Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1995, Page 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1995
Afmæli
Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson, alþm.
og fyrrv. ráðherra, Mýrargötu 37,
Neskaupstað, er sextugur í dag.
Starfsferill
Hjörleifur fæddist á Hallorms-
stað og ólst þar upp. Hann lauk
diplomgráðu í líffræði við háskól-
ann í Leipzig 1963.
Hjörleifur kenndi við Gagn-
fræðaskólann í Neskaupstað
1964- 73, vann að náttúrurann-
sóknum, einkum á Austurlandi,
1968-78, undirbjó stofnun Náttúru-
gripasafnsins í Neskaupstað
1965- 71 og var forstöðumaður
þess 1971r1978, var frumkvöðull
að Safnastofnun-Austurlands og
stjómarformaður hennar 1972-78,
var formaður byggingamefndar
Menntaskólans á Egilsstöðum
1973-78, hefúr verið alþm. Austur-
landskjördæmis frá 1978 og var
iðnaðarráðherra 1978-1983.
Hjörleifur var forgöngumaður
að stofhun Náttúravemdarsam-
taKa Austurlands 1970, formaður
þeirra 1970-1979 og kynnti sér
náttúruvemdarmál í Bandaríkj-
unum 1971, var fulltrúi í sendi-
nefnd íslands á Stokkhólmsráð-
stefnu SÞ um umhverfi mannsins
1972 og á Ríó-ráðstefnunni um
umhverfí og þróun 1992, var fyrsti
formaður Alþýðubandalagsfélags-
ins í Neskaupstað 1965-67 og aftur
1976-78, fyrsti formaður kjördæm-
isráðs Alþýðubandalagsins á
Austurlandi 1966-68, var í Nátt-
úruvemdarráði 1972-78 og sat í
Þingvallanefnd 1980-92, sat í
Norðurlandaráði 1988-95 og í for-
sætisnefnd ráðsins frá 1993.
Hjörleifur er höfundur eftirtal-
inna rita: Vistkreppa eða náttúm-
vemd, 1974; Austfjarðafjöll, 1974;
Norð- Austurland, hálendi og
eyðibyggðir, 1987; Við rætur
Vatnajökuls, 1993.
Fjölskylda
Hjörleifur kvæntist 18.12. 1957
Kristínu Guttormsson, f. 12.10.
1935, lækni á Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað. Hún er dóttir
Willy Bartl, starfsmanns verka-
lýðfélags í Halle í Þýskalandi, og
k.h., Önnu Klöru Bartl, f. Schust-
er.
Sonur Hjörleifs og Kristinar er
Einar, f. 24.12. 1958, doktor í sjáv-
arlíffræði, kvæntur Hildigunni
Erlingsdóttur og eiga þau fjögur
böm.
Systkini Hjörleifs samfeðra:
Bergljót, f. 5.4.1912, húsmóðir í
Reykjavík; Páll, f. 26.5. 1913, skóg-
fræðingur á Egilsstöðum; Sigurð-
ur, f. 27.7. 1917, d. 1968, b. á Hall-
ormsstað; Þórhallur, f. 17.2.1925,
fyrrv. kennari við VÍ.
Alsystkini Hjörleifs: Margrét, f.
28.9. 1932, kennari í Reykjavík;
Gunnar, tvíburabróðir Hjörleifs,
forstjóri Einkaleyfastofunnar í
Reykjavík; Loftur, f. 5.4. 1938, pró-
fessor við KHÍ; Elísabet, f. 22.5.
1943, félagsráðgjafl í Reykjavík.
Foreldrar Hjörleifs vom Gutt-
ormur Pálsson, f. 12.7. 1884, d. 5.6.
1964, skógarvörður á Hallorms-
stað, og s.k.h., Guðrún Margrét
Pálsdóttir, f. 24.9. 1904, d. 19.11.
1968, húsfreyja.
Ætt
Föðursystir Hjörleifs er Sigrún,
móðir Sigurðar Blöndals, fyrrv.
skógræktarstjóra. Guttormur var
sonur Páls, ritstjóra á Hallorms-
stað Vigfússonar, prests í Ási
Guttormssonar.
Móðir Vigfúsar var Margrét,
systir Ingunnar, langömmu Þor-
steins Gíslasonar, ritstjóra og
skálds, föður Gylfa, fyrrv. ráð-
herra, föður Vilmundar ráðherra.
Margrét var dóttir Vigfúsar,
prests á Valþjófsstað Ormssonar,
og Bergljótar Þorsteinsdóttur,
systur Hjörleifs, langafa Einars
Kvarans, langafa Ragnars Arn-
alds. Annar bróðir Bergljótar var
Guttormur, langafi Þórarins á
Tjöm, föður Kristjáns Eldjáms
forseta. Móðir Guttorms skógar-
varðar var Elísabet Sigurðardótt-
ir, prófasts og alþm. á Hallorms-
stað Gunnarssonar, bróður Gunn-
ars yngri, afa Gunnars Gunnars-
sonar skálds. Annar bróðir Sig-
urðar var Stefán, langafí Vil-
hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráö-
herra. Móðir Elisabetar var Berg-
ljót, systir Vigfúsar í Ásum.
Meðal móðursystkina Hjörleifs
er Gyðríður, móðir Jóns Helga-
sonar, fyrrv. ráðherra. Guðrún
var dóttir Páls, b. í Þykkvabæ í
Landbroti Sigurðssonar. Móðir
Hjörleifur Guttormsson.
Páls var Guðríður Bjamadóttir, b.
í Ytri-Tungu Jónssonar og Sigríð-
ar Jónsdóttur á Kirkjubæjar-
klaustri Magnússonar, langafa
Karítasar, móður Jóhannesar
Kjarvals.
Móðir Guðrúnar var Margrét
Elíasdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri
Gissurarsonar og Gyðríðar Þór-
halladóttur, b. í Mörk, Runólfs-
sonar, bróður Halldóru,
langömmu Guðmundar, föður Al-
berts ráðherra.
Hjörleifur og Kristín halda
sameiginlega upp á sextugsafmæli
sín með móttöku í Átthagasal
Hótel Sögu í dag kl. 17.00-19.00.
Gunnar Guttormsson
Gunnar Guttormsson forstjóri,
Tómasarhaga 47, Reykjavík, er
sextugur í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist á Hallormsstað
og ólst þar upp. Hann lauk lands-
prófi frá MA 1951, stundaði nám
við Iðnskólann í Reykjavík
1953-56, nám í vélvirkjun í Lands-
smiðjunni 1953-57, lauk vélstjóra-
prófi frá Vélskóla Islands 1960 og
prófl frá rafmagnsdeild skólans
1961 og stundaði nám í hagræð-
ingartækni við Statens Teknolog-
isk Institutt í Osló og við IMSÍ
1966-67.
Gunnar starfaði i Landssmiðj-
unni 1962-65, í Kóral 1965-66, var
blaðamaður á Þjóðviljanum
1971-72, var ráðunautur á hagræð-
ingardeild ASÍ 1967-71, forstöðu-
maður námskeiða fyrir stjórnend-
ur vinnuvéla á vegum iðnaðar-
ráðuneytis 1973-81, skipaður full-
trúi í iönaðarráðuneyti 1974 og
deildarstjóri þar 1978, var deildar-
stjóri einkaleyfa- og vömmerkja-
deildar ráðuneytisins frá 1977 og
skipaður forstjóri Einkaleyfastof-
unnar frá 1991.
Gunnar sat í ýmsum nefndum á
vegum iðnaðar- og menntamála-
ráðuneytis 1971-85, starfaði á vett-
vangi norrænnar samvinnu, var
formaður Iðnnemasambands ís-
lands 1956-57, formaöur Æsku-
lýðsfylkingarinnar 1962-64, í
stjóm Félags jámiðnaðarmanna
1965-66, í miðstjóm Sósíali-
staflokksins og siðar Alþýðu-
bandalagsins, stjórnarformaður
Tónskóla Sigursveins frá 1984, í
stjóm íslensku óperunnar 1980-88,
hefrn- sungið í ýmsum kórum frá
1956, þ. á m. í Söngfélagi verka-
lýðssamtakanna, Alþýðukómum,
Karlakór Reykjavíkur og
Eddukórnum og er félagi í Kór is-
lensku óperunnar frá stofnun
hennar.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 31.10. 1961
Sigrúnu Jóhannesdóttur, f. 14.2.
1936, nú fulltrúa hjá Námsgagna-
stofnun. Hún er dóttir Jóhannesar
Sveinbjömssonar, b. á Heiðarbæ í
Þingvallasveit, sem lést 1992, og
Margrétar Þórðardóttur húsmóð-
ur sem lést 1974.
Böm Gunnars og Sigrúnar eru
Margrét, f. 12.8. 1960, gift Sigurði
Davíðssyni kennara og era böm
þeirra Gunnar og Sigrún; Gerður,
f. 24.5. 1964, fiðluleikari í Köln í
Þýskalandi.
Gunnar er tvíburabróðir Hjör-
leifs alþm. sem grein er um hér á
síðunni.
Gunnar er að heiman á afmæl-
isdaginn.
Gunnar Guttormsson.
Til hamingju með afmælið 31. október
90 ára
Þóroddur Sæmundsson,
Lyngholti 4, Akureyri.
85 ára
Þórunn Guðmundsdóttir,
Nónvörðu 12A, Keflavík.
Sigríður Jónsdóttir,
Löndum 1, Stöðvarfirði.
Rakel Jóhannsdóttir,
Hrafnistu við Skjólvang, Hafnar-
firði.
80 ára______________________
Óskar Georg Jónsson,
Ballará, Dalahyggð.
Pétur Bjöm Ólason,
Miðhúsum, Sveinsstaðahreppi.
Vilborg Bjamadóttir,
Skallagrimsgötu 5, Borgamesi.
Yngvi Ólason,
Lönguhlíð 5 C, Akureyri.
Helgi Þorláksson,
Sléttuvegi 11, Reykjavík.
Hann er að heiman.
75 ára
Þurfður Guðmundsdóttir,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Jón Guðmundur Bergmann,
Ljósvallagötu 24, Reykjavík.
70 ára
Emil Bergmann Emilsson,
Múlavegi 19, Seyðisfirði.
60 ára
Friðrika Kristjana Bjamadóttir,
Heiðarbraut 34, Akranesi.
Rannvá Kjeld,
Tjamarbóli 12, Seltjamamesi.
María Óskarsdóttir,
Ásgarði 30, Reykjavík.
Hraöihildur
Tryggvadóttir,
starfsmaður
Landsbankans,
Flatasíöu 4,
Akureyri.
Maður hennar er
Þorgrímur Þor-
steinsson
trésmiður.
Hún er að heiman.
50 ára
Guðmundur
Jónsson
skipstjóri,
Vesturvangi 13,
Hafnarfirði.
Kona hans er Rut
Árnadóttir.
Þau taka á móti
gestum í Sjálf-
stæðishúsinu í
Hafnarfirði í kvöld kl. 19.00-22.00.
Finnur Jónsson,
Kirkjubraut 42, Höfn í Homafirði.
40 ára
Eyvindur Þórarinsson,
Spóarima 6, Selfossi.
örn ísfeld Ólason,
Bæjargili 46, Garðabæ.
Öm Pálsson,
Veghúsum 13, Reykjavík.
Guðrún Jónasdóttir,
Mel, Borgarbyggð.
Oddný Sigurborg
Gxmnarsdóttir,
Laugarásvegi 60, Reykjavík.
Kristján S. Stefánsson,
Stigahlíð 48, Reykjavík.
Guðmundur Árni Stefánsson
Guðmundur Árni Stefánsson,
alþingismaöur og varaformaður
Alþýðuflokksins, Stekkjarhvammi
62, Hafharfirði, er fertugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur Árni fæddist í
Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá Flensborg
1975 og stundaði nám í stjóm-
málafræði við HÍ 1978-80.
Guðmundur Ámi var blaða-
maður við Alþýðublaðið 1975-76,
lögreglumaður í Reykjavík
1976-79, blaðamaður við Helgar-
póstinn 1979-81, ritstjórnarfulltrúi
á Alþýðublaðinu 1981-82, ritstjóri
þar 1982-85, stundaði fjölmiðlaráð-
gjöf 1985-86, stundaði þáttagerð í
útvarp frá 1974, ritstjóri blaðs
fangahjálparinnar Verndar
1980-85, bæjarstjóri í Hafnarfirði
1986-93, heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra 1993-94, félagsmálaráð-
herra 1994, var varaþingmaður
1991-95, er alþingismaður í
Reykjaneskjördæmi frá 1995 og er
varaformaður Alþýðuflokksins frá
1993.
Fjölskylda
Kona Guðmundar Áma er Jóna
Dóra Karlsdóttir, f. 1.1.1956, hús-
móðir. Hún er dóttir Karls Finn-
bogasonar, plötu- og ketilsmiðs,
og k.h., Ragnhildar Jónsdóttur
verslunarmanns.
Börn Guðmundar Árna og Jónu
Dóru eru Fannar Karl, f. 14.12.
1976, d. 16.2.1985; Brynjar Freyr,
f. 14.3. 1980, d. 16.2. 1985; Margrét
Hildur, f. 12.11.1981; Heimir
Snær, f. 13.6.1984; Fannar Freyr,
f. 24.5. 1986; Brynjar Ásgeir, f.
22.6. 1992.
Systkini Guðmundar Áma:
Snjólaug Guðrún, f. 25.5. 1951,
uppeldisfulltrúi, búsett í Hafnar-
firði; Gunnlaugur, f. 17.5.1952,
fyrrv. alþm. og prestur i Heydöl-
um; Ásgeir Gunnar, f. 11.11. 1969,
flugmaður og kerfisfræðingur i
Reykjavík. Hálfbróðir Guðmundar
Árna, samfeðra, er Finnur Torfi,
f. 20.3. 1947, tónskáld og lögmaður.
Foreldrar Guðmundar Áma era
Stefán Gunnlaugsson, f. 16.12.
1925, fyrrv. alþm. og bæjarstjóri í
Hafnarfirði, og k.h„ Margrét Guð-
mundsdóttir, f. 18.7. 1927, dómrit-
ari.
Ætt
Stefán er bróðir Áma, fyrrv.
bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Stefán
er sonur Gunnlaugs, kaupmanns í
Hafnarfirði, bróður Ásgeirs, fram-
kvæmdastjóra BÚH. Gunnlaugur
var sonur Stefáns, trésmiðs í
Hafnarfirði, Sigurðssonar, bróður
Sigurðar, afa Salóme Þörkelsdótt-
ur, fyrrv. alþingisforseta. Móðir
Stefáns var Þorbjörg Jóelsdóttir,
b. í Saurbæ, bróður Sigurlaugar,
langömmu Kristínar, ömmu Frið-
riks Sophussonar fjármálaráð-
herra. Móðir Gunnlaugs var Sól-
veig Gunnlaugsdóttir.
Móðir Stefáns var Snjólaug
Árnadóttir, prófasts í Görðum,
Bjömssonar, bróður Sigurðar
brunamálastjóra, föður Sigurjóns,
fyrrv. lögreglustjóra, og afa Magn-
úsar Magnússonar hjá BBC. Móð-
ir Snjólaugar var Líney, systir Jó-
hanns skálds. Líney var dóttir
Sigurjóns, b. á Laxamýri, Jóhann-
essonar, ættföður Laxamýrarætt-
arinnar, Kristjánssonar.
Margrét er dóttir Guðmundar,
Guðmundur Árni Stefánsson.
útgerðarmanns í Reykjavík,
Magnússonar, b. í Kálfavík, Bárð-
arsonar. Móðir Guðmundar út-
gerðarmanns var Margrét, systir
Halldóm, móður Jóns Baldvins-
sonar, formanns Alþýðuflokksins.
Bróðir Margrétar var Gunnar á
Eyri, afi Sverris Hermannssonar.
Margrét var dóttir Sigurðar, b. í
Hörgshlíð, bróður Rósinkrans,
langafa Sólveigar, móður Jóns
Baldvins, formanns Alþýðuflokks-
ins. Sigurður var sonur Hafliða,
b. á Skarði, bróður Jóhannesar,
langafa Hannibals Valdimarsson-
ar, formanns Alþýðuflokksins.
Móðir Margrétar var Kristín Hall-
dórsdóttir frá Hvítanesi, af Arnar-
dalsætt, systir Jóns, föður Magn-
úsar, bæjarfógeta í Hafnarfirði.
Móðir Margrétar var Guðrún,
dóttir Guðmundar, b. á Eyri, Am-
grímssonar.
Guðmundur og Jóna Dóra taka
á móti gestum í veitingahúsinu
Fjörunni við Strandgötu í Hafnar-
firði kvöld kl. 18.00-20.00.