Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 Einn helsti aðdáandi körfuboltaliðsins í Grindavík er blindur: Fær að sitja á varamannabekknum - og hvetur liðið óspart DV, Suðurnesjum: „Ég hef mikinn áhuga á körfu- knattleik og fylgist spenntur með leikjunum þegar mínir menn í Grindavík eru að spila. Það getur verið ansi erfitt að bíða eftir að leik- urinn hefjist og þá er dagurinn oft langur. Ég heyri stemninguna í salnum og finn fyrir spennunni. Einnig lætur liðsstjóri Grindvík- inga, Dagbjartur WÚlardsson, mig alltaf vita reglulega hverjir skora körfurnar og hvemig staðan er,“ / segir Kjartan Ásmundsson, 18 ára Grindvíkingur, í viðtali við DV. Kjartan hefur verið blindur frá fæðingu en lætur það ekki aftra sér frá að fara á leiki þegar úrvalsdeild- arlið Grindvikinga í körfuknattleik eru að spila. Hann reynir að fara á alla heimaleiki og stundum einnig á útileiki ef einhver býður honum far. Kjartan hefur mörg og misjöfn áhugamál. Hann kemur fólki sann- arlega á óvart enda er hann ræðinn, stríðinn og ófeiminn. Hann hefur skoöanir á flestum hlutum. Kjartan með foreldrum sínum, Kolbrúnu og Ásmundi og systkinum, Guðjóni og Stefaníu. verði íslandsmeistarar og stelpurn- ar líka. Ef systir mín stendur sig vel þá vinnum við mótið." Kjartan segir að þegar mynda- tökumenn frá sjónvarpsstöðvunum séu að mynda leikina megi þeir gera meira af að taka myndir af vara- mannabekknum. „Þá verður Dag- bjartur Willardsson liðsstjóri ánægður og kannski fleiri því þá sést kannski í mig,“ segir Kjartan og hlær. Ánægður í vinnu Kjartan segir að mjög gott sé að búa í Grindavík og þar sé fólk mjög skemmtilegt og almennilegt. „Mér líkar mjög vel við fólkið í bænurn." Kjartan vinnur á blindravinnu- stofu í Reykjavík eftir hádegi á fimmtu- og fostudögum við að merkja bursta og ýmislegt fleira. Einnig starfar hann hjá hæfingar- stöðinni í Keflavík þar sem hann vinnur við að pakka heyrnartólum í plastumbúðir og ýmislegt sem til fellur. „Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnu. Ég fer með rútu á milli og það er ekkert mál. Þaö er rosalega gaman að vinna á báðum þessum stööum. Þar er skemmtilegt starfs- fólk og vinnufélagar. Kjartan er ótrúlega fljótur að þekkja fólk ein- ungis á röddinni og þarf ekki áð ræða við viðkomandi nema í örfá skipti til að þekkja persónuna aftur þegar hann hittir hana. „Ég þekki flesta í Grindavík á röddinni. Það væri samt mjög gott ef fólk kynnti sig á milli. Sumir eru alltaf í ein- hverjum spurningaleik, breyta röddinni, og vilja alltaf vera í ein- hverjum leik sem getur veriö þreyt- andi.“ Er stríðinn Kjartan fer flestar ferðir sínar á Hefur mörg áhugamál Fréttaritari DV heimsótti Kjartan i Grindavík fyrir stuttu og verður að segjast eins og er að strákurinn kom á margan hátt á óvart. Hann hefur mörg áhugamál og hefur gert merkilega hluti sem aðeins sjáandi fólki hafa verið ætlaðir. Þá spillir ekki að fjölskylda hans er samhent. Hún er opin og hress svo Kjartan á ekki langt að sækja léttleikann. Kjartan hefur búið í Grindavík frá þriggja áraaldri. Foreldrar hans eru Ásmundur Jónsson sem vinnur á vélaverkstæði Fiskaness og í hlutastarfi sem. slökkviliðssijóri í Grindavik. Móðir hans er Kolbrún Guðmundsdóttir. Kjartan á tvö systkini, Guðjón, sem er þremur árum eldri, og Stefaníu sem er þremur árum yngri. Systkini Kjart- ans eru bæði í íþróttum. „Ég fer mjög oft á körfuboltaleiki þegar systir min er að spila og það finnst mér mjög gaman og spennandi. Ég fer yfirleitt með foreldrum mínum en pabbi lætur mig vita um stöðu leiksins. Ég er ekki eins duglegur að fara á fótboltaleiki þegar bróðir minn er að spila. Ég hef mestan áhuga á körfunni." „Við erum bestir" Kjartan lætur sér ekki nægja að fara á leikina í meistaraflokki karla. Hann nýtur þeirra forrétt- inda að sitja á varamannabekk Grindvíkinga og fær að fara með að- dáendum sínum inn í búningsklefa. Kjartan hvetur sína menn og fyrir stuttu, á leik Grindvíkinga og Skagamanna, mátti heyra þegar hann kaliaði til þeirra í búnings- klefanum: „Strákar, eru ekki allir í stuði? Ætlum við ekki að vinna leikinn? Hveijir eru w*®! bestir?" Þessi orð Kjartans dugðu ‘ því Grindvík- ingar burstuöu andstæðingana. „Ég reyni að hvetja strákana eins mikið og ég get. Ég er rosalega ánægður að fá tæki- færi til að fara inn í búningsklefann með strákunum fyrir leiki. Friðrik Rúnarsson, sem er mjög góður þjálfari, gaf mér leyfi til þess. Strákarnir hafa tekið mér frábær- lega vel. Ég ætla að vona að þeir Strákarnir í körfunni í Grindavík hafa verið Kjartani góðir enda er hann einlægur aðdáandi þeirra. DV-mynd ÆMK leikina og um Grindavík með til- sjónarmanni sínum. Elías Þór Pét- ursson er nýhættur vegna anna eft- ir að hafa aðstoðað Kjartan í fjögur ár. Nýr tilsjónarmaður hans er Vignir Helgason. „Ég þekki hann mjög vel. Hann er vinur bróður míns. Við höfum farið í sund saman sem ég hef mjög gaman af. Þá fórum við á pöbbinn hér í Grindavík á dög- unum og síðan í Festi, á ball hjá grunnskólanum," segir hann. Kjartan á til að vera dálítið stríð- inn. „Ég er mjög stríðinn og systk- ini mín lenda oft í því, kannski helst systir mín en hún reiðist líka oft vegna þess. Ég reyni ekki við pabba því hann er svo rosalega stríðinn sjálfur." Fylgist með fjölmiðlum Kjartan hefur gaman af tónlist og mörgu fleira. Hann reynir að sinna þessum áhugamálum sínum eftir bestu getu. „Ég hef gaman af allri tónlist. Ég keypti mér hljóm- flutningstæki sem ég safnaði fyrir sjálfur. Ég hef líka mjög gaman af ástarsögum sem ég fæ á bókasafn- inu. Sögumar eru á hljóðsnældum. Ég læri rosalega mikið af þeim,“ segir Kjartan og hlær mikið, lítur síðan á foreldra, sína sem brosa, og hafa greinilega gaman af. „Ég er ekkert feiminn við að hlusta á þess- ar sögur,“ bætir hann við. „Ég hlusta mikið á útvarp og fréttimar á Stöð 2. Fótboltinn í Sjónvarpinu heillar mig en uppáhaldsliðið mitt er Manchester United en þeir eru langbestir. Ég hélt áður með Liver- pool en þeir eru orðnir svo lélegir. Mér finnst gaman að fara í leikhús og fór á Superstar um daginn. Ég fer líka í bíó ef einhver nennir að segja mér frá myndinni. Ég sá Cool Runn- ing á dögunum en frændi minn úr Hafnarfirði var svo góöur að taka mig með.“ Fákk að fljúga Kjartan hefur prófað ýmis ævin- týri. „Ég fór í flugtúr í haust með einum af kunningjum pabba. Ég fékk að stýra þegar við flugum yfir Bláa lónið og Grindavík. Það var æðislegt. Ég hef líka fengið að keyra jeppa fyrir vestan. Tveir frændur mínir og lítil frænka voru með í bíltúrn- um ásamt pabba. Við vomm ein á brautinni sem var hættulaus. Ég gaf allt í einu meira í en ég mátti en þá fór bíllinn út af. Pabbi steig á bremsurnar. Frændi minn sagðist aldrei ætla með mér í bfl aftur. Litla frænka mín skemmti sér hins vegar vel.“ Kjartan hefur líka prófað sjóinn. Hann fór í ferð með Willard Ólasyni úr Grindavík. „Ég var ekkert sjó- veikur og var mjög glaður að fá að fara í þessa ferð.“ Hlakkar til jólanna Kjartan segist hlakka mikið til jólanna. „Við borðum sælgæti, opn- um gjafirnar og förum í kirkju á að- fangadagskvöld. Ég hlakka til að opna pakkana en er þó ekki eins spenntur og bróðir minn sem getur varla beðið. Mig langar í geisladisk frá systur minni.“ Kjartan fékk það göfuga starf að hjálpa konu í bænum að skrifa jóla- kort með blindraletri, sem hún sendi frænku sinni. „Það er mjög gott að geta hjálpað til en ég á ritvél með blindraletri." Foreldrar Kjartans þurftu að sækja alla þjónustu fyrir hann til Reykja- víkur. Nú hefur það breyst og segjast þau fá góöa þjónustu á Suðumesjum. Óskað hefúr verið eftir að Kjartan komist á sambýli fyrir fatlaða. „Okkur þætti gott fyrir Kjartan að prófa að flytja að heiman enda er gang- ur lífsins sá að fólk flytur að heiman þeg- ar það verður fúll- orðið." Þau segja að Kjart- an sé skapgóður, hann klæðir sig sjálfur og þrifur en hann vill að móð- ir sín stjani svolítið við sig í eldhúsinu. Á sumrin hefur hann verið í sveit í Borg- arfirði og líkað vel. „Þetta hefur allt geng- ið vel og systkini hans eru góö við hann,“ segja Kolbrún og Ás- mundur. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.