Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 27
LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995
imaður á Tryggva gamla
var Hjálmar Guðmundsson,
síðar mikill framkvæmda-
maður í húsbyggingum í
Reykjavík, enda maður lag-
inn, það sýndi hann, svo
ekki varð um villst, á
Tryggva gamla.
Það var mikil dugnaðar-
skipshöfn á Tryggva gamla,
enda Tryggvi gamli annálað
aflaskip undir stjórn Guð-
mundar Markússonar og
síðar Snæbjarnar Ólafsson-
ar. Skipið hét eftir Tryggva
Gunnarssyni, sem á efri
árum var kallaður Tryggvi
gamli.
Mér er minnisstæður
fyrsti siglingatúrinn á
Tryggva gamla. Við sigldum
á Fleetwood. Ég held ég hafi
aldrei lent í öðru eins veðri
á sjó eins og við hrepptum í
þessari ferð, utan einu sinni
á Nýfundnalandi, á TröOa-
fossi. Ekki var um annað að
ræða en halda skipinu upp í
sjóina og hálsa á stjórn-
borðsbóg. Þannig lyfti skip-
ið sér betur en ef því var
haldið þráðbeint í sjóina.
Gamla fleytan
Tryggvi gamli var á þrí-
tugsaldrinum, en sá aldur á
togara mætti segja að svar-
aði til níræðisaldurs með
mannfólkinu. Það var ekki
mikil reisn yfir þessari
gömlu fleytu sökkhlaðinni,
þeir voru það togaramir í
Englandssiglingum, þegar
hún var í öldudal 10-15
metra sjóa.
Trúlega hafa íleiri en ég
spurt sjálfa sig í huganum,
þegar stærstu brotsjóimir
gnæfðu yfir skipinu: Kemst
hann yfir þennan? Enginn
spyr þessa upphátt, og
mennimir í brúnni bíða
hljóðir þess sem verða vill.
Þeir eiga engin önnur úr-
ræði en halda skipinu uppí
og bíða.
Þórbergur Þórðarson
„dó“ í hvert sinn og skútan,
sem hann var á, reis og féll
í öldu, enda varð skammur
hans ferill i sjómennsku.
Það var venja þegar vont
veður var, að hásetarnir
sem í brúnni vom á vakt,
gaUaðir, fóm aftur að ventl-
um við skorsteininn til að
hífa upp öskuna fyrir kynd-
arana, sem annars gerðu
það sjálflr ef vel viðraði til
þess. Askan var hífð upp í
stórum dunkum í talíu ofar-
lega í skorsteininum. Ég
var gallaður í brúnni og fór
nú aftur á keis að vinna
þetta verk fyrir kyndarana.
Ófrýnileg
hún
Kolfinna
Þegar ég var að
hífa upp öskuna í
óveðrinu verður
mér litið aftur eft-
ir bátadekkinu og
sé hvar Kolfinna
heitin kemur
askvaðandi fram
bátadekkið, held-
ur ófrýnileg og
svakaleg útlits og
hvæsir gegn
óveðrinu:
Nú næ ég i þig,
ormurinn þinn!
Mér varð svo
mikið um að ég
lét öskudallinn
falla niður á fyr-
plássið, og Guði
sé lof varð enginn
fyrir dallinum.
Síðan endasentist
ég af keisnum upp
stiga á brúar-
vængnum og fram
að brúardyrum,
sem ég var rétt
búinn að opna,
þegar skipið fær
þetta ógurlega
brot inn á stjórn-
Pétur Sigurösson. Logn á sæ.
borðsbóg.
Sjórinn óð aftur allt skip
og yfir það og lagði það á
hliðina. Allt var á bólakafi
þar sem ég hafði staðið og
sjór fossaði niður um ventil-
inn, sem ég dró öskuna upp
úr, og sjórinn náði mér um
leið og ég kastaði mér inn á
brúargólfið. Brúin fylltist af
sjó og glugginn, sem skip-
stjóri stóð við, brotnaði og
skar hann illa í framan.
Ef ég hefði ekki séö Kol-
flnnu gömlu hefði ég verið
dauðans matur, því ég hefði
aldrei staðið af mér þennan
sjó.
En inn komst ég, trúlega
fólur og fár, þótt enginn
tæki eftir því, öðru var að
sinna. Ég varð að ganga á
stýrið með hinum, því við
vorum með aðalstýrið á,
beintengda stýrið, sem var
mjög stórt og þungt og
venjulega voru því tveir við
það stýri í vondum veðrum.
Fór betur en á
horfðist
Pétur átti vini f öllum flokkum. Lúðvfk Jósepsson og hann sátu saman á þingi í aldar-
fjórðung, sóttu ASÍ.- þing saman allan þann tíma cg voru síðan saman fbankaráði
Landsbankans undir lok stjórnmálaferil síns.
Hjálmar stýrimaður var
líka uppi og fór hann niður
í skipstjóraklefann með
Guðmundi, og þar tókst
honum að sauma hann svo
snyrtilega saman að hann
gat ekki sagt eitt einasta orð
dögum saman og kom ekki
neinu niður nema fljótandi
fæðu, sem hann saug í gegn-
um makkarónurör.
Fiskmarkaðs-
mönnunum í
Fleetwood ,
þótti margt
taka að gerast
undarlegt,
þegar Guð-
mundur kom
þangað og
sagði ekki eitt
einasta orð.
Þeir voru
slíku óvanir af
honum. Lækn-
ar í Fleetwood
sögðu að illa
hefði getað
farið ef Hjálm-
ar hefði ekki
brugðist svo
við sem hann
gerði.
Skipið hafði
laskast, brúin
gengið inn að
hluta, og fleira
farið úr lagi
um borð. Eng-
an sakaði
nema skip-
stjóra.
Kolfinnu hef
ég ekki séð
síðan. Hvort
hún var að
launa illt með
góðu, eða
greiða fyrir velvild móður
minnar og atlæti, skýrist
víst fyrst í eilífðinni."
Þegar gömlum Keflvík-
ingi var sögð þessi saga Pét-
urs af Kolfinnu um borð í
Tryggva gamla, sagði hann:
Hún Kolfinna, hún fylgdi
honum Sigga Péturs. Af
henni sögðu menn stafa öll
áföllin, sem hann varð fyrir.
Kannski það sé skýringin
á misjafnri farsæld manna,
að misgóöar séu fylgjumar.
Væri það þá nokkuð annað
en gerist í mannheimum, að
misgóðir eru félagarnir?
Fólk er almennt hætt að
rengja fyrirburðasögur, til
þess er staðreyndasafnið af
þeim sögum of mikið í
mannlífinu að fornu og
nýju. Fólk spyr hins vegar:
Hver er skýringin? Og við
þvi er ekki fundið neitt
svar.
Þessi sýn Péturs verður
að teljast sérstæð, ef ekki
einstæð, í fyrirburðasögum,
aðstæðurnar eru svo ein-
stakar.
Sýnin var staðreynd og
sannaði sig með viðbrögð-
um mannsins, ú og nógu
snögg viðbrögð gat hún ekki
kallað fram nema að koma
að honum í sínum gamla
ham, þegar hún eltist við
hann.
Pétur og sögugerðarmað-
ur hans dunduðu sér við
það um stund að gera sér í
hugarlund hver tilgangur
Kolfinnu hefði verið, en
málið reyndist of flókið. Eft-
ir stóð, að Kolfinna bjargaði
Pétri.
(Ath! Millifyrirsagnir
eru blaðsins)
Alveg eins
og mamma
Mæðgurnar Karólína,
prinsessa af Mónakó, og
Karlotta, dóttir hennar, eru slá-
andi líkar. Eða hvað finnst
ykkur?
. Madonna op Sean
Penn hittast i fyrsta
sinn í sjö ár
Madonna og Sean Penn hitt-
ust nýlega í fyrsta sinn eftir
skilnaðinn 1988.
Hún var að taka á móti
verðlaunum uppi á sviði þegar
fyrrverandi eiginmaður henn-
ar, Sean Penn, kom aðvifandi,
stökk upp á sviðið og faðmaði
hana að sér fyrir framan mörg
hundruð manns án þess aö
hún fengi rönd við reist.
Strax og hún áttaði sig varð
hún fjúkandi reið, yfirgaf svið-
ið með látum og öskraði til
umsjónarmanns verðlaunaaf-
hendingarinnar: „Þú hefðir átt
að sýna þá lágmarks háttvísi
að láta mig vita af þessum
bamalegu strákapörum.“
Síðar um kvöldið voru þau
bæði, Madonna og Penn, bak-
sviðs en hún virti fyrrverandi
eiginmann sinn ekki viðlits.
Þeir sem á horfðu sögðust
aldrei hafa séð hana svo reiða.
Eins og kunnugt er bjuggu
þau saman í afar stormasömu
hjónabandi í þrjú ár. Þegar
þau skildu með miklum látum
sagði Madonna að hún vildi
aldrei sjá Penn framar. Hún
virðist hafa meint það!