Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 29
13V LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 29 Ásta fór tvívegis inn til Berlínar meðan á hildarleiknum stóð. í fyrra skiptið var Hitler sýnt banatilræði svo ringulreið ríkti í borginni. rústa og varð að grafa sig út með berum höndunum. stðara skiptið lenti hún í loftárás, lokaðist inni í kjallara húsa með honum til heimalands hans. Eftir eins árs hjónaband var hún orðin ekkja. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem ástin olli straum- hvörfum í lífi hennar. Hún nam hjúkrun í Danmörku og lokaðist inni í landinu þegar það var hernumið af Þjóðverjum. Eftir að hún útskrifaðist aðstoðaði hún nunnu við að koma pósti úr landi þar sem strangar reglur giltu um bréfasendingar á þessum viðsjár- verðu tímum. Maðurinn sem tók við bréfum nunnunnar átti eftir að verða mikill örlagavaldur í lífi Ástu: „Það tók sífellt lengri tíma að losna við póstinn og loks fórum við að hittast á milli póstsendinga. Viö fórum í gönguferðir og skoðuðum söfn og listsýningar sem við höfðum bæði yndi af. Hann var fróðleiks- brunnur sem ég naut góðs af og í ná- vist hans flaug tíminn. Eitt sinn röltum við meðfram sjónum og skammt á undan okkur gekk þýskur hermaður ásamt stúlku sem eflaust hefur verið dönsk. Á móti okkur kom ungur maður á hjóli og þegar hann hjólaði fram hjá hermannin- um hrækti hann á jakka hans. Hann snarsneri sér við og ætlaði greini- lega að láta Danann fá það óþvegið. En bréfberi minn varð fyrri til, hljóp til þýska hermannsins og stöövaði hann. Á meðan stóð ég og hugleiddi hvort Danir hötuðu mig kannski jafn mikið og Þjóðverja. Eða jafn mikið og danskar stúlkur sem áttu vingott við Þjóðverja. Ég hataði stríðið. Þetta þrúgandi ástand sem sviptir fólk frelsi og læö- ir inn óvild í stað ástar. Ég skildi Dani sem hötuðu Þjóðverja en ég skildi líka Dani sem elskuðu Þjóð- verja. Ég fann hversu lánsöm ég var að vera ekki dönsk, lánsöm að vera útlendingur í Danmörku. Þegar vin- ur minn kom til baka spurði ég: „Af hverju varstu að skipta þér af þessu?“ „Ég sagði honum bara að láta Danann vera og benti honum á að hann væri hér óboðinn gestur. Óvinur þeirra. Við erum óvinir þeirra og ég skil vel að þeir hræki á okkur.“ .Bréfberinn var líka Þjóðverji. Hét Heinrich Börchas _og gegndi starfi undirforingja við sjúkradeild hersins og hafði aðsetur hinum megin girðingarinnar á Frederiks- berg.“ Skammaðist sín ekki fyrir ást sína Einkennisbúningur Heinrichs villti ekki á sér heimildir og útlit Ástu bar ekki annað með sér en hún væri dönsk: „Ég skammaðist mín aldrei fyrir ást mína en eflaust hefði togstreitan sagt til sín ef ég hefði verið dönsk en ekki íslensk. Eða ef ísland hefði ver- ið hernumið af Þjóðverjum. Ég var útlendingur í Danmörku alveg eins og hann og ég átti góða vini sem voru of víðsýnir til að dæma okkur éða snúa við mér baki. Dönskum vinum mínum sýndi ég alltaf þá til- litssemi að taka Heinrich aldrei með mér þegar ég heimsótti þá. Bæði skildum við vel fyrirlitningu og hat- ur Dana. Sjálf hataði ég allt sem tengdist stríðinu og í byrjun hataði ég líka alla Þjóðverja. En smám saman lærðist mér að gera greinar- mun á nasistum og óbreyttum þýsk- um hermönnum. Lærði að það er aldrei hægt að dæma heila þjóð eft- ir einum einstaklingi eða einstak- ling eftir ríkjandi stjórnarfari í heimalandi hans. Heinrich var ekki nasisti fremur en margir landar hans sem þó áttu ekki annarra kosta völ en hlíta ofurvaldi Hitlers." Tröll og sjóskrímsli Ásta ólst upp við kröpp kjör í Flatey á Breiðafirði, þar sem hún fæddist á Jónsmessu 1918. Hún fór fljótlega með móður sinni í vinnu- mennsku en fyrsta starfið vann hún í Otradal við Arnarfjörð: „í þessari fyrstu vist minni sat ég yfir kúm. í byrjun voru strákarnir með mér en eftir að heyskapur byrj- aði var ég ein. í Flatey ógnuðu sjó- skrímslin á Breiðafirði og fjörulall- arnir stundum barnsörygginu en í samanburði við tröllasögur bræðr- anna þóttu mér þau meinleysisgrey. Og svo voru það fjöllin. Ég, eyja- barnið, var vön fjöllum í bláma fjar- lægðarinnar. í Otradal var nálægðin við þau yfirþyrmandi i fyrstu og ég trúði því eins og nýju neti að þar byggi allskyns óþjóöalýður. Strák- arnir kunnu ógrynni af tröllasögum og hræddu mig einnig á huldufólki, sem þeir sögðu að byggi í hverjum steini og væri til alls víst. í Flatey höfðum við líka huldufólk en þar bjó einungis gott fólk, ekkert ill- kvittið hyski eins og tekið hafði sér búsetu við Arnarfjörðinn. Ég leitaði öryggis hjá kúnum þeg- ar óttinn ásótti mig og mér fannst illar vættir Vestfjarða vera við hvert fótmál. Var þess fullviss að héldi ég traustataki í kýrhala gæti fátt ógnað mér. En skelfilega voru dagarnir í yfirsetunni stundum lengi að líða. Aldrei sagði ég mömmu frá þessari hræðslu. Skildi að ég yrði að bíta á jaxlinn til þess að fá að fylgja henni á þessu flakki." Ási í Bæ og englapiss Ásta hefur búið í Finnlandi frá stríðslokum. Hún var tvígift og lifði báða menn sína. Hún réð fyrir stóru búi um áratugaskeið en átti þar í höggi við mágkonu sem ekki var á því að sleppa tökunum af bróður sínum og heimilishaldi hans. Fyrstu árin voru íslendingar sjaldséðir svo einsemdin nagaði hana. Árið 1952 urðu þó breytingar á þessu þvi að þá eignaðist hún fyrri soninn en meðan hún gekk með hann fékk hún óvænta heimsókn. Ási í Bæ spurðist fyrir um það hvort hann mætti gista hjá Ástu eftir Ólympíu- leikana í Helsinki. Það var auðsótt mál enda hélt hún að um nokkra daga væri að ræða. Hann dvaldi þar i þrjá mánuði, Ástu til ómældrar ánægju, auk þess sem henni gafst kærkomið tækifæri til að æfa sig í íslenskunni: „Það var áfengisbann í Finnlandi á þessum árum svo allir drukku sahti sem bruggað var úr byggi eða rúgi. í fyrsta sinn sem við fórum í hús og fengum sahti sagði ég Ása að passa sig á því: Þetta er mjög áfengt. Ási drakk mörg glös og sagði svo: „Þetta er algjört englapiss sem ekki gerir nokkurn mann glaðari.“ En þegar Ási stóð upp fann hann heldur betur að englapissið hafði stigið honum til höfuðs. Hann náði þvi þó ekki að upplifa finnska „talkoo-vinnu“. Talkoo er -sjálfboðaliðavinna. Það var gömul hefð fyrir tíma dráttarvéla að hafa talkoo í heyskapnum. Boð voru lát- in ganga um að talkoovinna yrði til- tekinn dag og þá komu þeir sem vildu vinna gegn því að fá mat og ómælt magn af sahti. Þegar heyið var slegið eða komið í hlöðu hófst mikil drykkja og dans var stiginn úti á hlaði, í hlöðu eða á skemmu- loftum. Þetta voru skelfilegar drykkjusamkundur og oft varð ekki þverfótað morguninn eftir fyrir sof- andi fólki úti um öll tún. í rökkrinu á hlöðuböllunum náði mörg mann- eskjan sér í lífsförunaut og margt barnið var getið í áhrifum af sahti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.