hefði verið allnokkru hærri heldur en fiár- lagafrumvarpið geröi ráð fyrir. Þess vegna hringdi Dagfari í fiár- málaráðherra til aö spyijast frekar fyrir um þetta frumvarp hans, einkum og sérílagi vegna þess að Dagfari stendur með ráðherranum og vildi hafa svör á reiðum höndum þegar stjómarandstæðingar eru að gagnrýna frumvarpið og bera brigður á það sem ráðherrann hef- ur sagt. Dagfari: Hvemig er það, Friðrik, er hallinn minni en hann var í Jú, ráðherra fyrra, ef hann hefur orðið hærri en þið gerðuð ráð fyrir? ,, Friðrik: Það er eftir því hvernig á það er htið. Hallinn er tvímæla- laust minni mfili frumvarpa. Ég get auðvitað ekkj borið annaö saman, því það eru frumvörpin sem ég legg fram. Ég ber ekki á ábyrgð á fiár- lögunum sjálfum, það gerir þingið og auk þess ræð ég ekki við útkom- una á ríkisreikningnum. Það er embættismannanna að stjórna því hversu miklu þeir eyða. Ef þú lítur á hallann eins og hann er og eins og hann átti að vera þá er hallinn verulega minni en sá hallli sem reiknað var með. Hann er hins veg- ar ívið hærri en hallinn sem varð, sem segir okkur að viö höfum stað- ið okkur vel miðað við þann halla sem reiknað var með. Þess vegna er hallinn í ár minni en hann var í fyrra ef miðað er við þær áætlan- ir sem við gerðum. Áætlanir stand- ast hins vegar aldrei upp á punkt og prik en það breytir ekki áætluri- unum og það breytir auövitað held- ur ekki þeim halla sem verður ef menn taka þaö með í reikninginn að halh getur breyst. Dagfari: En nú eru útgjöldin meiri heldur en í frumvarpinu í fyrra. Hvar er þá niðurskurðurimtf Friðrik: Tekjurnar eru meiri. Og miðað við tekjurnar eru útgjöldin hlutfahslega minni en þau voru í fyrra. Hallinn verður minni sam- kvæmt því. Mismunurinn á mihi tekna og útgjalda er minni en hann var í fyrra. I því felst niðurskurður- inn. Dagfari: En útgjöldin aukast samt. Friðrik: Þau aukast í krónutölu en minnka hlutfahslega. Takmark- ið er að ná hallalausum fiárlögum og þá er það algjörlega án tillits til fiárlaganna sjálfra eða ríkisreikn- ingsins, vegna þess að alhr hljóta að skilja að fiárlagafrumvarp breytist og það er erfitt að bera saman frumvarp við fiárlög eða fiárlög við ríkisreikning. Þannig geta til dæmis rekstrarútgjöld í heilbrigðismálum farið langt fram úr áætlun og ef ég miðaði við hin raunverulegu útjgöld, þá er fiár- lagafrumvarpið með verulegan niðurskurð og miklu meiri heldur en frá einu frumvarpi til annars. Dagfari: Þýðir þá aukning út- gjalda í frumvarpinu meiri niður- skurð? Friðrik: Já, það er hárrétt hjá þér. Aukningin þýðir minnkun og meira þýðir minna, akkúrat eins og bent var á í leiðara DV um dag- inn. Ef frumvarpið verður sam- þykkt þá er það mikil framför frá frumvarpinu í fyrra, en ég hef kos- ið að miða við frumvörpin frekar en ríkisreikninginn eða fiárlögin vegna þeirrar óvissu sem gætir í ríkisreikningum. Þeir eru yfirleitt miklu hærri en reiknað er með og þess vegna getur enginn fiármála- ráðherra tekið mið af ríkisreikn- ingum frá einu ári til annars. Er þetta ekki fullnægjandi svar? bætti Friðrik við. Jú, ráðherra. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.