Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Qupperneq 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
Menning
DV
Ríflega 300 bækur gefnar út fyrir komandi jólabókavertíð:
Fjórðungsfækkun
á þremur árum
- forlögin farin að dreifa útgáfunni meira yfir árið
Jólabókaflóöiö árlega er fram undan.
Bækur eru þegar komnar á markaö
og þeim mun fjölga jafnt og þétt
næstu vikurnar. Flóðiö verður
minna en í fyrra, titlum hefur fækk-
að um tíu prósent milli ára og á
þremur árum hefum þeim fækkaö
um nær fjórðung, samkvæmt upp-
lýsingum frá Félagi íslenskra bóka-
útgefenda. Titlarnir í ár verða rúm-
lega 300 en fyrir þremur árum voru
þeir yfir 400 talsins. í samtölum við
forráðamenn bókaforlaga kemur
fram að bókaútgáfa er farin að dreif-
Halldór Guómundsson, fram-
kvæmdastjóri Máls og menningar:
Meira um íslenskan skáldskap en
áður og vandað til verka hvað þýdd-
an skáldskap varðar.
Böminí
meðíslenskutali
Kvikmyndagerðin Verksmiöjan
hefur sett kvikmyndina Bömin í
Ólátagarði, eftir sögu Astrid
Lindgren, á myndband með ís-
lensku tali. Leikstjóri íslensku
talsetningarinnar er Guðrún
Þórðardóttir, þýðingu gerði Vet-
urliði Óskarsson. Hljóð & mynd
hf. sá um talsetningu.
Aðalhlutverk myndarinnar eru
í höndum baraa og þau sem ljá
sænsku persónunum raddir sín-
ar á íslensku eru: Margrét Sig-
urðardóttir, Þorvaldur Krisljáns-
son, Ámi Egill Örnólfsson, Arnar
Sigmundsson, Theodóra Sigurð-
ardóttír, Birna Pálmadóttir og
Halla Björg Randversdóttir.
Nokkrir af þekktustu leikurum
þjóöarinnar ljá fullorðnu persón-
unum raddir sínar, þ. á m. Bessi
Bjarnason og Lilja Þórisdóttir.
Myndin segir frá börnum á
þremur bóndabæjum í Óláta-
garði, sem er lítil húsaþyrping
langt inni í sænsku Smálöndun-
um. Segir af ævintýrum þessara
krakka á mjög skemmtilegan
hátt. -bjb
ast meira yfir árið og menn ekki leng-
ur að miða afkomuna eingöngu við
jólavertíðina. Hér verður ekki farið
í að telja upp áhugaverðustu titlana
í ár heldur rætt um markaðinn al-
mennt. Spáð verður í efnilegar „vin-
sældalistabækur" síðar á menning-
arsíðum DV.
Forlögum hefur fækkað
Virðisaukaskattur kom á bækur
um mitt árið 1993 og hefur hann haft
mikil áhrif á bókaútgáfu. Forlögum
hefur fækkað eöa þau dregið starf-
semi sína verulega saman. Nægir þar
að nefna fornfræg forlög eins og Örn
& Örlyg og Almenna bókafélagið.
Þau forlög sem helst kveður aö núna
eru Mái & menning, Vaka-Helgafell,
Forlagið, Skjaldborg og Fróði. Er þá
átt við fjölda titla en síðan eru mörg
forlög sem gefa út fáar en mjög vand-
aðar bækur.
Eitt stærsta forlagið er Mál og
menning sem gefur út um 80 titla
fyrir þessi jól. Halldór Guðmundsson
framkvæmdastjóri, sem jafnframt er
varaformaður Félags íslenskra bóka-
útgefenda, sagði að Mál og menning
væri á þessu ári að gefa út hátt í 150
bækur. Hann sagði það einkenna
útgáfuna þetta árið að meira væri
um íslenskan skáldskap en áður og
sömuleiðis væri vandað til verka
hvaö þýddan skáldskap varðaöi.
„Það er fráleitt annað en að segja
fyrir vertíðina að hún leggist vel í
mig. Við höfum gefiö út mikið af
bókum frá áramótum þannig að út-
gáfan fyrir þessi jól verður minni en
oft áður. Útgefendur hafa ofhlaðið
jólamarkaðinn, það er engin spurn-
Minnkandi jólabókaflóð
- útgefnir titlar 1991-1995*-
í
Viröisaukaskattur settur á \
388
377
335
Um
310
'93 BH '94 m '95
* Samkvæmt bókatíöindum Fél. ísl. bókaútg.
ing. Það er fráleit stefna að ætla út-
gáfuna þrífast á einhverjum þremur
vikum á ári. Niðurskurðurinn á sín-
ar eðlilegu skýringar, s.s verðbólgu
og minnkandi kaupmátt fólks, en
getur einnig reynst varasamur. Ef
hann er of mikill getur verið erfitt
fyrir nýja höfunda að komast að.
Fyrir fram get ég þó sagt að það verð-
ur meira líf á markaðnum en í fyrra,“
sagði Halldór, aðspurður hvernig sér
litist á komandi vertíð.
Samdráttur vegna
„vasksins"
Halldór sagði það ekkert vafamál
að tilkoma virðisaukaskattsins hefði
haft í för með sér „svakalegan sam-
drátt“ á markaðnum. Útgefendur
hafa verið að láta Hagfræðistofnun
gera úttekt fyrir sig á þessu og sagði
Halldór niðurstöðurnar allar sýna
það sama. Þetta sést vel í meðfylgj-
andi grafi um fjölda útgefinna titla
hjá bókaútgefendum frá árinu 1991.
„Afstaöa stjómvalda til prentmáls
ber ótrúlegri þröngsýni vitni. Um
það er ekkert annað hægt að segja,"
sagði Halldór.
-bjb
Góð aðsókn að Þjóðleikhúsinu:
Uppselt á 20 sýn-
ingar á stóra sviðinu
- Þrek og tár og Kardemommubærinn trekkja mest
I tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu
segir að miðasala leikhússins hafi
varla undan þessa dagana vegna gíf-
urlegrar aðsóknar á leikrítin Þrek
og tár og Kardemommubæinn. Upp-
selt er á næstu 10 sýningar á Kar-
demommubænum og svipaða sögu
er að segja um Þrek og tár eftir Ólaf
Hauk Símonarson.
Svo til uppselt er á 10 sýningar á
Þreki og tárum í nóvember nema
hvað örfá sæti eru laus á sýningar í
lok mánaðarins. Forráðamenn leik-
hússins benda á að stundum sé unnt
að fá ósóttar pantanir þegar nær
dragi sýningum.
Þá er einnig mikil aðsókn aö leik-
riti Jim Cartwrights, Taktu lagið,
Lóa!, á Smíðaverkstæðinu en sýning-
ar nálgast nú 80. Þeim fer senn að
fækka þar sem rýma verður fyrir
næsta verkefni, sem er breska leik-
ritiö Leigjandinn eftir Simon Burke.
Stakkaskipti verða sýnd á stóra
sviðinu fram í miðjan nóvember en
munu þá víkja fyrir næstu frumsýn-
ingu sem er nýjasta leikrit Arthurs
Millers, Glerbrot. Leikstjóri á því
verki er Þórhildur Þorleifsdóttir en
með helstu hlutverk fara Guörún
Úr leikritinu Þreki og tárum sem nær uppselt er á næstu 10 sýningar.
Edda Heiðrún Backman og Anna Kristin Arngrímsdóttir í hlutverkum sinum.
Gísladóttir, Siguröur Sigurjónsson
og Arnar Jónsson.
Á Litla sviðinu standa yfir sýning-
ar á Sönnum karlmanni og verða
þær út nóvember. Æfingar eru hafn-
ar á næsta verkefni sem er banda-
ríski gamanleikurinn Kirkjugarðs-
klúbburinn eftir Ivan Manchell. Það
leikrit verður frumsýnt um áramót.
Þá er barnaleikritið Lofthræddi
örninn hann Örvar sýnt um þessar
mundir á barnaheimilum og í grunn-
skólum en unnt er að panta sýningu
á skrifstofu Þjóðleikhússins. -bjb
íKeffavík
Nú standa yfir æfingar hjá
Leikfélagi Keflavikur á leikritinu
Stræti eftir Jim Cartwright. Leik-
stjóri er Þröstur Guöbjartsson.
Leikrit þetta var sýnt fyrir
nokkrum árum í Þjóðleikhúsinu,
vakti mikið umtal og komust
færri að en vildu. SamstiUtur
hópur gamalla og nýrra leikara
hefur verið þrotlaust við ælxngar
undanfarnar vikur. Frumsýning
verður í Félagsbíóí í Reykja-
nesbæ föstudaginn 3. nóvember
nk.
Þámunenginn
skuggiveratil
sýntáfram
Leikþáttur-
inn „Þá mun
enginn skuggi
vera til" er enn
í fullum gangi
víða um land cn
verkið var
frumsýnt fyrir__________
ári. Leikþátturinn er eftir þær
Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu
Ernu Pétursdóttur og íjallar um
sifjaspell og afleiðingar þess. Kol-
brún er eini leikarínn í verkinu.
Heilbrigðisráðuneytið hefur
styrkt sýninguna til áframhald-
andi kynningar en í fyrra var um
samstarfsverkefhi Stígamóta,
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu og höfunda að ræða.
Leikstjóri er Hlin Agnarsdóttir
en hún sá jafnframt um leiknxynd
ogbúningaásamt þeim Kolbrúnu
og Björgu. Leikþátturinn, sem
tekur 30 mínútur í flutningi, hef-
ur verið sýndur 70 sinnum á
vinnstöðum og hjá félagasamtök-
um víða um land.
Kolbrún Erna Pétursdóttir.
Bókavarðan
Bókavarðan, sem selur gamlar
bækur og muni, hefur flutt starf-
semina I nýtt og endurbætt hús-
næöi að Vesturgötu 17 þar sem
eitt sinn var fataverslunin And-
ersen & Lauth.
í tilefni af hinu nýja húsnæði
hefur Bókavarðan sett upp litla
sögusýningu um forseta Islands,
heimildir og gögn úr fy rri forseta-
kosningum og af ferli forsetaxxixa
og frambjóðenda.
Listaverka-
dagatal Kjar-
valsstaða
Kjarvalsstaðir hafa gefið út
myndarlegt listaverkadagatal
Listasafns Reykjavíkur fyrir
næsta ár, 1996. Dagatalið er prýtí
myndum af verkum eftir nokkra
af helstu listanxönnum þjóðar-
ínnar. Það er liannað sem askja
til að geta staðið á borði en það
er í sérhannaöri öskju úr plexí-
gleri sem svipar til askja utan um
geislaplötur.
Dagatalið fæst á Kjarvalsstöð-
um og í Ásmundarsafni.
Skiptiáfrí-
merkjum
í nýlegu fréttabréfi Félags frí-
merkjasafnara er birtur lísti
nokkurra safixara víða um heim
sem vilja skipta á frímerkjum við
íslenska safiiara. Safhararnir eru
frá Brasilíu, Kúbu, Pakistan,
Búlgaríu, Noregi, Belgíu, Ítalíu
og Kanada. Auk áhuga á frí-
merkjum vill t.d. einn þeirra
umslög frá lýðveldisstofnun og
nokkrir vilja komast í bréfasam-
band. Nánari upplýsingar fást hjá
Félagi frímerkjasafixai-a. -bjb