Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Side 15
JJV ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 tilveran Fólk sem situr daglangt við tölvu ætti að prófa setboitann og sjá hvort það lagast ekki í bakinu. I Í:- ■ i 1 Uppskriftir að naglasúpum: Síðasti skiladagur - dregið á næstu dögum Skilafrestur í uppskriftasam- keppni DV rennur út í dag en póststimpill dagsins verður þó tekinn gildur. Mikill fjöldi sniðugra upp- skrifta hefur borist og verður á næstu dögum farið i að flokka og velja þær uppskriftir sem koma þykja til greina sem verðlauna- uppskriftir. Dregið verður svo úr þeim og þannig valdir þeir heppnu sem hreppa fimm matarkörfur frá Nóatúni, hver að andvirði 10 þús- und krónur. Þeir sem vilja senda inn upp- skriftir í dag geta stílað umslagið á Naglasúpu DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur hafa sýnt þessari samkeppni mikinn áhuga og því verður reynt að birta helstu upp- skriftirnar í Tilverunni á næstu vikum. Naglasúpa fyrir fjóra Frá Margréti Steingrímsdóttur kemur Naglasúpa fyrir fjóra. I hana þarf: 500 g nautahakk tómatsósu 1 kjúklingatening jurtasalt aromat pipar 1 bufflauk 3 hvítlauksrif 1-2 paprikur 3 gulrætur 2 kartöflur 1/2 púrru 1/4 blómkál 1 litla dós ananas Ólífuolía er sett í pott, hvítlauk- urinn og laukurinn skorinn, ásamt grænmetinu, og allt látiö malla í olíunni. Bætið l dl af vatni út í og sjóðið eftir smekk. Krydd- ið með jurtasalti (Herbamare). Þetta er sett í skál meðan kjötið er steikt, í sama potti. Olía er sett í pottinn og hakkið sett út i. Steikið þar til hakkið er orðið laust, kryddið. Setjið smá- vegis af vatni ásamt teningunum og sjóðið í 1/2 klst. Þetta má jafna með sósujafnara. Bætið grænmet- inu út í og rétturinn er tilbúinn. Setjið ananasinn út í að lokum. Hráefniskostnaður er 500 krónur. -sv Bolti í stað stóls er eitthvað sem fæst okkar hafa hugsað út í en ef marka má grein í Jyilands-Posten nú nýverið er það kannski ekki svo fáránleg hugmynd. Karin Spaabæk vinnur sem hjúkrunarfræðingur á deild fyrir bakveika og hún sá boltann fyrst þegar hún heimsótti vinkonu sína á barnaheimili í Sviss. Öll börnin sátu á setbolta. Könnun hafði sýnt að svissnesk börn áttu upp til hópa við krankleika stríða í baki, m.a. vegna þess að þau hreyfðu sig of lít- ið þegar þau byrjuðu í skólanum. Þegar fólk situr á boltanum réttir það ósjálfrátt úr lendum og baki til þess að halda jafnvægi. Það þýðir að að vöðvarnir í líkamanufn eru stöð- ugt virkir. Boltinn er því mjög góð- ur fyrir þá sem vinna einhæfa vinnu og sitja stöðugt. Það gerir manni ekkert að sitja og hoppa og öndunin verður frjálsari þar sem kviðvöðvarnir fá meira pláss. Það eina sem hægt er að gera rangt er að hafa of lítið loft í boltan- um. Rétt er að byrja rólega og sitja ekki lengur á honum til að byrja með en klukkutíma á dag þar sem vöðvarnir gætu stífnað við lengri setu. Fólk með baksjúkdóma ætti ekki að sitja á boltanum nema að höfðu samráði við lækni. Forþvegnar buxur slitna hratt Vinsælar og dýrar gallabuxur slitna allt of hratt ef þær eru keypt- ar forþvegnar. í upphafi voru þær framleiddar fyrir ameriska kúreka og gullgrafara, menn sem þurftu á sterkum vinnubuxum að halda. En gallabuxurnar sem við kaupum í verslunum í dag eru fjarri því að vera líkar þeim vinnubuxum. Nú þurfa þær að líta út fyrir að vera notaðar allt frá því að þær liggja I hillum verslana. í könnun á slitþoli, sem gerð var í Hollandi, fá mörg gallabuxnamerki slæma útreið og þar á meðal er hið sígilda Levi’s 501. Þegar buxurnar eru steinþvegnar missa þær hið mikla slitþol sem dökku buxurnar hafa. Aðeins Esprit Regular, Mu- stang og Wrangler Texas standast þær kröfur sem gerðar voru í könn- uninni. í könnuninni var útlitið skoðað sem og vinnan við buxurnar. Ekkert fannst athugavert þar. Flestir framleiðendur gallabuxna gefa upp að þær megi þvo á 30-40 gráðum en samkvæmt þeim sem unnu að könnuninni í Hollandi er að buxur úr bómull eigi að þurfa að þola þvott á 60 gráðum þar sem þær verði oft frekar skítugar. Grein úr Jyllands-Posten. - í umferöarslysum í Reykjavík árin 1993 og 1994 - H 1993 ö 1994 0-6 ára 7-14 ára Heimild: Umferöarráö, skv. upplýsingum lögreglu Allt lyrir baOiö Poulsen Suburlandsbraut 10, sími 568 64 99 á frábæm DVl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.