Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 33
DV LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 37 Guðni Agústsson: Læt mig dreyma um Vetrareld „Ég er farinn að hlakka mikið til jólanna. Ég ætla að lesa góðar bæk- ur og vera með fjölskyldunni austur á Seifossi," sagði Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann sagði að ekki væri um nein- ar sérstakar hefðir að ræða í sinni fjölskyldu um jólin en þó væri til siðs á aðfangadag að borða' ham- borgarhrygg. „Fjölskyldan er stór og það verða án efa mörg jólaboð um hátiðirnar." - En hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? „Ég hef verið að láta mig dreyma um Vetrareld eftir Friðrik Erlings- son en ég var búinn að fá bókina Kóngur um stund um Gunnar Bjarnason sem er gamall kennari minn. - Af hverju langar þig í Vetrar- eld? „Mér finnst höfundurinn athygl- isverður. Ég hef gaman af að lesa en hef of lítinn tíma til þess.“ - Hefur þú komist til að baka fyr- ir jólin? „Við erum eiginlega að mestu hætt að baka fyrir jólin en gerum þó nokkrar tegundir af smákökum," svaraði Guðni Ágústsson sem beið eftir jólafríinu í þinginu og að kom- ast austur fyrir fjall. -ELA Guðni Agústsson heldur jólin á Selfossi. DV-myndir BG Nauðalíkir tvíburar - jafnvel mamma þeirra lætur blekkjast Eineggja tvíburarnir Linda Smotherman og Brenda Weather- by eru orðnar 43 ára og eru enn svo líkar að mamma þeirra þekk- ir þær ekki í sundur. „Þær eru jafn háar, jafn þungar, brúneygö- ar og jarphærðar," segir móðir þeirra, Virginia Campbell. Þá er andlitsfallið hið sama, þær hafa eins broshrukkur og göngulagið er það sama. „Þær hafa nákvæm- lega eins rödd og þær hafa unun af að plata mig,“ segir móðirin. Linda segir að þær hafi verið að plata mömmu sína og raunar allan heiminn síðan þær voru tán- ingar. „Stundum var mamma að refsa annarri okkar með því að banna henni að fara út úr herberginu. Þá skiptum við bara um föt og sú sem var í skammarkróknum fór út og inn eins og henni sýndist," segir Linda. „Ég var ekkért of góð í ensku og sögu í skólanum en Brenda var það hins vegar. Þegar enskutími eða sögutími var fór hún á minn stað. Svo mætti ég í þau fog sem ég var góð i. Það sama var uppi á teningnum þegar við byrjuðum að fara út með strákum. Ef mér leist ekki á þann sem vildi fara út með mér fór Brenda í staðinn og athugaði hvernig henni litist á hann. Við plötuðum marga stráka og enn þann dag í dag vita þeir ekkert hvora okkar þeir kysstu í gamla daga.“ Þær giftust báðar á sama árinu og hvor þeirra á tvo drengi og tvær stúlkur. Brenda býr I Shel- byville Tenn en Linda í Nashville, 60 mílur í burtu. Þær klæðast samt eins, hafa sama matarsmekk og eru mjög nánar. „Þegar Brenda er niðurdregin er ég það líka,“ segir Linda. Eiginmaður Brendu dó fyrir fimm árum og eiginmaður Lindu tók hana undir sinn verndarvæng - en jafnvel hann þekkir þær ekki í sundur. „Þegar ég fer að versla með Lindu tek ég Brendu með og kaupi það sama handa henni. Þetta er eins og að hafa tvær fal- legustu konur heims til að gleðja. Stundum ruglast ég á þeim,“ við- urkennir hann. Og Brenda bætir við: „Hann elskar okkur báðar en ekki ná- kvæmlega á sama hátt. Sumt eig- um við systurnar ekki sameigin- legt.“ Eins og sjá má eru þær Brenda og Linda mjög líkar. Bændur og biíaíið CsiianiH) IfiMffliíéif Lára Margrét Ragnarsdóttir. DV-mynd BG Enginn Lára Margrát Ragnarsdóttir: tími til að baka „Ég ætla að taka til þegar ég fær frí, ég hef ósköp lítið getað gert. Þetta er í fyrsta skipti sem ég er ekki búin að baka á þessum tíma en ég ætla að gefa mér tíma til þess,“ sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Jólin hjá mér eru alltaf ósköp in- dæl. Ég hef alltaf rjúpur á aðfanga- dagskvöld, börnin og barnabörnin koma í heimsókn. Það er þó nokkuð af jólaboðum í fjölskyldunni, t.d. hittumst við systkinin alltaf á jóla- dag.“ - Hvað langar þig helst að fá í jólagjöf? „ Góða bók, þær eru margar nýút- komnar. Helst vildi ég lesa góða ævisögu." . - Hvernig leggjast jólin í þig? „Þau leggjast vel í mig, sérstak- lega þar sem þinginu er að ljúka. Ég er mikið jólabarn í mér. Þegar ég fer til útlanda og sé verslanir með jólaskrauti þarf ég alltaf að kaupa eitthvað. Ég hef óskaplega gaman af að skreyta í kringum mig.“ - Eru einhverjar sérstakar hefðir í þinni fjölskyldu? „Já, ég hef alltaf haft sömu siði í upphafi aðventu frá því ég gifti mig, í þrjátíu ár. Þegar börnin voru lítil bakaði ég tertu um morguninn, síð- an fórum við að skoða í búðar- glugga, keyptum greinar og skraut til að skreyta aðventukransinn og kveiktum á fyrsta kertinu, drukk- um súkkulaði, borðuðum tertu og hlustuðum á jólalög." - En á ekki að nota tímann til að hvílast? „Jú, sannarlega en starfið er þannig að maður á aldrei frí í raun- inni. En þó þetta hafi verið törn á undanförnum dögum þá hefur haustið verið gott. Ég man eftir miklu meira annríki en nú hefur verið,“ sagði Lára Margrét Ragnars- dóttir. -ELA JOLALEIKUR Vinningshafi 22. des. 1995: Davíd Þór Björnsson Svannahlið 8 - Sauðárkróki VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekiö þátt í jólaleik Bónus Radíó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja ísíma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glae'silegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM símar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem er fullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í síma 904 1750 Verð 39,90 mínútan . BKI l^FFE JLV.IÍ1KPH MILUONALEIKUR Þú getur unnið -r-' m m Dregið l ' m .í * 31. desember Til að taka þátt í BKI milljónaleiknum þarft þú að klippa strikamerki af tveimur BKI kaffipökkum BKI IAFFE ^ eyW BKI i VAFFE festa við þennan þátttökuseðil og senda merkt BYLGJAN, Lynghálsi 5,110 Reykjavík. 9, Á jj pr r Nafn: Heimili: Póstnúmer & staður: Sími:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.