Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995
23
Þórunn Þorleifsdóttir, Fordstúlkan 1995, komin heim frá Las Vegas:
Fékk atvinnutilboð í Flórída
Þórunn í bátsferð í Flórída en þangað var henni boðið eftir keppnina.
„Þetta var mikil upplifun þó dag-
skráin hafi verið erfið. Við þurftum
að vakna klukkan sjö á morgnana
og strax eftir morgunmat vorum við
drifnar í endalausar myndatpkur.
Stundum var þetta talsverð bið eftir
að komast að, sértaklega þar sem ég
er aftarlega í stafrófinu," segir Þór-
unn Þorleifsdóttir, Fordstúlkan
1995, sem er nýkomin heim frá Las
Vegas þar sem hún tók þátt í keppn-
inni Supermodel of the World.
Þórunn komst ekki í úrslit í
keppninni en hins vegar fékk hún
atvinnutilboð frá útibúi Ford Mod-
els á Miami í Flórída og fór hún
þangað eftir keppnina til að kanna
aðstæður. „Mér leist mjög vel á mig
þar og ætla að velta því fyrir mér
yfir hátíðir hvort ég eigi að fara
þangað eftir áramótin." Þórunn
fékk bréf í hendur frá Colleen C.
Graham, sem rekur Ford Models á
Miami, þar sem hún hrósar henni í
hástert.
Fallegt meðmælabréf
í bréfinu segir: „Það var frábært
að kynnast Þórunni. Það er ekki oft
sem maður hittir fyrirsætu sem er
jafn athyglisverð og sæt og hún. Ég
er þess fullviss að Þórunn getur
starfað sem fyrirsæta víða um heim
á ólíkum stöðum. Hún á eftir að
spjara sig og ég er þess fullviss að
henni á eftir að ganga vel. Ég
hlakka til að kynna hana. Þórunn
hefur allt til að hera sem prýða má
góða fyrirsætu. Hún er ekki hara
falleg að utan heldur að innan líka.“
Þórunn dvaldi hjá Colleen á Mi-
ami og sagði að vel hefði verið hugs-
að um sig. Henni leist mjög vel á all-
ar aðstæður og segist geta hugsað
sér að taka tilboðinu. „Ég er samt
búin að innrita mig í skólann eftir
áramót þannig að ég þarf aðeins að
hugsa mig um,“ segir hún.
Stúlkurnar sem tóku þátt í Su-
permodel of the World bjuggu á
Hard Rock hótelinu í Las Vegas en
það er sambyggt einu af stóru spila-
vítunum sem borgin er fræg fyrir.
„Við máttum ekki einu sinni labba
í gegnum spilavítið, það var svo
mjög passað upp á okkur. Öryggis-
verðir fylgdu okkur um allt og hver
okkar hafði sinn lífvörð þannig að
öryggis okkar var gætt í hvívetna,"
segir Þórunn.
Með ríkum spilafíklum
Hún segir að hótelið hafi verið
óvenju glæsilegt og vel búið. „Okk-
ur var sagt aö á þessu hóteli byggju
margir ríkir og frægir spilafiklar.
Við fórum í rútuferð um borgina og
stoppuðum við eftirminnilega staði
þar sem teknar voru myndir. Það
var rnjög gaman að sjá þetta allt.
Borgin var í raun ekkert nema alls
kyns ljósaskilti, flestöll með blikk-
ljósum og miklu skrauti. Meira að
segja McDonald’s var blikkandi."
Þórunn segir að svo ströng örygg-
isgæsla hafi verið á keppendum að
þær máttu ekkert fara út fyrir hót-
elið nema samkvæmt dagskránni.
„Ég var í Las Vegas í fimm daga
og mér gekk mjög vel að komast
þangað. Ég var hálfsmeyk áður en
það var óþarfi. Það var tekið á móti
mér á flugvellinum og hugsað um
mann allan tímann. Auk þess lenti
ég með skemmtilegri stelpu frá Póll-
andi í herbergi og við reyndum að
skoða okkur um á hótelinu og horfa
á sjónvarp og þess háttar enda mátt-
um við ekkert fara út. Annars kom
bandarískt sjónvarp mér mjög á
óvart. Það voru yfir eitt hundrað
stöðvar og ekkert nema auglýsingar
þannig að maður vissi ekkert á
Vegas. Bak við Þórunni eru föt af
Mick Jagger í glerkassa.
hvað maður ætti að horfa. Mér
fannst þessar bandarísku auglýsing-
ar mjög hallærislegar."
Sú ungverska vann
Þórunn segist hafa kynnst nokkr-
um stúlkum í hópnum, sérstaklega
pólsku, portúgölsku og norsku
stúlkunum. „Ég talaði við allar
stelpurnar en hafði mest samskipti
við þessar þrjár. Stúlka frá Ung-
verjalandi vann keppnina en ég hélt
að sú kanadíska myndi vinna en
hún komst ekki í úrsiit.“
Ætlunin var að Þórunn færi heim
strax að lokinni keppninni en þar
sem henni var boðið til Miami þáði
hún það. „Okkur var boðið í veislu
síðasta kvöldið og þá talaði Colleen
við mig og bauð mér með sér heim.
Ég hafði ekki einu sinni tíma til að
láta foreldra mína vita fyrr en eftir
að ég átti að vera lögð af stað til ís-
lands. Það var ótrúlegur hiti á Mi-
ami og Colleen bauð mér i bátsferð
sem var mjög skemmtileg."
Ef Þórunn tekur tilboðinu frá Mi-
ami getur hún á auðveldan hátt
safnað sér myndum í möppu sem er
fyrsta skrefið í fyrirsætuheiminum.
„Það er vissulega freistandi að gera
það,“ segir hún. „Þetta er tækifæri
sem ég fæ kannski ekki aftur.
Reyndar vildi Colleen að ég yrði eft-
ir í Flórída en það vildi ég ekki.“
Þórunn segir að í þessari fyrstu
ferð sinni til Bandaríkjanna hafi
hún heillast af þjóðinni. „Banda-
ríkjamenn eru aÚt öðruvísi en ég
átti von á. Mér finnst þeir sérstak-
lega vingjarnlegir."
Engir hamborgarar
á Hard Rock
Þar sem stúlkurnar bjuggu á
Hard Rock hótéli fóru þær auðvitað
á Hard Rock Café og borðuðu. „Mér
hefur alltaf fundist Hard Rock Café
hér á landi flottur staður en þessi
var æðislegur. Við máttum reyndar
ekki borða hamborgara og franskar
heldur fengum við salatbar. Síðasta
daginn máttum við hins vegar
borða eins og við vildum.“
Þórunn hitti Eileen Ford og
ræddi við hana. „Hún er ótrúlegur
mannþekkjari. . Hún vissi alltaf
hvernig stúlkunum leið, t.d. sagði
hún mér að fara og fá mér að borða
því hún sá á mér að ég væri svöng
sem var rétt.
Þessi ferð var mjög skemmtileg
og mér finnst ég vera reynslunni
ríkari eftir hana. Síðan kemur í ljós
eftir áramótin hvað ég kýs að gera
varðandi fyrirsætustörfin," segir
Þórunn Þorleifsdóttir.
-ELA
Það er gaman að grilla á nýju
„MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM"
Nýju „mínútu-snertigrillin"
frá Dé Longhi eru tilvalin
þegar þig langar í gómsætan
grillmat, kjöt, fisk, grænmeti
eða nánast hvað sem er.
Þú getur valið um 2 stærðir á
stórgóðu jólatiIboðsverði,
kr. 7.650, - eða kr. 8.530,-
/Famx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Ljúfur dagur í Flórída.
Luxor
NY LINA '96
7045
Black Matríx glampalaus skjár, Nicam stereo,
hraðvirkt textavarp, 400 lína upplausn.
Hágæðasjónvarp með
miklum myndgæðum.
109.900
stgr.
VERSLUNIN
Euro raðgreiðslur
til allt að 36 mán.
VtSA Visa raðgreiðsiur
: til allt að 24 mán.
HUOMBÆR?
SKEIFAN 7 - SÍMI 533 2500