Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1995, Side 39
JL>V LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 43 Starfaði við áfallahjálp í Súðavík og við rútuslysið í Hrútafirði: Þurfum að snúa ári hörm- unganna í ár huggunar - segir sára Kristján Björnsson á Hvammstanga Séra Kristján Björnsson ásamt konu sinni, Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur leikskólastjóra, og börnum, Olöfu, Bjarna DV-mynd ST DV, Hvammstanga:________________ Séra Kristján Björnssön, sóknar- prestur á Hvammstanga, er uppal- inn í Kópavogi og starfaði þar í mörg ár með Hjálparsveit skáta. Eft- ir að hann lauk embættisprófi í guð- fræði við Háskóla íslands starfaði hann í tvö ár sem blaðamaður á Tímanum en tók að lokum þá ákvörðun að sinna prestsstörfum. Hann tók vígslu á Hólum í Hjaltadal fyrir 6 árum og vígðist til embættis sóknarprests við Breiðabólsstað í Vesturhópi. Síðan hefur sókninni verið breytt þannig að nú situr hann á Hvammstanga og þjónar þar um níu hundruð sóknarbörnum í fjórum sóknum. Kristján var meðal þeirra sem veittu áfallahjálp í Súða- vík og síðar í rútuslysinu í Hrúta- firði. Með varðskipi til Súðavíkur „Þegar snjóflóðið féll á Súðavík var ég staddur með fjölskyldu minni í Reykjavík. Ég setti mig í samband við landsstjórn björgunarmála og biskup Islands. Óskað var eftir að ég færi með björgunarfólkinu á varðskipinu, sem fór frá Reykjavík, til aðstoðar björgunarfólkinu i Súðavík og heimafólki sem prestur. Um borð í varðskipinu hitti ég áfallahjálparhópinn frá Borgarspít- alanum og í þeim hóp var séra Sig- finnur Þorleifsson. Á siglingunni vestur notuðum við tímann til að skipuleggja okkar starf. Það varð úr að ég fór til Súðavíkur en séra Sig- finnur til ísafjarðar. Þegar ég var á leiðinni til Súða- víkur velti ég því fyrir mér hvort prestur ætti erindi með áfallahjálp- inni á slysstað því að venjulega komum við prestar fólki til aðstoðar eftir að atburðir eiga sér stað en vinnum sjaldnar á vettvangi. Innan hálftíma eftir komuna til Súðavíkur var ég sannfærður, enda kominn í fullt starf sem prestur og sálusorg- ari. Ég starfaði með hópi áhuga- manna um áfallahjálp úr röðum Landsbjargar. Við náðum öllum björgunarmönnunum til okkar í smáhópum áður en þeir yfirgáfu leitarsvæðið. Ég og Kristján Frið- geirsson frá Slysavarnafélagi ís- lands dvöldum í nokkra daga á með- al Súðvíkinga. Við höfðum aðsetur í grunnskólanum og héldum þar til uns veðrið tók að lægja. Þangað heimsótti okkur fólk og við fórum í heimsóknir til þess fólks sem ekki yfirgaf Súðavík. Litli drengurinn gaf aukna orku Með bænum, ritningarlestri, sam- tölum, körfubolta og svefni tókst þessum hópi heimamanna að ná aft- ur „eðlilegum" tökum á tilverunni. Það álag sem fylgdi atburðunum í Súðavík er meira en hægt er að ætla nokkrum manni. Þarna voru menn að grafa úr fönn vini sína og ná- granna, fjölskyldur og ættmenni. Sumir lentu í því að finna fleiri en einn í snjónum, ýmist lífs eða lið- inn. Menn óskuðu þess jafnvel að þurfa ekki að vera sá sem fyndi þann næsta. Þegar litli drengurinn fannst á lífi, eftir tæpa sólarhrings Benedikt og Sigurði Stefáni. leit, fékk björgunarliðið ótrúlega orku á ný. Áföllum, sem Súðvíkingar og Flateyringar hafa nú upplifað, fylgir mikO streita, bæði andleg og líkam- leg. Öll samskipti manna á meðal breytast og það er ekki nóg að gang- setja skóla og fyrirtæki heldur þarf fólk að halda þessu gangandi og taka á þeim vanda sem upp kann að koma. Togstreita af ólíklegasta til- efni leiðir tO árekstra og aukin hætta er á misskilningi og mistúlk- unum á milli fólks. Likamleg ein- kenni eins og slappleiki og þreyta í öllum vöðvum eru algeng fyrir utan það að fólk þarf að takast á við mjög sterkar myndir þess sem það upp- lifði. Allt þetta og fleira til endur- speglast innan íjölskyldu, í skóla og í vinnu. Vandinn er margþættur og það verður að halda áfram að hlúa að fólkinu eins og gert hefur verið til þessa. Enginn prestur í Súðavík Við minningarathöfnina á ísa- firði urðu eins konar þáttaskil í björgunarstarfinu. Séra Magnús Er- lingsson, sóknarprestur á ísafirði, var störfum hlaðinn enda Súðavík hluti af hans prestakalli. Lagt hefur verið til að prestur verði settur í Súðavík til 2ja- 3ja ára, sem standi við hlið fólksins, því að óneitanlega er margt sem lagast seint eftir snjó- flóðin. Þrátt fyrir athyglina sem fylgdi slysinu náðu menn ekki að vinna úr þessum þætti. Sóknar- nefndin í Súðavík hefur farið fram á að prestur sitji á staðnum því að fólk þarf að tala og tjá sig um sín viðbrögð og sorgina. En því miður hefur það ekki orðið þrátt fyrir að biskup sé hlynntur því. Leit að dottur á slysstað Sömu vikuna og snjóflóðin féOu á Flateyri upplifði ég þá erfiöu reynslu að vera kallaður á slysstað í einu stærsta hópbifreiðarslysi sem orðið hefur á íslandi. Ég sat heima í stofu og beið eftir að dóttir mín, Ólöf, kæmi með Norðurleiðarútunni frá Reykjavík þegar ég var kallaður til björgunar. Það var erfitt að leggja upp í þann leiðangur því aö ' þangað fór ég ekki aðeins sem prest- ur heldur einnig í hlutverki föður að leita dóttur án þess að vita um af- drif hennar. Ég fann Ólöfu fljótlega við flakið þ’ar sem hún lá við hlið annarra sem slösúðust. Áverkar hennar sýndust það miklir að ákveðið var að senda hana með þyrlu tO Reykjavíkur. Það var mik- ið lán að hún var ekki eins Ola slös- uð og talið var í fyrstu og náði hún sér fljótt á Borgarspítalanum. Álag- ið var hins vegar mikið á alla fjöl- skylduna. Heima fyrir stóð eigin- kona mín, Guðrún Helga Bjarna- dóttir, í ströngu við að hringja út og tilkynna okkar nánustu um afdrif Ólafar. Það kom einnig í hlut Guð- rúnar að segja sonum okkar, Bjarna Benedikt og Sigurði Stefáni, frá at- vikinu. Ólöf er eldri dóttir mín frá fyrra hjónabandi og býr hjá okkur á Hvammstanga en yngri dóttir mín, Kristín Rut, býr hjá móður sinni í Reykjavík. Síðan þetta gerðist höf- um við sótt mikinn stuðning í að ræða saman um slysið og reynsluna sem við upplifðum. Biörgunarmenn fengu áfalmhjálp Það er vandasamt verk að veita andlegan stuðning á vettvangi slysa. Menn verða helst að hafa að baki reynslu í björgunarstörfum og vera kunnugir björgunarmönnunum á staðnum. Það styður líka aOa eftir- meðferð áfallahjálparinnar. Strax eftir slysið í Hrútafirðinum ræddu menn í ýmsum hópum um að skipu- leggja áfaUahjálp og það gladdi mig hvað þetta þótti sjálfsagður hlutur. Almannavarnanefnd Vestur-Húna- vatnssýslu hafði síðan forgöngu um að bjóða til fundar forsvarsmönnum þeirra aðila sem að björgunarstarf- inu í Hrútafirðinum stóðu. í fram- haldi af því voru búnir til vinnu- hópar með þátttöku björgunarliðs- ins. TO aðstoðar komu áhugamenn um áfaUahjálp frá Landsbjörgu. Teymi áfallahjálpar frá Borgarspít- alanum kom einnig norður. Það sinnti meira þeim sem lentu í slys- inu og fjölskyldum þeirra, okkur stjórnendum, hjúkrunarfólki og lög- reglu. Þar sem farþegar rútunnar voru búsettir víða á landinu var brugðið á það ráð að auglýsa í íjöl- miðlum og þolendur hvattir til að sækja áfallahjálp heima í héraði, ýmist til presta eða á heilsugæsl- stöðvar. Hátt á fjórða hundrað" manns þáðu áfaUahjálp vegna slyss- ins. Viðkvæmur tími AUir þeir sem áfallahjálp sinna verða að vera tilbúnir að sækja úr- vinnslufundi fyrir sig sjálfa til að brenna ekki inni í starfi sínu. Þeir þurfa að vera í reglulegri hand- leiðslu til að vera sjálfir í jafnvægi og til að fylgjast með því sem er að gerast 'í greininni. Mönnum, sem vita út á hvað áfallahjálpin gengur, fer stöðugt fjölgandi í röðum lækna, hjúkrunarfólks, presta og annarra stétta sem að björgunarstörfum koma. Það er gott að byggja upp kerfi í áfaUahjálp fyrir sinn hóp. Við getum byggt upp svæðisbund- inn áfallahjálparhóp og sótt ráðgjöf og fræðslu til Borgarspítala og Landspítala. Þessir spítalar veita einnig aðstoð við framkvæmd áfallahjálpar í stærri slysum. í dag er fólk að ganga inn í mjög viðkvæma tíma, undirbúning jóla- hátíðar og jólin sjálf þar sem marg- ar fjölskyldur þurfa að ákveða upp á nýtt siði eftir að nánir ættingjar eru fallnir frá. Hvar á fólkið að koma saman þegar afi og amma bjóða ekki lengur til hátíðar? Hvernig verður hægt að gleðjast þegar hug- urinn reikar til barnanna sem léku sér á síðustu jólum við að losa kúl- urnar af jólatrénu? Þessi tími kallar fram mjög sterkar myndir. Þegar svona mikið hefur raskast í fjöl- skyldunni þá er nauðsynlegt að halda uppi þeim siðum sem hægt er að halda uppi, út frá þeim þáttum sem enn eru til staðar. Þjóðin samhuga Við þurfum að vera samhuga í því að snúa ári hörmunganna upp í ár huggunar. í kirkjunni eru bæna- stundir, fyrirbænir og efling fyrir alla sem vflja. Sumum finnst þeir hafa misst trú sína í þeim hörmung- um sem þeir hafa upplifað og sjá -ekki lengur Guð í tilverunni. En með því að glíma þannig við hann verður hann ennþá meira nálægur í lífi fólks. Menn reiðast Guði því þeir standa í þeirri trú að hann sé almáttugur en þeirri reiði þurfa menn að snúa upp í samræður við Guð. Það getur átt sér stað í bæn- inni og í áköUum eins og í Davíðs- sálminum þegar maðurinn hrópar: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Guð er nálægur í lífi- þess sem trúir þó að hann hylji sig og menn sjái hann ekki um stund í erfiðleikum sínum. Þá vita menn að hann er skammt undan og boðskap- ur aðventunnar hljómar „Sjá, Kon- ungur þinn kemur til þin“,“ segir séra Kristján Björnsson. -ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.