Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Fréttir % Snjóflóðið sem féll aðfaranótt 26. okt. si. Frá Flateyri eftir snjóflóðið sem kostaði 20 mannslíf og rústaði stóran hluta byggðarinnar. Á myndinni er annars vegar hættulína sem unnið er eftir og hins vegar sú lína sem norskir snjóflóðasér- fræðingar settu inn á mynd af staðnum sem hættumörk. Norðmennirnir lýstu árið 1984 furðu sinni á því hvernig staðið er að snjóflóðavörnum og mannvirkjagerð á hættusvæðum hérlendis og síðan þá hefur lítið breyst. DV-mynd MÓ/JRJ Snjóflóöahætta ekki metin eftir vísindalegum forsendum, segir veðurstofustjóri: Snjóflóðamál hafa að undanfomu verið mikið í umræðunni af ástæð- um sem allir þekkja. Tvö stórslys á Vestfjörðurp með örskömmu milli- bili hafa kostað 34 mannslíf og slíkt þykir kalla á opinskáa umræðu um málin. Bæði á Flateyri og í Súðavík féllu snjóflóð að hluta á svæði þar sem yf- irvöld höfðu áður sagt nánast ör- uggt að ekki gætu fallið flóð og fólk þyrfti því lítið að óttast. Ljóst er af framangreindum atburðum að snjó- flóðamat er á miklum villigötum og hættan í mörgum tilvikum mun al- varlegri og meiri en áður var talið. Sumir viðmælenda DV ganga svo langt að segja að vísindaleg þekking á eðli snjóflóða hérlendis sé minni en engin. Þetta setji mark sitt á mat hættusvæða sem grundvallist að miklu leyti á pólitískum viðhorfum í stað þess að byggjast á vísindaleg- um og sögulegum rökum. Hafliði Jónsson veðurfræðingur, sem starfaði á Veðurstofu íslands á árunum í kringum 1980, vann að hættumati á ýmsum svæðum þar sem snjóflóð eru tíð og illvíg. Þar má nefna Súðavík þar sem Hafliði var búinn að teikna upp flóð sem var með svipað umfang og flóðið sem þar grandaði 14 íbúum í fyrra- vetur. Hann sagði í viðtali við DV í mars sl. vetur að við verstu hugsanlegar aðstæður gætu snjóflóð fallið yfir byggð og í sjó fram og hann til- greindi staði á borð við Flateyri, Hnífsdal, ísafjörð, Siglufjörð, Bol- ungarvík, Patreksfjörð og Seyðis- fjörð. Hafliði sagði að við vissar að- ára norsk skýrsla hættunni á Flateyri stæður væri hættan síst minni á þessum stöðum en í Súðavík. Víst er að þessi orð Hafliða hafa komið á daginn hvað Flateyri varðar. „Þetta voru vangaveltur eins og vísindamenn vinna gjarnan og það var aldrei gerð nein formleg skýrsla um þessi mál. Það var raunar alldrei beðið um slíka úttekt enda engin snjóflóðavarnastarfsemi í landinu á þessum tíma og Hafliði hætti hér á árinu 1984,“ segir Magnús Jónsson, veðurstofustjóri. Hann segir að til sé skýrsla sem var gerð árið 1985 í kjölfar Patreks- fjarðarsnjóflóðsins. Norskir vísinda- menn frá Norges Geotekniske Institutt voru þá fengnir til að skil- greina snjóflóðahættu og ferðuðust þeir m.a. um Vestfirði til að kynna sér málin. „í þeirra niðurstööu kom fram að hér hefði verið staðið að byggingum á snjóflóðahættusvæðum með ótrú- legum hætti. Þar er hreinlega sagt að það veki undrun að þetta skuli viðgangast og fyrr eða síðar þurfum við að taka af því afleiðingum. Þessi skoðun þeirra féll hins vegar í frek- ar ófrjóa jörð á hættusvæðunum,“ segir Magnús. Byggt í hugsunarleysi í skýrslunni, sem Norðmennirnir skiluðu af sér 31. janúar 1985, segja þeir snjóflóðahættu tífalt meiri á ís- landi en í Noregi. Þá kemur fram það viðhorf þeirra að byggt hafi ver- ið á hættusvæðum af algjöru hugs- unarleysi og að mikið sé um að mannvirki séu reist á hættusvæðum án þess að reynt sé að meta áhætt- una. Það sem vekur þó mesta at- hygli við skýrslu Norömannanna er að þar teikna þeir hættulínu fyrir Flateyri sem felur í sér að Hjallaveg- ur og Tjamargata að hluta eru inni á hættusvæði. Ekkert skal sagt um það hverjar voru forsendur þeirra en ljóst er að þessi niðurstaðan þeirra var að engu höfð. Á mynd sem er í skýrslunni af byggðinni á Flateyri er dregin lína sem sýnir mat Norðmannanna og í myndatexta segir frá snjóflóði 1974 Fréttaljós Reynir Traustason sem hreif með sér harðfiskhjall á haf út af utanverðri eyrinni og sett upphrópunarmerki við að ekki skyldi tekið tillit til flóðsins. Jafn- framt lýstu þeir snjóflóðavömum sem hafði verið komið upp fyrir ofan staðinn sem gagnslausum ef til stærri snjóflóða kæmi. Það er alþekkt viðhorf á snjóflóða- svæðum að íbúar þeirra svæða sem líkleg þykja til að lenda inni á hættusvæðum hafa tilhneigingu til að rísa gegn því að hús þeirra lendi inni á rauðum svæöum. Þetta á sér þær eðlilegu skýringar að þegar snjóflóðahætta er opinberlega stað- fest þýðir það jafnframt að húsin verðfalla og verða jafhvel óseljanleg með öllu. Þar með er efnahagslegri afkomu íjölskyldna ógnaö og þær komast í sjálfheldu og geta í raun hvorki farið né verið. Hættan af nýju hættumati Áhrifamenn innan sveitarstjórna hafa síðan í þessu ljósi barist fyrir hættulínum sem eiga sér varla önn- ur rök en þau að hlífa einhverjum fjölskyldum við því efnahagslega áfalli sem fylgir því að missa eignir inn á hættusvæði. Fjölskyldur hafa í mörgum tilvikum varist hættunni sem stafar af nýju hættumati frem- ur en að horfast í augu við það að ógn kynni að stafa af mögulegum snjóflóðum. Þetta stafar auðvitað af því að efnahagslegt hrun er fyrirsjá- anlegt en snjóflóð ekki. Snjóflóð á Engjaveg? Hörð viðbrögð bæjaryfirvalda og íbúa á Isafirði vegna frétta af snjó- flóðum niður á Engjaveg á ísafirði hafa vakið nokkra athygli og þar sagði bæjarstjórinn upp áskrift að Vestfirska fréttablaöinu eftir að blaðið birti frásagnir af snjóflóðum á þessu svæði - einnig tóku margir íbúanna umijöllun blaðsins mjög illa. Blaðið vitnaði í frásögn sinni til nokkurra aðila sem sögðust muna eftir flóðum á árunum í kringum 1950. Þessi viðbrögð sýna vandann í hnotskurn og hversu óeðlilegt það er að þeir sem búa á hættusvæðum hafi eitthvað um það að segja til eða frá. Á endanum var stofnað til opin- berrar rannsóknar vegna málsins. Snjóflóðið á Funa Snjóflóðið sem lagði sorpeyðing- arstöðina Funa í rúst og stofnaði mannslífum í hættu hefur einnig eftirmál. Ef marka má frásögn starfsmannanna voru þeir leyndir vitneskju um að þarna væri snjó- flóðahætta. Vestfirska fréttablaðið tók mynd sl. vor sem sýnir svart á hvítu að fallið hafa snjóflóð úr hlíðinni ofan við stöðina og sögur fara af skæðum snjóflóðum þarna í gegnum tíðina. Þrátt fyrir það er byggt á þessum stað og samkvæmt frásögn Vest- firska fréttablaðsins var blaðið beð- ið um að birta ekki myndina sl. vor þar sem slíkt gæti valdið óróa. Reynslan varð svo sú að snjóflóð féll á stöðina. Pólitísk málamiðlun „Við á Veðurstofunni viljum lítið blanda því sem við köllum vísindi inn í það sem kallast hættulínur. Hættumat á einstökum stöðum er fyrst og fremst pólitísk málamiðlun en hefur lítið með vísindi að gera og sumir segja nánast engin tengsl við vísindi," segir Magnús. Hann segir ljóst að vinna þurfi löggjöf í landinu sem tryggi að hættumat fari fram með eðlilegum hætti og þar fái að ráða sjónarmið sem fyrst og fremst ráðist af raun- verulegri hættu á snjóflóðum. „Stjómvöld í landinu þurfa að setja lög um það hvernig matið verði imnið," segir Magnús. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að taka verði þann kaleik frá bæjar- og sveitarstjómum að hafa vald til að segja til um hvar er snjóflóðahætta og hvar ekki. Sagan og vísindin verði látin ráða en pólitísk viöhorf látin víkja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.