Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1995, Blaðsíða 44
52
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 JD"V
unglingaspjall
Unga fólkið er framtíðin
Þegar unglingur byrjar í fram-
haldsskóla í fyrsta skipti þjóta alls-
konar hugsanir í gegnum huga hans
- kvíði, tilhlökkun, stolt og vellíðan.
Allar blandast þessar hugsanir sam-
an í einhverja óútskýranlega tilfinn-
ingu. Unglingnum finnst hann vera
orðinn fullorðinn, hluti af samfélagi
hinna eldri, en á sama tíma uppgöt-
var hann að hann stendur einn og
óstuddur. Það sem hann gerir og vill
gera er í hans eigin höndum.
Á þessum merka tímapunkti gefst
unglingnum tækifæri til að gerast
þátttakandi í því félagsstarfi sem
starfrækt er af miklum krafti í flest-
'um framhaldsskólum landsins.
Þetta félagsstarf fer að mestu leyti
fram í gegnum nemendafélög skól-
anna. Þau standa vörð um hags-
muni nemenda og halda uppi
skemmtana- og menningarlífi fyrir
nemendur sína.
Hið sorglega er að margir
eiga erfitt með að taka fyrsta
skrefið í að gerast þátttak-
endur í þessu skemmtilega
og þroskandi starfi sem þátt-
taka í félagslífinu er. Nokkur ,
hópur ungs hópur fólks eyð-
ir því- miður framhaldsskóla-
árum sínum eitt og yfirgefið
úti í horni.
Ekki treystandi
Þó að unglingnum finnist
hann vera orðinn fullorðinn
þá er það enn skoðun margra í þjóð-
félaginu að unglingum sé ekki
treystandi fyrir einu eða neinu -
nemendafélög eru bara hópur
krakka með fullar hendur fjár sem
þeir eyða í tóma vitleysu.
Átján ára unglingum er ekki
treystandi tO að drekka léttvín eða
vera inni á skemmtistöðum um
hin hliðin
helgar og á kvöldin. Veitingahúsa-
eigendur telja margir að framhalds-
skólanemar séu villidýr - þeir geti
ekki verið á skólaböllum sem hald-
in eru á skemmtistöðum nema búið
sé að fjarlægja alla dúka, kerta-
stjaka, myndir og allt annað laus-
legt. Þeir geta líka boðið þessu fólki
upp á að veita því hvorki vott né
þurrt meðan það skemmtir sér í
húsnæði þeirra - stundum allt að
fimm tíma í einu. Sem betur fer eru
ekki allir á þeirri skoðun að ung-
lingum sé ekki treystandi - t.d. hafa
mörg fyrirtæki og stofnanir bæði
styrkt nemendafélög og séð um
skipulagningu ýmiss konar at-
burða fyrir framhalds-
.skólanemendur, s.s.
íþróttakeppni, spum-
ingakeppni og svo
framvegis.
Kraftur og metnaður
Þegar atburðir sem þessir takast
vel endurspegla þeir hversu vel
framhaldsskólanemar eru marktæk-
ir einstaklingar í samfélaginu. Einn-
ig standa skólafélögin oft fyrir glæsi-
legum lista- og menningarviðburð-
um, eins og árshátíðarsýningum. Þá
sýna þau þann mikla kraft og metn-
að sem unga fólkið í dag býr yfir.
Ég get ekki sleppt því að minnast
á blysför Félags framhaldsskóla-
nema sem haldin var vegna hör-
munganna á Flateyri. Sá atburður
er enn eitt gott dæmi um kraft unga
fólksins eins og ég hef minnst á.
Unga fólkið er framtíðin og því
ég að taka ætti meira
mark á því og ekk.i síður
að virða skoðanir þess -
því þetta er kynslóðin sem
erfir landið.
Hreinn Pálsson,
nemandi í Fjölbrauta-
skólanum í Ármúla.
Engan áhuga á íþráttum
- segir Kristín Eysteinsdóttir söngkona
Kristín Eysteinsdóttir er ung söng-
kona sem var að gefa út sína fyrstu
plötu, Liti. Platan hefur fengið
góða dóma en allt efni hennar er
frumsamið. Kristín fékk tónlistar-
manninn Orra Harðarson til að
hjálpa sér við útgáfuna, tók sér síð-
an lán og réðst í upptökur án þess
að hika. Kristín er nú með aðra
plötu í smíðum en hún segir óljóst
hvenær hún komi á markað. Það
er Kristín Eysteinsdóttir sem sýn-
ir hina hliðina að þessu sinni:
Fullt nafn: Kristín Eysteinsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 2. febrúar
1974.
Unnusta: Linda Hrönn Kristjáns-
dóttir.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin - ég nota bara þjón-
ustu strætisvagnanna.
Starf: Tónlistarmaöur og í hálfu
starfi hjá skammtímavistun fatl-
aðra.
Laun: Þau eru breytileg.
Áhugamál: Bókmenntir, tónlist,
kvikmyndir, menning og listir.
Hefxu- þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, ég hef aidrei unnið í
neinu slíku.
Hvaö finnst þér skemmtilegast
að gera? Að vera í stúdíói og
syngja.
Hvað finnst þér leiðin-
legast að gera? Að
bíða eftir strætó og
vaska upp.
Uppáhaldsmat-
ur: Ég er pasta-
sjúklingur og
borða það mikið.
Um þessar mund-
ir er þaö þó
tandoori-kjúkling-
ur sem er í uppá-
haldi.
Uppáhaldsdrykkur:
Kaffi og rauðvín
(ekki saman).
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag að þínu mati? Ég
hef engan áhuga á íþróttum og
fylgist ekkert með þeim.
Uppáhaldstímarit: Ekkert sér-
stakt.
Hver er fallegasti karl sem þú
hefur séð? Ætli það sé ekki leikar-
inn John Lone.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkis-
stjórninni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest
að hitta? Mig hefði langað að hitta
vin minn Víði Óla áður en hann
veiktist.
Uppáhaldsleikari: John Lone og
Robert De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Uma Thur-
man.
Uppáhaldssöngvari: Ella Fitzger-
ald og Katie Lange.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Folda.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar,
vandaðar kvikmyndir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Ef ég
ætti fullt af peningum þá væri það
Argentína.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Ég er að lesa bókina Woman,
Sex and Rock’n Roll en hún er um
stöðu kvenna í rokkinu.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 2 og X-iö.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón
Gnarr, Sigurjón Kjartansson og
Andrea Jónsdóttir.
Hvort horfir þú meira á Sjón-
varpið eða Stöð 2? Ég neyð-
ist til að horfa á Sjónvarp-
ið þar sem ég er ekki
með afruglara.
Uppáhaldssjónvarps-
maður: Kolfinna Bald-
vinsdóttir.
Uppáhaldsskemmtistaö-
ur: 22 og Café Olé.
Uppáhaldsfélag i íþrótt-
um: Ekkert.
Stefnir þú að einhverju
sérstöku í framtíðinni? Að
þroskast tónlistarlega og
reyna að taka framförum í
því sem ég er aö gera.
Hvað gerðir þú í sumar-
fríinu? Tók upp plötuna
mína.
-ELA
Kristín Eysteinsdóttir hefur nýlega
gefið út eigin plötu. DV-mynd
Vera og Jack í vinsælustu sápu-
óperunni í Bretlandi, Coronation
Street.
The Young and the Restless - núm-
er eitt í Bandaríkjunum.
Vinsælustu sápuóperurnar
Milljónir manna um heim allan
setjast fyrir framan sjónvarpið á
hverjum einasta degi til að fylgjast
með uppáhaldssápunni sinni. Þætt-
irnir kallast sápuóperur vegna þess
að í upphafi slíkra myndaflokka,
sem voru sýndir á miðjum degi,
pöntuðu sápu- og þvottaefnafram-
leiðendur auglýsingar í stórum stil
enda áttu þættirnir að höfða til
heimavinnandi húsmæðra.
Bretland
í Bretlandi er sápuóperan Coron-
ation Street langvinsælasti þáttur-
inn. Þessi þáttur hefur verið á dag-
skrá ITV-sjónvarpsrásarinnar frá
árinu 1960. Hann er sýndur á mánu-
dögum, miðvikudögum og fóstudög-
um kl. 19.30. Auk þess eru eldri
þættir endursýndir á öðrum tímum.
Coronation Street hefur 19 milljónir
áhorfenda. Hann kostar 800 þúsund
krónur, hver þáttur, en fær um eina
milljón í 30 sekúndna auglýsinga-
þætti. Aðrar vinsælar sápur í Bret-
landi eru EastEnders (Austurbæing-
ar), Brookside og Neighbours (Ná-
grannar). Coronation Street er sýnt
The Next Victim.
í fjórum löndum utan Englands, á
írlandi, i Ástralíu, Kanada og á
Nýja-Sjálandi.
Bandaríkin
Vinsælasta sápan í Ameríku er
The Young and the Restless sem
sýnd er hjá CBS um hádegisbilið
fimm daga vikunnar. Tólf milljónir
manna fylgjast með þáttunum en
sýningar hófust árið 1973. Hver þátt-
ur kostar 700 þúsund en hann halar
inn 300 þúsund krónur í auglýsing-
um sem vara í 30 sekúndur. Þáttur-
inn fjallar um þrjár auðugar fjöl-
skyldur. Eini leikarinn frá upphafi
er Jeanne Cooper en hún þénar um
átján milljónir á ári og býr í fjög-
urra herbergja húsi með sundlaug í
Hollywood. Hún varð fræg í sjón-
varpssögunni árið 1984 þegar hún
fór í alvöru andlitslyftingu í einum
þættinum.
Aðrar stjörnur hafa byrjað feril
sinn í þessari sápu og má þar nefna
Home and away.
David Hasselhoff (úr Strandvörð-
um) sem lék í þáttunum á árunum
frá 1975-1982. Tom Selleck lék
einnig í þáttunum á árunum frá
1974-76. Þættirnir eru sýndir í yfir
tuttugu löndum.
Ástralía
Ástralir hafa verið duglegir við
að framleiða sápuóperur. Sú vin-
sælasta þar í landi er Home and
away sem sýnd er á Channel Seven
á hverjum degi kl. 19.30. Þátturinn
hefur 1,2 milljónir áhorfenda en
sýningar á honum hófust árið 1988.
Hver þáttur kostar í framleiðslu um
320 þúsund krónur og halar inn um
80 þúsund í 30 sekúndna auglýsinga-
þætti. Þátturinn er sýndur í fimmt-
án löndum, þar á meðal í Bretlandi
þar sem sex milljónir manna fylgj-
ast með honum.
Brasilía
í Brasilíu er sápuóperan The
Next Victim' langvinsælust með 5
milljónir áhorfenda en það er glæný
sápa sem hóst i mars á þessu ári.
Áætlað er að sápa þessi verði sýnd
víða um heim á næstunni.
Spánn
Á Spáni er það sápuóperan The
Duty Chemist. Þetta er spænskur
myndaflokkur sem sýndur er einu
sinni í viku og hefur 9 milljón
áhorfendur. Þátturinn hóf göngu
sína árið 1991 og hefur verið sýndur
í Brasilíu, Kólombíu, Venesúela og
á Miami.
Frakkland
í Frakklandi er það The Burned
Hearts sem er vinsælasta sápan um
þessar mundir. Þættirnir eru sýnd-
ir á fóstudögum og áhorfendur eru
um tíu milljónir. Sápan hefur verið
í gangi frá árinu 1991.
Engin íslensk sápuópera hefur
verið gerð en margar útlendar hafa
slegið í gegn hér á landi. Ekki skal
þó sagt hér hver þeirra er vinsælust
en hjá unglingum hafa Nágrannar
verið vinsælir um langt skeið.
-ELA
The Duty Chemist.
The Burned Hearts.