Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Síða 35
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 47 Préttir Sífellt meiri skrifborðsvinna hjá Hollustuvernd: Aukin vinna fyrir stjórn- völd bitnar á eftirlitinu - segir Hermann Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri „Við erum alltaf að taka að okkur meiri og meiri skrifborðsvinnu fyr- ir stjómvöld og það hefur vitaskuld bitnað á því að við höfum minni tima og minni mannskap til að sinna beinu eftirliti,“ sagði Her- mann Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar, í samtali við DV. Hollustuvernd hef- ur nokkuð verið gagnrýnd fyrir það að undanfömu að sinna ekki eftir- litshlutverki sínu, hvorki með merkingum á umbúðum né inn- flutningi matvara. Hermann segir starfsmenn Holl- ustuverndar vera á kafi í því að gefa út þær reglugerðir sem nauðsynleg- ar eru í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið. Hann segir að meg- inþungi almenns matareftirlits sé í höndum heiibrigðiseftirlits sveitar- félaga. Þar á bæ eigi menn að vera í sambandi við Hollustuvernd og senda stofnuninni sýni til þess að rannsaka. Hermann segir að það séu starfsmenn heilbrigðiseftirlits- ins sem eigi t.d. að fara í verslanir, kanna merkingar og sjá til þess að farið sé eftir reglugerðum í sam- bandi við allan innlenda þáttinn. Aðeins innflutningseftirlit „Við höfum lítið beint eftirlit og emm fyrst og fremst að gera þær reglugerðir og vinnureglur sem menn þurfa að vinna eftir. Heil- brigðiseftirlitið er með puttana á þessu og við stöndum á bak við það ef upp koma einhverjar spumingar í sambandi við túlkun á reglugerð- um. Eina beina eftirlitið sem við höfum með höndum er innflutn- ingseftirlitið og einn maður sinnir því, fer í innflutningsfyrirtæki, toll- inn og svo framvegis. Rannsóknar- stofan hjá okkur sér um sýnatöku úr matvælum ef um það er að ræða og þar vinna tveir menn,“ segir Hermann. Stöðugildi Hollustuvemdar em 40 og 43 menn em á launaskrá. Á árinu 1994 voru rekstrargjöld alls um 106 milljónir og sértekjur voru 20%. Hermann viðurkennir að eftir- litið sé kannski ekki nægjanlegt og segir það vera nokkurs konar stikkprufueftirlit. Hann segir alveg ljóst að með auknum innflutningi á óunnum vörum þurfi Hollustu- vernd meira fjármagn ef hún eigi að geta sinnt hlutverki sínu sem skyldi. „Gagnrýnin á þessa stofnun er einkennileg. Stundum er hún sögð bákn af kerfiskörlum sem ekkert geri af viti og þvælist bara fyrir. Á hinn bóginn heyrum við að allt of fáir séu í þessu starfi og mannafl- inn sé svo lítill að hann sé bara til málamynda. Þama skiptir það máli hverjir hagsmunir þess eru sem er að gagnrýna," sagði Hermann Sveinbjörnsson. -sv Ólafur Sæmundsson hafnarvörður á bryggjunni í norðurhluta hafnarinnar. Bryggjudekkið hefur farið illa í óveðrinu eins og sjá má á myndinni. DV-mynd gk Norðurgarður hafnarinnar í Ólafsfirði: Bryggjudekkið nánast ónýtt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Bryggjudekkið hér á norðurgarð- inum er nánast ónýtt, bryggjan hef- ur lyfst upp á stórum kafla og timbrið undir því er meira og minna brotið,“ segir Ólafur Sæ- mundsson, hafnarvörður í Ólafs- firði, en nú er lokið við að kanna skemmdir sem urðu á hafnarmann- virkjum í Ólafsfirði í óveðrinu á dögunum. Ljóst er að grjótgarðurinn við bryggjuna er mjög illa farinn, mikið grjót hefur farið úr garðinum og inn á bryggjuna og eitthvað af því án efa í höfnina sjálfa. Sá hluti bryggjunn- ar sem er úr timbri er víðast möl- brotinn enda þeyttust stórir steinar inn á bryggjuna, og á öðrum stöðum hefur steypan brotnað af og stórar sprungur eru í vegg milli bryggj- unnar og grjótvarnargarðsins. „Hafnamálastofnun hefur lokið við úttekt á skemmdunum og nú er verið að skoða hvernig þetta verður bætt,“ segir Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri. „Það þarf að standa vel að viðgerð því í núverandi ástandi fer bryggjan mun verr ef við fáum annað eins veður á okkur aftur. Ég tel að tjónið sé varlega metið a-.m.k. upp á 10 milljónir króna. Ég reikna fastlega með að viðgerð á grjótvam- argarðinum verði boðin út í vetur og framkvæmdir geti hafist næsta vor,“ segir Hálfdán. Vetrarvörunar eru komnar! Við höfum yfirstærðirnar Fatnaöurviö allra hæfi, Kynniö ykkur okkar hagstæöa verö. 10% staðgreiðslu afsláttur Búðin, Bíldshöfða 18 Opið: mánud.-föstud. 10-18 Jotun . íranmaming ▼ T aislattur Við blöndum óskalitina þína VerðdœmU Verðfrá Innimálnmg, gljástig 3: 39%rA* Innimálning, gljástig 7: Verú frá 48 7 kr./l * Verð nuðast \ið 101 fötnr. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 ■ Slmi 568 7710 Helluhrauni 16-Slmi 565 0100 Sama verð á öllum litum, Fœst í þúsundum litatóna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.