Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Page 23
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 35 ísafjarðartogarinn Guðbjörg í flotkvínni á Akureyri, skipið er mun stærra en svo að hægt hefði verið að taka það í þær dráttarbrautir sem til eru hér á landi. DV-mynd gk Slippstöðin Oddi á Akureyri: Flotkvíin gjörbreytir allri starf- seminni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er engin spurning að til- koma flotkvíarinnar hefur hleypt miklu lífi í starfsemina, beinlínis virkað eins og vítamínsprauta og gjörbreytt starfseminni. Nú eru menn búnir að blás út svartsýninni og eru að fyllast bjartsýni á framtíð- ina,“ segir Brynjólfur Tryggvason, verkefnisstjóri hjá Slippstöðinni Odda hf. á Akureyri. Þegar hefur verið unnið við nokk- ur stór skip í flotkvínni á Akureyri sem ekki hefði verið hægt að vinna við hér á landi ef kvíin væri ekki til staðar. T.d. er nýlokið viðgerð á tog- 'aranum Guðbjörgu frá ísafirði, og Samherjaskipið Baldvin Þorsteins- son er á leið í kvína en þetta eru stærstu skip fiskveiðiflotans. Brynjólfur segir að meðal verk- efna sem nú er unnið að sé smíði „rækjulínu" sem sett verður í togar- ann Siglfirðing. Þá stendur til að vinna við fjóra af togurum þýska út- gerðarfyrirtækisins Mecklenburger Hochseefischerei sem lagt verður á Akureyri í vetur. Skipin verða tekin í flotkvína, þau máluð og unnið að ýmsum lagfæringum um borð í þeim. Starfsmenn Hreins hf. á Dalvfk, Gunnar Björgvinsson, Margrét Brynjólfs- dóttir, Arnfríður Valdimarsdóttir og Árni Óskarsson. DV-mynd gk Hreinsvörurnar nú framleiddar á Dalvík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Dalvíkurbær, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og hjónin Margrét Brynjólfsdóttir og Gunnar Björg- vinsson á Dalvík hafa keypt fyrir- tækið Hrein hf. sem var einn hluti samsteypunnar Nói, Hreinn og Sírí- us í Reykjavík, og er framleiðsla á hreinlætisvörum þegar hafin á Dal- vík. Margrét Brynjólfsdóttir, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að framleiðslan á Dalvík hafi hafist í september, en þar eru fram- leiddar um 15 vörutegundir, s.s. fljótandi sápur, Hreinol uppþvotta- lögur, parketsápur og gólfhreinsir svo eitthvað sé nefnt. „Þetta hefur farið ágætlega af stað og lítur ágætlega út þótt það sé ekki komin löng reynsla á reksturinn. Það er því ástæða til bjartsýni," seg- ir Margrét. Hún segir að samningar hafi verið gerðir við fyrirtækið Lindá í Reykjavík um dreifihgu á framleiðsluvörum Hreins á höfuð- borgarsvæðinu og allt til Vestfjarða og þá hafi fyrirtækið aðra umboðs- menn um allt land. Alls starfa fjórir aðilar í fyrirtækinu og segir Mar- grét það nægjanlegt til að byrja með a.m.k. , Opið laugaraaga 10-14 Canon BJC-4000 720 dpi upplausn 4 bls/mín - 2 hylkja kerfi 100 blaða arkamatari 29.5DD RÉTT VERÐ: 34.500 VORULISTINN A INTERNETINU: http://www.nyherji.is/vorur/ Canon COLOR BUBBLE J E T '20 , HeuÚdánt. Canon BJC-70 4 bls/mín - 2 hylkja kerfi 30 blaða arkamatari Svartur og litur samtímis 2 4.5 □ □ RÉTTVERÐ: 29.500 . Trust Frábær tilboðsverð á Trust DX2/80 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur gpiai fl 2 9.9DD Með margmiðlun (*) DX4/100 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur Wlndows 95 uppsett ■■fcMrMil <f 1 4 4.9 □ □ Með margmiðlun (*) Pentium 75 PCI Pentium 90 PCI 8 MB minni - 850 MB diskur Wlndows 95 uppsett I 3 4,9 □ □ 8 MB minni - 850 MB diskur Wlndows 95 uppsett I 4 4.9 □ □ 4 59.9DD fl 6 9.9 □ □ * ► Með margmiðlun (*) ' ► Með margmiðlun (*) (*) Hljóðkort, hátalarar, geisladrif og geisladiskar með 190 lelkjum og 300 foiritum! Þú gerir góð kaup hjá okkur - úrval skrifstofutækja á góðu verði Kjara kaním Skoðaðu úrvalið í KJARAKÖRFUNNI í verslun Nýherja og þú gætir gert frábær kaup! 16 bita hljóðkort frá kr. ■EBiIsISJ Geisladrif frá kr. HŒEKs] Hljómborð með hugbúnaði frá kr. WKeEÉISSI Tengikví fyrir fartölvu frá kr. KEEEQ 105 MB PCMCIA diskur Mikjfo ÚMal - IgamUup! NYHERJA bufo#' !" SKAFTAHLIÐ 24 SÍMI 569 7800 OLL VERÐ ERU STCR. VERÐ M/VSK - TILBOÐSVERÐ GILDfl I EINfl VIKU EÐfl MPPflM RIRGÐIR FND.flST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.