Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Síða 30
- sextán Jóhannar G. Jóhannssynir í þjóðskránni og minnst fimm fást við list af ýmsu tagi
Jóhann G. Jóhannsson virðist vera nokkuð algengt nafn á íslandi. Ef flett er í þjóðskránni má sjá
að alls sextán karlmenn heita Jóhann Jóhannsson og eiga sér jafnframt millinafn sem byrjar á
G. Athygli vekur að minnst þrír þeirra hafa verið áberandi á vettvangi listarinnar undanfarið og
eftir að hafa rætt við þá kom í Ijós að tveir til viðbótar hafa verið viðloðandi tónlistina. Fleiri
sem bera nafnið Jóhann G. Jóhannsson hafa verið í fjölmiðlum undanfarið, má þar nefna for-
stöðumann útlendingaeftirlitsins sem kom fram í fráttum liðinnar viku.
DV ræddi stuttlega við þrjá Jóhanna G. og kom þá í Ijós margt spaugilegt Allir hafa þeir þurft að
svara í síma fyrir hver annan, taka við pósti hver annars og jafnvel hrósi hver annars. Eitt sinn
bað einn þeirra annan að skipta um nafn því báðir voru þeir þá að hasla sár völl á tónlistarbraut-
inni. Sá yngri neitaði og vildi láta spyrja að leikslokum og sá sem bar upp bónina í upphafi sér
ekki eftir því að nafni hans hélt fast í „G-ið" enda hefur hann orðið nöfnum sínum síst til
skammar.
Jóhann Georg
„Ég hef nú ekki orðið fyrir teljandi vandræðum vegna þessa.
Menn hafa í kokkteilboðum verið að óska mér til hamingju
með tónlistina við leikritið Skilaboðaskjóðuna, sem nafni
minn í Þjóðleikhúsinu samdi, og einnig hef ég veri beðinn að
leika á píanó i partíum. Ég hef svarað að bragði að ég kunni
nú ekki að spila á píanó og jafnan hefur fólk þá dáðst að hóg-
værð þessa ágæta tónskálds," segir Jóhann Georg Jóhannsson,
myndlistar- og tónlistarmaður.
Jóhann Georg, sem er 48 ára og spilar á bassa, segist heita í
höfuðið á föður sínum heitnum, sem var reyndar Runólfsson,
sonur Runólfs Björnssonar frá Kornsá í Vatnsdal.
Jóhann Georg, sem segist ekki hafa vitað af öllum þessum
fjölda næstum því nafna sinna, segir mörg tUvik hafa komið
upp þar sem misskilnings hafi gætt vegna nafns hans.
„Það var einhver nafni minn sem lenti í fjármálavandræö-
um fyrir eins og áratug. Um þetta leyti hitti ég lögfræðing sem
ég var í samningaviðræðum við og hann hafði verið harður í
horn að taka. Þegar við hittumst brá svo við að hann var ekk-
ert nema samúðin uppmáluð. Kom þá í ljós að hann hafði hald-
ið að ég hefði skömmu áður verið gerður gjaldþrota, sem var
ekki, en einhver nafni minn hafði lent í því en enginn af þeim
sem rætt er við á þessari síðu.“
Jóhann Georg hefur verið viðloðandi tónlist og reyndar
myndlist líka í gegnum tíðina. Hann rak Púlsinn, tónlistarbar
um tíma en seinustu ár hefur hann hins vegar snúið sér meira
að myndlistinni og heldur um þessar mundir tvær sýningar, í
Sparisjóði Hafnarfjarðar við Garðatorg og Argentínu steikhús
við Barónstíg.
„Ég hélt mína fyrstu sýningu eftir talsvert langt stopp í List-
húsinu í Laugardal. Síðan hef ég verið að vinna að myndlist-
inni á fullu og er nú með tvær sýningar í gangi. Sýningin á
Argentínu er í tengslum við list og lyst. Við tókum upp á því
sl. vor og tengdum sam-
an myndlistarsýn-
ingu og matargerð-
arlyst. Þetta fékk
mjög góðar undir-
tektir og þvi
ákváðum við að
endurtaka þetta
með nýjustu
myndirnar mínar.
Mér finnst fagnað-
arefni að fyrirtæki
og stofnanir séu í
aukhum mæli að
stuðla að kynn-
ingu mynd-
listar með
þessum
hætti.“
Jóhann fæst fyrst og fremst við stemningarmyndir með
iandslagsívafi - fantasíur með blandaðri tækni þar sem lita-
samspilið er nokkuð líflegt. í Sparisjóðnum kveður hins vegar
við dálítið annan tón. Þar er aðallega að finna landslagsmynd-
ir - landslag séð með augum Jóhanns Georgs Jóhannssonar
myndlistarmanns.
Nú er Jóhann að kynna sér tölvutæknina í tengslum við tón-
listina. Segir hann sér hafa fundist sem hann væri hálf utan-
veltu í allri umræðu um tónsmíðar og því ákveðið að bæta úr
þessari fötlun sinni. Hann segist sjá mikla möguleika með
tölvutækninni, bæði í tónlistinni og myndlistinni. Með inter-
netinu væri til dæmis hægt að opna sína eigin heimasíðu með
myndverkum eftir sjáifan sig og halda „sýningar" þar.
Jóhann Gunnar
„Eg er bara að nota nafnið og frægð nafna minna til að ná
mér í stelpur. Svo atvikaðist það þannig að ég fór í leiklist og
skemmtanabransann líka þannig að þetta skapar engin óþæg-
indi og fleytir mér áfram,“ segir Jóhann Gunnar Jóhannsson,
leikari og söngvari.
Jóhann Gunnar, 24 ára, er skírður í höfuðið á föður sínum,
Jóhanni Gunnari Gíslasyni. Hann segir engin óþægindi hafa
skapast af þessum fjölda nafna sinna. Óvenju oft sé að vísu
spurt um hann heima í síma og þegar til kastana kemur reyn-
ist sá sem hringir vera að reyna að ná í allt annan Jóhann G.
Jóhann Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Tríós Jóns
Leifssonar. Hljómsveitin- hefur verið starfandi um árabil en
var fyrst nú í vikunni að taka upp hljómplötu. Upptakan fór
fram á lifandi tónleikum á veitingastaðnum Gauki á Stöng. Jó-
hann Gunnar nam leiklist í Bandaríkjunum. Þessa dagana
leikur hann Dag í samnefndum dans- og söngleik eftir Helenu
Jónsdóttur sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Verkið fær góða
dóma og sömu sögu er að segja
af leik Jóhanns Gunnars. Þá
hefur Jóhann Gunnar leik-
ið í söngleiknum Hárinu
og víðar.
og póst ætlaðan öðrum. Eins hefur ég orðið var við í blöðum
að verk mín séu eignuð öðrum og öfugt. Það er hins vegar ekki
til óþæginda heldur einfaldur misskilningur," segir Jóhann
Guðmundur Jóhannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, í
samtali við DV.
Jóhann Guðmundur, sem er fertugur og spilar á píanó, er
líkt og nafnar hans skírður Jóhann í höfuðið á föður sínum.
Hann heitir hins vegar Guðmundur í höfuðið á afa sínum og
það kom honum á óvart að svo margir Jóhann G. Jóhannssjm-
ir væru til.
„Ég vissi þó af nokkrum og fleiri en tveimur sem hafa verið
eitthvað í músík, þá Jóhann Georg og Jóhann G„ sem var í
Ham. Jóhann G. í Ham hætti hins vegar að nota „G-ið“. Svo
veit ég um fleiri: Einn heitir Jóhann Gisli og sá spilaði á
bassa.“
Eins og fyrr segir er Jóhann Guðmundur tónlistarstjóri
Þjóðleikhússins og hefur hann verið það frá árinu 1991. Þar
áður var hann meira og minna samfellt hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og Borgarleikhúsinu í sama starfi. Hann segir starf sitt
fjölþætt og hann fáist við ýmislegt, allt frá því að æfa söng í
leikritum og spila undir í það að útsetja og semja tónlist við
leikrit og stjórna hljómsveitum. Auk þess að vera tónlistar-
stjóri hefur Jóhann Guðmundur spOað, útsett og samið tónfist
fyrir söngflokkinn Bláa hattinn. Þá nam hann eðlisfræði með
tónlistarnáminu en hefur ekki starfað sem slíkur enda segir
hann tónlistina hafa verið meira spennandi þegar til kom.
Jóhann segist ekki eiga sér neina uppáhaldsstefnu í tónlist-
inni enda hefur hann fengist við dægurtónlist, djass, klassík og
nýrri tónlist. Hann segist kunna þessu samkrulli vel og það sé
einn kostanna við leikhúsið að hann lendi í ólíkum verkefnum
frá einum tíma til annars. Nú er hann hins vegar að lesa þýð-
ingu á nýjum söngleik sem á að fara að æfa með vorinu í Þjóð-
leikhúsinu. Um er að ræða lítinn og
nettan söngleik eftir Bengt Al-
fors, finnsk/sænskan söng-
leikjahöfund, í þýðihgu
Þóranns Eldjárn.
Einnig er hann að
skrifa verk fyrir
blásarakvintett og
sinna öðrum verkefn-
um fyrir Þjóðleikhús-
ið sem hann vill ekki
greina frekar frá nú á
þessum vettvangi.
-PP
Johann
mÉ
Guömundur
„Það hafa nú ekki
fylgt þessu beinlínis
óþægindi. Maður
hefur oft fengið
símhring-
ingar
S3F