Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáta: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is-Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Bókabrennur í Eyjum Þótt fólki hafi aldrei gefist fleiri tækifæri en einmitt nú til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á fram- færi við almenning í þeim hluta heimsins sem býr við lýðræðislegt stjórnarfar, er enn ótrúlega ríkt í mörgum manninum að vilja ráða því hvaða bækur eða blöð ann- að fólk megi lesa, hvaða málverk og myndir það megi sjá eða hvemig tónlist það megi hlusta á. Hið frjálsa orð er þannig í stöðugri hættu vegna stjórn- málalegs eða trúarlegs ofstækis manna sem telja það hlutverk sitt í lífinu að hafa vit fyrir öðrum - og það með illu ef annað dugar ekki til. Slík öfl em líka að verki hér á landi. Um það bera vitni fréttir fjölmiðla að undanförnu af bóka- og geisladiska- brennum sem virðast hafa verið skipulagðar af trú- arsöfnuði í Vestmannaeyjum fyrr á þessu ári. Ungt fólk sem heillast hefur af umræddum söfnuði hef- ur að því er fréttir herma hópast saman með bækur og geisladiska, sem það hefur augljóslega verið sannfært um af sér eldra fólki að hafi að geyma „ókristilegar“ hug- myndir, og síðan sameiginlega brennt þessi verk á báli. Mun þetta hafa gerst nokkrum sinnum. Að sjálfsögðu á hverjum og einum að vera frjálst að gera það sem hann vill við bók eða geisladisk sem hann eignast, þar með talið að farga slíkum eigum sínum ef viðkomandi kýs sjálfur, án utanaðkomandi þrýstings, að standa svo að verki. En hér er augljóslega engu slíku ein- staklingsframtaki til að dreifa, heldur er ungmennum á viðkvæmu mótunarskeiði hópað saman með skipulögð- um hætti til svo óhugnanlegra athafna. Það er auðvitað enginn eðlismunur á bókabrennunum í Vestmannaeyjum nú og hliðstæðri villimennsku í sum- um ríkjum þar sem ofsatrúarmenn ráða ferðinni. Að ekki sé minnst á bókabrennurnar í Þýskalandi á tímum nasista. í öllum tilvikum er um að ræða vel undirbúna og skipulagða aðgerð til að eyða með eldi verkum lista- manna sem tilteknir aðilar telja óæskileg. Reynsla Þjóðverja er ólygnust um hvað gerist þegar slík öfl fá að ráða ferðinni. í valdatíð Adolfs Hitlers voru það ritverk gyðinga og annarra þeirra sem ekki féllu að hugmyndum pólitískrar ofsatrúar nasista sem lentu á bálinu. Bækur eftir höfunda eins og Thomas Mann, Er- ich Maria Remarque, Jack London, Upton Sinclair, H.G. Wells, Freud, Gide, Zola og Proust voru meðal þeirra tug- þúsunda rita sem urðu eldinum að bráð fyrir utan helstu menntastofnanir Þjóðverja á vordögum árið 1933. Það er óneitanlega dapurlegt til þess að vita að starf- andi séu innan íslenskra trúarsöfnuða áhrifamenn sem hvetja ungt fólk, sem er á viðkvæmu þroskaskeiði, til hliðstæðra óhæfuverka í nafni trúarinnar. Nú um stundirhefur ofstæki af þessu tagi einkum ein- kennt bókstafstrúarmenn meðal múslíma, sem hafa ekki aðeins bannað og brennt bækur höfunda á borð við Salm- an Rushdie, Tasmilu Nasrin og Naguib Mahfouz, heldur líka fellt yfir sumum þeirra dauðadóma vegna ritverka þeirra og jafnvel reynt að ráða þá af dögum. Þetta er ekki félagsskapur sem sæmir íslendingum sem eru almennt vel menntaðir og upplýstir, enda er slíkt trúarofstæki sem betur fer framandi í hugum alls þorra íslensku þjóðarinnar. Allir þeir sem eru í aðstöðu til að hafa áhrif á mótun ungs fólks ættu að hafa það ríkt í huga að fátt er mikil- vægara fyrir þjóð sem vill vernda og styrkja lýðræðisleg viðhorf í landi sínu en að rækta með upprennandi kyn- slóðum umburðarlyndi og gagnkvæman skilning. Elías Snæland Jónsson Nú hefur sjávarútvegsráð- herra boðað þjóðinni þau gleði- legu tíðindi að hefja skuli hval- veiðar „ef samþykki fáist á Al- þingi“. Ég vil benda á að til þess að þetta verði ekki enn ein tillagan sem dagar uppi á Al- þingi þá þarf að drífa í málinu og ganga með krafti til verks og samþykkja að hefja hvalveiðar strax á næsta sumri án undan- bragða. Ég trúi ekki öðru en þing- menn samþykki sem einn mað- ur að hefja hvalveiðar því að hvölum fjölgar svo ört að ekki verður við neitt ráðið ef fram heldur sem horfír. Það stefnir í mikla röskun í náttúrunni vegna fjölgunar hvala. Ég hlustaði á rás 2 þar sem rætt var við fisksölumann í Trúlega verða margir á þingpöllum sem horfa fast á þingmenn greiða at- kvæði, segir Konráð. - „Áfram, Þorsteinn Pálsson." Hvalveiðar og fisksölufyrirtæki Ameríku. Hann var mjög hræddur við hvalveiðitillögu Þorsteins Páls- sonar. Mikið vorkenndi ég mannaumingjanum þegar hann lýsti framtíðinni eins og hún kom honum fyrir sjónir, þ.e. ef farið yrði að veiða hval á Islandi. Aðspurður hvort þeir hefðu tap- að viðskiptavinum vegna hval- veiða íslendinga kvað hann svo vera. Ekki veit ég um hvaða tilfelli hann er að ræða en hitt veit ég að þegar Long John Silver hætti eða hótaði að hætta viðskiptum við SH þá var ekki hvalveiðum um að kenna heldur voru þær notaðar sem yfirskin. Fiskurinn hjá SH var einfaldlega of dýr og því færðu þeir sig yfir í ódýrari fisktegundir svo sem ufsa. Sama var með lagmetisiðnaðinn á sínum tíma. Menn töldu hann fara á hausinn ef hvalveiðar hæf- ust og einnig sögðust menn hafa tapað mörkuðum. En hvað kom á daginn? Halldór Ásgrímsson, sem þá var sjávarútvegsráðherra, bað Japani að bjarga okkur með lag- metisbirgöirnar og það samþykktu þeir að gera. Þegar til átti að taka voru engar birgðir til af lagmeti í landinu. Ekki trúi ég að Halldór Ásgrímsson hafl verið ánægður þann daginn. Misskilningur og ósannindi Aðsþurður kvaðst áðurnefndur sölumaður í Ameríku frekar eiga von á því að viðskiptabann yrði sett á okkur Islendinga í Ameríku. Gott og vel. Látum þá setja á okk- ur viðskiptabann. Gerist það má alltaf hætta hvalveiðum á ný. Ég ætlast ekki til þess að þjóðin verði sett á hausinn með því að hefja hvalveiðar. Það versta er að gera ekkert. Verði sett viðskiptabann getum við farið í mál byggt á Genfarsátt- málanum. Þá værum við í svipaðri stöðu og Mexíkanar með túnfisk- veiðarnar. Þá lögðu Ameríkanar sig í líma um að kúga Mexíkana en tókst ekki. Eftir að Mexíkanar höfðu unnið tvö af þrem dómsstig- um málsins sömdu Ameríkanar Kjallarinn Konráð Eggertsson formaður Félags fyrrverandi hrefnuveiðimanna við þá. Þessi títtnefndi kjarkmikli sölu- maður vestanhafs sagði svo langt gengið að í skólum landsins væru í umferð bækur þar sem sagt væri að hvalveiðimenn væru vondir menn. Mér er spurn, at hverju gera stóru sölufyrirtækin og sölu- maðuririn ekkert í því að leiðrétta þennan misskilning og ósannindi? Hvernig getur þjóð sem er alveg sama um sumt fólk tekið hvali út úr lífkeðjunni og fært þá í dýr- lingatölu. Ég hef þá trú að þeir sem sáu í sjónvarpinu á dögunum mynd um Sameinuðu þjóðirnar, Rúanda og fleira geti ekki skilið þessa hluti. Hvað hafa fisksölufyr- irtæki á íslandi lagt til málanna varðandi þá sem eiga um sárt að binda vegna stöðvunar hvalveiða á íslandi? Ég veit ekki til þess að þeir hafi gert neitt annað en að hræða líftóruna úr íslenskum stjórnvöldum. Hver er bótaskyldur Það var mjög gott sem Sverrir Leósson sagði í þjóðarsálinni á fostudaginn þegar hann lýsti sölu- manninum fyrir vestan. Hann sagði að ef þeir gætu ekki selt fisk samhliða hvalveiðum þá væru þeir ekki starfi sínu vaxnir og ættu að fá sér aðra vinnu og benti þeim á að sleikja frímerki svona eins og hálfan daginn. Þegar sölu- maðurinn var spurður hvort þeir myndu beita sér við stjórnvöld vildi hann ekkert um það segja en gaf í skyn að mönnum yrði gert viðvart um þeirra álit. Þegar Alþingi samþykkir hval- veiðar þá bið ég þingmenn að hafa eitt í huga: Látið ykkur ekki detta í hug að setja skilyrði um hverjir kaupa eða éta kjötið. Það á að vera þeirra sem selja kjötið að fá sem mest fyrir það. Ef veiðarnar verða bundnar við innanlandsmarkað þá þarf að setja um leið lög um að hvalkjötið skuli niðurgreitt eins og annað kjöt á Islandi. Ef ég lifi það að sjá atkvæða- greiðslu um hvalveiðar á þingi þá verð ég og trúlega margir fleiri á þingpöllunum og horfum fast á þingmenn greiða atkvæði. - Áfram, Þorsteinn Pálsson. Konráð G. Eggertsson „Þegar Alþingi samþykkir hvalveiðar þá bið ég þingmenn að hafa eitt í huga: Látið ykkur ekki detta í hug að setja skilyrði um hverjir kaupa eða éta kjötið. Það á að vera þeirra sem selja kjötið að fá sem mestfyrir það.“ Skoðanir annarra Samkeppnisstaöa og atvinnuöryggi „Verulega hærri verðbólga hér en í samkeppnis- ríkjum okkar á áttunda og níunda áratugnum lék at- vinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar illa - en verst þó skuldugt láglaunafólk sem kom engum vörnum við þegar verðlag rauk upp og verðtryggðar skuldir snarhækkuðu. Það er ótvíræð skylda ríkisvaldsins, sem og aðila vinnumarkaðarins, að viöhalda stöðug- leikanum og styrkja á þann veg samkeppnisstöðu at- vinnuveganna og atvinnuöryggi landsmanna.“ Úr forystugreinum Mbl. 10. nóv. Rætiö slúðrið rennur „íslendingar hafa löngum gumað af því að vera sagnaþjóð. Nú er það svo að jafnvel ágætustu kostir geta snúist upp í úrkynjaða andstæðu sína og því njóta íslendingar líka þess vafasama heiðurs að vera einhver harðsvíraðasta kjaftasagnaþjóð sem um getur. Eitt af því sem gerir íslenskar kjaftasög- ur næstum yfirnáttúrulegar er að allir heyra þær en enginn kannast við að bera þær áfram. En eigi að síður rennur rætið slúður greiðlega um ósýnilegar æðar mannfélagsins." Úr forystugrein Alþbl. 10. nóv. Lögin og svigrúmið „I dag verða ungir hrafnistumenn að kaupa kvóta af sægreifum. Ávísun á óveiddan fisk úti í hafsauga. Fiskurinn í sjónum er ekki lengur hluti af sköpun- arverkinu heldur hluti af bókhaldi sægreifanna. Sams konar erfðafesta gildir um búmörk í landbún- aði. Lögin sjá um sína... íslendingar búa enn við dæmi lénsgreifa í iðnaði. Ungt fólk á undir úrelt meistarakerfi að sækja og fárra kosta er völ í eftir- sóttum iðngreinum. Nema foreldrar þeirra séu meistarar í faginu og þar með hluti af greifadæm- inu. Iðnfræðslan gengur líka í arf á íslandi eins og landið og miðin og heiðloftin blá... Með minnkandi svigrúmi hverfur lífsgleðin og lífsvonin." Ásgeir Hannes, í Tímanum 10. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.