Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 Spurningin Hvenær fórstu síðast í bíó? fer einu sinni á ári en ég man ekki hvenær það var síðast. Stefán Reykjalín 11 ára: Á sunnu- daginn fyrir viku að sjá Vatnaver- öld, sem er mjög góð mynd. Hrafn Þorri 11 ára: Eg sá Vatna- veröld í fyrradag. Ég fer í bíó tvisvar í viku. Ingólfur Sigurðsson bakari: Á miðvikudaginn en ég man ekki hvaða ómerkilega mynd það var. ( Sveinbjörn Gíslason húsvörður: Það eru 30-40 ár síðan. Lárus B. Lárusson flugmaður: Ég sá Crimson Tide fyrir nokkrum vik- um en ég fer í bió 1-2 í mánuði. Lesendur Verkalýðsbarátt- an þarf ný svör Farmgjöld skipafélaga, rafmangsverö og símakostnaður skipta líka miklu máli í kjaramálunum, segir Konráð í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Verkalýðsfélögin blésu á dögun- um í herlúðra þegar fréttist að kjaradómur hefði úrskurðað um laun alþingismanna og annarra sem heyra undir hann. Hótuðu þau að segja upp samningunum sem undir- ritaðir voru fyrr á árinu, drægju þingmenn og ráðherrar ekki kaup- hækkunina til baka. - Nokkuð sem kemur þó ekki til greina að gera að mínu áliti. Eitt er samt ljóst. Þjóðarsáttar- gangan sem hófst fyrir 5 árum er nú á enda. - Henni lauk þó ekki með gjörningi kjaradóms, heldur eftir að vinnuveitendur og talsmenn verka- fólks samþykktu samninga. Vegna þess að hóparnir sem á eftir komu höfðu þann samning ekki til hlið- sjónar í sínum kröfum, líkt og gerð- ist t.d. fyrir fimm árum. Þjóðarsátt- inni lauk sem sé ekki með febrúar- samkomulaginu, heldur þeim samn- ingum sem á eftir komu. Og enn stendur íslensk kjarabar- átta á krossgötum. Óviss um þá stefnu sem halda skal. Gamla verk- fallsvopnið er ónýtt, sökum þess að það hefur ekki fært fólkinu raun- verulegar kjarabætur á umliðnum árum. Og þjóðarsáttarleiðin er úr sögunni þótt hún sé einn af horn- steinum stöðugleikans sem hér hef- ur þó rikt um hríð. En hún hlaut aö standa og falla með vilja fólksins. Hvað er þá til ráða? Því að svör verður að flnna, eigi ekki að ganga af verkalýðsbaráttunni dauðri. Ég hef t.d. velt því fyrir mér hvort það geti ekki verið hyggilegt að kalla til heiðarlega og hlutlausa menn til að kanna allt dæmið. Menn sem færu yfir stöðuna eins og hún blasir við okkur núna, komast að því hvað kostar að reka venjulegt ís- lenskt alþýðuheimili í dag. Leggja síðan útkomuna fyrir vinnuveitend- ur, verkalýðsfélögin og ríkisstjóm- ina. - Þessir menn miðuðu síðan við þær tölur þegar þeir kæmu saman til að ræða um kaup og kjör umbjóð- enda sinna og spyrðu hvernig þeir í sameiningu mættu nálgast þær töl- ur. Einnig mætti kalla til menn sem stjórna fyrirtækjum. Þá er ég að tala um menn og talsmenn fyrirtækja eins og Eimskips, Flugleiða, Pósts og síma, Rafmagnsveitanna, olíufé- laganna og e.t.v. fleiri. Við skulum nefnilega muna að það skiptir venjulegt fólk miklu máli hver farm- gjöld skipafélaganna eru á hverjum tíma. Lækkun þar þýðir lægra vöru- verð. Einnig hvað hvert skref kostar í símakerfínu, hver kOóvattstund í rafmagni, að ekki sé minnst á bens- ínlítrann. Allt eru þetta stórir póst- ar fyrir heimilin og skiptir þau afar miklu. Fáist hins vegar þessi fyrirtæki til að lækka hjá sér það sem þau selja, má vel líta á það sem kaup- máttaraukningu. Og hærra kaup er ekki endilega svarið. Ég vil til að mynda frekar sjá útgjöld mín lækka í næstu samningum heldur en að kaupið hækki einhver ósköp. Þótt nauðsynlegt geti reynst að hækka það eitthvað, samhliða öðrum að- gerðum. Foringjarnir og laun þeirra Erna Magnúsdóttir skrifar: Ég undrast mjög framkomu þess- ara foringja okkar, sem við höfum valið til að semja fyrir okkur, þegar þeir koma fram fyrir alþjóð og hrópa og tala um „óréttlæti" í launa- málum. Hvað segja þessir herrar um sín eigin laun sem eru á við ráð- herralaun. Ég, sem launþegi í þessu landi (og m.a.s. láglaunakona), vildi gjarnan hafa laun t.d. foringjanna: Bene- dikts Davíðssonar eða Magnúsar L. Sveinssonar. Þeir eru kannski til- búnir að -gefa eftir til okkar lág- launafólksins þær hækkanir sem þeir höfðu út úr síðustu kjarasamn- ingum, eða þá að deila niður laun- um sínum af nefndastörfum til okk- ar aumingjanna? - Nei, þeir ættu ekki að blása of fljótt í gagnrýn- islúðrana. Þeir ættu að líta í eigin barm áður en þeir deila á aðra. Mér finnst líka að nú sé tími til kominn eð fá unga menn og skelegg- ari til forystu því þessir þaulsætnu, gömlu endajaxlar láta alltaf stinga upp í sig dúsu í hverjum einustu samningum sem gerðir eru. Svo veigra þeir sér við því að koma í fjölmiðlaþætti (eins og t.d. hjá Stef- áni Jóni um daginn). Ég trúi þó ekki öðru en fólk hafl tekið eftir að forseti ASÍ glotti þegar hann var spurður hvað hann hefði fyrir nefndastörf hjá lífeyrissjóðun- um. En það væri fróðlegt að fá upp á borðið laun þessara höfðingja allra, bílastyrki og annað þess hátt- ar. Laun þeirra hafa að vísu birst á sjónvarpsskjánum en það er eins og fólk gleymi fljótt. Það er því auðvelt fyrir foringjana að slá ryki í augu almennings, með því t.d. að neita að gefa upp eigin laun. Agalaust þjóðfélag á niðurleið Gunnar Ámason skrifar: Einstaka menn hafa æst sig upp, gert sig að viðundri vil ég nú segja, vegna hugmyndar menntamálaráð- herra um að við íslendingar tækjum að okkur frekari skyldur vegna varnarstarfa í okkar eigin þágu. Með frekari störfum af varnarlið- inu, með sérstöku þjóðvarðliði, heimavarnarliði, eða hvaða nafni sem við köllum það, sem aðrar þjóð- ir hafa komið sér upp með skyldu- þátttöku t.d. ungra manna nokkra mánuði af ævi sinni. - Hvað orsak- ar slíkan pirring hjá fólki að það bregst ókvæða við hugmyndinni? Hvað er eðlilegra en að við sjáum sjálfir um að halda hér uppi hópi manna sem er tilbúinn til starfa ef óvænta atburði ber að? Er það kannski hræðslan við agann sem hér veldur mestu um? Er ekki aga- leysið sem er að sliga þetta þjóðfélag okkar? Lögregla stendur í ströngu við að stilla til friðar og yfirvöld Er ekki agaleysið að sliga þjóðfélagið?, spyr bréfritari. standa ráðþrota gegn agaleysi á herra til gagns og myndi geta breytt mannamótum og víðavangi, hvort þjóðfélaginu til hins betra í flestum sem er að nóttu eða degi. Auðvitað skilningi. væri hugmynd menntamálaráð- 13 V Söfnuðirnir eiga kirkjuna Úlfar Guðmundsson skrifar: í lesendabréfl í DV 9. október er enn einu sinni misskilningur á ferð. Að sjálfsögðu eiga söfnuð- irnir kirkjurnar. Undantekning er ef einstaklingur á kirkju en ríkið á enga kirkju. Söfnuðirnir hafa byggt kirkjurnar. Þær eru yflrleitt byggöar fyrir sjálfboða- vinnu safnaðarfólks, frjálsar safnanir, happdrætti safnaðanna og af sóknargjöldum. Ákvarðanir um kirkjubyggingar eru teknar af sóknamefndum og aðalsafnað- arfundum. Prestar hafa ekki at- kvæðisrétt á fundum sóknar- nefnda, þótt þeir sitji þá, og taka yfir höfuð engar fjárhagslegar ákvarðanir í kirkjulegu starfi. Hefð er hins vegar fyrir því að prestar hafi nokkurt ákvörðun- arvald um hvaða starfsemi fer fram í kirkjuhúsunum, í sam- vinnu við sóknarnefndir og starfsfólk kirknanna. Verðbólgan K.S.Á. hringdi: Vísitala neysluverðs hér hefur nú hækkað svo mjög að verð- bólgan, miðað við heilt ár, er orðin tæp 6%. Hér eru slík hættumerki á ferð að enginn get- ur verið óhultur um afdrif heim- ilanna og skuldbindinga sem menn gera vegna þeirra. Ég get því ekki séð hvernig komist verður hjá uppsögn kjarasamn- inga, og það strax. Slagorð fyrir frambjóðendur Gunnar Haraldsson skrifar: Nú eru þeir komnir í starthol- umar sumir hverjir. Þeir neita ekki framboði til forsetakjörs. „Já, hver vill ekki verða for- seti?“, sagði einn aðspurður ný- lega. Ég legg til að í framtíðinni leggi stuðningsmenn hvers fram- bjóðanda til viðeigandi slagorð sem nota má í kosningabarátt- unni þegar þar að kemur. Dæmi: „Guð og þjóðin geymi Heirni". - „Ellert B. Schram er í ham“. - „Sigríður Dúna, kjósum hana núna“. - „Steingrím undan feld- inum“. - „Ólafur í Vöku til for- setatöku". O.s.frv., o.s.frv. Áfram Þjóðvaki Bragi Sigurvinsson skrifar: Ein ástæða stofnunar Þjóð- vaka var m.a. sá trúnaðarbrestur sem orðiö hefur milli þjóðarinn- ar og kjörinna fulltrúa og emb- ættismanna. í stefnuskrá Þjóð- vaka er bent á nauðsyn þess að bæta siðferði í opinberum rekstri og lagt til að setja siðferð- isreglur um störf stjórnmála- manna. Á vorþinginu sam- þykktu þingmenn lög til að tryggja sjálfum sér skattfijáls laun. Það var einstök ánægja að fylgjast með því að þingflokkur Þjóðvaka greiddi einn þingflokka atkvæði gegn lögum þessum og það var í fullu samræmi við stefnuskrá Þjóðvaka. Þetta hefur almenningur áreiðanlega kunn- að að meta. Úttekt á for- setaembættinu Jórunn hringdi: Ég tel að íslendingar eigi kröfu á því, einmitt núna og áður en kjör til forsetaembættis fer fram næst, að úttekt verði gerð á forsetaembættinu. Þar á að koma fram hve miklum fjár- munum er varið tU embættisins (utan launa forsetans sjálfs), svo sem í risnu, ferðalög, bUakostn- að o.þ.h. Fréttir hafa greint frá því að forsetaembættið hafi farið fram úr fjárveitingu á síðastliðn- um árum og það ætti ekki að vera launungarmál hve háar þær upphæðir eru. Þetta verður og meðal þess sem kemur til um- ræðu fyrir næsta forsetakjör.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.