Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 19
JjV LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995
19
Danmörk:
Alexandra prinsessa
vinsælasta jólagjöfin
Þegar börnin taka utan af jóla-
pökkunum í Danmörku verða það
án efa margar litlar stúlkur sem fá
eftirlætisdúkkuna, nefnilega Al-
exöndru prinsessu í brúðarkjólnum
og með slör. Strákarnir verða ör-
ugglega hissa þegar þeir taka utan
af litlu bílabrautinni með hrað-
skreiðum bílum. Þetta eru nefnilega
mest seldu jólagjafirnar handa
dönskum börnum þetta árið.
Á síðasta ári voru það skjald-
bökufigúrur sem séldust best en nú
er það Micro-bílabrautin, og það
þrátt fyrir að engir sjónvarpsþættir
hafi verið gerðir um hana.
Micro-bílabrautin kostar frá 600
til 3600 krónum en Alexandra
prinsessa kostar um 1800' krónur.
Þar sem prinsessudúkkan var búin
til áður en hið konunglega brúð-
kaup fór fram er brúðarkjóllinn
ekki alveg eins og kjóll Alexöndru
en þó mjög líkur.
Önnur leikföng á vinsældalistan-
um topp tíu er smádót sem kallast
Polly Pocket, syngjandi eða talandi
smábrúður. Lítil hljómborð eru vin-
sæl, svo og ýmis leikföng sem tengj-
ast frægum sjónvarpsþáttum eða
kvikmyndum, að ógleymdu Legói.
Leikfangaverslanir í Danmörku
selja fyrir um sjö milljarða fyrir jól-
in. Danska blaðið Politiken ræddi
við nokkra sem voru að kaupa jóla-
gjafir í leikfangabúð og þar á meðal
var íslensk stúlka, Sigríður Auðuns-
dóttir, sem sagðist vera að kaupa
handa ættingjum heima á íslandi.
Bylting — Ekta ★★
Engin bylting
Danshljómsveitin Bylting hefur
hingað tO haldið sig við dansiballa-
mennsku. Hún fetar sig inn á nýjar
brautir á þessu hausti með því að
senda frá sér plötuna Ekta. Á henni
eru tíu lög, flest eftir liðsmenn
hljómsveitarinnar. Blandað er sam-
an poppi, danspoppi og rokki og
sennilega er það höfuðástæðan fyrir
því að útkoman er full karakterlaus.
Hljómplötur
Ásgeir Tómasson
Liðsmenn Byltingar eru hins vegar
þokkalegustu spilarar, söngur er i
lagi og uppbygging laga er hefð-
bundin þannig að heildarútkoman
er viðunandi.
Spurningin er hins vegar sú
hvort Bylting hefði ekki átt að gefa
plötu sína út að sumarlagi í sam-
keppni við aðrar hljómsveitir sem
beina starfskröftunum fyrst og
fremst að því að skemmta á dans-
leikjum. Hún er auðheyrilega á
svipaðri línu og Vinir vors og
blóma óg fleiri sveitir sem viljáhafa
léttleikann í fyrirrúmi. Búast hefði
mátt við því að plata eins og Ekta
fengi meiri athygli að vori til eða
sumri heldur en í grjótharðri sam-
keppni á ofmettuðum jólamarkaði
og hefði því orðið aðstandendum
sínum að meira liði en með því að
týnast í beljandi plötuflóði.
Ekki viljum við upplýsa hvað það er
sem Sigríður var að kaupa en litlu
frænkurnar og frændurnir verða án
efa glöð þegar þau taka upp pakk-
ana frá Danmörku.
Sigríður Auðunsdóttir var að
kaupa leikföng í leikfangabúð á
Strikinu handa frænkum og
frændum á íslandi.
Alexandra prinsessa og Micro-bílabraut eru vinsælustu jólagjafirnar í Danmörku
fyrir þessi jól.
ISLENSKIFJARSJOÐURINN
Skattaafsláttur • nýr, spennandi ávöxtunarmöguleiki • hlutur í vaxtartækifærum ffamtíðarinnar
ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN HF. er nýr sérhæfður hlutabréfasjóður frá
Landsbréfum hf. Sjóðurinn fjárfestir i fyrirtækjum sem eiga mikla vaxtarmöguleika,
bæði á sviði sjávarútvegs og tengdrar atvinnustarfsemi og í upprennandi
atvinnugreinum, þar sem há:flr stjórnendur, sérfræðiþekking og íslenskt hugvit
skapa fyrirtækjum vænlega samkeppnisstöðu á alþjóðlegum mörkuðum.
• Skattaafsláttur
Hlutabréf í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM
vcita einstaklingum allt að 45.000 króna
cndurgrciðslu tckjuskatts í ágúst á næsta ári
(90.000 kr. hjá hjónum).
• Fjárfesting til framtíðar
Auk þess færð þú góða ávöxtun sparifjár og
nýtur þátttöku í arðvænlegum vaxtar-
tækifærum.
• Boðgreiðslur eða áskrift
I’ú gctur keypt hlutabréf á VISA og EURO
boðgrciðslum ti! allt að 24 mánaða cða í
mánaðarlegri áskrift.
• Einfaldara getur það ekki verið!
Þú gctur kcypt hlutabrcfí ÍSLENSKA
FJÁRSJÓÐNUM hjá Landsbréfum og í
öllum útibúum Landsbankans.
• Eitt símtal dugir
Hvort scm þú vilt kaupa á boðgreiðslum,
í áskrift cða cinfaldlcga staðgreiða!
Tryggðu þér bréf í tæka tíð
&
, LANDSBRÉF HF.
7^4
SUÐURIANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598