Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 TIV 4 Kréttir____________________________ Nágrannaerjur í húsinu viö Bæjarhraun 16 í Hafnarfirði: Göt boruö og lagðar lagnir án heimildar eigenda - kjallaradyr opnaðar með gömlum lykli í fylgd tveggja lögreglumanna „Hann fyllti kjallarann af ára- mótapúöri þó að það væri ekki leyfi- legt. Við létum lögreglu og eldvama- eftirlit vita og það var fjarlægt á stundinni. Hann var óánægður með þetta og hefur verið með hefndar- ráðstafanir og skæruhemað síðan, meinað okkur aðgang að lögnum í kjallaranum og skrúfað fyrir vatn- ið,“ segir Helga Þórðardóttir, eig- andi Skóhallarinnar að Bæjar- hrauni 16 í Hafnarfirði, um ná- grannaeijur í húsinu. Eigendur Skóhallarinnar leituðu nýlega til sýslumannsins í Hafnar- firði og fengu liðsstyrk tveggja lög- reglumanna, opnuðu kjallarann með gömlum lykli frá fyrri eiganda og létu iðnaðarmenn bora göt í loft- ið og vinna við lagnir, til dæmis skólplagnir, í kjallaranum þó að eig- endur kjallarans hefðu hafnað bón þeirra og ekki viljað hleypa þeim inn í kjallarann. Verkið var unnið til að Landsbanki íslands gæti opn- að útibú í húsnæði sem eigendur Skóhallarinnar leigja út. Þegar umboðsmaður eigenda kjallarans kom að iönaðarmönnun- um á lokastigi verksins og bað þá að yfirgefa kjallarann var því neitað. Hann óskaði eftir aðstoð sýslu- manns við að fá mennina á brott og var þvi hafnað, samkvæmt heimild- um DV. Umboðsmaðurinn skipti þá um skrá á kjallarahurðinni og iðn- aðarmennirnir urðu frá að hverfa. Leggja varð vatnslagnir gegnum vegg á 1. hæðinni frá Skóhöllinni í húsnæði Landsbankans til bráða- birgða. í yfirlýsingu frá eigendum kjall- arans, Friöriki Gíslasyni og Guðríði Svavarsdóttur, kemur fram að full- trúi í byggingadeild Landsbanka ís- lands hafi fengið leyfi sýslumanns- Heiðurslaun listamanna: Fækkar um einn Ákveðið hefur verið að 16 listamenn hljóti heiðurslaun listamanna á næsta ári, einum færri en í ár. Af þeim 17 lista- mönnum sem hlutu heiðurslaun listamanna í ár er einn látinn, María Markan óperusöngkona. Það kom fram hjá Hjálmari Árnasyni, sem sæti á í mennta- málanefnd Alþingis, við fjár- lagaumræðuna í fyrrinótt að ekki er gert ráð fyrir að bæta 17. listamanninum við. Heiðurslaun listamanna voru 900 þúsund krónur í ár og verða þau óbreytt næsta ár. Þeir lista- menn sem hljóta heiðurslaun eru Atli Heimir Sveinsson, Ámi Kristjánsson, Ásgerður Búadótt- ir, Guðbjörg Þorbjamardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pét- ursson, Helgi Skúlason, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Krist- ján Davíðsson, Matthías Jo- hannessen, Sigfús Halldórsson, Stefán Hörður Grímsson og Thor Vilhjálmsson. -S.dór Reykhólahreppur óskar eftir opinberri rannsókn: Milljónum varið í þágu sveitarstjóra Hreppsnefnd Reykhólahrepps hef- ur óskað eftir að fram fari opinber rannsókn á embættisfærslu og fjár- umsýslu Bjarna P. Magnússonar, fyrrverandi sveitarstjóra, í fram- haldi af nýlegri skýrslu endurskoð- anda um embætti^færslu hans. Von- ast er til að niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en næsta vor. í skýrslunni kemur meðal annars fram að ráð- stafað hafl verið lánum frá Bygging- arsjóði verkamanna, samtals að fjárhæð um 5,4 milljónir króna, í einkaþágu sveitarstjórans án vit- undar annarra. í skýrslu endurskoðandans kem- ur einnig fram að lög um skil á stað- greiðslu og lífeyrissjóðsiðgjöldum hafi verið brotin árið 1994. Til að unnt væri að ganga frá ársreikningi 1994 vom ofangreind lán færð til skuldar í bókhaldinu og á móti á út- tektarreikning sveitarstjóra auk dráttarvaxta. Skuld sveitarstjóra við sveitarsjóð nam því rúmum 7 milljónum króna í árslok 1994. Þegar DV hafði samband við sveitarstjórann nýlega sagðist hann fara með fjölskyldu sína úr sveit- inni meðan beðið væri eftir niður- stöðu rannsóknarinnar. Hann benti á að tugir manna hefðu skrifað und- ir stuðningsyfírlýsingu við störf sín. Fjölskyldan hefði kunnað vel við sig í Reykhólahreppi og stefndi að því að koma þangað aftur þegar færi að hægjast um. Skatttekjur sveitarsjóðs Reyk- hólahrepps árið 1994 námu samtals 28,6 milljónum króna en halli reynd- ist 22,9 milljónir. Heildarskuldir sve'.asjoósins námu 92,6 milljón- um og höfðu hækkað um 15,8 millj- ónir króna milli ára. Skuldir á hvem íbúa hækkuðu úr 230 þúsund í 267 þúsund krónur á árinu. -GHS Nágrannaerjur hafa verið í húsinu númer 16 við Bæjarhraun í Hafnarfirði vegna lagna sem lagðar voru í kjallara húss- ins í trássi við vilja eigenda. Eigandi Skóhallarinnar segir að eigendur kjallarans hafi verið með skæruhernað frá því áramótapúður var fjarlægt úr kjallaranum án vitundar þeirra. Eigendur kjallarans segjast ekki vilja lagnir í kjallarann af ótta við að hann falii í verði. Talið er hugsanlegt að um brot á eignarrétti eða jafnvel húsbrot hafi verið að ræða. DV-mynd BG ins í Hafnarfirði til að fara inn. Eig- endur segjast ekki hafa staöið gegn framkvæmdum í kjallaranum „af neinni illgimi", eins og það er orð- að, heldur af ótta við að húsnæðið, sem er samþykkt fyrir sælgætis- og matvælaframleiðslu, muni rýrna í verði. Þá hafi verið óskað eftir því að lagnimar verði fjarlægðar. „Við komum ekki nálægt þessu máli, höfum aldrei gefið nokkurt einasta leyfi enda gátum við ekki gert það. Eigandi Skóhallarinnar sagðist hafa lykil að þessu húsnæði. Þar sem hún næði ekki í eigend- urna óskaði hún eftir því að lögregl- an kæmi og skoðaði í kjallarann þegar hún opnaði. Ég taldi ekkert athugavert við það,“ segir Guð- mundur Sophusson sýslumaður. Hann segist ekki hafa hafnað ósk umboðsmannsins um aðstoð við að rýma kjallarann heldur óskað eftir fresti til að kanna málið. Talið er að um brot á eignarrétti eigenda kjallarans geti verið að ræða þegar kjaliarinn var opnaður og unnið þar í heimildarleysi, auk þess sem hugsanlegt er að um hús- brot hafi verið að ræða. -GHS Smáíbúðahverfið: Byggingu í skrúðgarði mótmælt 343 íbúar í Smáíbúðahverf- inu hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu leikskóla í skrúðgarði við Grundargarð í Reykjavík, svokölluðum Grundargerðis- garði, og eru það eingöngu íbú- ar í næsta nágrenni við skrúð- garðinn sem skrifa undir listana. Þessi staðsetning kom til athugunar eftir að íbúar við Hæðargarð mótmæltu byggingu leikskóla á gamla Víkingsvell- inum þar. „Við erum búin að afhenda þessa lista og sýna vilja íbú- anna á stóru svæði í kring. Við viljúm að það sé tekið tillit tU þess alveg eins og við Hæðar- garð,“ segir Fjóla Kristjánsdótt- ir, íbúi við Sogaveg. í bókun borgaryfirvalda á borgarráðsfundi á þriðjudag segir að Ijóst sé að um staðsetn- ingu leikskóla í Grundargerðis- garði náist ekki sátt og því hljóti leikskóli við Hæðargarð að koma aftur til skoðunar. Að öörum kosti kunni að reynast erfitt að leysa vanda leikskóla- bama i hverfinu. -GHS Viðskiptafræði: Próf í reikn- ingshaldi I end- urtekið Deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar hefur ritað nemendum i námskeiðinu reikningshald I bréf þar sem hann biðst afsökunar á að við framkvæmd prófs í reiknings- haldi I, sem fram fór 11. desem- ber sl„ urðu þau mistök að próftími var talinn 5 klst. í aug- lýsingu frá prófstjóra en átti að vera 4 klst. samkvæmt ákvörð- un kennara. Deildarforseti segir í bréfinu að deildin telji mistökin alfarið á ábyrgð prófsfjóra. Ákveðið hefur verið að ann- að próf fari fram í janúar og munu allir nemendur sem tóku prófið 11. desember hafa heim- ild til að taka það. „Velji þeir þann kost, mun verða þannig með málið farið gagnvart þeim í skrám Háskól- ans að það sé eins og prófið 11. desember sl. hafi aldrei átt sér stað. Þetta þýðir, að einkunn fyrir prófið 11. desember fellur niður og ekki verður um missi próftökuréttar fyrir það próf að ræða,“ segir í bréfi deildarfor- seta. -ÞK Fjölbraut, Suðurnesjum: 35 braut- skráðir DV, Suðurnesjum: Alls voru 35 nemar braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja við glæsilega athöfn í sal skólans 20. desember, 19 piltar og 16 stúlkur. Stúdentar voru 22. Af starfsmannabraut- um útskrifuðust þrír, einnig þrír af tveggja ára námsbraut- um, allt konur. Sjö vélaverðir, allt karlmenn, útskrifuðust. Flestir þeirra nemenda sem út- skrifuðust voru úr Reykjanes- bæ eða 22, 5 úr Sandgerði, 3 frá Grindavík, 3 úr Reykjavík og Hafnarfirði og 2 úr Garði. I Bílheimar ehf. nú fluttir oð Scevarhöföa 2a s: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.