Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Side 9
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995
9
Utlönd
Mannskæð snjóflóð í Nepal en unglingspilti bjargað:
Lá í sólarhring
undir snjófargi
dag,“ sagði Rana.
Snjóflóðið, sem varð Japönunum
þrettán að aldurtila á laugardag, er
einnig talið hafa grandað þrettán
Nepölum. Pilturinn sem bjargaðist
lifði ósköpin hins vegar af þar sem
hann var milli tveggja steina í rúm-
lega metradjúpum snjónum, að sögn
björgunarmanna.
Japanarnir, innfæddir leiðsögu-
menn þeirra og burðarmenn urðu
fyrir snjóflóðinu þar sem þeir sváfu
í búðum sínum við Pangka, inn 275
kílómetra norðaustan við höfúð-
borgina Katmandu, um klukkan eitt
eftir miðnætti á laugardag.
Japanarnir voru á leið í Gokyo-
dal sem er vinsælt göngusvæði um
átján kilómetra suðvestan við Ever-
estfjall.
Sautján til viðbótar fórust þegar
aurskriður af völdum úrhellisrign-
inga hrifu með sér hús og fjall-
göngumannakofa í héruðunum
Manang og Panchatar.
Ferðafrömuðir segja að allt að 500
útlendingar kunni að vera í nám-
unda við Everestfjall. Reuter
Sautján ára pilti, sem hafði verið
talinn af í snjóflóði í Himaiajafjöll-
um í Nepal, var bjargað í gær eftir
að hann hafði legið í sólarhring á
kafi í snjónum. Að sögn björgunar-
sveitamanna var pilturinn heill á
húfl, nema hvað hann var eitthvað
kalinn.
Eftir giftusamlega björgun pilts-
ins er ljóst að 42 fórust í skriðufóll-
um í Nepal um helgina en ekki 43
eins og áður hafði verið talið.
Vitað er að sautján útlendingar
týndu lífi í náttúruhamfórunum.
Þrettán japanskir fjallgöngumenn
fórust í snjóflóði á laugardag og irsk
kona, tveir Kanadamenn og Þjóð-
verji grófust undir aurskriðu.
Björgunarsveitarmenn komu 115
erlendum fjallgöngumönnum til að-
stoðar á sunnudag í dal einum
nærri Everestfjalli, hæsta fjalli
heimsins.
„Sumir þeirra sem við björguðum
voru í axlardjúpum snjó,“ sagði Bik-
ash J.B. Rana, þyrluflugmaður frá
nepalska flugfélaginu sem tók þátt í
björgunaraðgerðunum í gær.
Kofar fjallgöngumanna á kafi eftir
snjóflóðin í Nepal um helgina.
Símamynd Reuter
„Flestir þjást af snjóblindu, kali
og voru soltnir. Margir hefðu ekki
komist lifandi frá þessu ef björgun-
armenn hefðu ekki náð til þeirra í
Bílar - innflutningur
Nýir bílar
Afgreiðslutími
aðeins 2-4
vikur ef bíllinn
er ekki til á
lager.
Grand Cherokee Ltd
' Getum lánað
allt að 80% af
Ss kaupvcrði.
Bandaríska sýningarstúlkan Cybill Buck sýndi þennan glæsilega brúðarkjól
eftir rúmenska tískuhönnuðinn Catalin Botezatu á sýningu í Búkarest um
helgina. Það var í fyrsta sinn sem vestrænar sýningarstúlkur tóku þátt í slík-
um viðburði frá hruni kommúnismans 1989. Símamynd Reuter
Aukaþing Norðurlandaráðs í Finnlandi:
Framtíð samnorrænna
stofnana undir smásjá
Framtíð samnorrænna stofnana
verður að öllum líkindum aðalum-
ræðuefnið á aukafundi Norður-
landaráðs sem hefst í bænum
Kuopio í Finnlandi í dag. Á undan-
förnum árum hefur starf Norður-
landaráðs mikið til snúist um aðild
Svíþjóðar og Finnlands að Evrópu-
sambandinu og aðdraganda þess. En
nú eiga þingmenn og ráðherrar hins
vegar að ræða hvort hagkvæmt sé
að reka stofnanir á borð við lista-
miðstöðina á Sveaborg við Helsinki.
Samnorrænu stofnanirnar eru
rúmlega 40 og verður farið mjög
vandlega farið yfir gagnsemi þeirra
fyrir norræna samvinnu en skýrsla
þar um liggur nú fyrir.
Mats Nyby, fulltrúi Finnlands i
forsætisnefnd Norðurlandaráðs, seg-
ir að stofnanimar verði að breyta
starfsemi sinni, ef þörf krefur, til
þess að nytsemi þeirra aukist.
,
m
A myndarlegu Novembertilboði Japis gefst þér einstakt tækifæri á að
eignast frábærar hljómtækiasamstæður á tilboðsverði
1
$ Magnari 2x30w din 2x60 músík
$ Útvarp með FM/MV/LW og klukku
f Tvöfalt segulband auto-reverse
f MASH1 bita geislaspilari fyrir 3 diska
§ Forstilltur tónjafnari surround
$ Góðir hátalarar 2way 35w din 70 músík
Fjarstýnng
Magnari 2x30w din 2x60 músík
• Útvarp með FM/MV/LW og klukku
@ Tvöfalt segulband auto-reverse
® MASH 1 bita geislaspilari fyrir
‘ Forstilltur tónjafnari surround
• Góðir hátalarar 2way 30w din 60 músík
Fjarstýnng
JAPIS
fnb