Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 DV Fólksfjölgun í Viðey eftir að ráðsmannshjónin eignuðust annað barn sitt Horfa á stressifl í höfuðborginni - en í seilingarfjarlægð upplifa þau rósemd og sveitarómantík „Við fórum hér út í hlut sem við vissum ekkert um. Það kom líka á daginn en þetta var jafnframt spennandi. Hér búum við saman og vinnum saman. Ef eitt- hvað bjátar á hleypur maður ekki í burtu heldur verðum við að setjast niður, ræða málin og takast á við vandamálin. Maður hefur því haft voðalega gott af þessu og fengið út úr þessu vissan þroska," segja hjóni Bjarni og Guðrún Lilja sem hér eru með börnum sínum, Lilju Björk og nýfæddum syni. DV-myndir Brynjar Gauti Hjónin vilja hvergi annars staðar vera, enda geta þau einangrað sig frá stressi stórborgarinnar sem er handan við sundið. Hér eru þau ásamt dótt- ur sinni og hundinum Kanis. „Við fórum hér út í hlut sem við vissum ekkert um. Það kom líka á daginn en þetta var jafnframt spenn- andi. Hér búum við saman og vinn- um saman. Ef eitthvað bjátar á hleyp- ur maður ekki í burtu heldur verðum við að setjast niður, ræða málin og takast á við vandamálin. Maður hef- ur því haft voðalega gott af þessu og fengið út úr þessu vissan þroska. Að auki er þetta toppurinn fyrir þá sem hafa áhuga á náttúrunni," segja Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir, ráðsmannshjón í Viðey síðustu sjö árin. DV sótti hjónin heim í vikunni þar sem þau búa ein í eyjunni ásamt börnum sínum tveimur. Tilefni heimsóknarinnar er einmitt 25 pró- senta fólksfjölgun í eyjunni en Guð- rún Lilja fæddi þeim hjónum mynd- arlegan son 28. október síðastliðinn. Fyrir áttu þau 4 ára dóttur, Lilju Björk, sem var fyrsti innfæddi Við- eyingurinn í 60 ár, en hún siglir daglega til Reykjavíkur þar sem hún sækir leikskóla. Renndi blint í sjóinn Bjami er úr Reykjavík en Guðrún Lilja úr Grundarfirði. Þau voru bú- sett í Reykjavík fyrir um 8 árum þegar þau fengu nóg af hraðanum og stressinu þar og fluttu austur á Vopnaijörð til að breyta til. „Ég sótti um vinnu á Vopnafirði - eins langt frá Reykjavík og ég komst - og fékk hana. Þegar við Guðrún vorum svo í sumarfríi í Reykjavík rúmlega hálfu ári seinna leit ég út í Viðey að heimsækja kunningja minn sem var að vinna þar. Hann fór að sýna mér eyna og við löbbuð- um upp á hól, þar sem íbúðarhúsið stendur núna, og hann sagði við mig að hér kæmi ég til með að búa þeg- ar ég fengi starfið og átti þá við ráðsmannsstarfið. í framhaldi af því sótti ég um en vissi ekkert hvað ég var að gera. Við vorum rétt komin austur á Vopnafjörð þegar hringt var í okkur og tilkynnt að við vær- um búin að fá starfið," segir Bjarni. Bjami var ráðinn strax í fullt starf en Guðrún í fyrstu í þriðjungs- starf. Hún átti einungis að leysa Bjarna af í fyrstu en fljótlega kom í ljós að hann komst engan veginn yfir allt sem þurfti að gera og þá var Guðrún ráðin í fullt starf sem hún sinnir enn í dag, auk þess að vera meðhjálpari í Viðeyjarkirkju. Alltaf í vinnunni „Maður vinnur þetta starf ekki einn og þess vegna er Guðrún líka í fuflu starfi hér. Allar framkvæmdir ■ eviunni fara í gegnum okkur, við Rýmum fyrir nyjum vorum. Ullar- og bómullargam á ffábæru verði. Nýtt ... sprengt, hrokkið garn. silfur- og glansgam, angóra, mohair og silki í miklu úrvali. Nýjar prjónafönd- urbækur og skærir litir í jólaföndrið. Silkislæður og sjöl í jólapakkann. Gamhúsið Suðurlandsbraut v/Fákafen - s. 568 8235 höfum meira og minna eftirlit með öllum uppákomum í eyjunni. Á sumrin eru krakkar við hreinsunar- störf hér og svo sé ég um alla flutn- inga hingað. í fáum orðum felst starf okkar í því að gæta hagsmuna Reykjavikurborgar í eyjunni,“ segir Bjarni. Aðspurð um kosti starfsins og þessarar sérstæðu búsetu segja þau þá helsta að þau geti hæglega lokað sig af frá amstri hversdagsins. Þótt þau þurfi að sjálfsögðu að sinna vinnu sinni þá séu þau laus við stressið í höfuðborginni sem þau horfa á út um stofugluggann á hverjum degi. „Maður er algerlega laus við þetta span í umferðinni á morgnana og það stress að koma sér í vinnuna. Gallarnir eru hins vegar þeir að við erum i vinnunni nánast allan sólar- hringinn sjö daga vikunnar. Síminn byrjar hér eldsnemma á morgnana hvort sem það er laugardagur eða sunnudagur, jól eða nýár. Maður er alltaf bundinn í vinnunni. Við höf- um til dæmis ekki farið i bíó í sjö ár. Maður missir einhvern veginn áhuga á því að þvælast í bíó og á böll. Við förum hins vegar í heim- sóknir og fáum fólk í heimsókn til okkar. Maður virðist fá alla útrás hér og það er ekkert fararsnið á okkur á meðan allt gengur vel.“ Báturinn aðalfarartækið Bjarni og Guðrún eru einu fóstu ábúendurnir í Viðey. Þar hafa þau haft fasta búsetu frá árinu 1988. Þau hafa hús, sem þau eru nú búin að „sprengja" utan af sér, bíl og bát til umráða í eyjunni, enda er báturinn þeirra meginfarartæki. Auk þess sér Bjami um að eyða vargi í eyjunum á sundunum úti fyrir Reykjavík. Líf þeirra í eyjunni er að mörgu leyti háð samgöngum og veðri. Þau hafa síma en þau skreppa ekki út í búð eftir mjólkurpotti þótt, ef vel er að gáð, matvörubúð sjáist í landi út um gluggann hjá þeim. Á veturna þurfa þau til dæmis oft að taka bát- inn á land í nokkra daga, ef vindur blæs hressilega úr vestri, og honum verður ekki hent í sjóinn hara af því að einhver vifl skreppa í land. „Lifið hér í Viðey er á margan hátt frábrugðið því sem gerist í Reykjavík þótt eyjan tilheyri í raun borgarlandinu. Ef við bregðum okk- ur í land í heimsókn til vina og vandamanna þá undrast fólk það að við þurfum að kveikja á útvarpinu og hlusta eftir veðurspá og slíku. Fólk skilur þetta ekki alveg því það býr í nágrenni við okkur og þarf ekki að hafa áhyggjur af veðri og færð en þó eru margir sem öfunda okkur," segir Bjarni. Vantar meiri afþreyingu Þótt talsverð umferð fólks sé um Viðey þá er sú umferð mest yfir sumartímann. Bjarni segir þó að nauðsynlegt sé að skapa þar afþrey- ingu fyrir börn. Skoðun hans er því sú að húsdýragarðinum hafi verið valinn rangur staður í Laugardal. Nú hefur hann til dæmis fengið leyfi til uppbyggingar eigin hesthúss í eyjunni og er byrjaður á þeim fram- kvæmdum. „Það eru börnin sem draga for- eldra sína út úr húsi en ekki öfugt. Hér vantar því meiri afþreyingu fyr- ir börn. Þau hafa ekki gaman af að heyra sögur af gamla tímanum lang- tímum saman. Það er í lagi smá- stund og búið. Það eru hins vegar engar frekari framkvæmdir á dag- skrá hér á næstunni," segir Bjarni. Hjónin eru hins vegar sátt við rekstur eyjarinnar eins og hann er í dag. Fátítt sé að leyfi sé veitt fyrir skemmtanir fram yfir miðnætti enda eigi slíkt ekki heima þar að þeirra mati. Þarna sé fínn veitinga- staður þar sem opinberar móttökur fari stundum fram. Fyllirísveislur og slíkt fari hreinlega ekki saman. Það hafi glögglega komið i ljós þeg- ar utanríkisráðherrum Norður- landa, sem funduðu í Reykjavík fyr- ir nokkru, var haldin móttaka í Við- eyjarstofu á sama tíma og hundrað lyftingamenn kneyfuðu öl annars staðar í eyjunni. Þessir tveir hópar hafi síðan orðið samferða í land í ferjunni. Aðspurð hvort þau hafi orðið vör við reimleika í eyjunni segjast þau svo ekki vera. Hins vegar hafi þeim eitt sinn brugðið þegar ölvaður mað- ur, sem hafði orðið eftir 1 eyjunni. birtist inni á gólfi hjá þeim. í annað skiptið bankaði svartklæddur mað- ur upp á hjá Guðrúnu Lilju sem var ein heima. Hafði maðurinn verið á ígulkeraveiðum fyrir utan eyjuna þegar báturinn hans bilaði og varð hann því að synda í land í kafara- búningnum. Víðeyingar fæðast á ný Fæðing barna Bjarna og Guðrún- ar er ekki bara merkilegur viðburð- ur í þeirra lífi heldur líka í því ljósi að systkinin eru fyrstu Viðeying- arnir sem fæðast í yfir hálfa öld. Fyrr á öldinni bjuggu á þriðja hund- rað íbúar í eyjunni en mikil útgerð var þaðan. í seinni heimsstyrjöld- inni fluttu hins vegar seinustu íbú- arnir þaðan en fólk sem vann þar og ólst upp hefur stofnað með sér fé- lagsskap, Viðeyingafélagið. Félagið hefur unnið að endurbótum á þeim húsakosti sem var til staðar austan til á eyjunni, meðal annars byggt sér félagsheimili úr gömlum vatns- tanki sem þar er að finna. „Þetta fólk kemur hér mikið á sumrin og það er mjög gaman að því. Það er alveg einstakt að fá að fylgjast með því þegar sumt af þessu fólki er að hittast í fyrsta skipti í áratugi á sínum heimaslóðum og upplifa æsku sína á ný því minning- ar þess verða alveg ljóslifandi. Það hefur greinilega verið ótrúlega mik- ið líf hérna.“ -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.