Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1995 íþróttir Ingibjörg Hiniiksdótiir skrifar Þrír leikir fóru fram í í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gær. Njarövík vann sigur á ÍR í æsi- spennandi leik, 56-55, og skoraöi bandaríska stúlkan Susett Sai-gent sigurkörfu Njarövíkinga meö 3ja stiga körfu á lokasekúndunni. Hún skoraði 35 stig í leiknum. Keflavík vann öruggan sigur 'á Grindavík, 68-50. Björg Hafsteins- dóttir skoraði 23 stig í liðí Keflavík- ur og Anna María Sveinsdóttir 19 en bjá Grindavík var Penni Pepp- ans langatkvæðamest en hún setti niöur 22 stig. Loks varrn KR yfirburðasigur á Val, 85-56. EMlandsliða: oruggi Línur skýrðust nokkuö í gær- kvöldi í því hvaöa þjóðir komast í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í knattspymu næsta sumar. Fjöl- margir leikir fóru þá fram í riðla- keppni mótsins en þá tryggðu Spánverjar og Rússar sig endan- lega í úrslitakeppnina. Danir mættu Spánverjum í Kaup- mannahöfn og náðu Spánverjar þar í stigiö sem vantaði til að kom- ast í úrslit. Þjóöimar skildu jafnar, 1-1, en ljóst þykir að Danir, sem eru í öðru sætí ríðilsins, fara einnig i úrslitakeppnina. Fernando Hierro kom Spánverjum yfir á 19. mínútu en Kim Vilfort jafnaði fyrir Dani mínútu eftir leikhlé. Rússar, sem unnu fyrsta Evrópu- meistaratitilinn í París 1960, unnu góöan sigur á Grikkjum í Moskvu. Skotar eru í öðru sætí og líklegir tíl að fara í úrslitakeppnina. Annað sætið í riðiakeppninni gefur þó ekki alltaf sæti í úrslitunum. Eftír að riðlakeppninni lýkur setjast reiknimeistarar niður og meta ár- angurinn. Búigarar töpuöu sínum fyrsta leik í sínum riðli gegn Georgíu. Á sama tíma unnu Þjóðverjar bð Wales í Cardiff. Jiirgen Klinsmann skoraði sigurmark Þjóðverjar tíu mínútum fyrir leikslok. Búlgarar og Þjóðverjar berjast um sigurinn í riðlinum. Hollendingar halda enn í vonina að komast áfram eftir stórsigur á Möltu. Hollendingar veröa aö vinna Norðmenn í lokaieiknum til aö eiga möguleika á kostnað Norð- manna. Spenna í þessum riðli er mögnuð og allt getur gerst. Bryan Roy, hvítklæddur, og félagar hans I hollenska landsliðinu lögðu Möltumenn, 0-4, í Valetta, og halda í vonina um að komast í úrslit. Simamynd Reuter Handknattleikur: Helga Signmiidsdóttjr skrifar: Þrír leikir fóru fram í 1. deild kvenna í handknattleik í gær- kvöldi. KR fékk Víkíng í heimsókn í Laugardalshöllina í gærkvöld. Víkingur sigraöi, 19-22. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staöan í leikhléi 12-12. í seinni hálfleik hafði Víkingur tveggja til þriggja raarka forystu. Anna Steinsen fékk að líta rauöa spjaldiö fyrir gróft brot. Spenna í Eyjum Þorsteiim GunnaiBBcm, ÐV, Eyjum: Mörk KR: Helga 5, Anna 5, Ólöf 2, Selma 1, Unnur 1, Valdís 1 og Sæunn 1. Mörk Vikings: Halla María 8, Svava 6, Hanna 3, Steinunn 2, Þór- dís 2, Helga M. I. FH taplaust í Kaplakrika áttust við FH og Fylk- ir og lauk leiknum með sigri FH, 19-16. Fyrri hálfleikur var jafn og var staðan S leikhléi 8-8. En FH var sterkari aðilinn og vann sinn þriðjá leik í íslandsmótinu í vetur. Mörk FH: Björg 7, Díana 6, Hildur P. 3, Ólöfl, Guðrún 1, IIildurE. 1. Mörk Fylkis: Eva 5, Irina 4, He- lena 3, Lilja 2, Sigurlín Haukar sigruöu IBV í Eyjum, 20-21, í hreint frábærum og drama- tískum léik. Ilaukar komust fyrst á blað eftir 10 mínútna ieik en þá iosnaði ltka um stíflu. Haukastelp- ur skoruðu hvert markið á fætur ööru og hötðu yfir í hálfleik, 9-13. ÍBV jafnaði metin íljótlega í síðari hálfleik. Síðustu mínútumar voru æsispennandi en Eyjastúlkur voru fádæma klaufar í sóknarleiknum og Vigdís í marki Hauka reyndist gömlu vinkonum sínum í ÍBV tnjög erfið. Hún var best Hauka ásamt Huldu. Hjá ÍBV lék Þórunn vel í raarkinu og hin sænska Malin er frábær leikmaður. Bæði lið eru lík- leg til stórræða í vetur en þetta var mjög skemmtílegur leikur og sá bestí sem sést hefur hjá konum í Eyjum um langa hríð. Mörk ÍBV: Andrea 6, Sara 5/4, Ingibjörg 4, Malin 3, Elísa 2. Mörk Hauka: Hulda 8, Auður 8/3, Judit2, Thelma 1, Heiðrún 1, Harpa 1, Rúna 1. • í 2. deild karla vann Fram stór- sigur á ÍH i Hafnarflrði, 15-25, HK lagði Ármann að velli, 34-21 og Guðni Bergsson hefur hér betur gegn sóknarmanni Tyrkja, eins og oft í leiknum á Laugardalsvelli í gær. DV-mynd Brynjar Gauti EM-úrslit 1. riðill: Rúmenía - Frakkland 1-3 ísrael - Aserbaídsian . 2-0 Rúmenía... 9 5 3 1 16-9 18 Frakkland. 9 4 5 0 20-2 17 Slóvakía.... 9 4 2 3 14-16 14 Pólland 9 3 3 3 14-12 12 ísrael 9 3 3 3 13-11 12 Aserbaídsjan ..9 0 0 9 2-29 0 2. riðill: Danmörk - SDánn 1-1 Kýpur - Makedónía 1-1 Spánn 9 7 2 0 22^ 23 Danmörk... 9 5 3 1 16-8 18 Belgía 9 4 2 3 16-12 14 Makedónía 9 1 4 4 9-15 7 Kýpur 9 1 3 5 5-19 6 Armenía.... 9 1 2 6 4-14 5 3. riðill: ísland - Tyrkland 0-0 Sviss -Tlnevprialanri... 3-0 Sviss 8 5 2 1 15-717 Týrkland... 7 4 2 1 14-6 14 Sviþjóð 7 2 2 3 7-8 8 Ungverjaland .7 12 4 6-13 5 Island 7 1 2 4 3-11 5 4. riðill: Slóvenía - Úkraína Litháen - Eistland 5-0 Króatía ...9 6 2 1 20-4 20 Ítalía ...8 5 2 1 13-5 17 Litháen ...9 5 1 3 13-8 16 Úkraína ...9 4 1 4 10-12 13 Slóvenía.... ...9 3 2 4 12-11 11 Eistland ...10 0 0 10 3-31 0 5. riðill: Malta -Holland 0-4 Lúxemborg - H-Rússland 0-0 Noregur 9 6 2 1 17-4 20 Tékkland.... 9 5 3 1 18-6 18 Holland 9 5 2 2 20-5 17 Lúxemborg 9 3 1 5 3-18 10 H-Rússland 9 2 2 5 6-13 8 Malta ....9 0 2 7 2-20 2 6. riðill: Irland - Lettland 2-1 Austurríki -Portúgal.. 1-1 Liechteinstein - N-Irland 0-4 Portúgal ...9 6 2 1 26-7 20 írland ...9 5 2 2 17-8 17 Austurriki.. ...9 5 1 3 26-9 16 N-írland ...9 4 2 3 15-12 14 Lettland...... ..10 4 0 6 11-20 12 LiechtensteinlO 0 1 9 1-40 1 7. riðill: Wales - Þýskaland 1-2 Georeía - Búlearía 2-1 Búlgaría ....9 7 1 1 23-7 22 Þýskaland.. ....9 7 1 1 24-9 22 Georgía ....9 5 0 4 12-10 15 Albanía ....9 2 1 6 9-15 7 Wales ....9 2 1 6 8-18 7 Moldova ....9 2 0 7 8-25 6 8. riðill: Rússland - Grikkland.. 2-1 San Marínó - Færeyjar 1-3 Rússland.... ....9 7 2 0 314 23 Skotland ....9 6 2 1 14-3 20 Grikkland.. ....9 5 0 4 18-9 15 Finnland.... ....9 5 0 4 17-15 15 Færeyjar.... ....9 2 0 7 10-30 6 SanMarínó....9 0 0 9 2-31 0 • Tveir vináttuleikir: Noregur- England 0-0, Svíþjóð-Skotland 2-0, mörkin skoruðu Jörgen Petters- son og Stefan Schwarz. Ísland-Tyrkland 0-0 Lið ístands: Birkir Krístinsson - Guðni Bergsson, Ólafur Adolfsson, Sígursteinn Gíslason Þorealdur Örlygsson, Runar iíristinsson, Sigurður Jónsson (Arnar Grétarsson 43.), Eyjólfur Sverrisson (Bjarki Gunnlaugsson 80.), Haraidur ingóllsson (iilynur Stefánsson 71.) - Arnar Guðjohnsen, Arnar Gunnlaugs- son. Lið Tyrklands: Rustu Recber - Cotin, Temizkanoglu, Ozkoylu, Kerimoglu - Ozaian, Mandirali, Ercan, Saglam - Cet- in, Yalein (Kafkas 73.). island: 6 markskot, 3 hom. Tyrkland: 13 markskot, 7 hom. Gul spjöld: Sigursteinn, Cetin, Temizkanoglu, Ozkoyiu, Ercan. Rautt spjald: Enginn. Dóroari: Hartmund Strampe frá Þýskalandi, steniUegur. Áliorfcndur: 3011. Skilyrðl: Logn, híti 2 stig, völlurinn mjög góður miðað við árstíma Maður leiksins: Birkir Kristinsson. SagteftirleiMnn: Guömundur HUmarsson akrifar: „Ég er ekki sáttur við eitt stig í þessum leik. Við fengum nógu mörg færi til að sigra en náðum ekki að nýta þau. íslenska liðið lék eins og ég átti von á en þetta var erfiður leikur og mikil bar- átta eins og alltaf gegn íslending- um. En nú verður erfitt fyrir okk- ur að vinna riðilinn," sagði Fatih Termin, landsliðsþjálfari Tyrkja, eftir leikinn. Veitekki hvernig mértókst að verja „Við sköpuðum okkur ekki nægi- lega hættuleg færi og okkur vant- aði að geta spilað í gegnum þá og fá 100% færi. Við unnum þetta þokkalega varnarlega og það var sett þannig upp að verjast vel, það tókst og það er Ijósi punkturinn. Ég veit hreinlega ekki sjálfur hvemig mér tókst að verja þama undir lokin. Ég var búinn að sjá boltann inni en ég lét mig vaða og-náði að krafla í boltann," sagði Birkir Kristinsson. „Þetta var barningur á miðj- unni. Við spiluðum sterkan vam- arleik og vamarmenn okkar léku vel. Við höfðum ekki mikið úr að moða þarna frammi en samt vantaði ekki nema herslumuninn að ná að skora. Ég sá fyrir mér mark úr aukaspymunni en helv... markvörðurinn varði meistaralega,“ sagðí. Arnar Gunnlaugsson. „Við héldum hreinu og getum því verið sáttir við varnarleikinn í heild. Þaö hefði verið gaman að skora og með smáheppni hefði það getaö tekist. Það var mikil- vægt að tapa ekki leiknum og ég held að líðið þurfi örlitið meira sjálfstraust. Þetta var góð bæting frá fyrri leiknum og okkur líður snöggtum betur núna en eftir leikinn í Tyrklandi," sagði Guðni Bergsson fyrirliði. Jón Kristján Sigurösson skrifer: Ef marka mátti uppstillingu íslenska landsliðsins í Evrópuleiknum gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi átti enga áhættu að taka. Lítil áhætta var tekin, áherslan var lögð á vörnina og tilætluðum árangri var náð. Það var að fá stig úr leiknum sem tókst því ekkert mark var skorað. Þegar á heildina er litið má íslenska liöið vel við una. Tyrkirnir voru mun meira með boltann og voru nærri því að skora en okkar menn. Það var greinilegt á leik- skipulagi íslenska liðsins að tapa ekki Arnar Gunnlaugsson gerði varnarmönnui ÁsgeirElíasson „Vantaði hei Róbert Róberlsson skrifar: „Ég er þokkalega ánægður með stigið en auðvitað hefði ég viljað sigur. Okkur vantaði herslumuninn nokkrum sinnum en í heildina vantaði okkur að skapa fleiri færi. Tyrkir sýndu að þeir eru með mjög gott lið og þeir voru fljótír í sóknaraðgerð- um sínum. Við urðum að leika af var- fæmi gegn þeim og treysta á skyndisókn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.