Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Fréttir Niðurstaða á heitum landsfundi á Nesjavöllum: Rætt um að halda lífi í Kvennalistanum - samstarf við aðra flokka og inntaka karla einnig tH umræðu Kristín Halldórsdóttir. Hátt í 60 konur voru samankomn- ar á landsfundi Kvennalistans á Nesjavöllum um helgina til að ræða framtíö hreyfíngarinnar. Heitar um- ræður áttu sér stað um það hvemig starfi listans yrði fram haldið. Nokkur sjónarmið vom uppi og hlutu umræðu. Landsfundurinn stóð frammi fyrir fimm valkostum. í fyrsta lagi að halda áfram og efla Kvennalistann, í öðru lagi að hætta núverandi framboðsfyrirkomulagi í sveitastjómar- og landsmálapólitík og snúa sér að annars konar kvennabaráttu, í þriðja lagi að opna flokkinn fyrir körlum, í fjórða lagi að taka upp samstarf við aðra flokka Kristín Ástgeirsdóttir: Komum ekki nálægt forsetaframboði „Ég er spennt fyrir því að fá konu i framboði og konu áfram sem for- seta. Ég var einfaldlega að segja frá því að þverpólitískur hópur kvenna væri farinn að vinna að framboði konu til forseta. Kvennalistinn kem- ur ekki nálægt þeirri vinnu. Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka," sagði Kristín Ástgeirsdóttir um viðhorf sitt til forsetaframboðs sem hún viðraði í ræðu sinni á landsfundinum. „Ég vil fyrst og fremst efla Kvennalistann en ef sú leið sem farin hefur verið er að renna sitt skeið á enda þá verðum við að leita nýrra leiða,“ sagði Kristín. -bjb og í fimmta lagi að leggja Kvenna- listann niður. í stuttu máli má segja að allir kostirnar hafi komið til greina nema sá síðasti. Landsfundarfulltrú- ar voru almennt á þeirri skoðun að leggja ekki niður laupana heldur fylkja liði. Landsfundurinn tók þó ekki skýra afstöðu til þess hvað yrði gert heldur var samþykkt að vísa umræðunni um áframhaldandi starf í markvissan farveg innan fram- kvæmdaráðs og samráðs Kvenna- listans. Sú samþykkt kom ekki fyrr en eftir opinskáar úmræður þar sem óánægja nokkurra fulltrúa kraum- aði undir. Sterkur vilji var m.a. fyrir því að taka upp samstarf við aðra flokka en á landsfundarfulltrúum var að heyra að sú tillaga yrði aldrei sam- þykkt. Útskiptareglan áfram Þá kom fram sú tillaga frá fulltrú- um Austurlands um að leggja niður útskiptaregluna þannig að þingkon- ur KVennalistans geti setið allt aö þrjú kjörtímabil. Tillagan var felld með afgerandi hætti. Niðurstöðu landsfundarins er best lýst með upphafsorðum álykt- unar fundarins: „Landsfundur Kvennalistans, haldinn á Nesjavöll- um í Grafningi 10.-12. nóvember 1995, skorar á konur um land allt að vinna saman að bættu þjóðfélagi á kvennapólitískum forsendum. Reynslan hefur sýnt og sannað að með samstöðunni geta konur unnið kraftaverk." -bjb - sjá einnig bls. 10 Kristín HaUdórsdóttir: Meiri umræðu þarf ef á aö breyta „Umræöurnar voru miklar, heitar, gagnlegar, nauðsynlegar og jafnvel skemmtilegar um leið- ir í kvennabaráttunni og hlut- verk Kvennalistans. Á meðan ekki er annað ákveðið er ég sátt við niðurstöðu fundarins, að finna leiðir til að efla Kvennalist- ann. Ef við ætlum að breyta ein- hverju þarf miklu meiri umræða að fara fram innan allrar hreyf- ingarinnar. Okkur liggur ekkert á,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans á Reykjanesi, við DV að afloknum landsfundi á Nesjavöllum. Kristín sagði það viðs fjarri að Kvennalistinn ætlaði að skipta sér af forsetaframboði fyrir kosn- ingamar á næsta ári en nafna hennar Ástgeirsdóttir nefndi það í aðalræðu sinni á landsfundin- um að næsta stóra verkefnið í kvennabaráttunni væri að fylkja sér um konu í framboði tU for- seta. „Það er af og frá að Kvennalist- inn sem slíkur ætli sér að standa fyrir framboði eða eitthvað í þá áttina. Engin umræða átti sér stað um þetta á fundinum. Þetta verður hver einstaklingur aö gera upp við sig,“ sagði Kristín. -bjb Frá umræðum á þrettánda landsfundi Kvennalistans sem haldinn var á Nesjavöilum um helgina. DV-mynd S Tekinn í bólinu Dagfari Það er þetta með blygðunar- kenndina. Hún er misvísandi. Ef maður er frægur án þess að geta að því gert og er á hóteli, þar sem ekk- ert er að gera, þá getur maður ekki farið á næsta herbergi og gert þaö sem manni sýnist. Þar inni er yfir- leitt eitthvert fólk sem þekkir mann og tekur mynd af manni þar sem maður er að gera það sem mann langar til að gera og allt verð- ur vitlaust. En ef maður er ekki frægur er það eðlilegasti hlutur í heimi að banka upp á hjá næsta ná- granna á hótelinu og gera það sem manni sýnist án þess að nokkur maður abbist upp á mann, hvað þá að taka mynd af manni eða klaga mann fyrir ósæmilegt athæfi. Það sem gerir blygðunarkenndina refsi- verða er sem sagt þetta hárfina bil á milli þess að vera frægur og ekki frægur. Mistök hins heiðarlega fræga manns eru þau að átta sig ekki alltaf á frægð sinni og haga sér eins og ófrægur maður. í því felst blygðunin. Ekki í því að labba sig inn í herbergi ókunnugs pilts og ekki í því að taka niður um sig og ekki í því að svara kalli náttúrunn- ar og ekki því að láta sig það engu skipta þótt athæfið sé myndað. Þetta gera svo margir. Frægar söngkonur íslenskar í útlöndum gera þetta á hverjum degi og hví skyldi ekki saklaus og heiðarlegur maður geta gert slíkt hiö sama? Svo ekki sé nú talaö um ef þetta hefur gerst áður án þess að nokkur hafi gert athugasemdir. Menn leyfa sér ýmislegt þegar þeir eru þreyttir og einmana og hafast við á hótelher- bergjum einir síns liðs: Ef marka má viðbrögð hins fræga manns voru mistökin einmitt þau að hann er frægur. Það var tekið eftir honum uppi í rúmi í annars manns herbergi og hann var myndaður. Ef hann hefði ekki verið frægur og ekki myndaður, hefði þetta verið í góðu lagi. Þá hefði enginn sagt neitt. Svona er að vera frægur og ein- mana og átta sig ekki á frægðinni. Menn skyldu varast að vera frægir til að vera ofsóttir fyrir framferði sem þeir geta auðveldlega komist upp með ef þeir eru ekki frægir. Svo er annað. Hvers konar menn eru það sem leyfa frægum mönnum aö koma inn á herbergi til sín og fremja refsivert blygöunarkennt at- hæfi til þess eins að mynda hinn fræga aðkomumann og kæra hann (aðkomumanninn) síðan fyrir að særa blygðunarkennd sína? Aldrei datt myndatökumanninum í hug að vísa gestinum á dyr. Hvers konar kurteisi er þetta eiginlega (eða gest- risni) að hleypa gestinum inn og leyfa honum að athafna sig með eðlilegum hætti? Og hvers konar perri er það sem lætur slíkt fram- ferði afskiptalaust? Frægir menn menn verða fyrir aðkasti á ólíklegustu stöðum, meira að segja uppi í rúmi í annarra manna herbergjum þar sem þeir eiga alla jafna að vera óhultir. Er þetta ekki skerðing á friðhelgi einkalífsins að kæra mann fyrir at- ferli sem aldrei var gerð athuga- semd við þegar athöfnin stóð yfir? Fær frægur maður hvergi að vera í friði? Ekki einu sinni í annarra manna herbergjum! Maður bara spyr, vegna þess að það er verið að notfæra sér annarlegt ástand frægra manna þegar þeir eiga síst á því von. Þeir eru teknir í bólinu, blásaklausir og heiðarlegir, bæði í framan og að neðan. Og ekki er nú blygðunarkenndin meiri en svo að myndum er dreift inn á Internetið. Ef myndatökumaðurinn hefði hneykslast jafn mikið og hann vill vera láta og blygðast sín fyrir fram- komu frægra manna sem hann hleypir inn á herbergið til sín, hvað er hann þá að dreifa myndinni út um allan heim? Það er sama hvern- ig á þetta mál er litið. Blygðunar- kenndin er afstæð, eftir því hvort maður liggur uppi í rúmi og athafn- ar sig í samræmi við náttúruna í sér eða hvort maður mundar myndavélina að þessari sömu at- höfn. Bara fyrir það að annar er frægur en hinn ekki. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.