Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995 31 Fréttir Fiskvinnsla haíin á ný hjá Kambi hf. á Flateyri: Vildum koma þessu sem fyrst af stað - segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, verkstjóri og einn eigenda Vetrarvörumar eru komnar! Við höfum yfirstærðirnar Kuldaúlpur, st. frá S-XXXL Gallabuxur - Terylenebuxur - Flauelsbuxur Vinnufatnaöur, st. 30-52 Vinnuskyrtur, st. 38-50 Muniö 10% staðgreiðsluafsláttinn EL búðin, Bíldshöfða 18 Opið: manud.-föstud. kl. 10-18 Reynir Traustason, DV, Flateyri; „Mér þykir vænt um þessa eyri og við viljum að atvinnulífið geti verið hér með blóma. Við ætlum ekki að gefast upp. Við ákváðum að koma þessu sem fyrst af stað aftur og telj- um það vera fyrir bestu. Við ræddum við áfallahjálparfólk um máhð og það var sammála okkur um það atriði," segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, verk- stjóri og einn aöaleigenda Kambs hf. á Flateyri sem í gær hóf vinnslu eftir hlé síðan snjóflóðið féll aðfaranótt fimmtudags. Um 30 manns mættu til vinnu í Kambi í gær til að vinna þau 35 tonn sem í húsinu voru frá því fyrir snjó- flóðið. Bátar Kambs hf. eru enn í höfn en áformað er að þeir fari á sjó á næstu dögum. Ingibjörg segir að hvatning hafi komið frá starfsfólkinu um að fara að vinna sem fyrst. „í miðju þessu áfalli kom starfsfólk til mín og vildi fara að vinna sem fyrst. Ég finn samstöðu meðal fólks um að koma lífmu í fastar skorður. Ég hef fullan skilning á því að fólk fari um stundarsakir vegna atburð- anna og þurfi tíma til að átta sig. Ég veit þó að margir munu snúa til baka,“ segir Ingibjörg. Á fimmtudag er áformað að nýr Snjóflóðiö á Flateyri: Norrænu félögin bjóða hjálp Öll Norrænu félögin á Norðurlönd- um hafa gefið 100 þúsund íslenskar krónur í fjársöfnunina vegna snjó- flóðsins á Flateyri. Jafnframt eru Norðurlandabúar, ríkisstjórnir og Norðurlandaráð hvött til að leggja sitt af mörkum til að styðja fólk og sveitarfélagið á Flateyri. Formenn félaganna voru á fundi í Kaupmannahöfn á mánudaginn. Þar voru hörmungarnar á Flateyri rædd- ar og samúð vottuð þeim sem eiga umsártaðbinda. -GK Kviknaði í út frá kyndli Eldur frá kyndli komst í net á vinnupöllum við verslun í Austur- stræti í gærkvöldi. Að sögn slökkvi- liðsmanna virðist sem kyndli hafi verið kastað undir pallana en þar var rusl og náði nokkur eldur að magn- ast. Lögreglumenn náðu að halda eld- inum í skeflum þar til slökkviliðið komst að en erfitt var um vik vegna mannmergðar. Eftir brunann var slökkt í kyndlum á nokkrum stöðum í miðbænum en hvergi hlaust tjón af. -GK Áfallahjálparhópurinn sem kom til Hvammstanga. Magnús Þórsson bíl- stjóri, Kristján Friðgeirsson og Árni Birgisson frá SVFÍ, Sólveig Smidt og Björgvin Richardsson frá Landsbjörg. Hluti þessa hóps starfaði einnig að áfallahjálp kringum hörmungarnar í Súðavík á síðasta vetri. DV-myndir Sesselja Hvammstangi: Afallahjálp fyrir björgunarfólk Sesselja Traustadóttir, DV, Hvammstanga: Þeim, sem unnu á slysstað þegar rúta frá Norðurleið valt í Hrútaflrði með þeim afleiðingum að 2 létust og 30 slösuðust, var nýverið boðið til áfallahjálparfundar í félagsheimil- inu á Hvammstanga. Þetta voru fé- lagar úr björgunarsveit SVFÍ, Kára- borg, Flugbjörgunarsveitinni í Vest- ur-Húnavatnssýslu og frá Almanna- vörnum, auk Hrútflrðinga, starfs- fólks Végagerðarinnar, lögreglu og slökkviliðs. Til fundarins kom fjögurra manna sveit menntaðra áfallahjálparmanna úr röðum SVFÍ og Landsbjargar auk lækna og hjúkrunarfólks frá heilsu- gæslu á Hvammstanga. Óvíst er hve margir komu að hjálparstarfinu en frá Hvammstanga voru kallaðir út 34 björgunarmenn auk slökkviliðs, lækna og hjúkrunarfólks. Vel var látið af fundinum sem byggðist á því að fólk deildi með sér upplifun sem og hugleiðingum er vörðuðu slysið. bátur komi til Flateyrar þegar Styrmir ÍS, sem er útbúinn með beit- ingavél, kemur til heimahafnar í fyrsta sinn. Fyrir á Kambur Gylli ÍS, Jónínu ÍS og Jóhannes ívar ÍS. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALOA ÞÉR SKAÐA! • I I h I ln YÁ Leitin að fAv DV efnir til teiknisamkeppni Jí/4 meðal krakka á grunnskólaaldri. Viðfangsefnið er jólakort DV og þurfa innsendar myndir því að vera í lit og tengjast jólunum. Viniiingsmyndin verður notuð sem jólakort DV1995. Glæsileg verðlaun í boði fyrir jólakort DV: Fyrstu verðlaun: Sharp QT-CD 45H ferðatæki með geislaspilara, segulbandstæki og útvarpi frá Hljómbæ að verðmæti kr. 19.900 Önnur vcrðldun: Sharp WQ-T 205 ferðatæki með tvöföldu segulbandstæki frá Hljómbæ að verðmæti kr. 9.870 Þriðju verðlaun: Luxor 9018 útvarpsvekjaraklukka frá Hljómbæ að verðmæti kr. 6.100 =Wr Skilafrestur er til föstudagsins 10. nóvember nk. Utanáskrift er: DV-jólakort, Þverholti 11,105 Reykjavík rsÆÉ viustuuLtiiiiitu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.