Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 5 Fréttir Háskólarektor áhyggjufullur vegna flótta raunvísindamanna: Viðhorf gömlu atvinnu- veganna hindrun - segir framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands „Við hjá Rannsóknarráði höfum haft áhyggjur af þessu ástandi. Fyr- ir nokkrum árum gerðum við athug- un á þessu og fundum út að menn sem fluttu til útlanda sneru til baka og þá gjarnan innan tíu ára en lík- lega hefur sú staða breyst 1 dag. En við lítum svo á að þetta fólk sé okk- ur ekki að öllu glatað því við getum oft leitað til þess og það blundar í öllum íslendingum að koma aftur,“ segir Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís- lands, um ræðu Sveinbjöms Björns- sonar háskólarektors við braut- skráningu kandídata frá Háskóla ís- lands síðastliðinn laugardag. Sveinbjörn benti á að 44 prósent kandídata læknadeildar á árunum 1979 til 1988 og nær 20 prósent kandídata úr raunvísindadeild á sama tíma væru búsettir erlendis og óvíst hvort þeir sneru heim því þeir væru líklega komnir í atvinnu er- lendis. Sagði hann þetta áhyggju- efni, sérstaklega ef haft væri í huga að íslendinga skorti kennara i raun- vísindum í framhaldsskólum lands- ins. Vilhjálmur segir líka spumingu í hvaða mæli menntafólk það sem hér um ræðir eigi að skapa sér atvinnu sjálft. Það geti jafnan verið erfitt með hliðsjón af skorti á aðstöðu og fjármagni en þó séu menn að fást við verkefni á sviði erfðatækni, sameindalíffræði og ekki síst upp- lýsingatækni hér á landi í dag sem gætu boðið upp á marga möguleika. Tölfræðilegar upplýsingar sýni að þróunin sé í þessa átt en hún sé allt- of hægfara og takmarkast af við- horfum gömlu atvinnuveganna sem ræður ríkjum í mörgum stofnunum okkar, þar með talið tjármálastofn- unum. „Ég hlustaði á þetta og þetta var fróðlegt áheyrnar. Rektor varpaði þessu fram sem hugleiðingu og ég er sammála honum að þetta er mál sem við þurfum að velta fyrir okkur hvemig við eigum að taka á og hvort hægt sé að beina góðum náms- mönnum inn á aðrar brautir ef það er nauðsynlegt," segir Björn Bjarna- son menntamálaráðherra. Björn segir ljóst að atgervisflótta kandídata í raunvísindadeild verði ekki breytt með einföldum ákvörð- unúm. Þetta sé spurning um þróun sem menn ng sérstaklega hjá Há- skólanum muni velta fyrir sér. -PP Tengivagninn utan vegar. Tengibeisli gaf sig um samsuðu. DV-mynd Jón Benediktsson Tengivagn tættist í sundur Jón Benediktsson, DV, Suðurlandi: Tengivagn með fóðurdælubúnaði losnaði aftan úr fóðurflutningabíl á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Skeiðavegamót, í rokinu fyrir helg- ina. Óhappið varð með þeim hætti að tengibeisli á vagninum brotnaði um samsuðu. Féll vagninn niður og Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bæjarráð Akureyrar hefur heim- ilað bæjarstjóra að selja öll hluta- bréf í Skinnaiðnaði hf. og verður leitað samvinnu við Kaupþing plægði upp úr klæðingu vegarins, rann síðan um fimmtíu metra á réttum vegarhelmingi og valt yfir vegrið þar sem hann tættist gjör- samlega í sundur. Á vagningum var dísilvél sem notuð er til að knýja dælurnar. Töluverð olía rann á veginn og kom slökkviliðið ffá Selfossi á stað- Norðurlands um sölu bréfanna. Akureyrarbær lagði til um 30% hlutafjár í Skinnaiðnaði hf. sem reist var á rústiun islensks skinna- _ iðnaðar hf. sem varð gjaldþrota og réð mestu um þá ákvörðun bæjar- inn og hreinsaði upp. Það er mildi að vagninn lenti ekki á bíl úr gagn- stæðri átt. Suðan virðist ekki hafa uppfyllt þær kröfur sem ætlast er til. Mikil umferð er með tengivagna á vegum landsins og ekki vanþörf á að herða eftirlit með og skoðun á búnaði þeirra. ins að starfsemin legðist ekki af í bænum. Nú þykir ljóst að Skinna- iðnaður hf. sé kominn á gott skrið, afurðir fyrirtækisin:; hafa selst vel erlendis og bærinn h :fur því ákveð- ið að draga sig út úr 'yrirtækinu. Garnaspákona á Kárastöðum í Hegranesi: Spáir fremur mildum vetri Þórhallur Ásmundss., DV, Sauðárkróki: Þrátt fyrir að vetur konungur hafi sýnt mátt sinn undanfarna daga býst Sigurlaug Jónasdóttir, garnaspákona á Kárastöðum í Hegranesi, við fremur mildum vetri. „Já, ég er nýbúin að glugga í garnirnar og sá ekki annað en allt sæmilegt. Þetta verður gott fram- an af, alveg fram undir jól. Þá sýn- ist mér að koma muni einhver ill- viðrakafli en hann verður ekki langur. Síðan gæti komið smákuldakafli í byrjun april en svo ætti að fara að vora úr því,“ segir Sigurlaug. „Já, mér sýnist að þetta verði mildur vetur og lítið um stórviðri. Það má náttúrlega búast við ein- hverri vetrarveðráttu en snjórinn verður samt ekkert í líkingu við það sem var síðasta vetur. Annars hef ég heyrt að einhvert annar hafi verið búinn að spá fyrir mig. Að það væri haft eftir mér að þó að síðasti vetur hefði verið harður væru það smámunir miðað við þær vetrarhörkur sem í vændum væru. Þetta er ekki rétt,“ sagði Sigurlaug. Stundum hafa spár Sigurlaugar staðist furðanlega. Hún spáði m.a. útmánaðarkuldum á liðnum vetri og komu þeir á daginn. Hins veg- ar var ekki að finna í spánni þá hið mikla fannfergi sem varð um allt land á liðnum vetri. Þriðjungur í Skinnaiðnaði til sölu Afgreiðslufólk á sölustöðum aðstoðar þig með mikilli ánægju ef þú vilt prófa! Prófaðu Kínó - þú gcetir unnið þann stóra!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.