Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1995, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1995 49 Hringiðan Það er alltaf eltthvaö að gerast á Tungllnu og síöasta helgi var engin undantekn- ing. Vinkonurnar Hrafnhildur og Þóra Guðrún kíktu inn.og tóku nokkur dansspor. DV-mynd Teitur Forsætisráðherra Eistlands, Tiit Vahl, var í opinberri heimsókn hér á landi á dögunum. Hér er hann ásamt Davíö Oddssyni forsæt- isráðherra og Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra viö frum- sýningu óperunnar Madama Butterfly í ís- lensku óperunni á föstudaginn. DV-mynd Teitur Það var haldið heljarmikið frumsýningarpartí eftir frumsýn- ingu á óperunni Madama Butter- fiy í íslensku óperunni á föstu- daginn. Ásdís Runólfsdóttir, Her- dís Jónsdóttir, Elnar Jónsson og Margrét Krlstjánsdóttir eru í hljómsveitinni sem sér um undir- leik í óperunni og þeim þótti greinilega gott að slappa af eftir frumsýningu. DV-mynd Teitur Það var greinilega stuð á Hlín Garöarsdóttur þegar hún var á pöbbarölti á föstudags- kvöld og það var lítið mál fyr- ir hana að setja sig í stelling- ar í Bankastrætinu þegar Ijósmyndara DV bar aö garði. DV-mynd Teitur Um helgina var kompukast í Kolaportinu og ýmis varningur, gamall sem nýr, til sölu. Fé- lagarnir Þorvaldur Árnason og Ketill Gunn- arsson voru í verslunarhugleiðing- um og skoöuðu jakkafötin af áhuga. DV-mynd Teitur Það var fjör á Sóioni Islandusi a föstudaginn. A efri hæðinni var tangókennsla fram eftir nóttu og þó nokkrir stigu sín fyrstu tangóspor. Það var samt ekki að sjá aö Úlfar Ormarsson og Hildur Björnsdóttir væru byrj- endur í Tangó. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.