Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 21
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 Fréttir Líkur á að Víkurbúar fái heitt vatn í sundlaug Fríða Jóhanna Hammer og Reynir Ragnarsson. Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli: Nú er unnið að því að blása bor- holuna í Vík í Mýrdal og eru bor- menn vongóðir um að fá nægilega heitt vatn í sundlaug. Næstu daga verður holan blásin og vatni dælt í hana og kemur árangur þá fljótt í ljós. Þann 8. nóvember var hitinn 27,8 gráður og fór hækkandi með hverri klukkustund. Rennslið var 3 sekúndulítrar. Það líða nokkir mánuðir þar til endanleg niðurstaða fæst því rúm- lega 1300 metra hola er nokkurn tíma að hitna upp á yfirborðið. Til gamans má geta þe'ss að Reyn- ir Ragnarsson, lögregluþjónn í Vík, veðjaöi við Guðmund Einarsson oddvita einni flösku af góðu víni og átti oddvitinn að láta flöskuna af hendi þegar vatnshitinn næöi 43 gráðum, sem dugar í sundlaug. Reynir er þegar búinn að afhenda sinn hluta veðmálsins en ef Guð- mundur tapar því skilar hann flösk- unni og einni betur. Báðir eru stak- ir bindindismenn svo veigarnár verða sennilega stofustáss. Á sínum tíma var efnt til happ- drættis þar sem vinningur féll í hlut þess sem giskaði rétt á heitasta metrann. Vinningshafi varð Fríða Jóhanna Hammer og var að vonum DV-mynd Jón Ben. ánægð. Fékk tífalda þá upphæð sem hún hafði lagt fram. Þokkaleg rjúpnaveiði eftir þjófstart: Rjúpan hefur flúið fjöll og leitað í kjarrlendið Róbert Schmidt, DV, Suðureyri: Veður hefur hamlað rjúpnaveiði víða um land frá upphafi veiðitím- ans 15. október. Fyrsta daginn fóru fáir til fjalla en höfðu 3-10 fugla upp úr krafsinu. Veður var þá mjög slæmt, stormur og ofankoma. Vikuna á eftir var ágætisveður sem nokkrir nýttu sér. Einn veiði- maður hafði 40 fugla eftir 2 ferðir og nokkrar skyttur gerðu ágætan dag á Dynjandisheiði; fengu 15-30 fugla eftir dagsveiði. Annars er lítið um fréttir og virðist sem veiðimenn hafi setið á sér fyrstu vikumar og bíði betri tíma og hægari vindáttar. Á Holtavörðuheiði fréttist af veiðimanni sem hafði 30 fugla eftir daginn og á Arnarvatnsheiði fékk einn 28. Þá fengu 3 menn vel á ann- að hundrað fugla á nokkrum dögum á Ströndum. Litlar fréttir er að fá úr Djúpinu, Barðaströnd og Reykhóla- sveit. Mikill snjór er viða um Vestfirði og nokkuð víst að rjúpan hefur flúið fjöll og leitað skjóls í kjarrlendi. Einnig má ætla að afioll hafi orðið á stofninum þegar stormur hefur geis- að í viku til tíu daga samfleytt. Ann- ars er fjallarjúpan harðgerður fugl og þolir mikið frost. Þess má geta að á nokkrum stöð- um fréttist af þjófstarti, m.a. á Dynj- andisheiði. Þar voru margir bílar 13.-14. okt. Vitað er um nokkra sem fengu 30 til 70 fugla en það er ófyrir- gefanlegt athæfi og siðlaust. Ætla má að víðar hafi verið þjófstart, t.d. á Arnarvatnsheiði og Þorskafjarðar- heiöi. 'j—f----------------------------------^ Álnabúðin, Suðurverí Sími 588-9440. Mikið úrval af ódýrum jólaefnum og jólaköppum. Einnig mikið úrval af einlitum, köflóttum og munstruðum gardínuefnum. Opið laugardag 10-16 S_____________________________________r tíTI 28" Panosonic Blacl-s FST-myndlompi (90°) fromleiddur í Þýskolondi 90 sröðvQ minni UH F/VH F/Örbylgjumórtoko Aðgerðosrýringor ó skjó Fullkomin þróðlous fjorstýring Sjólfvirk stöðvoleit Tímarofi Scort-tengi Textavorp 40 W Nicom Srereo-mognori Gæðovaro og kostar oðeins: Skipholti 19 Sími: 552 9800 Ný sending komin of vönduðum sjónvorpsfækjum, með 28" Ponosonic FST-myndlompo, á ótrúlego góðu tilboðsverði. Þú gerir ekki betri koup! VESTEL 3753 14" sjónvorpstæki m/textovarpi á oðeins: 27.900, ■ srgr. VESTEL 5554 21" sjónvorpstæki m/textavarpi á oðeins 39.900, “ srgr. VISA RAOGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ SA MÁNAÐA ViS töJuUM. oeiá móti fiési!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.