Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 Nefnd á vegum háskólaráðs Háskóla íslands: Háskólanum verði breytt í sjálfseignarstofnun - hagkvæmasta leiðin til að koma i veg fyrir fjárskort Ótvíræðir kostir eru því fylgjandi að breyta Háskóla íslands í sjálfs- eignarstofnun. Þannig má tryggja að tekjur séu jafnan í samræmi við nemendaijölda og að gæði kennslu og rannsókna rýrni ekki vegna fjár- skorts. Þetta er niðurstaða nefndar sem háskólaráð Háskóla íslands skipaði síðastliðið haust að tillögu Gunnars G. Schram prófessors. Nefndin skilaði afdráttarlausum niðurstööum fyrir skömmu. Þar er mælt með því að hafist verði handa um undirbúning sjálfseignarstofn- unar um rekstur Háskóla íslands, enda blasi við íjárskortur. „Fyrir Háskóla íslands myndi skipta einna mestu í þessu efni að hann fengi fullt sjálfsstæði í öllum máfurn sínum, sem er forsenda fyr- ir farsæUi framtíðarþróun æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Þar er ekki síst mikUvægt að skólinn fengi fuUt ákvörðunarvald um kjör starfsmanna sinna. Fjárframlög úr ríkissjóði yrðu ákvörðuð með samn- ingi skólans og ríkisvaldsins þar sem tekið yrði mið af fjölda nem- enda og kostnaði þess náms sem nemandi stundar,“ segir meðal ann- ars í niðurstöðum nefndarinnar. Auk Gunnars G. Schram sátu í nefndinni þau Ágúst Einarsson pró- fessor, Guðrún Johnsen stud. jur., Guðrún Pétursdóttir, forstöðumað- ur Sjávarútvegsstofnunar, Sigurður J. Grétarsson dósent og Þórólfur Þórlindsson prófessor. Starfsmaður nefndarinnar var Jón Þór Sturluson hagfræðingur. -kaa IBrúðkaup í hofi: Brúöhjónin fram- kvæmdu giftinguna sjálf DV. Suðumesjum: „Giftingin var framkvæmd . af okkur sjáifum og tókst mjög vel, það var enginn prestur. Það skiptir engu máli hvort giftingin er skráð hjá einhverju ríkisbatteríi," sagði Tryggvi Gunnar Hansen sem gekk að eiga Sigríði Völu Haraldsdóttur aðfaranótt 22. desember. Brúðkaupið var haldið í Hraungerðishoflnú i Grinda- vík, sem Tryggvi reisti, og var fórnarathöfn þar sem þau mál- uöu saman mynd sem þau síð- an brenndu á báli með dansi og i kveðskap. „Þetta var fórn listamanna til þess að auka á frjómátt nátt- úrunnar og sköpun á komandi ári með hækkandi sól. Þar sam- einuðust kraftar karls og konu, himins og jarðar, ljóss og myrkurs til árs og friðar," sagöi Tryggvi sem segist hafa valið þennan dag sem er í raun náttúrunnar jól og áramót á sama tíma. „Brúðkaup, sem fer fram með þessum hætti, fellur inn í táknmynd heilags brúð- kaups „hierós gámos“ sem á rætur að rekja til frjósemis- dýrkunar bronsaldar á Noröur- löndum og víöar um álfuna," segir Tryggvi. -ÆMK Vestmannaeyjar: Drengur fyrir bíl ISjö ára gamall drengur varð fyrir bíl á Vesturvegi, fyrir framan'verslunina Vöruval, í Vestmannaeyjum um klukkan eitt í gærdag. Fyrst var haldið aö hann væri mikið slasaður en sera betur fór reyndust p meiðsli hans minni háttar, í andliti og á hönd. -ÞK Fjöldi jólasveina var á ferli í gær. Þessir kátu kappar sáust á stórum jeppa fyrir utan lögreglustöðina í Reykjavík. DV-mynd GS Völvuspá Vikunnar vekur athygli í útlöndum: Myndarlegur karl mun setjast í forsetastól - fimm frambjóðendur taka þátt í kosningaslagnum „Það er vor í lofti. Það er umtals- verð uppsveifla að eiga sér stað í ís- lensku efnahagslífi eftir sjö mjög mögur.ár. Ár mikilla fórna,“ hefur Vikan eftir völvu sem getið hefur sér gott orð fyrir spádómsgáfu sína, bæði á íslandi og víða erlendis. Fyrir skömmu var greint ítarlega frá véfréttum völvunnar í danska blaðinu Berlingske Tidende, eink- um þó þeim sem snúa að alþjóð. Fleiri erlend blöð og tímarit hafa sýnt málinu áhuga því völvan þykir sjá nokkuð vel fram í tímann. Á innlendum vettvangi telur völ- van einsýnt að friður muni vera á vinnumarkaðinum í byrjun næsta árs og nú sjái fyrir endann á þeirri gjaldþrotahrinu sem þjóðin hefur upplifað á undanfomum árum. Völ- van sér fyrir sér að í forsetakosn- ingunum í júní muni myndarlegur karl ná kjöri eftir kosningabaráttu sem fimm frambjóðendur taki þátt í. í pólitíkinni munu leiðir skilja milli „borgardætra" og landsbyggð- arkvenna sem meðal annars leiði til þess að Kvennalistinn bjóði ekki oft- ar fram. Völvan telur vafasamt að Þjóðvaki muni lifa vorið af en sér fyrir sér karlmann um fimmtugt sem muni láta mjög til sín taka í pólitíkinni næstu fimm árin. Völvan fer um víðan völl í véfrétt- um sínum og segir meöal annars að skattyfirvöld mimi gera harða aðfór að svartri starfsemi og gervi- verktökum. Um tíma muni Kvía- bryggja taka á sig yfirbragð klúbbs stórlaxa þegar fimm forstjórum verði stungið þar inn fyrir sömu sakir. Þá sér hún fyrir sér hneyksl- ismál innan lögreglunnar og um- hverfisslys í höfn sunnanlands. -kaa Jesúbarnið lagt í jötu - eftir messu og lestur jólaguðspjallsins á aðfangadagskvöld Á heimili Gunnars Eyjólfssonar leikara og konu hans, Katrínar Ara- son, skartar jata með Jesúbaminu um hver jól. Það er siður á katólsk- um heimilum að setja upp jötu fyrir jólin. „Jatan er fengin hjá Karmelsystr- unum. Lárus Ingólfsson leiktjalda- málari bjó til húsið utan um hana. Við setjum hana upp rétt fyrir jólin og höfum gert um hver jól síðan viö giftum okkur, 1959, og hún stendur fram á þrettánda," sagði Gunnar Eyjólfsson leikari í samtali við DV í gær. „Við höfum enn þá sama kertið og í byrjun og erum að hugsa um að láta það duga meðan við lifúm. Eft- ir að við vorum búin að eiga það í fimmtán ár áttuðum við okkur á því hve vel það dugar. Við höfum bara kveikt á kertinu meðan við borðum jólamatinn, við erum farin að spara það. Sjálft Jesúbarnið er ekki lagt í jöt- una fyrr en á aðfangadagskvöld. Það er mjög hátíðleg stund. Eftir mess- una í útvarpinu les ég jólaguöspjall- ið og íjölskyldan stendur kringum jötuna. Dóttursonur okkar, sem er sjö ára og heitir Gaukur Jörunds- son, heldur á Jesúbarninu á meðan. Þegar ég hef lokið lestrinum leggur Gaukur Jesúbarnið í jötuna og þá óskum við hvert öðru gleðilegra jóla því að þá fyrst eru jólin komin hjá okkur. Jatan er óskaplega falleg, konan mín er svo lagin við að raða þessu upp, englunum, hirðunum og vitr- ingunum. Jatan er ekki stór, húsið sem hún stendur inni í kemst í stór- an eplakassa,“ sagði Gunnar. -ÞK stuttar fréttir IBankamenn mótmæla Samband islenskra banka- manna hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar þeirri ákvörðun nokkurra bankaútibúa að hafa opið í kvöld, á Þorláksmessu, er harðlega mótmælt. Bankamenn telja það brot á kjarasamningi. Verðhrun á íbúð íbúi í Hafnarfirði hefur sent bæjaryfirvöldum, iðnaðarráð- herra og ísal bréf þar sem hann lýsir yfir allri ábyrgð þeirra á | hugsanlegu verðhruni íbúðar I sinnar vegna aukinnar efha- og hljóðmengunar af stækkuðu ál- í veri. Bylgjan greindi frá þessu. Sorpa ekki gleymd Forráðamenn austurríska fyrirtækisins Rubert Hofer segja þær fréttir rangar að þeir hafl hætt við áform um kaup á y Sorpu. Samkvæmt Bylgjunni s hefur fyrirtækið hins vegar J ákveðið að draga sig í hlé um t stund. Siðareglur ekki brotnar Siðanefnd Blaðamannafélags- j ins hefur úrskurðað að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur fé- * lagsins þann 14. október sl. með Smyndbirtingu af umferðarslysi á Suðurlandsvegi þar sem 3 lét- ust. SH opnar á Spáni í Sölumiðstöð hraðfrystihú- | sanna hefúr ákveðið að opna | söluskrifstofu á Spáni á næsta P ári og mun Hjörleifur Ásgeirs- i son veita henni forstööu. Flotvarpa leyfö Að fenginni umsögn Hafr- | annsóknastofnunar hefúr sjáv- arútvegsráðuneytið ákveðið að | leyfa í tilraunaskyni notkun * flotvörpu við loðnuveiðar til 1. | febrúar á næsta ári. Áskorun frá Neslnu I Bæjarstjóm Seltjamarness i hefúr skoraö á ríkisstjóm ís- « lands að mæta ört vaxandi fikniefnavanda þjóðarinnar 5 með kröftugum og raunhæfum :í aðgerðum. Slysaskot leiörétt Skífan hefur komið á fram- ■, færi afsökunarbeiðni til hlutað- | eigandi vegna geislaplötunnar ■s með Herdlsi Þorvaldsdóttur, 1 Oskaljóðin mín. Þar er ljóðið ; Slysaskot í Palestínu sagt eftir í> Þprstein Valdimarsson en hið : rétta er að Kristján frá Djúpa- ' læk orti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.