Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Höggvum Evrópuhnútinn Þegar aðildarviöræður íslands og Evrópusambandsins heflast loksins, mun tiltölulega fljótt koma í ljós, hvort grundvöllur er fyrir samningum. Ágreiningsefnin verða fá. Allt stendur raunar og fellur með skilgreiningu máls- aðila á eðli og eignarhaldi fiskimiðanna við ísland. Áhugamál okkar eru önnur en þeirra, sem hingað til hafa samið um aðild. Reynslan sýnir, að við eigum sem aðilar að Efnahagssvæði Evrópu auðvelt með að laga okkur að reglum, sem eiga uppruna sinn í Evrópusam- bandinu. Við erum í rauninni sveigjanleg þjóð. Töluvert af reglunum, sem við notum í daglegu lífi okkar, koma beint eða óbeint frá Evrópusambandinu. Samkvæmt reynslunni fmnst okkur ekkert athugavert við að nota margvíslega fyrirhöfn þess og þýða beint fyr- ir okkar þarfir og spara þannig tíma og kostnað. Hins vegar hafa sumar þjóðir, sem með ærinni fyrir- höfn og kostnaði hafa komið sér upp eigin reglum, sem ekki falla að reglum Evrópusambandsins, sumpart átt erfitt með að sætta sig við að þurfa að hliðra til. í mörg- um tilvikum höfum við ekki slíka fortíðarbagga. Þegar til kastanna kemur, verða nærri öll mál fljótaf- greidd í viðræðum íslands og Evrópusambandsins. Eina erfiða umræðuefnið verður eðli og eignarhald fiskimið- anna við ísland. Þar munum við hljóta að standa föst á skilgreiningu, sem endurspeglar raunveruleikann. Við lítum svo á, að fiskimiðin séu jafn fastgróinn hluti sögu okkar og hagkerfis og tilveru okkar yfirleitt og akr- ar eða námur eru í öðrum löndum. Þar sem slíkar auð- lindir séu ekki sameiginlegar þar, þurfi fiskimiðin hér ekki heldur að vera sameiginleg auðlind. Hvort sem samningsaðilar Evrópusambandsins fallast á slíka skilgreiningu eða ekki, þá munu þeir skilja hana. Þeir munu fljótlega sjá, að ísland tapar á aðild að sam- bandinu, ef þetta er ekki rétt skilgreint og muni ekki skrifa undir samninga um óhagkvæma niðurstöðu. Flestir geta skilið, að fólk skrifar ekki undir samninga, sem leiða til tjóns fyrir það. Eðli samninga er, að verið er að reyna að finna niðurstöðu, sem málsaðilum er til hagsbóta. Takist slíkt ekki, verður ekki gagn að samn- ingaviðræðum og þær falla niður af sjálfu sér. Það á ekki að vera erfitt fyrir Evrópusambandið að fallast á, að fiskimiðin við ísland séu af sagnfræðilegum og efnahagslegum ástæðum öðruvísi tengd landi og þjóð en fiskimið við önnur lönd. Um þetta munu viðræður okkar og Evrópusambandsins fyrst og fremst snúast. Samningaviðræður, sem snúast um eitt grundvallarat- riði, eru fljótlegri en viðræður, sem snúast um endalausa röð smáatriða. Þess vegna verða viðræður okkar við Evr- ópusambandið auðveldari en viðræður Svía, Finna og Austurríkismanna voru á sínum tíma. Meðan ekki reynir á þetta, missum við af margvisleg- um hagnaði af aðild að Evrópusambandinu, öðrum en þeim, sem lýtur að þessu eina atriði. Þess vegna hefur verið og er ástæðulaust að bíða bara og bíða. Enda veit raunar enginn, eftir hverju er verið að bíða. Andstæð þjóðarhagsmunum er sú stefna flestra núver- andi og fyrrverandi ráðamanna þjóðarinnar að núa sam- an höndum í vandræðum sínum, fara undan í flæmingi, stinga höfðinu í sandinn, reyna að fresta málinu og segja aðild ekki vera til umræðu á þessu stigi málsins. Við þurfum að höggva hnútinn. Við þurfum annað- hvort að ganga í Evrópusambandið eða hætta endalausri bið eftir einhverju, sem enginn veit hvað er. Jónas Kristjánsson „Fólk í fyrirrúmi. Ut á þetta haganlega hannaða kjörorð fékk flokkur einn sigur góðan og settist að uppskeru- lokum ■ ríkisstjórn ..segir Helgi m.a. í grein sinni. Fólk í fyrirrúmi - líka í fjárlögum Einhvers staðar í undirvitund minni ómar hljómfógur setning sem glumdi við eyrum og gein við augum fyrir ekki svo mörgum mánuðum: Fólk í fyrirrúmi. Út á þetta haganlega hannaða kjörorð fékk flokkur einn sigur góðan og settist að uppskerulokum í ríkis- stjóm með öðrum flokki sem aðal- lega hafði þó verið lamið á áður. Milljarði minna Ekki dreg ég í efa að á bak við fyrirheitið fagra hafi verið vilji góður til að framfylgja því sem allra bezt, en við lestur fjárlagafr- umvarps fyrir næsta ár, sem flokk- urinn með fallega hannaða kjör- .orðið ber helmingsábyrgð á, læð- ast þó að mér illar efasemdir um meiningu sem merkingu. Ég vildi mega trúa því að það fólk sem í fyrirrúmi ætti að vera og forgang að hafa, væri alveg sér í lagi það fólk sem halloka færi í lífsbarátt- unni, ætti ekki í öllu sömu mögu- leika og einmitt þangað ætti að skila efnahagsbatanum undursam- lega, enda þar þörfin mest. Þegar lífeyrisþegum er nú skammtað nær milljarði króna minna í bótum sínum á næsta ári en orðið hefði að óbreyttu þá sýn- ist þetta fólk ekki vera í fyrirrúmi fjárlagagerðar og efnahagsbatinn þar með uppgufaður. Þegar lífeyr- isþegar eiga ekki að fá umsamdar launabætur, sem tU annarra eiga að koma á næsta ári, þá er erfitt að halda því fram að þetta fólk sé í fyrirrúmi. Lækkunin upp á 450 miUjónir hins vegar ljós staðreynd og kvíðvænleg um leið. Kjallarirm Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ Með öfugum formerkjum Þegar tryggingaþegar eiga fyrst- ir allra að greiða fjármagnstekju- skatt á landi hér má eflaust segja að þar séu þeir í fyrirrúmi, aðeins með öfugum formerkjum og hið sama má eflaust segja um refsing- una fyrir „að hafa ekki hirt um að greiða í lífeyrissjóði eftir að slíkt varð lagaskylda", eins og segir svo notalega hlýlega í frumvarpinu og fátt um ástæður spurt greinUega. Að fá að vera i fyrirrúmi á þenn- an hátt kostar lífeyrisþega litlar 285 millj. kr. frá því sem eUa hefði verið. Margrómuð jafnræðisregla ekki verið þarna í fyrirrúmi svo sem hún er sögð vera þegar með „reglugerð skal tryggja stjórn- sýsluframkvæmd með tilliti til jafnræðisreglu" en nýting jafnræð- isreglunnar greinUega handahófs- kennd. En reglugerðin um jafn- ræðisregluna varðar lækkun heimildarhóta til tryggingaþega um 250 millj. kr. frá því sem ann- ars hefði verið. Þótt þessar uggvænlegu tölur séu tíundaðar hér þá hvarflar enn ekki að mér að svona muni mál ná fram að ganga, ég einfaldlega trúi ekki að svo öfugt verði unnið við sigurkjörorðið sæla. Lífeyrisþegar eru líka tregir að trúa og treysta því að heilbrigðis- ráðherra og hennar meðreiðar- sveinar söðli um og taki kaleik þennan frá því fólki sem þarf og verður að vera í fyrirrúmi, þegar fjárlög eru annars vegar. Helgi Seljan „Þegar lífeyrisþegar eiga ekki aö fá um- samdar launabætur, sem til annarra eiga að koma á næsta ári, er erfitt að halda því fram að þetta fólk sé í fyrirrúmi.“ Skoðanir annarra Búseta og áhætta „Vitneskjan um fyrri tíðar snjóflóð hér á landi er af skornum skammti. Snjóflóðarannsóknir eiga sér og stutta sögu .ö.ö. Vandinn er hins vegar sá, að þeg- ar í ljós er komið hvað þessi þekking er takmörkuð hlýtur hver og einn íbúi sjávarplássa, sem á annað borð búa við snjóflóöahættu að spyrja sjálfan sig og fjölskyldur sínar, hvort hægt sé að taka þá áhættu, sem fylgir búsetu, þar sem snjóflóð gætu hugsanlega fallið á byggð.“ Úr forystugrein Mbl. 28. okt. íbúarnir ákveöa sjálfir „Landið og hin ólíku landsvæði bjóða upp á ein- hverja blöndu af gæðum annars vegar og hugsanleg- um áfóllum hins vegar. Á endanum hljóta það að vera íbúarnir sjálfir sem taka ákvörðun um hvar þeir vilja búa, en þeir verða líka að hafa sem bestar og réttastar upplýsingar um hlutfollin milli gæð- anna og hugsanlegra áfalla. Reynslan sýnir að fólk hefur tilhneigingu til að útiloka áfallaþáttinn og taka ekki tillit til hans í þeim mæli sem skynsam- legt gæti talist ,ö.ö. Stjórnvöld — pólitísk stjórnvöld — geta ekki leyft sér að útiloka hættuna á hamför- um eins og fólkið sem býr á hættusvæðum gjarnan gerir hversdags." Birgir Guðmundsson í Tlmanum 28. okt. Ólögmæti uppsagna verkalýðsfélaga „Jafnvel þótt uppsögnin verði dæmd ólögmæt má ætla, miðað við samþykktir þings Verkamannasam- bandsins og málflutning talsmanna verkalýðsfélag- anna, að þeir haldi sínu striki og að ófriður verði á vinnumarkaði á næstu mánuðum .ö.'ö. Það er verð- ugra verkefni fyrir fulltrúa verkalýösfélaga og vinnuveitenda að leita sameiginlegra leiða til þess að auka afköstin i atvinnulífinu þannig að verð- mætasköpun á vinnustund verði áþekk hér og í ná- lægum löndum en efna til ófriðar á vinnumarkaði, sem allir munu tapa á.“ Úr forystugrein Mbl. 29. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.