Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 13
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 13 Fréttir Ólafsfjaröarbær: Engar framkvæmdir en skuldir greiddar niður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:: „Þegar ráðist var í byggingu íþróttahússins voru tekin há lán sem ákveðið var að ganga í að greiða að byggingu hússins lokinni. Nú er komið að þvi og framkvæmd- ir á. vegum bæjarins á næsta ári verða nánast engar,“ segir Hálfdán Kristjánsson í Ólafsfírði. Heildarskuldir bæjarsjóðs eru 327 milljónir króna sem nemur tveggja ára tekjum bæjarins, og þar af eru skuldir vegna félagslega íbúðakerf- isins um 40 milljónir. Hálfdán segir að vissulega séu þetta háar tölur, en bæjarsjóður sé þó ekki kominn á neitt hættusvæði. „Við ætlum okkur að greiða niður skuldir bæjarins um 50 milljónir króna á kjörtímabilinu og þótt mörg verkefni séu fyrir hendi, sem gott væri að geta ráðist í, ætlum við að láta'greiðslu skulda ganga fyrir. Við höfum til þess góðar aðstæður, at- vinnuástand hér er gott og atvinnu- leysi hverfandi, fyrirtækin standa vel og hér eru einna hæstar meðal- tekjur á landinu. Það er því ekkert sem þrýstir beinlínis á okkur að ráðast í stórframkvæmdir,“ segir Hálfdán. Ný sending Vegna jjölda fyrirspurna tókst okkur að útvega aðra sendingu afhinum vinsœla undrabrjóstahaldara í svörtu og hvítu á aðeins kr. 1.480. Pantanir óskast sóttar. Gunnar Njáll og Jón Geir, kampakát- ir í fjörunni skammt frá Hauganesi. DV-mynd gk „Erum aö leita að höfrungnum" Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Fjaran er skemmtilegasti staður- inn að leika sér, hér er svo margt sem hægt er að fínna,“ sögðu þeir Gunnar Njáll Gunnarsson, 11 ára, og Jón Geir Ámason, 10 ára, hress- ir strákar sem urðu á vegi DV í fjör- unni skammt frá Hauganesi í Eyja- firði fyrir skömmu. Strákamir sögðust aðallega leika sér í fjörunni. „Nú emm við að fara að leita að höfmngnum sem var héma um daginn. Hann var dauður héma í fjörunni. Svo finnum við auðvitað steina og skeljar héma sem við fóram með heim,“ sögðu þeir félagar. Súðavík: Mikið í mun að ná sátt - segir sveitarstjóri „Ég hef rætt við Ammund Back- man lögmann og við emm nú að leita leiða til að skipa í nefndina," segir Ágúst Kr. Björnsson, sveitar- stjóri í Súðavík, um nefndina sem Súðavíkurhreppur og Arnmundur Backman hæstaréttarlögmaður, fyr- ir hönd umbjóðenda sinna, hafa náð um að skipa til að rannsaka með hvaða hætti var staðið að hreinsun- arstarfi eftir snjóflóðin í Súðavík. Ætlunin er að skipa tvo óháða að- ila til að fara yfir málið en Ágúst segir að tafir, sem orðið hafa á mál- inu, stafi af því að sveitarstjóra- skipti fóm nýlega fram í Súðavík. „Okkur er mikið í mun að ná end- anlegri sátt í þessu máli,“ segir Ág- úst. -rt yerður Q..| X.l " Soluaðilar: Reykjavík: Radióbær hf. Armúla 38, Heimskringlan hf. Kringlunni 8-12 Einar Farestveit. Hafngrfjörður: Rafbúð Skúla. Keflavík: Radíókjallarinn. Grindavík: Rafeindaþjónusta Guðmundar. Akranes: Hljómsýp. Isafjörður: LjóniS hf. SauSórkrókur: Kf. Skagfirðinga. SiglufiörSur: Rafbær sf. Akureyri: Radíónaust hf. Húsavík: Omur sf. Egilsstaðir: £yiaaadÍQ-hf.lSelfossl inusto. BB. Vestmam ■ illl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.