Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 32
Menn voru íbyggnir á svip síðasta dag þingsins fyrir þessi jól. DV-myndir Brynjar Gauti Jólaböm Alþingis í hátíðarskapi Það var mikið um að vera á Al- hádegi var gert hlé og þá þyrptust Menn voru vel til i slíkar hugleið- þingi á fimmtudaginn enda ætluðu konur og menn i mat. DV-menn ingar enda hlakka þingmenn til jóla menn að klára þingstörfin þennan reyndu aö stöðva nokkra þeirra tií eins og aðrir landsmenn. dag og komast í langþráð jólafrí. Um að fá stutt spjall um jólin og jólasiði. -ELA Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra: Hlakka til að komast heim i i t „Ég ætla að eyða jólunum á Skag- anum hjá öllum körlunum mínum. Ég kemst þó ekki heim fyrr en á Þorláksmessu en ég hlakka mikið til. Ég bíð eftir að komast til að kaupa í matinn og jólagjafirnar en ég hef ekkert getað gert,“ sagði Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra. Hún sagði að karlarnir heima væru búnir að baka með góðra kvenna hjálp úr fjölskyldunni. „Mér skilst að það allt sé í góðu standi,“ sagði hún. „Jólin koma víst hver sem undir- búningurinn hefur verið en ég á von á því að mér takist að ljúka þessu öllu á réttum tíma.“ - Er þetta ekki mun meiri anna- tími hjá þér en áður? „Jú, það. hefur aldrei verið eins slærnt." - Eru einhverjir sérstakir siðir í þinni fjölskyldu? „Við borðum alltaf rjúpu á að- fangadagskvöld, erum síðan í róleg- heitunum en heimsækjum svo tengdamóður mína. Á jóladag förum við alltaf í kirkju og eigum rólegan dag. Við lesum og fjölskyldan er mikið saman.“ - Ert þú mikið jólabam? „Já, ég hef alla tíð haft mjög gam- an af undirbúningi jólanna þótt ég hafi ekki haft þann tíma núna sem ég vildi.“ - Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? „Það hef ég ekki hugsað út í. Ætli ég vilji ekki bara hvUd og frið. Það er besta jólagjöfin að fá að vera með fjölskyldu sinni.“ Ingibjörg hefur búið í Reykjavík undanfarið en hún kemst ekki heim til sín nema stöku sinnum vegna anna. Það er óvenjulegt að ráða- menn flytji til Reykjavíkur án fjöl- skyldunnar eins og hún hefur gert. Ingibjörg er því að vonum spennt að komast heim í dag eftir langa fjar- veru." - Er það ekki erfitt að vera svo mikið frá fólkinu sinu? „Þetta venst og meðan fjölskyldan gerir sér ekki rellu út af þessu geng- ur allt vel.“ - Verður þú þá ekki bara jólagjöf- in þeirra þegar þú kemur heim? „Ég vona að ég spilli að minnsta kosti ekki jólunum," sagði Ingibjörg og hló. - En er fjölskyldan kannski að hugsa um að flytja í bæinn? „Nei, það er ekki á dagskrá. Ég myndi ekki sinna fjölskyldunni neitt betur þótt hún væri hérna.“ - Ert þú orðin þreytt eftir haust- ið? „Já, það verð ég að viðurkenna - það er farið að síga á seinni hálfleik. Þó hafa oft verið miklu meiri næt- urfundir en núna.“ - Hefur þú fengið mörg jólakort frá læknum og hjúkrunarfólki? „Ég hef fengið heilmörg jólakort en ekki haft tima til að skoða þau. Ætli ég noti ekki jólin í það líka,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir, kát og glöð og komin í jólaskap. -ELA Ingibjörg Pálmadóttir hefur fengið mörg jóiakort. DV-mynd BG LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 JjV Arni Mathiesen á eftir að koma hrossunum sínum í hús. W Arni Mathiesen: Miklar breytingar á þessum jólum „Ég ætla að slappa af, borða og lesa yfir jólin," sagði Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það verður að vísu svo- lítið uppnám á venjunum þetta árið þar sem við erum nýflutt í nýtt hús og ýmislegt hefur verið að gerast.“ Árni sagðist ætla að borða kalkún á aðfangadag en sagði að það væri ein af breytingunum því það hefði hann ekki gert áður.“ - En hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? „Ég er nú ekkert farin að hugsa um það. Ég vil aldrei vita hvað ég fæ í jólagjöf, það er meira gaman að láta það koma á óvart." - En hvað tekur við nú þegar þingið fer í frí? „Maður fer í að undirbúa jólin og síðan verður gott að fá hvíld. Ann- ars þarf ég að sinna hrossunum mínum og koma þeim í hús. Einnig á ég eftir að gera jólahreingerning- una þar.“ - En hlakkar þú til jólanna? „Já, ég hlakka alltaf til jólanna. Ég er mikið jólabarn," sagði Árni Mathiesen. -ELA Ossur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson: Langar í aðra stelpu „Ég ætla að eyða jólunum í að borða allar þær smákökur sem ég hef, þrátt fyrir miklar annir, gefið mér tíma til að baka ásamt minni ágætu konu. Einnig ætla ég að lesa mikið af bókum og síðan ætla ég að vagga barninu mínu á hné jafht kvölds og morgna," sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Al- þýðuflokks, léttur og hress, er hann svaraði því hvernig hann ætlaði sér að eyða jólunum. „Það er griðarlegt magn af jóla- boðum í minni fjölskyldu, báðum megin, þannig að maður kemst varla yfir meira. Systkini konu minnar skiptast á að halda jólaboð og nú er komið að okkur að halda það. í fyrsta skipti fer ég lika á tvö eða þrjú jólaböll með Birtu dóttur minni. - Hvað ætlar þú að borða á að- fangadag? „Þaö er hefðbundið að borða híun- borgarhrygg á aðfangadag." - En hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? „Aðra stelpu." - Rætist sú ósk? „Nei, ekki að minnsta kosti á þessum jólurn." - Þú segist vera búinn að baka, hvernig gastu gefið þér tíma til þess? „Ég er svo duglegur að greiða fyr- ir þingstörfum. Annað slagið verða eyður og þá geta menn hlaupið út og gert ýmislegt. Til dæmis á miðviku- dag, þegar Steingrímur j. Sigfússon hélt þriggja tíma ræðu, þá gafst ágætis tækifæri til að hlaupa og kaupa jólagjafír. Menn eins og Steingrímur eru því mjög vinsælir í þessum önnum.“ - En hlakkar þú til jólanna? „Já, ég hlakka mikið til þeirra. Ég er rosalegt jólabarn en hann er jóla- sveinninn," sagði Össur og greip um félaga sinn, Davíð Oddsson for- sætisráðherra, og hló. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.