Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Side 41
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 49 É ■ I I I 1 ff i Seyðisfjörður: Byggingarnefnd samþykkir hús á hættusvæði Byggingarnefndih á Seyðisiirði hefur samþykkt teikningar Kaup- félags Héraðsbúa að byggingu 400 fermetra verslunarhúsnæöis á lóðinni númer 1 við Vesturveg á Seyðisfírði. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er lóðin á "hættu- svæði og vísar nefndin í hættu- matið á svæðinu, að sögn bæj- arritarans á Seyðisfirði. Verið er að endurskoða hættumatið og er búist við nýju mati fljótlega eftir áramót. „Við eigum eftir að funda um þetta en verðum að sjá hvað þetta nýja hættumat segir. Við eigum hvort sem er eftir að undirbúa útboð á byggingunni þannig að ég sé ekki að það komi mikið að sök þó að við bíðum,“ segir Ingi Már Aðalsteinsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Héraðsbúa, en kaupfélagið hafði ætlað sér að heQa byggingarframkvæmdir á Seyðisfirði i haust. „Það hefur dregist að fá niður- stöðu hjá byggingarnefhd. Það voru engar umræður um snjó- flóðahættu í haust en það breytir svolitlu eftir þessar hörmungar. Ef allt hefði gengið að óskum værum við byrjaðir að byggja en nú hljótum við að skoða þetta sérstakiega,“ segir hann. Ingi Már segir að samkvæmt munnmælasögum hafi snjóflóð cddrei fallið á lóðina við Vestur- veg 1 en skömmu fyrir aldamót hafi snjóflóð fallið þarna i ná- grenninu og þá hafi orðið stór- tjón. -GHS Tennishöllin: Bæjarábyrgðir lengjast úr 15 í 25 ár Þorbjörn Gúðjónsson, fram- kvæmdastjóri Tennishallarinnar í Kópavogi, segir verið sé að kanna hlutafjáraukningu Tennis- hallarinnar hf. og ræða við bæj- aryfirvöld um lengingu bæjará- byrgðar Kópavogskaupstaðar úr 15 árum i 25 ár. Þorbjöm segir að rétt sé að bæjarábyrgöir nemi tæpum 70 milljónum króna en rangt sé að heildarskuldir hlutáfélagsins nemi um 175 milljónum króna. Sú upphæð er lægri, að hans sögn, en ekki vildi hann segja hver upphæðin væri. Samkvæmt heimildum DV er aðeins 36 prósenta nýting á Tenn- ishöilinni. -GHS Hvalfjarðargöngin: Styttist í samninga Danlel Ólafsson, DV, Akranesi: „Það fer að styttast í að samn- ingar um Hvalfjarðargöngin verði undirritaðir. Vinnan við þá hefur gengið vel að undanfórnu en þetta er flókið mál og viðamikið. Maður vonar að hægt verði aö gefa út yf- irlýsingu um miðjan mánuðinn um undirskriftardaginn," sagði Gylfi Þórðarson, stjórnarformað- ur Spalar, sem hefur með Hval- fjarðargöngin að gera. Hamfarirnar á Flateyri: Minningartónleikar í Hásknlabíni Minningartónleikar verða haldnir í Háskólabíói vegna nátt- úruhamfaranna á Flateyri klukk- an 21 n.k. þriðjudagskvöld. Fjöldi listamanna leggur þar fram vinnu sína. Þar má nefna félaga úr Sin- fóníuhljómsveit íslands, félaga úr kór íslensku óperunnar, Karlakór Reykjavíkur auk fjölda þekktra einsöngvara og einleikara. Miðaverð er 1000 krónur og rennur ágóðinn til Samhugar í verki. -rt Stefnumótun í ferðaþjónustu hrundið í framkvæmd: - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra „Nú er rétti tíminn til að hrinda þessari vinnu í framkvæmd. Með stefnumótun í ferðaþjónustu getum við áttað okkur á þeim þáttum sem við höfum vanrækt um leið og hug- að er að framtíðinni. Ferðaþjónust- an er auðlind sem þarf að nýta,“ seg- ir Halldór Blöndal samgönguráð- herra. \ Hafldór hefur skipað nefnd til að stýra vinnu við opinbera stefnumót- un í ferðaþjónustu hér á landi. Nefndin hefur ráðið Hagvang til vinnu við stefnumörkunina, auk þess sem hún hefur ráðið sér starfs- mann, Bjarnheiði Hallsdóttur ferða- málafræðing. Verkið verður unnið í nánu samstarfi við þá sem starfa að ferðaþjónustu enda talið að um sam- eiginlega hagsmuni ríkisvalds og greinarinnar sé að ræða. Formaður nefhdarinnar er Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Mikill vöxtur hefur verið í ferða- þjónustu á íslandi á undanförnum árum og er talið að hún muni allt að því tvöfaldast á næstu 15 árum. Það myndi þýða að störfum í ferðaþjón- ustu hér á landi fjölgaði um allt að 3.500 á tímabilinu. Á síðasta ári skilaði ferðaþjónust- an um 12 prósentum allra gjaldeyr- istekna þjóðarinnar, eða um 16,9 milljörðum. Sé litið til undanfar- inna þriggja ára eru gjaldeyristekj- urnar tæplega 45 milljarðar, þar af Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Halldór Blöndal samgönguráðherra. DV-mynd Sveinn hefur ríkissjóður fengið um 13,5 milljarða í tekjur. Að sögn Halldórs er stefnumótun- in, sem nú verður ráðist í, liður í því að undirbúa menn undir aukna samkeppni á sviði ferðamála. Mark- miðið sé meðal annars að setja bæði byggðarleg og efnahagsleg markmið og vísa leiðirnar að þeim. Tryggja verði arðsemina án þess að ganga of nærri náttúrunni og tryggja þarf samkeppnishæfni íslenskra aðila á alþjóðamarkaði. -kaa Argos-listinn-ótrúlegt verð! Pantlö strax. Sumar vörutegundir aö seljast upp. Snyrtispegill m. Ijósum, stækkar Vönduð Bohemia kristalsglös, 6 í gjafakassa, 3 gerðir SSSRSSUS Kleinuhrinaajárn kr. 1350 Samkvæmistaskataska úr leöri, 20 cm breiö Herraraksett Steikarhnífa- pör f. 6 Þrýstikaffíkanna kr. 1795 Frá ki'. 429 Perlulokkar úr gulli, margar gerðir ; (NCIVDÍS BARBÍt: JBWtLltRV kr. 1113 Barbie skartgripaskrín m. skartgripum, h. 11 cm Vandaður lampi, hæö 37 cm kr. 1588 kr. 3974 Góður dúkkuvagn, handfang, 68,5 cm kr. 475 Talanai tabM leikfanga sími Góður jólapappír, 8 m, kr. 157, o.fl., o.fl. Þú færð gjöfina í ARGOS. Verðlistans kr. 200 án bgj. Full búðaf vörum, alltaf útsala. Silfureyrnalokkar Verslun Hólshrauni 2, Pöntunarsími 555 2866

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.