Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 I iV Gísli Snær Erlingsson frumsýndi kvikmynd sína, Benjamín dúfu, sl. fimmtudag. DV-mynd Brynjar Gauti Dagur í lífi Gísla Snæs Erlingssonar leikstjóra: Astarsaga í burðarliðnum Fjárinn! Þrír dagar til frumsýn- ingar og ég kominn með bullandi kvef. Góddan dægginn! Há dú jú dú? Mig skorti gersamlega áhuga á að svara þessu morkna andliti sem við mér blasti í speglinum. Nú lá meira á að finna lækningu við þjóðarkvillanum. Enginn tími til þess að svara einhvetju kurteisis- hjali. Aha! Sjúss af norskum brjóst- dropum, sjóðandi sturta og líkam- inn hrökk í gang. Rótsterkt kafii sá svo um að hvetja heilabúið til þess að undirbúa sig fyrir átök dagsins. Röddin hljómaði þó enn þá eins og í rokksöngvara á Woodstock-tón- leikunum hér um árið. Göngutúr niður Laugaveginn og ég var kom- inn niður á skrifstofu kvikmyndar- innar Benjamín dúfa um klukkan tíu. Bilað eintak Síðustu tíu daga sat ég í London ásamt Sig. Sverri Pálssyni og Kjartani Kjartanssyni við að ganga endanlega frá myndinni. Ekkert framköllunarfyrirtæki er hérlend- is og því þarf að leita til útianda eftir slíkri þjónustu. Ég vissi því lítið hvað hér hafði gengið á. Fyrsta mál á dagskrá var að fara yfir lista af viðtölum í sjónvarpi og útvarpi sem búið var að bóka mig í. Eins og skólastrákur skrifaði ég stefnumótin í dagbókina mína. Að því loknu ræddi ég við Baldur Hrafnkel Jónsson, framleiðanda myndarinnar, um pöntun á frekari sýningareintökum. Okkur hafði ekki unnist tími til þess að klára nema eitt eintak af myndinni. Við höfðum skoðað hana í Stjömubíói og komist að því að hluti hennar var skemmdur, auk þess sem okk- ur vantaöi annað eintak fyrir Bíó- höllina. Símtöl til London og pönt- unin var staðfest. Eintökin kæmu, ef allt gengi upp, daginn fyrir frumsýningu. Skoðun yrði strax á eintakinu í Bíóhöllinni til þess að athuga hljóð- og myndgæði. Málið var afgreitt og áður en ég vissi af sátum við Baldur ásamt Friðriki Erlingssyni skrifara í Lödujeppa þess fyrmefnda. Stefnan var sett á fataleigu. Viö höfðum ákveðið að klæðast allir hinum nýja íslenska þjóðbúningi á fmmsýningarkvöld- inu. Enginn okkar hafði enn þá fjárfest í þvilíku taui og þess vegna var einfaldast fyrir okkur að leigja herlegheitin. Astin kemur næst Eftir fjöruga mátun vorum við orðnir svangir og ákváðum að fá okkur súpu og ræða næstu kvik- mynd. Síðan 1989 höfum við Friðrik verið að skrifa kvikmyndahandrit að ákaflega átakamikilli ástarsögu. Sagan er gríðarlega stórbrotin og þurfti mikinn tíma til þess að þroska frá sér allan óþarfa. Nú finnst mér hins vegar vera kominn timi til þess að gera úr þessu kvik- mynd. Við ræddum ástand hand- ritsins og kömum okkur saman um að við Friðrik kláruðum handrits- drög þennan sama dag til þess að Baldur gæti gengið frá umsókn til Kvikmyndasjóðs fyrir frumsýningu því rétt þar á eftir rennur umsókn- arfresturinn út. Glaðir og mettir héldum við Friðrik af stað í stutta heimsókn til móður hans. Eftir það lá leiðin til Vöku- Helgafells. Friðrik þurfti að athuga einhverjar breytingar á næstu skáldsögu sinni, auk þess sem bókarkápan lá á hönnunar- borðinu. Nokkur snörp pennastrik og skrifarinn veitti samþykki sitt fyrir prentun á jólabókinni í ár. Stórkostlegt verk sem áreiðanlega á eftir að lifa lengi í manna minn- um. Með eftirlitinu Stjömubíó var næsti viðkomu- staður. Þar beið eftir okkur Kvik- myndaeftirlit ríkisins. Ég kveið ör- lítið fyrir þessari sýningu. Sum at- riðin í myndinni eru nefnilega frekar óhugnanleg, auk þess sem söguhetjumar blóta í gríð og erg. Blótið er hins vegar af því taginu sem kafiast má daglegt mál á ís- landi i dag og því nokkurn veginn merkingarlaust - eðlilegt talmál. Sýningin tókst alveg ljómandi. Þau voru ánægð með myndina og fékk hún leyfi fyrir alla aldurshópa. Ánægðir ákváðum við Friðrik að fara heim til mín og prenta út úr tölvunni minni áðurnefnt kvik- myndahandrit. Öreindabúnaður nútímans var hins vegar ekkert á þeim buxunum að skila okkur handritinu en eftir harða el- ektróníska orrustu hafði tnanns- hugurinn að lokum sigur. Enn einu sinni var sannað að tölvumar eiga langt í land með að ná heims- yfírráðum. Með fullar hendur af pappír komum við okkur fyrir á Astró og hófum að endurskrifa. Veitingar fylgdu í kjölfarið og áður en við vissum af hafði okkur tekist að klára handritsdrögin og sitja af okkur næstum alla viðskiptavini veitingahússins. Þeir síðustu sem fóm út vora nokkrir leikarar sem komu til okkar og létu okkur vita af fögnuði Leiklistarskólans á Hót- el Borg. Við Friðrik vorum hinir ánægðustu með afrek dagsins og urðum sammála um að hvergi væri betra að ljúka þessum degi en einmitt með því fólki sem vinnur hvað nánast með okkur. Fólkinu sem gefur ímynduðum persónum okkar líf. Finnur þú fimm breytingar? 332 Hættu að jagast um að konan þín skilji þig ekki - ég er konan þín!!! Nafn: _ Heimili: © PIB Coponhagon Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og þrítugustu getraun reyndust vera: 1. Davíð Baldursson Drangavöllum 6 230 Keflavík 2. Amalía Sigurðardóttir Smáragrund 18 550 Sauðárkróki Myndimar tvær virðast við' fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verölaun heita Líkþrái maðurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 329 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.