Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 13 Skortir aga í þjóöfélagið? Ööru hvoru skýtur upp þeirri umræðu að við íslendingar séum illa agaðir. Þetta kemur gjarnan fram er nemendur og skólastarf ber á góma, þegar fjallað er um umferðarmenninguna eða sam- skipti okkar við náungann. Þessi umræða er þörf, því vissulega er margt í fari okkar sem betur má fara. Menntamálaráðherra vill meiri aga Nýlega hefur menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, gert aga að umtalsefni og er það vel. Hann telur að temji skólanemendur sér meiri aga við vinnu sína myndum við sjá mun meiri afköst og betri árangur í skólum landsins. Ef beitt væri meiri aga við framleiðslu- störf í þjóðfélaginu yrði verðmæta- sköpun meiri og hagur þjóðarbús- ins myndi batna. Undir þessar skoðanir mennta- málaráðherra vil ég taka, og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áherslubreytingum í menntamálum hann beitir sér fyr- ir á næstu misserum. I Öll börn leita eftir aga Margir foreldrar eru hræddir við að beita of miklum aga og ótt- ast að með því séu þeir að hefta börn sín. Þetta er alger misskiln- ingur. Það er alkunna að börn reyna ávallt að komast eins langt og þau geta og þvi er nauðsynlegt að setja ákveðnar skorður. Sé það gert og ákveðnum reglum og skipulagi fylgt er mun auðveldara að halda uppi aga en ef óreiða og tilviljanir eru látnar ráða. í aga er fólgið ákveðið öryggi og reynslan sýnir að börn vilja hafa reglu á hlutunum. Ef haldið er uppi ákveðnum aga á heimilunum er mikilvægt að kennarar vinni með foreldrum og fylgi slíku eftir í skólanum. Aðeins þannig næst ár- angur. Bændur! Hættið að tala við rík- ið. Það drepur ykkur hægt og ró- lega. Skýrslusnövlarar í Reykjavík með breytingar frá ári til árs. Og á endanum eru þið þið sekir, eigna- lausir með ekki neitt. Ég þekki ágætan mann sem lenti í vondu forræðismáli vegna sjúkdóms móður, svona sem illa ræðst við. Hann gerði allt sem öll yfirvöld lögðu til og börnin áttu alltaf skjól hjá honum. En svo þeg- ar kerfið var búið að eyðileggja allt sem hægt var að eyðileggja, þá kenndi það honum um. Þetta verður afnumið Alveg eins verður farið með ykkur. Stórkvótaeigendur eru ekki taldir með, þeir eru hvorki sjómenn né bændur, heldur tíma- bundnar ríkissugur, það verða engir kvótar virtir þegar upp verð- ur staðið. Þótt erfmgjar landsins þurfi að sækja þá sem komu kvótum á fyr- ir landráð, þá verða þeir afnumd- ir. Það er vegna þess að menn neita því fyrir rest að fæddir séu annars flokks menn. Meirihlutinn, sem á að vera annars flokks, hvorki vill né þarf að sæta því. Lagarök, hefðir eða hreint bull, Kjallarinn Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari á sæti íframkvæmdastjórn ÍSÍ Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri skiptir engu, þetta verður afnumið. Tvennt þarf til Annars vegar að semja við kred- itkortafyrirtækin um raðgreiðslur fyrir landbúnaðarvörur í frysti- kistur heimilanna og hins vegar að dýralæknar gefi út slátur- og vinnsluleyfi á landbúnaðarvörum. Slátrun úti á túni í tjaldi með Agi í íþróttum Fræðslunefnd íþróttasambands Islands hefur nýlega látið gera myndband sem ber heitir „Agi og ábyrgð“. Þetta myndband er gert til þess að vekja foreldra og þjálf- ara til umhugsunar um það hversu mikil ábyrgð fylgir því að þjálfa ungmenni í íþróttum og að agi skiptir þar öllu máli. Því fyrr sem barn byrjar í íþrótt- hreinu vatni, þar sem það sem lek- ur niður þann daginn hverfur í jarðveginn, án notkunar hreinsi- efna, án skólplagnar, er miklu heilbrigðari en slátrun í slátur- húsi. Flytja má svo tjaldið daginn eftir og setja afurðir í kæli og frystigám, og grafa gorinn á kvöld- in. Þetta er umhverfisvænt og smitfrítt eins og nokkuð getur ver- ið. En í skjóli hreinsiefna þrífast harðgerðar bakteríur, eins og kemur fyrir á spítölum vegna of- þrifa. Vinna síðan afurðir sjálfír, eiga græjur eins og gerist hjá slátr- arabúðum í N-Evrópu. Þetta er ekki stórmerkilegt, en viðtekin venja í flestum löndum. Mjólkurvörurnar Afnema einokun, selja í áskrift, um og lærir að fara eftir ákveðn- um reglum því auðveldara á það með að aðlagast leikreglum þjóðfé- lagsins. Agi verður hluti af dag- legu lífi og afraksturinn verður virkari og glaðari þjóðfélagsþegn. Unnur Stefánsdóttir líka út á kreditkortareikning. Setja framleiðsluvörurnar á tölvu- net, láta versla í gegnum það, keyra beint út til neytenda. Dreifa vöruframleiðslu út á milli sveita- þorpanna, afleggja verksmiðjuhall- irnar og einokunina. Takið nú veturinn í að reikna dæmið. Málið fjallar um að land- búnaður geti lifað við að framleiða mat í íslendinga. Kvótapólitíkin bæði til lands og sjávar er búin að færa þessa þjóð einu stigi neðar í fæðukeðjunni. - Hvað halda menn að pasta sé annað en formsteyptur fóðurbætir? Og nú bætast við kryddaðar fóðurbætissúpur úr Asíu. - Aðeins með því að færa sig inn í nútímann án afskipta ríkis- ins gengur landbúnaður til fram- búðar og þið lifið af. Þorsteinn Hákonarson Með og á móti Forgangur handboltans í Reykjavík Knattspyrnan er lang vinsælust „Handboltinn í Reykjavík býr við aðstæður eins og þær ger- ast bestar í heiminum en það er hins veg- ar langur vegur frá því að knatt- spyrnan, lang- Vinsælasta knattspymuþjált- íþróttagreinin arl' hér á landi og sú eina sem getur sótt fjármagn erlendis frá, geri það. Þetta sýnir að það vantar al- farið stefnumörkun hjá borginni í þessum málum. Ef litið er á síðustu tíu árin stenst knattspyrnan engan veginn samanburð við handboltann hvað varðar mannvirkjagerð í Reykja- vík og ef hún ætti að njóta sann- mælis yrðu eingöngu reist fót- boltamannvirki í borginni næstu árin. Handboltinn á allt gott skilið, ég er mikill vinur íþróttanna í heild og fer ekki fram á að höggvið sé af öðrum greinum fyrir fótboltann en hann má ekki daga uppi í höf- uðborginni. Það eru ekki topparn- ir sem líða fyrir aðstöðuleysið heldur er það fyrst og fremst ung- viðið. Yngri flokkarnir líða mest fyrir það þegar aðstaðan er slæm og það er grátlegt að sjá þegar krakkarnir eru settir á malarvell- ina þegar rignir á sumrin. Það er líka grátlegt að gamlir knattspyrnumenn og trimmarar skuli hvergi geta leikið sér á grasi á sumrin. Þessum hópum, sem og vinnustaða- og vinahópum, er beint á gervigrasvellina, sem eru hreinar slysagildrur, sérstaklega fyrir illa þjálfaða menn.“ Handboltinn á að vera efstur „Ég vil þakka Guðjóni Þórðar- syni fyrir góð orð um hand- boltann og það var gaman að heyra hann á dögunum bera saman góða að- stöðu knatt- spyrnumanna á tormaður hsí. Akranesi og framgang handboltans í Reykja- vík. Þar af leiðandi telur hann að- stöðuna góða hjá okkur. Það er ekki undarlegt þó að handboltinn hafi verið svolitið í umræðunni því hér var haldin heimsmeistarakeppni og ísland er á meðal fremstu þjóða i þessari íþróttagrein. Handboltinn ætti að vera efstur í forgangsröðinni því á eftir fylgja flestar aðrar íþróttagreinar sem geta nýtt sér þá aðstöðu sem hon- um er sköpuð. Handboltinn ætti að vera efstur í forgangsröðinni því íslenska karlalandsliðið er jú flaggskip ís- lensks íþróttalífs. Handboltinn ætti að vera efstur í forgangsröðinni því að þar er eini raunhæfi möguleikinn á að ná árangri á alþjóðavísu. Með samjöfnum á tíu íþróttavöllum á Akranesi og tveimur á KR-svæð- inu verður að gæta að þvi að í Reykjavík eru að minnsta kosti tíu knattspyrnufélög og það er ekki hægt að líta framhjá því að þeirra svæði hafa verið meira og minna byggð upp á þessum tima. í sambandi við fjármunina þá eru forystumenn íþróttamála í hverju byggðarlagi með aðbúnaði íþróttagreinar frekar að hugsa um vinsældir þeirra og nytsemi en tekjumöguleika." „Ef beitt væri meiri aga við framleiðslu- störf í þjóðfélaginu yrði verðmætasköpun- in meiri og hagur þjóðarbúsins myndi batna.“ „I aga er fólgið ákveðið öryggi og reynslan sýnir að börn vilja hafa meiri reglu á hlutunum," segir m.a. í grein Unnar. Bændur ræða við ranga aðila „Kvótapólitíkin bæði til lands og sjávar er búin að færa þessa þjóð einu stigi neð- ar í fæðukeðjunni. - Hvað halda menn að pasta sé annað en formsteyptur fóðurbæt- ir?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.