Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 8
8
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 33’^ ’
ifréttir
Þorskurinn ekki bara á Vestíjarðamiðum:
Það hefur orðið vart við
mikinn þorsk miklu víðar
- segir Ásmundur Ásmundsson, skipstjóri á Snæfugli frá Reyðarfirði
DV, Akureyri:
„Ég hef ekkert veriö að leita að
þorski en þeir sem það hafa gert
hafa ekki verið lengi að ná því sem
þeir hafa ætlað sér,“ segir Ásmund-
ur Ásmundsson, skipstjóri á frysti-
togaranum Snæfugli frá Reyðar-
firði. Fréttir af mikilli þorskgengd
eru samkvæmt því ekki bundnar
við Vestfjarðamið, þar sem Snæfugl
hefur verið að veiðum austur af
landinu og þar virðist einnig mjög
mikill þorskur á ferðinni.
„Menn hafa t.d. reynt við
þorskinn í Hvalbakshallinu og þeir
Flóðahætta á Suðurnesjum:
Tilbúnir með sand-
poka og viðarplötur
DV. Suðumesjum:
„Við höfum komið skilaboðum
til allra sveitarstjórna og björgun-
arsveita á svæðinu - utan Grinda-
víkur - að þær hugi sérstaklega
að Ðóðahættunni nú þannig að
allt veröi gert til að koma í veg
fyrir hugsanlegt tjón. Starfsmenn
sveitarfélaganna verða til staöar
með sandpoka og viöarplötur til
að koma í veg fyrir skemmdir,"
sagði Ellert Eiríksson, formaður
Almannavamanefndar Suður-
nesja, í samtali við DV. Menn eru
í viðbragðsstööu vegna flóöa-
hættu sem gæti skapast þegar
stórstreymi nær hámarki á að-
fangadagsmorgun. Ef mikill vind-
ur stendur á land kann sjógangur
að verða mikill og mannvirki
gætu verið í hættu. Fylgst er sér-
staklega með vissum götum í Vog-
um, næst hafnarsvæðinu. Einnig
með húsum sem standa lægst við
Hafnargötu í Keflavík og Herðu-
breið og Skjaldbreið í Njarðvík.
Þá verður fylgst með holræsum
sérstaklega. Hættuástand getur
staðið fram í mars.
^ Jólagestir 3 -
1— Björgyin Halldórssoii ^ ^
Stórverslun Laugavegl 26
(opið alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040
Krínglunnl S • K• í - F - A- N
(Opið virka daga til kl. 21. Laugardaga
og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030
Laugavegi 96
Sími 525 5065
Póstkröfusími
525 5040
veiddu sem' það reyndu. Þá hafa
linubátarnir verið að fá mjög gott af
þorski. Það hefur orðið vart við
mikinn þorsk miklu víðar en áður,
bæði djúpt og grunnt," segir Ás-
mundur.
Hann segir það enga spurningu
að það sé búið að vernda þorskinn á
kostnað annarra tegunda, grálúöan,
karfinn og ufsinn hafi látið mjög á
sjá vegna aukinnar sóknar í þær
tegundir. „Á sama tíma verðum viö
vegna kvótaleysis að forðast þor-
skinn sem er um allan sjó. Þorsk-
gengdin er því ekki bara út af Vest-
fjörðum heldur líka hér fyrir austan
þar sem mikið er af honum.
En það er skiljanlegt að fiskifræð-
ingum gangi illa að viðurkenna
þetta, enda myndu allir hætta að trúa
þeim eftir það, þeir sem enn gera
það. Hafa þeir ekki náð ofurvaldi á
íslenskum stjórnmála- og embættis-
mönnum?" sagði Ásmundur. -gk
Þorskgengdin á VestjQaröamiöum og út af Austurlandi:
Þetta magn gefur ekki
rétta mynd af ástandinu
- segir Þorsteinn Vilhelmsson, útgeröarmaöur á Akureyri
DV, Akureyri:
„Ég tel að þessi veiði fyrir vestan
og austan að undanfórnu gefi ekki
alveg rétta mynd af því hversu mik-
ið er til af þorski í sjónum hér við
land,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson,
fyrrverandi skipstjóri og einn af eig-
endum Samherja hf. á Akureyri,
vegna frétta af mikilli þorskgengd á
Vestfjarðamiðum og út af Austur-
landi.
„Ég er ekki viss um að ef á miðin
kæmu 50-100 skip, eins og var oft á
árum áður, að þar yrði lengi um
einhverja mokveiði að ræða. Það
sem menn hafa verið að segja, eins
og t.d. það að hægt sé að afkasta á
einum togara um 1000 tonnum á sól-
arhring, er bara hlutur sem ég hef
aldrei heyrt og skil ekki. Menn eiga
að vita betur en þetta. Það er e.t.v.
hægt að ná þessu inn fyrir með ein-
hverjum dælum ef það ætti að fara í
bræðslu.
Við lentum oft í góðri veiði hér á
árum áður, en þá var þröngt á mið-
unum og menn urðu að taka tillit
Börnin á Merkurbæjunum. Þau heita, talið frá vinstri: Ólafur Árni Sveinbjarn-
arson, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Aldís Stella Asgeirsdóttir, Árni Ás-
geirsson, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Hafdís Ásgeirsdóttir.
DV-myndir Jón Ben
Börnin velja jólatré
úr trjálundi bæjanna
DV, Hvolsvelli:
í sjö ár hafa börnin á Merkurbæj-
unum undir Eyjafjöllum sótt jólatré
í lítinn trjálund skammt frá bæjun-
um. Það er stór hluti af jólaundir-
búningnum og börnin hlakka til og
telja dagana þar til kemur að því að
velja jólatré og færa það heim í bæ.
Þann 20. desember rann stóra
stundin upp. Þau fóru og felldu tré
og drógu heim að bæ og ekki spillti
að það byrjaði að snjóa um morgun-
inn og líklega verða hvít jól undir
Eyjafjöllum í ár.
Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-
Mörk, hefur plantaö í trjálundinum
síðan hann var 11 ára og i dag njóta
börnin hans góðs af starfi hans.
Fyrstu árin uxu trén allt að því lág-
rétt vegna næðings en Ásgeir notaði
gamlar vírnetsrúllur til að mynda
skjól og í dag er kominn fallegur
trjálundur sem þarf aö grisja og er
það gert með fyrrnefndum hætti.
-JB
hver til annars. Núna eru 1-2 skip á
þessum blettum og þurfa ekki að
taka tillit til annarra. Það er þorsk-
ur á einhverjum svæðum núna sem
stendur mjög þétt vegna þess að
hann hefur fengið að vera i friði.
Það hafa t.d. ekki mörg skip kastað
á Halanum frá því í vor og þar til í
haust. Það er því eðlilegt að fiskur-
inn Fmni sér griðland og ástandið
væri ískyggilegt ef þarna fiskaðist
ekki,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson.
-gk
Togarar viö
veiðar
um jól og
áramót
DV, Rjótum:______________
Þrír af togurum Fiskiðjunn-
ar/Skagstrendings. á Sauðár-
króki verða á veiðum um jól og
áramót og munu selja afla sinn
erlendis eftir áramót. Skafti sel-
ur á Bretlandi 3. janúar en
Skagfirðingur og Hegranes
selja í Bremerhaven 8.-10. janú-
ar.
Að sögn Gísla Svans Einars-
sonar, útgerðarstjóra fyrirtæk-
isins, hafa togarar þess yfirleitt
verið að veiðum á þessum tíma
undanfarin ár og oft selt vel eft-
ir áramótin.
Þannig fékk Skafti 31 milljón
króna fyrir 160 tonn í byrjun
þessa árs en það er með hæsta
meðalverði sem ísfisktogari hef-
ur fengið. Gísli sagði að verð á
erlendum mörkuðum hefði ver-
ið lélegt undanfarið en menn
treystu á að það hækkaði veru-
lega í byijun ársins eins og síð-
ustu árin.
Fjórði togari fyrirtækisins,
Málmey, hefur verið á karfa-
veiðum og mun halda þeim
áfram eftir áramót. Kemur í
land milli jóla og nýárs. -ÖÞ
Andakílsárvirkjun:
Akranes kaupir
DV, Akranesi:____________
Gengið var frá samningi
milli Akraneskaupstaðar og
Borgarbyggðar í síðustu viku
um kaup Akumesinga á 20%
hlut Borgarbyggðarmanna í
Andakílsárvirkjun. Kaupverðið
er 120 milljónir króna.Að sögn
Gísla, bæjarstjóra á Akranesi,
er hlutur heimamanna nú orð-
inn 60% í virkjuninni. -DÓ