Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Síða 37
]D"%Í' LAUGARDAGUR 23. DESEMtíER 1995 fréttir 4i Heimili hlaðið safnmunum á uppboð: Dýr reyndist Nureyev allur - hundrað pör af ballettskóm fóru á yfir sjö milljónir Nýverið hélt uppboðsfyrirtækið Christies uppboð á veraldlegum eig- um ballettdansarans Rudolfs Nurey- evs. Nureyev, sem kunnugt er lést fyrir þremur árum úr alnæmi, 54 ára að aldri, bjó í París og á uppboð- inu mátti finna fommuni úr búi hans, listmuni og búninga sem hann hafði klæðst á ballettsýning- um á ferli sínum. Yfir 800 munir seldust á uppboð- inu og tókst að safna hátt í 200 milij- ónum króna í sjóð sem nefndur var í höfuðið á Nureyev og ætlað er að hjálpa ungum hæfileikaríkum ball- ettdönsurum í námi. Um miðjan áttunda áratuginn fékk Nureyev, sem flúði frá Sovét- Ef einhvern hefði vantað 100 pör af ballettskóm, stærð 7 EEE, hefði mátt kaupa þá fyrir aðeins 7,4 millj- ónir. Annað tveggja útskorinna eikar- rúma sem finna mátti í ibúð Nureyi- evs í París. Það fór fyrir litlar 1,2 milljónir. Nureyev hvílir lúin bein í þriggja sæta sófa sínum á heimili sfnu í París árið 1986. Sófinn seldist á tæplega tvær milljónir. Bak við hann má sjá hnattlík- an úr mahóní í viktoríönskum stíl. Líkanið seldist á tæplega 2,6 milljónir. Japanski sloppurinn, sem Nureyev er klæddur, seldist á 230 þúsund krónur. ríkjunum til Vesturlanda árið 1961, greiddar fleiri hundruð þúsund krónur fyrir hverja sýningu sem hann dansaði í. Þetta gerði honum kleift að lifa eins og blómi í eggi en auk þess að eiga íbúð í París átti hann heimili á Ítalíu, Mónakó, Karí- bahafi, Virginíu-ríki í Bandaríkjun- um og New York en innbúið af síð- astnefnda heimili hans var selt á uppboði í New York í janúar síðast- liðnum og skilaöi milljónum. Áætl- aðar eigur Nureyevs. voru sagðar nema 2,6 milljörðum við lát hans og var margt ægifagurra muna með gífurlegt söfnunargildi að finna í dánarbúinu. „Það var sýnilegt að mikill smekkmaður hafði sankað að sér öllum þessum munum. Af öllum þeim dánarbúum sem ég hef átt þátt í að koma í verð þá hef ég aldrei haft það meira á tilfinningunni að eigandi þeirra myndi labba inn í uppboðssalinn,“ lét David Llewllyn, uppboðshaldari hjá Christies. Kynbótaræktun á kyrkislöngum Þau eru misjöfn áhugamálin og starfsgreinamar sem mennirnir velja sér. Mark Miles, þrítugur bif- vélavirki í Montanaríki í Bandaríkj- unum, sameinaði hvort tveggja þeg- ar hann tók að rækta slöngur og snáka - hvítar kyrkislöngur og kö- flótta kornsnáka. „Þú byrjar á því að finna þér slöngu sem er að lit sem þú kannt við. Þá hefjast kynbæturnar og þú bíður og vonar að afkvæmi slöng- unnar séu með réttu genin í sér. Þú þarft tvær kynslóðir slangna til að breyta lit þeirra,“ segir Mark. Kynbætur sem þessar hækka slöngur í verði en yfir 700 þúsund slöngusafnarar eru í Bandarikjun- um einum saman. Venjuleg bóaslanga kostar um 6.500 krónur þar í landi en hvít-kynbætt slanga af sama stofni getur kostað 100 þús- und krónur. „Mark hugsar vel um snákana sína,“ segir Kevin Muchnick, við- skiptavinur Marks. „Þess vegna gengur honum vel í ræktinni.“ Mark hefur haft dálæti á snákum og slöngum frá barnæsku. Árið 1985 starfaði hann sem bifvélavirki og annaðist 10 skröltorma á verkstæði sínu. Tveimur árum seinna sá hann fyrstu albínóa-bóaslönguna sem var 1,3 milljóna króna virði. í kjölfarið fékk hann lánaðan pening hjá unn- ustu sinni, sem hann er giftur og á tvö böm með núna, og keypti tvær albínóa-bóaslöngur. Átján mánuð- um seinna höfðu slöngurnar eignast 200 fól afkvæmi. í dag hefur verðið á kynbættum slöngum og snákum fallið talsvert sökum mikils framboðs. Þegar vel tekst hins vegar til í kynbótum er hægt að fá góðan pening fyrir af- kvæmin. Mark hefur nú opnað gæludýra- verslun í heimabæ sínum. Eigin- konan er hin ánægðasta þar sem hún getur nú notað bílskúrinn til þeirra hluta sem hann var byggður og er laus við snákana af heimilinu. . . . að Christopher, bróðir Ma- donnu, væri orðinn þreyttur á útstáelsi systur sinnar. Hann ynni nú að því að taka saman lista yfir gagnkynhneigða vini sína sem væru líklegir til að róa systur hans og láta draum hennar um barneignir rætast. . að uppboðsfyrirtækið Christies hefði ákveðið að selja nærföt Gretu Garbo á uppboði. Nærfötin gaf Greta ástmanni sínum, Gilbert Roland, þegar hann var sendur á vígstöðvarn- ar í seinni heimsstyrjöldinni. . . . að það hefði ekki komiö neinum á óvart þegar Michael Jackson hefði komið inn í fata- verslun í New York á dögunum og beðið um að fá að kaupa ali- ar gínurnar f glugganum í versl- uninni. Gínurnar voru sendar á hótelherbergi hans þar og kom þá í Ijós að herbergið var fullt af gínum. . . . að söngkonan Paula Abdul hefði komið matargesti á veit- ingastað einum í Beverly Hills til bjargar á dögunum. Maturinn stóð í hálsi gestsins og hrærðu nærstaddir hvorki legg né lið þegar maðurinn baðaði út öng- um nema Paula sem greip um manninn svo maturinn þrýstist upp úr honum. . . . að Bond-stjarnan Pierce Brosnan hefði séð rautt á dög- unum þegar aðdáandi bað hann um eiginhandaráritun. Stjarnan féll á eigin bragði því penni, sem aðdáandinn rétti Pi- erce, sprakk í höndunum á stjörnunni sem sakaði að vísu ekki því um reykbombu var að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.