Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 33 Meiming 3-5 hópurinn lék á fyrstu þriðjudagstónleikum í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu sl. þriðjudagskvöld. DV-mynd TJ Þrjú til f imm Tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur hófst í Borgarleikhúsinu sl. þriðju- dagskvöld og lék þar hópur tónlistarfólks sem kallar sig 3-5 hópinn. Tónleikar LR verða vikulega, á þriðjudögum, og hefur verið gefin út efnisskrá þeirra fram til áramóta. Kennir þar margra grasa, allt frá Bubba Morthens til djass og þaðan til Caput-hópsins og Tríós Nordica, svo eitt- hvað sé nefnt. 3-5 hópurinn lék á þessum tónleikum verk fyrir hörpu og strokhljóð- færi auk eins, þar sem bættist við flauta. Fyrsta verkið var Tríó fyrir fiðlu, selló og hörpu frá árinu 1944 eftir J. Ibert. .Elísabet Waage lék á hörpuna (raunar á tónleikunum öllum) og með henni Laufey Sigurðardóttir og Richard Talkowsky á fiðlu og selló. Það verður að segjast strax að ef LR ætlar að vera með reglulega tón- leika í þessum sal (litla salnum), þá verður að gera eitthvað fyrir hljóm hans. Áður hefur verið gerð tilraun ___________________ Tónlist Áskell Másson til þess að lyfta hljómnum með mögnun og tókst það bærilega, en eins og var þetta kvöld, með þykk tjöld í bakgrunninn, þá drukkna leifarnar af þeim hljóm sem þó finnst í rýminu. Góður hljómburð- ur er forsenda þess að tónhstin skili sér til áheyrenda og hefur ekki síð- ur áhrif á flytjendurna sjálfa. Eftir verk Iberts, sem var ekki nema þokkalega leikið, sökum þess að þar vantaði á samstillingu og fínleika, var leikið verkið Musica Notturna a cinque op. 90 fyrir fjögur selló og hörpu, eftir hollenska tónskáldið L.V. Daldeu. Auk Richards, léku á sellóin þær Ásdís Arnardóttir, Lovísa Fjeldsted og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Þetta er ákaflega mónótónísk músík. Textúrinn er harla fábreyttur og þrátt fyrir að hörpuhlutverkið sé þokkalega skrifað, nægir það ekki til þess að gera verkið áhugavert. ísraelska tónskáldið S. Natra átti síðan Divertimento fyrir hörpu og strengjakvartett, sem flutt var af þeim Sigurlaugu Eðvaldsdóttur og Sess- elju Halldórsdóttur á fiðlu og víólu, auk þeirra Laufeyjar, Richards og Elísabetar. Þetta verk er skýrt í formi og eru línur þess vel mótaðar. Það er fremur hefðbundið í stíl og kunnáttusamlega skrifað. Verkiö var og ágætlega leikið. Eftir hlé bættist Guðrún Birgisdóttir í hópinn á flautu og lék hún ásamt þeim Laufeyju, Sesselju, Richard og Elísabetu verkið Voyage au „Pays de Tendre" frá árinu 1936 eftir franska höfundinn G. Pierne. Þessi tón- smíð er eins konar ímyndað ferðalag um „land mýktarinnar“, þar sem lagt er upp í báti og siglt um mannlegar tilfínningar og reynsluheim. Þetta er vel skrifuð og skemmtileg tónlist í hefðbundnum stíl og var hún jafnframt vel leikin. / Síðasta verkið var eftir kanadíska höfundinn P. Houdy, Kvintett fyrir hörpu og strengjakvartett frá árinu 1984. Þetta er afleitt verk, flausturs- lega unnið og vantar alla stefnu. Það býr þó yfir vissri tilbreytingu í sam- setningu og var því ágætlega komið til skila í flutningnum. Fréttir Bláalónið: Tíu prósent hlutafjár eru til sölu Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að selja 10% hlut sinn í Bláa lóninu hf. Hlutabréfin verða boðin bæjarbúum á nafnverði til 1. desember og er sölueiningin 100 þús- und. „Það er ekki markmið sveitarfé- lagsins að eiga og fjárfesta í hlutafé nema af filri nauðsyn. Við vonumst til þess að góð sala verði í þessu. Þeir sem eiga lögheimih í Grindavík njóta forgangs og við vonumst til að geta dreift þessu að mestu á meðal bæjarbúa," sagöi Jón Gunnar Stef- ánsson, bæjarstjóri í Grindavík. Bláa lónið hf. hét áður Heilsufélag- ið við Bláa lónið þar til fyrir tæpum þremur vikum. -Eigendur auk Grindavíkurbæjar eru íslenskir að- alverktakar, Hitaveita Suðumesja, Eignarhaldsfélag Suðurnesja og ís- lenska heilsufélagið. Bláa lónið hf. er meö starfsemi í Bláa lóninu og á dögunum keypti félagið helminginn í hótelinu þar. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00. STAKKASKIPTI eftir Guðmund Steinsson Á morgun, föd. 13/10, Id. 21/10, föd. 27/10. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Simonarson 7. sýn. Id. 14/10, uppselt, 8. sýn. 15/10, upp- selt, 9. sýn. fid.19/10, uppselt, föd. 20/10, uppselt, fimmtud. 26/10, aukasýn., Id. 28/10, uppselt. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Frumsýning Id. 21 /10 kl. 13.00,2. sýn. sud. 22/10 kl. 14.00,3. sýn. sud. 29/10 kl. 14.00, 4. sýn. sud. 29/10 kl. 17.00. Lltla sviðið kl. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftirTankred Dorst 3. sýn. i kvöld, fid., uppsell, 4. sýn. á morg- un, föd., örfá sæti laus, 5. sýn. mvd. 18/10, 6. sýn. Id. 21/10,7. sýn. sud. 22/10,8. sýn. 26/10,9. sýn. 29/10. Smíðaverkstæðið ki. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Ld. 14/10, uppselt, sud. 15/10, uppselt, fid. 19/10, föd. 20/10, örfá sæti laus, mvd. 25/10, Id. 28/10. Miöasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram aó sýningu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greiöslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Sími miðasölu: 551 1200 Simi skrifstofu: 551 1204 VELKOMIN í ÞJOÐLEIKHUSIÐ! Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Breiðholtskirkja: TTT starf í dag kl. 17.00. Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. Fella- og Hólakirkja: Starf 11-12 ára barna kl. 17. Grafarvogskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfundur kl. 20.30. FræðslufundUr í kvöld kl. 20.30. Fyrir- lestraröðin „Að móta líf sitt“. Hólmfríður Pétursdóttir kennari flytur erindi um miskunnsemi og umburðarlyndi. Grensáskirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 14.00. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar. Sr. Haildór S. Gröndal. Hallgrimskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Léttur hádegisverður á eftir. Háteigskirkja: Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.00. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21.00. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir hjartanlega velkomnir. Kópavogskirkja: Starf með eldri borgur- um í safnaðarheimilinu kl. 14-16.30 í dag. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45- 18.00 í safnaðarheimilinu Borgum. TTT starf á sama stað kl. 18.00. Langholtskirkja: Vinafundur kl. 14.00. Samvera þar sem aldraðir ræða trú og líf. Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Seltjarnarneskirkja: Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. Tilkyimingar Pfaff hf. flytur á Grensásveg Verslunin Pfaff hf. hefur flutt starfsemi sína að Grensásvegi 13, Reykjavík. Pfaff mun sem fyrr bjóða upp á allar gerðir af heimilistækjum, s.s. saumavélar, þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar, kæliskápa, eldavélar og smáraftæki. Pfaff hefur einnig aukið við vöruúrval versl- unarinnar og býðmr nú m.a. sjónvörp, hljómflutningstæki, síma og fl. Þjónusta Pfaff er einnig til húsa að Grensásvegi 13. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Fim. 12/10, örfá sæti laus, laud. 14/10, mið- nætursýning kl. 23.30, örfá sæti laus, mið- vikud. 18/10, örfá sæti laus, 40. sýn. sunnud. 22/10, kl. 21. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Laud. 14/10 kl. 14, uppselt, sunnud. 15/10 kl. 14, uppselt, sunnud. 15/10 kl. 17, upp- selt, lau. 21/10 kl. 14, fáeln sætl laus, sunnud. 22/10 kl. 14, fáein sæti laus, og kl. 17. fáeinsæti laus. Litlasviðkl. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmilu Razumovskaju Föstud. 13/10, uppselt, laud. 14/10, uppselt, sunnud. 15/10, uppselt, flm. 19/10, uppselt, föstud. 20/10, uppselt, laud. 21/10, uppselt. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Águst Guðmundsson 3. sýn. fös. 13/10, rauð kort gilda, fáein sæti laus, 4. sýn. flm. 19/10, blá kortgllda, 5. sýn. lau. 21 /10, gul kort gilda. Stóra svið kl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftirDarioFo Laugard. 14/10, fös. 20/10. Veitingastofa í kjallara: BAR PAR eftir Jim Cartwright Frumsýning lau. 21/10 kl. 20.30, sýnlng fös. 27/10, lau. 28/10. Tónleikaröð LR: hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þri. 17/10, Snigiabandið, afmælistón- leikar, miðav. 800 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miöapöntun- um i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. !|[~Tsl'jenska óperan Sími 551-1475 Sýning föstud. 13/10, laugard. 14/10. Sýnlngar hefjast kl. 21.00. Miöasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Ástarsaga úr fjöllunum í Kringlunni í dag, 12. október, kl. 17 sýnir Möguleika- húsið Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guð- rúnu Helgadóttur í Ævintýra-Kringl- unni. Á hveijum fímmtudegi kl. 17 eru leiksýningar fyrir böm í Ævintýra- kringlunni. Ævintýrakringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14-18.30 virka daga og laugardaga kl. 10-16. 0ÍIJRA v . ov 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. l\ Fótbolti 21 Handbolti : 3 j Körfubolti 4 j Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6 Þýski boltinn 7j Önnur úrslit 8 | NBA-deildin 2 1\Vikutilboð stórmarkaðanna 2 Uppskriftir 1 j Læknavaktin .2 jApótek 3 ] Gengi li Dagskrá Sjónvarps : 2 j Dagskrá Stöðvar 2 3 j Dagskrá rásar 1 j4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5; Myndbandagagnrýni 6j ísl. listinn -topp 40 . 71 Tónlistargagnrýni 8 Nýjustu myndböndin U Krár 21 Dansstaðir 3 [ Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni £|J Bíó 6] Kvikmyndagagnrýni mmmíu mer 11 Lottó 2j Víkingalottó 3 [ Getraunir AgRflH 8 f.: 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.